Verðskulduð fylgisaukning Framsóknar

Framsóknarflokkurinn er í sókn og það er sannarlega verðskuldað. Samfylking og VG náðu höggi á Framsókn þegar þeir lágu vel við höggi. Það hefði getað haft alvarlegar afleiðingar fyrir nýjan formann, og reyndar flokkinn líka. Framsók stóð þetta af sér og kemur fram sem öflugri flokkur. Veikustu hlekkirnir í dag eru Siv Friðleifsdóttir og Guðmundur Steingrímsson. Flokkurinn hefur valið sér harða og gagnrýna stjórnarandstöðu og lætur höggin dynja á stjórnarflokkunum. Þá kemur Siv og daðrar við ríkisstjórnina sem ekkert hefur við sig. Er það furða þó hún sé teiknuð sem daðurdrós í einhverjum dagblöðum, það eru allir vissir um að það eru sporslur sem ráða för. Hort sem hún gengur í netsokkum eða ekki, er orðsporið þegar farið.  Guðmundur er hins vegar ekki búinn að taka ákvörðun um hvort hann ætli að vera í Samfylkingunni eða Framsóknarflokknum. Slík hegðun er tryggur miði utan Alþingis í næstu kosningum. Fari hann aftur yfir í Samfylkinguna eru dagar hans á Alþingi taldir. Þá fer góður biti í hundskjaft.
mbl.is Framsókn bætir við sig fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólínu í ísbjarnareftirlitið.

Ólína Þorvarðardóttir er einhver gagnslausasti þingmaður sem fram hefur komið fram síðustu áratugina. Hún hefur ekkert fram að færa hvað varðar mikilvægustu málum Þingsins en dregur til sín athyglina þegar ómerkileg mál komast á yfirborðið. Hún er hugfangin af eigin hæfileikum, sem aðir koma ekki auga á. Nú vill Ólína ísbjarnareftirlit. Sjálfsagt heila stofnun, sem hún á væntanlega að stjórna fyrir vestan þegar hún hefur verið send heim. Ég vil láta ráða hana strax og senda vestur. Þá kæmi hún hugsanlega að einhverju gagni.
mbl.is Vill aukið eftirlit með ísbjörnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1. Til hvers?

Þegar kemur að spurningu um Landsfund, þarf að spyrja fyrstu spurningunni, til hvers?

Það er alveg ljóst hvers vegna Kristján Þór Júlíusson vill landsfund. Hann telur að hann eigi möguleika á að verða formaður Sjálfstæðisflokksins. Skoðum dæmið. Það eru margir tilkallaðir sem formaður Sjáflstæðisflokksins. 

1. Daví Oddson. Hann er án efa einn öflugasti leiðtogi stjórnmálanna á seinni hluta síðustu aldar. Fádæma beittur stjórnmálamaður, en varð æ umdeildari á seinni hluta valdartíma síns. Það er misskilningur að Davíð sé orðinn of gamall, hann er aðeins 64 ára gamall og því fásinna að telja hann of gamlan. Hitt  er annað mál hvort að hann sé rétti maðurinn á réttum tíma. Það væri hins vegar fengur af reynslu hans og þekkingu til þess að takast á við krefjandi vandamál.

2. Þorsteinn Pálsson  var áður formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur komið  inn sem beittur penni og góður sem slíkur. Hann kom inn of reynslulaus á sínum tíma sem formaður. Það verður að teljast afar ólíklegt að hans tími sé nú kominn.

3. Þorgerður Katrín. Margir sáu hana sem formann Sjálfstæðisflokksins. Öflug kona, en hún  ber bagga sem gerir henni afar erfitt fyrir. Hún mun eiga erfitt með að halda sér inni í næstu kosningum. 

4. Guðlaugur Þór. Átti skemmtilega  spretti sem heilbrigðisráðherra. Beittur stjórnmálamaðu, en mun eiga mjög erfitt með að halda sér  inni í næstu kosningum. 

5.  Íllugi Gunnarsson, án ef einn öflugasti stjórnmálamaður Sjálfstæðisflokksins. Hefur skilning á sjónarmiðum landsbyggðar- þéttbýlis og launþega og atvinnurekenda. Sóður 9 tuflar framgang Illuga. Maður sem Ísland þarf á að halda í uppbyggingunni. 

6. Pétur Blönda fjór og skemmtilegur þingmaður, en skortir allt sem heitir leiðtogaframgöngu.

7. Kristján Þór. Reynslubolti, en skortir dýpt.  Fékk síðast stuðning þeirra sem töldu sig vera í biðsalnum eftir formannsembættinu. Þjóðn þarf á meiru en metnaðinum einum nú. 

8. Hanna Birna. Öflug, en hefur ekki klárað borgina. Hennar tími er ekki komin hvað sem síðar verður. 

9. Ásdís Halla, spennandi en kallar á fullt af spurningum, sem tekur tíma til að svara. Hún stæði betur ef hún hefði farið á þing eftir síðustu kosningar. 

Það eru margir tilkallaðir, en fáir útveldir. Það er pólitíkin. Bjarni er of sterkur fyrir aðra í þessarri stöðu. Forysta í ríkisstjórn er í spilunum, hrókeringar nú veikja stöðuna. 

 


mbl.is Kristján vill landsfund í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2011
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband