Fé án hirðis.

Sparisjóðirnir voru stofnaðir til þess að sinna góðum og göfugum verkefnum. Þar sem samfélagið og viðskiptavinirnir áttu að njóta hags af starfsemi sjóðanna voru sérvaldir ábyrgðarmenn Sparisjóðanna. Ábyrgðarmennirnir lögðu viðkomandi Sparisjóð fé til málamynda t.d. 300.000 og fengu árlega á það fé hæstu ávöxtun. Þetta var kallað stofnfé, og hefur ekkert með hlutafé að gera. Hefur heldur ekki neitt með eignarhlut í sparisjóðunum að gera.

Ábyrgðarmennirnir voru oft í viðkomaandi bæjarstjórn og gilti þá einu hvort viðkomandi væri á hægri, vinstri eða til miðju í pólitíkinni. Ábyrgðarmennirnir fengu rétt til þess að sitja einn aðalfund á ári, sem yfirleitt var með veitingum. Þessir fundir fundir þótti mögum upphefð í að fá að sækja.  Það er því miður tilhneiging til þess að svona félög sem eru stofnuð í einhverjum tilgangi, að það fyrnist og þá fara menn að leitast við að misnota félögin til þess að þjóna eigin þörfum.Einmitt þetta gerðist með sparisjóðina. Margir sveitarstjórnarmenn urðu síðar Alþingismenn og einmitt þar tóku menn í eiginhagsmunaskini ákvörðun um að leyfa að breyta stofnfé í hlutafé. Sumir gegnu lengra eins og Árni Matthíasson, Pétur Blöndal, Árni Þór Sigurðsson og Össur Skarphéðinsson og seldu stofnfé sitt fyrir rúmar 50 milljónir hvor. 

 Nú eftir hrun þyrfti að fara fram rannsókn á málefnum Sparisjóðanna og aðkomu stjórnmálamanna að þeim. 

 


Að segja eitt og framkvæma annað.

Sá fáheyrði atburður átti sér stað fyrir rúmri viku að fyrir Bæjarráði Kópavogs lá fyrir tillaga sem gerði ráð fyrir að Kópavogskaupstaður tæki að sér hluta af málskostaði þriggja bæjarstjórnarmanna í einkamáli. Þeirra Hafsteins Karlssonar, og Guðríðar Arnardóttur frá Samfylkingu og Ólafi Gunnarssyni frá VG. Þar sem þessir bæjarfulltrúar þurftu að víkja af fundi vegna vanhæfis, voru aðeins þrír bæjarfulltrúar sem voru til staðar til þess að taka afstöðu til málsins. Guðný Dóra Gestdóttir VG og Hjálmar Hjálmarsson frá Næstbestaflokknum eru í meirihluta með þremenningunum og var því ljóst að þau greiddu atkvæði með tillögunni. Þá var í raun einn bæjarfulltrúi sem gat fellt málið en það var Ármann Ólafsson frá Sjálfstæðisflokki. Það gerði hann ekki, heldur sat hjá og því þurfti ekki að taka málið upp í bæjarstjórn. 

Þessi framganga er með ólíkindum. Ármann á þetta mál einn og óstuddur. 

Í dag tekur bæjarfulltrúinn til og fordæmir málsmeðferðina sem hann sjálfur bar ábyrgð á. Hvaða þýðingu er að segja eitt og framkvæma annað? Ármann átti þrjá leiki í stöðunni. Biðja Kópavogsbúa afsökunar, fá sér hárkollu og þykjast heita Björn eða gera það sem hann valdi, reyna að blekkja og vekja þannig athygli á lákúrunni. 


VG setur Ísland á lista hinna staðfestu þjóða.

 

Þessi ríkisstjórn hefur sérstaklega lagt upp með opin og lýðræðisleg vinnubrögð. Ákvörðunin að skrá sig á lista hinna staðfestu þjóða varðandi innrásina í Líbýu var því ekki aðeins tekin þegar Jóhanna og Steingrímur skáluðu með Bermúdaskálina. Það var nóg til og því mættu til veisluhaldanna hinir friðelskandi þingmenn Þórunn Sveinbjarnardóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Mörður Árnason og Álfhildur Ingadóttir heldur öll hin. Þegar líða fór á skemmtunina ákváðu stjórnarflokkarnir að nauðsynlegt væri fá samþykki allra þingmanna, líka stjórnarandstöðuþingmannanna. Þá var bara svo langt liðið nætur að liðið fór að sofa, og þegar það vaknaði næsta morgun var innrásin hafin. Því stendur til að ræða málið á Alþingi og fá þingmenn stjórnarandstöðunnar með eftirá. Helsta vandamálið er að þeir sem gengu hvað oftast um gleðinnar dyr, muna nú ekkert eftir til hvers liðið var kallað saman. Hefur ekki heyrt á Líbýu minnst, hvað þá að hafa verið spurt um afstöðu þess til innrásar. 


mbl.is Verið að grafa undan vægi SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einokun og þöggun.

Fyrir mörgum árum aðstoðaði ég lítið fyrirtæki, Líkkistuvinnustofu Eyvindar, til þess að ná rétti sínum. Kirkjugarðar Reykjavíkur ákváðu að nota fjármuni úr kirkjugarðsgjöldum til þess á ólögmætan hátt niðurgreiða útfararkostnað. Það sem kom mér óþægilega á óvart var að Ólafur Skúlason var einn aðal forsprakkinn og hvatamaður að hinu ólöglega athæfi. Það bætti ekki úr skák að eigandi Líkkistuvinnustofunnar gerðist svo ósvífinn að spyrja þáverandi biskup, út í mál sem þá fór afar hljótt, sem var meint kynferðisbrot biskups.

Viðbrögð margra áhrifamanna inna kirkjunnar voru með ólíkindum. Kirkjan átti að sjá um útfarir, ekki einkaaðilar, biskup væri alveg tilbúinn að fyrirgefa eiganda líkkistuvinnustofunnar ef hann legði niður lífsstarf sitt og bæði biskup afsökunar, og hætti fyrirspurnum um kynferðisbrotamálið. Þess verður að geta að líkkistuvinnustofa verður ekki rekin nema í nánu samstarfi við starfsmenn kirkjunnar.

Mál líkkistuvinnustofunnar fór fyrir Hæstarétt. Líkkistuvinnustofna vann táknrænan sigur, fékk einhverjar bætur, en eigandinn hafði tapað öllu sínu og fór í þrot.

Einokun og þöggunin á sér rót í mannvonskunni, heimskunni og vanmáttarkenndinni. Á hverju ári flykkist hópur fólks og flykkist til starfa fyrir þessa hugmyndafræði. Ef í boði eru peningar, völd, bitlingar þá er þetta fólk tilbúið þegar kallið kemur. Það eru kellingar allra tíma.  


Verður stækkunin færð suður?

Það er einhver undirtónn í þessari mengunarumræðu fyrir norðan. Becromal hefur komið inn með um 100 störf á Akureyri og allt í einu, er fyrirtækið orðið ,,vont fyrirtæki" sem ræðst á umhverfið. Verkfallsboðin er í loftinu. Ég heyri ekki betur en stjórnendur fyrirtækisins séu fullir af vilja til þess að bæta úr því sem þarf að bæta úr, en maður hefur á tilfinningunni að málið snúist ekki um það.

Lengi hefur það orðspor farið af atvinnumarkaðinum á Akureyri að utanaðkomandi séu ekki velkomnir. Bónus var ekki velkomið og Helgi í Góu hefur gert ítrekaðar tilraunir með að koma með veitingarhús norður en ekki tekist. 

Er verið að segja við þá Becromalmenn að stækkun á verksmiðjunni eigi að fara annað. Á Húsavík, eða jafnvel suður?

Það er full ástæða að taka á mengunarmálum og sjá til þess að þau séu innan allra marka. Viðbrögð norðanmanna virðast vera rekin af einhverjum allt öðrum hvötum. Spurningin er hvort það sé heimamönnum til góðs. 


mbl.is Ekki þrávirk efni í menguninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitíkus biðst afsökunar!

Þau undur og stórmerki gerðust á síðasta bæjarstjórnarfundi í Kópavogi að einn bæjarfulltrúi Guðný Dóra Gestdóttir, baðst  afsökunar á fyrirspurn sinni til Gunnars Birgissonar um ferðir hans erlendis bæði á vegum Kópavogsbæjar og eins þáðar boðsferðir. Mörgum þótti þessi fyrirspurn illkvittin, en öðrum þótti hún sanngjörn og réttmæt. Tími væri kominn til þess að upplýsa sukkið. Í svari Gunnars kom fram að hann hafi farið í þrjár utanlandsferðir á vegum Kópavogsbæjar og ekki þegið dagpeninga í þeim, þá hafi hann ekki þegið neinar boðsferðir á vegum annarra aðila. Talsvert upphlaup varð í bæjarstjórnarmeirihlutanum vegna svars Gunnars og Hjálmar Hjálmarsson tók að sér að spyrja Gunnar hvar hann hafi verið á tilteknum degi og tíma. Einmitt þá hafði staðið yfir leikur West Ham í London, en boðsbréf til Gunnars, hafði fundist eftir mikla leit í skjalageymslum Kópavogsbæjar.  Svarið kallaði á enn meiri gremju því Gunnar gat upplýst að hann hafi verið í boðsferð þá á vegum bæjarins með þremur öðrum bæjarfulltrúum í Kína, þar á meðal Hafsteini Karlssyni frá samfylkingunni.

Guðný Dóra Gestdóttir stóð upp á síðasta fundi og baðst afsökunar á fyrirspurn sinni og sagði ástæðu fyrirspurnarinnar  vera ósannar sögur. Viðstaddir sögðu Guðríði Arnardóttur hafa verðir með óvenju rjóðar kynnar í framhaldinu. Nef Guðríðar sem á til að lengjast ótæpilega oft á tíðum, skapp nú saman eins og tippi gera stundum í frosthörkum. Guðný Dóra sem var ómaklega sagt upp störfum á sínum tíma hjá Mosfellsbæ, af pólitískum ástæðum,  hefur áunnið sér virðingu fyrst sem málefnalegur formaður skipulagsnefndar hjá Kópavogsbæ og nú að biðjast afsökunar á mistökum opinberlega. Hún sýnir  manndóm, sem menn virða óháð stjórnmálaskoðunum.


Um lögfræðikostnað bæjarstjórnarmanna í Kópavogi

Talsverðar deilur hafa verið í Bæjarstjórn Kópavogs um lögfræðikostnað þriggja bæjarfulltrúa, sem þeir vilja að Kópavogsbær taki á sig. Fyrir þá sem ekki hafa sett sig inn í málið þá hélt samfylkingin í Kópavogi upp mjög harðri gagnrýni á Gunnar I Birgisson í hans valdatíð hans sem bæjarstjóra. Undir lok bæjarstjórnartíðar Gunnars gagnrýndi Ólafur Þór Gunnarsson bæjarfulltrúi VG og Guðríður Arnardóttir og Hafsteinn Karlsson  fyrir samfylkinguna Gunnar m.a. í blaðagrein þar sem því var haldið fram að Frjáls miðlun fyrirtæki dóttur Gunnars og eiginmanns hennar, hefðu:

1. Fengið borgað fyrir  verk sem þau hefðu ekki unnið, og..

2. Tekið að sér gerð á viðurkenningarskjölum, á óheyrilegum   töxtum.

 Í þessari gagnrýni er ekki aðeins verið að gagnrýna Gunnar Birgisson heldur einnig verið að draga fyrirtæki dóttur Gunnars inn í umræðuna. Í pólitíkinni er ákveðið frelsi til að fara rangt með milli pólitíkusa, en þegar fyrirtæki eða einstaklingar út í bæ eru tekin inn í umræðuna, verður að halda  innan ramma laganna.

Í ljós hefur komið að það verk sem fyrirtækið Frjáls miðlun hafi ekki átt að hafa skilað af sér, var unnið. Fyrirtækið skilaði þeim verkþáttum af sér sem um var samið.

Í hinu dæminu fór fram útboð, ári eftir á,  vegna gerðar  viðurkenningaskjalanna og var Frjáls miðlun með langlægsta tilboðið, og á sambærilegu verði og áður hafði verið gert.

Fyrir flesta sem þekkja til viðskiptalögfræði hafa bæjarfulltrúarnir með þessari framgöngu brotið alvarlega á Frjálsri miðlun. Héraðsdómur Reykjaness tók ekki efnislega þessa tvo þætti til meðferðar.  Málinu hefur því verið vísað til Hæstaréttar. 

Málskostnaður sem þrímenningarnir fengu dæmda í Héraðsdómi dugði ekki fyrir lögfræðikostnaði þeirra. Því fannst bæjarfulltrúunum þremur tilvalið að fá þann kostnað vegna einkamáls þeirra, greiddan úr Bæjarsjóði Kópavogs. Lögfræðideild Háskóla Íslands benti á í sínu álíti að það gæti verið fordæmisgefandi fyrir önnur dómsmál einkaaðila í Kópavogi. Það sýnir mikið dómgreindarleysi bæjarfulltrúana þriggja að fara fram á þessa fyrirgreiðslu hjá Kópavogsbæ. Tapi þau málinu fyrir Hæstarétti, sem verður að teljast líklegt, þurfa þau að greiða allan lögfræðikostnað sinn og Frjálsrar miðlunar.  Auk þess að ná þeim vafasama árangri að verða fyrstu  sveitarstjórnarmenn, sem dæmdir eru fyrir rógburð, að því að ég best veit.


Undir fiskhausafylgið.

Mér skilst að Margrét Kristmannsdóttir formaður Samtaka viðskipta og þjónustu hafi lagt til í Silfri Egils í dag að skipt yrði um þjálfara í ríkisstjórninni. Ef rétt er þá er það athyglisvert því að ef ég man rétt er Margrét varaþingmaður Samfylkingarinnar. Hafandi í nokkur skipti tekið við sem þjálfari hjá fallliðum, og aldrei fallið með lið veit ég að nýjir sópar, sópa best. Það kemur nýtt hugarfar og ný von. Stuðningur við Jóhönnu Sigurðardóttur hefur fallið úr 65% í 16,9%. Það er næg ástæða til þess að skipta um þjálfara. Til þess að ná trausti að nýju, dugar ekki að láta Steingrím taka við, því að framganga hans í Iceave II rýrir hann trausti. Sennilega er algjörlega nauðsynlegt að kjósa að nýju. Alþingi er skaddað, og þá verður að hreinsa út. Eftir þær kosningar er nauðsyn á  nýrri ríkisstjórn, sem verði mönnuð af fleiri ráðherrum utan Alþingis en áður hefur þekkst. Sá eða sú sem leiðir þá ríkisstjórn verður að vera leiðtogi, en það er hugtak sem allt of fáir virðast skilja. 

Forseti hafði tillögu um þjóð­stjórn að engu!

Á þeim tíma sem minnihlutastjórn Samfylkingar og VG var sett á laggirnar, var möguleiki að koma á þjóðstjórn. Nú þegar frá líður má öllum vera ljóst að ákvörðun Forseta Íslands var afglöp. Við skulum skoða hvað AMX skrifaði um málið.

bjorn.jpg

 Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að forseti Íslands hafi haft að engu tillögu Geir H. Haarde að mynduð yrði þjóðstjórn og tryggja þannig þingræðislega stjórn. Björn telur að forseti hafi gengið gegn þingræðisreglu sem gerir ráð fyrir að ríkisstjórn styðjist við meirihluta á Alþingi.

Þetta kemur fram á pistli sem Björn Bjarnason skrifaði á heimasíðu Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þar gagnrýnir hann hvernig staðið hafi verið að myndun minnihlutastjórnar án þess að láta reyna á hvort hægt væri að tryggja meirihluta á Alþingi. Vinnubrögðin renni stoðum undir þá kenningu, að það hafi um nokkurt skeið verið samantekin ráð vinstri flokkanna að koma Sjálfstæðisflokknum út úr ríkisstjórn. Björn segir að ætla mætti „af aðferð og framvindu viðræðna um vinstri minnihlutastjórnina, að þetta hafi verið gert í samráði við Ólaf Ragnar Grímsson“.

Björn segir frá því að þegar Geir H. Haarde hafi beðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt hafi hann lagt til við forseta að mynda ætti þjóðstjórn:

„Ólafur Ragnar hafði þessa tillögu að engu og fól fyrir hádegi þriðjudags 27. janúar Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni Samfylkingarinnar, umboð til að hafa forystu í viðræðum við vinstri-græna um myndun minnihlutastjórnar „í ljósi yfirlýsinga“ Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, og með „tilliti til þeirra sjónarmiða“, sem Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður frjálslyndra, hafði kynnt í samtali við Ólaf Ragnar. Jafnframt sagði Ólafur Ragnar við þetta tækifæri, að fram hefði komið „það sjónarmið að taka til skoðunar að einn eða fleiri virtir einstaklingar, sérfræðingar utan þings, tækju kannski sæti í slíkri ríkisstjórn.“ Gaf Ólafur Ragnar til kynna, að þar sem slík ríkisstjórn „nyti stuðnings eða samvinnu við a. m. k. fjóra flokka á alþingi og hefði slíka tilvísun út í samfélagið væri kannski á vissan hátt í anda þeirrar þjóðstjórnarhugmyndar sem að margir hafa sett fram að undanförnu.“

Hin tilvitnuðu orð eru af blaðamannafundi, sem Ólafur Ragnar hélt með þeim Ingibjörgu Sólrúnu og Steingrími J. Sigfússyni, formanni vinstri-grænna, á Bessastöðum rétt fyrir hádegi þriðjudaginn 27. janúar. Engin þeirra röksemda, sem Ólafur Ragnar nefnir leysti hann undan þingræðisreglunni og þeirri skyldu að veita stjórnmálamanni fyrst umboð til að reyna myndun ríkisstjórnar, sem nyti óskoraðs stuðnings meirihluta á alþingi.“

 

 


Er hægt að réttlæta árásir vesturlanda á Líbíu?

Venjulegt fólk vill ekki stríð, a.m.k. ekki af ástæðulausu. Við viljum heldur ekki að fólk sé lokað inni. Samt höfum  við fangelsi. Í þeim tilfellum sem fólk eða forystumenn þjóða fara yfir ákveðin strik í samskiptum, er það skylda okkar að grípa inni. Beita hörðum ákveðum aðferðum. Skapa ramma sem undantekningarlaust skal halda sér inni. Innanlands höfum við þannig lagaramma, og þeir sem ekki halda sér innan hans kalla yfir sig refsingu. Þegar þjóðarleiðtogar fara yfir ákveðin ramma verða aðrar þjóðir að grípa inní. Auðvitað munu spretta upp lið hér innanlands eins og í öðrum löndum sem verður á móti innrásinni í Líbýu. Þau vilja ekki stríð, gera eitthvað annað. Þegar spurt er hvað þá er gripið í tómt.
mbl.is Krefjast fundar í öryggisráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Mars 2011
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband