30.6.2010 | 20:27
Austur þýska velferðarkerfið skollið á!
Norrænt velferðarkerfi hljómar alls ekki svo slæmt fyrir marga Íslendinga. Blandað hagkerfi, þar sem vel að hlúð að þeim sem minnst mega sín, en jafnfram er skapaður góður jarðvegur fyrir atvinnureksturinn til að dafna. Á tíðum hefur opinbera kerfið orðið of þunglamalegt og þá er hrist upp í því. Ef ágreiningur kemur upp er hann leystur af dómskerfinu.
Í Austur Þýskalandi var mikið lagt upp úr jöfnuðinum, en í stað fyrirtækjanna var ríkisbáknið sem átti að halda velferðinni uppi. Ef ágreiningur kom upp var lausnin fengin með ákvörðun flokksforingjanna. Þegar þetta kerfi fór í þrot kom í ljós hryllingurinn sem í kerfinu var. Það er einmitt þetta Austur þýska velferðarkerfi sem Mörður Árnason vill íslensku þjóðinni. Það eru ekki lögin sem gilda, það eru Mörður Árnason, fýlupúkinn og byltingarforinginn Álfhildur Ingadóttir ásamt Steingrími Sigfússyni og Jóhönnu Sigurðardóttur.
Kúgun íslenskra neytenda er í boði VG og Samfylkingarinnar.
![]() |
Skynsamlegt og sanngjarnt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.6.2010 | 07:01
Ábyrgðin í lífeyrissjóðunum. .
Í hruninu keyptu töpuðu lífeyrissjóðirnir umtalsverðum fjármunum. Stjórnir sjóðanna telja sig bera mikla ábyrgð, og hún er sannarlega mikil. Þetta reynslumikla og ábyrgðarfulla fólk situr áfram eftir hrun og kemur með tillögur um meðlæti með kaffinu. Næst kaupa sjóðirnir í Kaupþingi, Baugi og Glitni, nei Íslandsbanka. Þá fara þeir til London til þess að skoða afar áhugaverða fjárfestingu og loks skreppa þeir upp í Kjós. Mikið var maður heppinn að hafa haft dótið með sér og getað komið með nýveiddan lax heim.
Það er miklu betra að vinna í þessu kerfi eftir að guttarnir í bönkunum fengu að fjúka,.. sumir.
![]() |
Spenntir fyrir Icelandair |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.6.2010 | 22:24
Brúðkaupsgjöfin.
![]() |
Kreppunni lokið segir AGS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2010 | 11:48
Flokksstjórnarfundur eða gæsapartí
Það vakti mikla athygli að flokkstjórnarfundur Samfylkingarinnar sem haldinn var á laugardaginn var lokaður fyrir fjölmiða. Flokkurinn sem leggur svo mikla áherslu að allt sé opið og heiðarlegt. Að vísu fréttist af miklum látum á fundinum, en skýringin kom á sunnudaginn. Jóhanna Sigurðardóttir gekk í hjónaband. Flokkstjórnarfundur Samfylkingarinnar var dulbúið gæsapartí. Lætin í fundarmönnum stöfuðu af því að flokksmenn voru að gæsast í hvor öðrum, eða hvor annarri.
Það er full ástæða að óska Jóhönnu og eiginkonu hennar innilega til hamingju með giftinguna. Ánægjulegt að umburðarlyndi í þjóðfélaginu er þannig að ekki heyrist múkk þó að maki forsætisráðherra velji sér maka af sama kyni.
Ánægja manna vegna framgöngu Samfylkingarinnar í ríkisstjórninni er hins vegar að nálgast frostmark. VG gaf Samfylkingunni gula spjaldið á laugardaginn og allir búast við því rauða í haust.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.6.2010 | 10:35
Þrír óánægðir hópar gætu sameinast!
Baugsmiðlarnir settu fréttir af óánægju innan Sjálfstæðisflokksins á oddinn.
1. Milli 5-10% Sjálfstæðismanna styðja aðildarumsókn að ESB. Margir þeirra vilja skoða hvað út úr slíkum viðræðum kemur og meta síðan niðurstöðuna. Þrátt fyrir þann kostnað sem slíkri umsókn fylgir og þrátt fyrir breytingar í ESB sem hafa orðið. Þessi hópur er óánægður með ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Hann vildi málamiðlun sem fælist í því að Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti umsókn í ESB og var því afar óhress þegar það var ekki samþykkt. Málamiðlun felld.
2. Milli 5-10% Sjálfstæðismanna styður þá frambjóðendur sem þegið hafa óeðlilega háa styrki eða fengið óeðlilega háa lánafyrirgreiðslu. Þessi hópur var mjög óhress með að ályktun um hvatningu til þessa hóps að segja af sér, yrði tekin til afgreiðslu. Málamiðlun felld.
3. Milli 5-10% Sjálfstæðismanna voru afar óhress með að þeirra maður yrði ekki kosinn formaður, og ekki einu sinni verið í framboði. Þreifingar um að Jón Ásgeir fengi að ráða 5-10% lykilákvarðana var ekki samþykkt.
Þessi hópar íhuga nú að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum. Mikið til er þetta sama fólkið. Þetta fólk gæti stofnað sér flokk eða gengið í Samfylkinguna. Hver veit nema með því leysist forystuvandi Samfylkingarinnar.
![]() |
Óþarfi að sundra flokksmönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.6.2010 | 22:46
Þau eru súr, sagði.....
Fyrir fagmenn í fjölmiðlun er mjög áhugavert að sjá hvernig Baugssjónvarpið Stöð 2 segir frá Landsfundi Sjálfstæðisflokknum með tveimur fréttum sem innihalda meiningar um klofning, mikinn málefnaágreining og draga síðan upp einn Baugsnúðinn þar sem hann segir fundinn ,,joke" og fer með rangfærslur. Þessi framsetning Baugsmiðilsins er ofur eðlileg því Jón Ásgeir er í fýlu Baugsprinsinn verður ekki kosinn formaður Sjálfstæðisflokksins á fundinum. Prinsinn er klæddur í föt í felulitum þannig að hann þekkist ekki. Jón Ásgeir getur átt von á því að Prinsinn fái á sig ályktun, sem væri slæmt eftir allt sem í hann var eytt.
Síðar í fréttatímanum er fjallað um flokksráðsfundi VG. Þar hefur allt logað í deilum,og þá er rætt við formanninn sem fær að ,,útskýra" málefnaágreining á afar föðurlegan hátt.
Er ekki kominn tími til að útrásarvíkingurinn geðþekki Jón Ásgeir afhendi þjóðinni Baugsmiðana upp í skuld sína við þjóðina. Inngrip hans í uppbyggingarferilinn er góðfúslega afþökkuð.
![]() |
Já það tókst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.6.2010 | 08:08
Stjórnun er að taka ákvörðun
Eitt af stóru málunum sem beið núverandi ríkisstjórnar, var að taka ákvörðun hvernig tekið skyldi á bönkunum. Þá þegar var ljós réttaróvissa hvað varðar gengistryggingu lána en einnigvar óvissa hvernig taka átti að öðru leiti á skuldsettum heimilum og fyrirtækjum. Það kom því mörgum á óvart að ríkisstjórnin valdi að einkavæða a.m.k. tvo banka. Á sama tíma hafa ráðherrar gagnrýnt að fyrri ríkisstjórnin höfðu einkavætt banka og gert mistök í því ferli. Jafnvel talið það rót hrunsins.
Ef Gylfi Magnússon telur að bankarnir munu ekki þola niðurstöðu Hæstaréttar, þá verður að spyrja hvernig var samið um skuldir og eignir gömlu bankanna. Ef bankarnir hefðu ekki verið einkavæddir hefði skellurinn vegna dómsins fallið á erlenda lánadrottna. Ef ríkisstjórnin hefur enn einu sinni samið af sér verður hún að bera ábyrgð og segja af sér.
![]() |
Of þungt högg á kerfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2010 | 20:52
Hvað verður um Baugsarm Sjálfstæðisflokksins.
Nú stendur fyrir dyrum landsfundur Sjálfstæðisflokksins. Á síðasta landsfundi fór Baugsarmur flokksins mikinn, eftir hrun var ekki möguleiki á að koma prinsinum að, en jarðvegurinn skyldi plægður. Síðan þá fór innlegg guðföðurins Jóns Ásgeirs, styrkjamálið eins og búmerang í hausinn á honum. Einstakir óþægir fjölmiðamenn fóru að hnýsast í styrkjamál einstakra frambjóðenda. Þá kolféll erfðaprinsinn.Stjónrmál þurfa að snúast um málefni og áherslur.
Það hefur vakið athygli margra að Bjarni Benediktsson skuli ekki sparka lappirnar undan prinsinum. Það gæti hann auðveldlega gert. Þeir sem til Bjarna þekkja vita að það mun hann ekki gera. Engin ástæða til. Bjarni mun gefa kjósendum kost á að dæma prinsinn í næstu kosningum. Bjarni metur réttilega að fyrir liggja merkilegri mál. Hann er ekki maður arma, ef valdabaráttan er hundsuð þá verður Baugsarmurinn fljólega að lítilli vörtu, eða hverfa.
Bloggar | Breytt 25.6.2010 kl. 07:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2010 | 16:06
Fúnir sveitarstjórnarmenn
Þeir sem fylgst hafa með sveitarstjórnarstiginu undanfarin ár hafa margir undrast að inn í raðir hugsjónafólks, og afbragðs sveitarstjórnarmanna hafa laumað sér í vaxandi mæli handónýtt undirmálsfólk og loddarar. Það hefur ekkert fram að færa og líta á sveitarstjórnarstörfin sem aðgang að partíi. Þetta ástand skapar jarðveg fyrir grínflokka. Fulltrúar grínflokkana er oft ekki síðri kostur en fulltrúar stjórnmalaflokkana.
Tími opinna prófkjöra er liðinn. Þær aðferðir sem notaðar hafa verið til þess að velja hæfa sveitarstjórnarmenn eru ónothæfar. Hugsanlega þarf að vera hægt að skipta út bæjarstjórnarfulltrúum á tímabilinu. Virkara aðhald er nauðsynlegt. Fúnum sveitarstjórnarspírum þarf að henda á eldinn.
![]() |
Vill verðtryggingu á lánin |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Bloggar | Breytt 23.6.2010 kl. 08:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.6.2010 | 22:51
Er uppgjör við Jón Ásgeir frammundan?
Það voru margir vinirnir á meðan nóg var til af peningunum. Í faðm Jóns Ásgeirs komu þeir sem peninga voru þurfi. Einn stjórnmálaflokkur kom skuldum hlaðinn og af honum voru skuldabirgðirnar teknar. Það var ekki mikið sem Jón fór fram á í staðinn. Vill nú Össur fara að draga það smáræði fram?
Nú boðar Össur að gert verði upp við þetta tímabil, enda peningarnir hans Jóns Ásgeirs uppurnir. Brátt verða fjölmiðlarnir af honum teknir og þess vegna engin ástæða á púkka upp á Jón meira. Af einhverjum ástæðum trúir því enginn upp á Samfylkinguna að þetta uppgjör verði neitt krassandi. Frekar að þessum smámunum verði sópað undir teppið, eða tekið verði til fótanna. Samfylkingin sem nýlega varð heimsmeistari í að hlaupast undan ábyrgð, mun þykja þetta lítið mál.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10