Ekki endilega góð byrjun

Það er full ástæða til þess að óska Ólafi Þ. Stephensen og lesendum Morgunblaðsins til hamingju með nýja ritstjórann. Hann hefur verk að vinna. Morgunblaðið hefur verið á niðurleið á markaðinum á undanförnum árum og þarf nýtt blóð til þess að draga fram sérstöðu. Þá orkar tvímælis að taka í starfið innanhússmann. Ólafur hefur gert ágætishluti með 24 stundir, og vonandi tekst honum að skapa Morgunblaðinu fyrri virðingu. Í viðtali við Jóhönnu Vilhjálmsdóttur svaraði Ólafur spurningu um hvort nýr ritstjóri myndi skrifa undir nafni, neitandi. Það er vond byrjun. Ólafur segist ætla að létta Morgunblaðið. Mér virðist sem Morgunblaðið hafi á undanförnum árum verið að gera ýmsar tilraunir í þá átt, sem flestar eiga það sameiginlegt að hafa mistekist. Þegar ný stefna Morgunblaðsins er mótuð, hlýtur að vera skoðað hverjir eru núverandi kaupendur Morgunblaðsins og hverjir líklegir að bætast í þann hóp. Hef þá skoðun að líklegur markhópur til þess að kaupa Morgunblaðið sé upplýstir lesendur, sem vilja að fjallað sé um mál á faglegan hátt. Án flokkapólitíkur. Að Morgunblaðið sé hlutlaus vettvangur skoðanaskipta, sem auki lýðræðislega, faglega umræðu. Ef Ólafur Þ. Stephensen ætlar bara að létta Morgunblaðið og viðhalda ósiðum Styrmis Gunnarssonar spái ég því að Morgunblaðið haldi ekki velli.
mbl.is Nýr ritstjóri hlakkar til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband