Innlendar verðhækkanir

Það ætti ekki að fara fram hjá neinum að matvara er að hækka. Að hluta til hækkar verð á matvöru vegna hækkunar á erlendri mynt gagnvart krónu, og að hluta vegna hækkunar matvöru á alþjóðamarkaði s.s. hrísgrjóna. Bar saman hækkun samkvæmt strimlum úr matvöruversluninni okkar í hverfinu sem er Bónus. Skoðaði tvær tegundir af innlendri matvöru.

 ABT frá MS Súrmjólk 
31.mar73  
14.apr796%106 
26.apr9320%11711%

ABT mjólk frá MS með jarðaberjum kostaði 73 kr þann 31. mars, hafði hækkað í 79 kr þann 14 apríl, eða um 6% og í 93 kr þann 26. apríl eða um 20% hækkun á einum mánuði. Súrmjólk frá MS kostaði 106 kr. þann 14. apríl en var komin í 117 kr. þann 26 apríl. eða um 11%. Er um að ræða hækkun frá MS eða frá Bónus? Hér er a.m.k. um allhressilegar hækkanir að ræða. Vonandi eru innlendir aðilar ekki að nýta sér það ástand sem nú er uppi. Þegar hætta er á verðbólguskoti ættu innlendir framleiðendur að sýna þá ábyrgð að fara sér hægt í verðhækkunum til þess að kynda ekki á verðbólgubálinu.


Ekki endilega góð byrjun

Það er full ástæða til þess að óska Ólafi Þ. Stephensen og lesendum Morgunblaðsins til hamingju með nýja ritstjórann. Hann hefur verk að vinna. Morgunblaðið hefur verið á niðurleið á markaðinum á undanförnum árum og þarf nýtt blóð til þess að draga fram sérstöðu. Þá orkar tvímælis að taka í starfið innanhússmann. Ólafur hefur gert ágætishluti með 24 stundir, og vonandi tekst honum að skapa Morgunblaðinu fyrri virðingu. Í viðtali við Jóhönnu Vilhjálmsdóttur svaraði Ólafur spurningu um hvort nýr ritstjóri myndi skrifa undir nafni, neitandi. Það er vond byrjun. Ólafur segist ætla að létta Morgunblaðið. Mér virðist sem Morgunblaðið hafi á undanförnum árum verið að gera ýmsar tilraunir í þá átt, sem flestar eiga það sameiginlegt að hafa mistekist. Þegar ný stefna Morgunblaðsins er mótuð, hlýtur að vera skoðað hverjir eru núverandi kaupendur Morgunblaðsins og hverjir líklegir að bætast í þann hóp. Hef þá skoðun að líklegur markhópur til þess að kaupa Morgunblaðið sé upplýstir lesendur, sem vilja að fjallað sé um mál á faglegan hátt. Án flokkapólitíkur. Að Morgunblaðið sé hlutlaus vettvangur skoðanaskipta, sem auki lýðræðislega, faglega umræðu. Ef Ólafur Þ. Stephensen ætlar bara að létta Morgunblaðið og viðhalda ósiðum Styrmis Gunnarssonar spái ég því að Morgunblaðið haldi ekki velli.
mbl.is Nýr ritstjóri hlakkar til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjúk eða hörð lending?

Við erum komin í erfiða efnahagstöðu. Lánamarkaðir erlendis eru erfiðir og dýrir. Ráðist hefur á íslensku krónuna, þannig að gengið hefur hrunið. Bankarnir eru í þröngri stöðu þannig að atvinnulífið og almenningur á erfitt með að fá lánafyrirgreiðslu og ef  þá er hún dýr. Ofan á þetta eru flestir á því að Seðlabankinn hafi ekki þau stjórntæki til þess að taka á verðbólgu, sem er fyrirliggjandi m.a. í ljósi gengishrunsins.  Hvað þá? Geir Haarde hefur útilokað einhliða upptöku erlends gjaldmiðils. Upptaka Evru er ekki á dagskrá á næstunni þar sem við myndum ekki uppfylla þau skilyrði sem í Myntbandalaginu er sett. Skilaboðin frá ríkisstjórninni eru: "Við erum að skoða vandlega þær leiðir sem færar eru með Seðlabankanum. Krakkarnir myndu í þessu tilfelli segja "Come on"!!!

Hvernig í ósköpunum er verið að skoða dæmið með Seðlabankanum þar sem hann hefur ekki þau tæki sem til þarf í baráttunni? Gömlu lausnirnar duga einfaldlega ekki. Hvaða leiðir gætu verið færar?

1. Upptaka norsku krónunnar. Norðmenn hafa hag af því að Íslendingar haldi sig fyrir utan ESB, a.m.k. á meðan Noregur heldur sig þar fyrir utan. Þess vega þurfum við ekki að skríða á hnjánum í viðræðum okkar við Norðmenn. Upptaka norsku krónunnar gæti verið góður leikur hvort sem við síðar ákveðum að ganga í ESB eða ekki.

2. Þjóðarsátt um að takast á við efnahagsvandann

3. Óska eftir viðræðum við Danmörku að ganga aftur í Danaveldi.

4. Gera ekki neitt. Bíða og sjá hvort þetta lagist bara ekki að sjálfu sér.

 Mér hugnast fyrstu tveir þættirnir. Ekki liður númer þrjú þó mér þyki afar vænt um Dani og ekki gera ekki neitt, það væri versti kosturinn.

 


Samskipti þjóðanna

Fyrir mörgum árum streymdu Íslendingar til Svíþjóðar í leit að vinnu og hærri launum. Ástandið var fremur dapurt hér heima og í Svíþjóð vantaði starfskrafta. Íslendingar héldu sig saman í hópum, og alls ekki allir lögðu sig nægjanlega fram til þess að læra sænskuna. Við þóttum harðduglegir upp til hópa, en frekar drykkfelldir. Í raun sóttum við í störf sem Svíar helst vildu ekki vinna í. Þekking í Svíþjóð á Íslandi, landi og þjóð var minni en við hefðum átt von á. Þannig kom það Svíum oft á óvart, þegar þeir voru fræddir á því að snjóhúsin sem við bjuggum í væru stundum á fjórum hæðum og þá með lyftu. Á sumrin bjuggum við síðan í lyftunni!

Kynni okkar Íslendinga af Pólverjum eru flest þau að þeir séu upp til hópa harðduglegir til vinnu, en umgangist helst samlanda sína. Þá er nokkuð um tungumálaerfiðleika. Í uppbyggingu undanfarinna ára hefur hlutverk Pólverja verið mjög mikið. Er ekki kominn tími til þess að leggja áherslu á að auka samskipti landanna til muna. Þekking okkar á landi og þjóð mun auka virðingu okkar fyrir Póllandi og Pólverjum. Þeir eiga það sannarlega inni hjá okkur.  


mbl.is „Pólska samfélagið hefur lokast dálítið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hækkun eða lækkun húsnæðisverðs.

Sannarlega hafa orðið sveiflur á fasteigamarkaði. Þær geta orðið mjög sársaukafullar fyrir marga og þess vegna leitast stjórnvöld víða um heim að draga úr slíkum sveiflum. Þegar húsnæðisverð fer hækkandi er tilhneigingin  að gripið er of seint inn í. Hérlendis hafa sveitarstjórnir víða tekið þátt í „fylleríinu“ með því að hagnast umtalsvert á sölu lóða. Á sama tíma eru skipulagsnefndi sveitarfélaganna oft að gera kröfur, sem leiða til umtalsverða hækkana á húsnæði. Fjölmiðlarnir senda síðan út mjög vafasöm skilaboð, þar sem óhóf í breytingum og hönnun er dásamað.  Í þessari uppsveiflu voru byggingarverktakar að borga 14-20% vexti á byggingarframkvæmdum, á sama tíma og neytendur fá hagstæð gengislán til bílakaupa. Framsóknarflokkurinn kom með kosningaloforð þar sem lánshlutfall íbúðalánasjóðs hækkaði í 90%, sem margir hafa metið sem skemmdarstarfsemi. Bankarnir bættu síðan betur í og lánuðu allt að 100%. Í dansinum var mikil umframeftirspurn eftir iðnaðarmönnum með miklum hækkunum á vinnuþættinum. Þessi mikla spenna á markaðinum hefur þýtt að mjög víða hefur ekki verið vandað til verka.  Til lengri tíma tapa allir á svona ástandi. Það er fyllilega eðlilegt að einhver lækkun verði á húsnæðismarkaði þegar markaðurinn leitar jafnvægis. Inngrip Geirs Haarde í haust orkar mjög tvímælis, þó að full ástæða hafi verið að vara markaðinn við. Spá Seðlabankans um alltað 30% lækkun húsnæðisverðs, er hins vegar óeðlilegt inngrip. Það má öllum vera ljóst að Seðlabankinn hefur ekki þau stjórntæki lengur til þess að draga úr verðbólgu. Árangurinn í þeirri baráttu liggur á borðinu. Að öllum líkindum er spá Seðlabankans byggð á þeirri viðleitni að leita leiða til þess að finna stjórntæki sem ekki eru í núverandi verkfærakistu bankans. Orðróminn. Gangi hann eftir, því hann hefur oft mikil áhrif,  getur skollið á hér  harkaleg kreppa. 10-20% raunlækkun á húsnæði er ekkert óraunhæf þróun. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa látið hafa eftir sér að raunlækkun á húsnæðismarkaði sé æskileg til að lækka verðbólguna.  Þetta eru ámælisverð skilaboð fyrir markaðinn. Leita verður annarra leiða til þess að ná tökum á verðbólgunni. Til þess þarf fyrst og fremst nýja hugsun og kjark til þess að taka ákvarðanir. Upptaka á annarri mynt er  það sem atvinnulífið kallar eftir. Það yrði vissulega leið til að ná mjúkri lendingu, en einnig mjög skynsamlegt í stöðunni.  Það eru fáir sem hafa trú á að stjórnmálamenn hafi djörfung til að taka svo stórar ákvaraðanir.


Erfið veikindi?

Hreint út sagt ótrúleg skrif Staksteina í Morgunblaðinu í morgun laugardaginn 12 apríl. Ég var farinn að halda að Styrmir Gunnarsson væri kominn í veikindafrí, en hann  er þá sannarlega kominn til baka. Sennilega of snemma. Vilhjálmur gerði bara grín að þessum skrifum og sagði að það væri svipað að lesa Stakgreina í morgun, og að lesa minningargrein um sjálfan sig. Ég get tekið undir með þeim sem hafa undrast langlundargeð eigenda Morgunblaðsins. Hlutafé Árvakurs er að öllum líkindum eitt þolinmóðasta fjármagn landsins. Hrokinn sem rennur úr penna ristsjórnans er aumkunarverður. Vanmáttarkenndin er svo mikil að hann þorir ekki einu sinni að skrifa undir nafni. Þetta er ekki bullið í Styrmi heldur er þetta "skoðun Morgunblaðsins". Eigendur Morgunblaðsins ættu að setja dagana sem eftir eru í rástjórnartíð Styrmis Gunnarssonar á forsíðu Morgunblaðsins og telja niður, rétt eins og talið er niður að jólum hvert ár. Þá hefst vonandi nýr tími þar sem lýðræðið og fagleg sjónarmið munu taka aftur völdin á Morgunblaðinu.  Styrmir gefur ekki kost á að bloggað sé um ruslakistu sína í Staksteinum og því læt ég Staksteinagrein dagsins fylgja með. 

   Smitandi sambýli STAKSTEINAR Ætli Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, trúi því að allt verði gott á Íslandi ef við tökum upp evru í viðskiptum okkar í milli þótt forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hafi afgreitt allar slíkar hugmyndir með afgerandi hætti í samtali við forsætisráðherra Íslands fyrir nokkru? Í eina tíð var Vilhjálmur alþingismaður Sjálfstæðisflokksins á Norðvesturlandi. Ætli Vilhjálmur mundi tala fyrir evruvæðingu og ESB-aðild ef hann væri enn þingmaður fyrir það landsvæði? Ætli Vilhjálmur Egilsson mundi ganga um bryggjurnar í sjávarplássunum í sínu gamla kjördæmi og útskýra fyrir sjómönnum og útgerðarmönnum að það skipti engu máli þótt ákvörðunarvaldið um nýtingu auðlindanna í hafinu í kringum Ísland yrði flutt til Brussel? Kannski er þetta misskilningur. Kannski er Vilhjálmur Egilsson, sem nú boðar að Íslendingar stundi viðskipti sín í milli með evru, þótt framkvæmdastjórn ESB vilji ekkert með það hafa, ekki að lýsa eigin skoðunum heldur vinnuveitenda sinna. Er það svo? Hverra skoðunum er hann að lýsa? Vilhjálmur Egilsson var á sínum tíma af samþingsmönnum talinn einn starfhæfasti og nýtasti þingmaður í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Sennilega er það sambýlið við Samtök iðnaðarins sem er svona smitandi!  Vilhjálmur Egilsson Ætli Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, trúi því að allt verði gott á Íslandi ef við tökum upp evru í viðskiptum okkar í milli þótt forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hafi afgreitt allar slíkar hugmyndir með... Ætli Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, trúi því að allt verði gott á Íslandi ef við tökum upp evru í viðskiptum okkar í milli þótt forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hafi afgreitt allar slíkar hugmyndir með afgerandi hætti í samtali við forsætisráðherra Íslands fyrir nokkru? Í eina tíð var Vilhjálmur alþingismaður Sjálfstæðisflokksins á Norðvesturlandi. Ætli Vilhjálmur mundi tala fyrir evruvæðingu og ESB-aðild ef hann væri enn þingmaður fyrir það landsvæði? Ætli Vilhjálmur Egilsson mundi ganga um bryggjurnar í sjávarplássunum í sínu gamla kjördæmi og útskýra fyrir sjómönnum og útgerðarmönnum að það skipti engu máli þótt ákvörðunarvaldið um nýtingu auðlindanna í hafinu í kringum Ísland yrði flutt til Brussel? Kannski er þetta misskilningur. Kannski er Vilhjálmur Egilsson, sem nú boðar að Íslendingar stundi viðskipti sín í milli með evru, þótt framkvæmdastjórn ESB vilji ekkert með það hafa, ekki að lýsa eigin skoðunum heldur vinnuveitenda sinna. Er það svo? Hverra skoðunum er hann að lýsa? Vilhjálmur Egilsson var á sínum tíma af samþingsmönnum talinn einn starfhæfasti og nýtasti þingmaður í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Sennilega er það sambýlið við Samtök iðnaðarins sem er svona smitandi!   


Veit Davíð þetta?

Svo er verið að verið að hvetja þjóðina til þess að herða sultarólina. Skyldi Davíð vita þetta?Grin
mbl.is Sultarhormón er jafnávanabindandi og heróín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðbólgan og norska krónan.

 

Með upptöku norsku krónunnar mun verðbólga lækka umtalsvert á Íslandi. Samkvæmt hagfræðikenningum ætti hætta á atvinnuleysi að aukast með upptöku norsku krónunnar. Það er að mínu mati algjörlega rangt. Atvinnulíf sem getur staðið af sér gengdarlausa verðbólgu, og sveiflur á gengi íslensku krónunnar ræður auðveldlega við þann mismun sem er á hagsveiflum í Noregi og Íslandi. Lægri vextir munu seta aukinn kraft í íslenskt atvinnulíf og auka mönnum bjartsýni til að gera enn betur en nú er.


Góður kostur

Það yrði vissulega hagur fyrir almenning ef Allianz kæmi inn á húsnæðismarkaðinn hér. Þannig byðist almenningi vonandi lán með  sambærilegum  lánskjörum og lán sem boðið er uppá í nágrannalöndunum okkar. Með tengingu við lífeyristryggingar er félagið að fara enn frekar inn á íslenska tryggingarmarkaðinn. Ég hef áður bloggað um það að mjög eðlilegt skref væri fyrir íbúðalánasjóð að bjóða upp á lán í erlendri mynt. Íbúðalánasjóður seldi þannig skuldabréf með ríkisábyrgð erlendis í nokkrum myntum og byði síðan almenningi með einhverju álagi. Þannig væri hægt að taka lán í t.d. Evru, svissneskum frönkum, norskri krónu,dollara og japönsku jeni, einni mynt, eða fleiri.

Það væri mjög jákvætt fyrir íslenska  markaðinn að fá inn erlenda banka eða lánastofnanir. Áður hefur heyrst af þýskum íbúðalánasjóðum. Vonandi verður úr því.

 Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að íslenska krónan er of veik. Krónan er mælieining rétt eins og málband. Ef sá mælikvarði breytist umtalsvert frá tíma til tíma, skaðar það alla. Almenning og atvinnulíf. Hef áður bent á að norska krónan væri mjög hagstæður kostur fyrir okkur.


mbl.is Allianz inn á íbúðalánamarkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2008
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband