22.6.2008 | 07:56
Áfram Stelpur
![]() |
Sigurður Ragnar: Frábær úrslit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2008 | 16:02
Tyndi sonurinn kemur heim
Eins og allir vita, er Stjörnuvöllurinn meö gervigrasi, þvi er auðvelt fyrir Veigar Pál Gunnarsson að snua heim, þegar hann hættir i atvinnumennskunni. það verður gaman að sjá hann i Úrvalsdeildinni með Sjörnunni.
![]() |
Veigar Páll hefur grasofnæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.6.2008 | 10:20
Gamli draumurinn!
þennan draum atti ég líka, en svo eignaðist konan bara stelpur. Leika með stráknum i meistaraflokki . Hvernig a ég að lata drauminn rætast. Fá mér hárkollu og gervibrjóst. Hugsanlega. ég ver a.m.k. ekki i sturtu með þeim, þó ad þaðgati nú verið pínulitið spennandi
Bara ad grínast, var sleginn i hausinn af eldri dótturinni rétt i þessu. Æ, nú var ég sleginn aftur. Verð að hætta að blogga. Æ! Æ! Æ!. Sendi bloggið.
![]() |
Faðirinn fór í markið fyrir soninn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2008 | 04:13
Beint samband við Svíþjóð
Það er nú misjafnt hvernig menn taka úrslitum leikja. Hafði samband við vin minn út í Svíþjóð. Hann þóttist ekki einu sinni vita að leikurinn færi fram. Eins og allir Svíar hafi ekki vitað af þessum leik.
"Veit ekki hvernig handbolti lítur út", sagði hann bara til þess að erja mig.
"Sástu Óla" spurði ég
"Já í síðustu grillveislu, hann verður alltaf svo fullur"
"Hann Óli Stef "spurði ég undrandi
Hann sagðist ekki nenna þessu.
"Grillið þið hval þarna uppi á Íslandi"spurði hann
Þetta gera Svíar nú bara til þess að skipta um umræðuefni
"Nei en ég fékk að smakka hráa hrefnu, í súsí hjá honum" Úlfari sagði ég"
"Úlfari?"
"Já hann er með veitingarstaðinn" Þrjá frakka sagði ég
"Þar sem ég fékk plokkfiskinn "spurði hann
Til þess að koma honum inn á brautina sagði ég
"Þið voruð nú eins og plokkfiskur í höndunum á okkur í þessum leik" sagði ég hróðugur
"Fi fan" sagði hann (held ég að sé stytting á finnskir áhorfendur)
"Það þýðir ekkert að kenna áhorfendum um þetta" sagði ég
"Jevla handball" sagði hann með sterkri áherslu. Hef heyrt þetta áður hjá honum. Held að Jevla sé hans lið, hann tuðar Jevla í tíma og ótíma. Hann heldur víst að sænska landsliðið yrði betra ef leikmenn úr hans liði verði burðarásar í landsliðinu.
"Gengi liðinu metur með leikmönnum frá Jevla" Ég reyndi að sýna samúð.
"Verð að halda áfram að grilla "sagði hann.
Svo hættum við bara að spjall. Fann alveg hvað hann var fúll. Þóttist ekki einu sinni vita að handboltaleikurinn hafi verið. Svíar kunna ekki að tapa.
Mig langaði að spyrja hann um Svíagrýluna, en vildi ekki niðurlæga hann.
![]() |
Svíar kvarta en kæra ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2008 | 14:24
Svíagrílan er dauð!
Ár eftir ár kom víst ógurleg gríla á alla leiki okkar við Svía, Svíagrílan. Hún var víst svo ógurlega að íslensku leikmennirnir héldu vart vindi eða vatni í leikjunum við Svía. Hvað þá bolta.
Síðast þegar við spiluðum við Svíana var Svíagrílan hvergi og þeir áttu ekki roð í okkur. Í staðinn voru Svíarnir komnir með dúkku, sem þeir keyptu víst í hliðargötu aðaljarnbrautarstöðvarinnar í Kaupmannahöfn. Uppblásin og þrútin, en alls ekki ógurleg. Við verðum nú varla hræddir við Svíadúkkuna í dag. Baráttukveðjur
![]() |
Ætlum að láta verkin tala í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2008 | 09:20
Fleiri skjálftakippir

![]() |
Snarpir kippir í nótt og morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2008 | 05:03
E4 til E5
Flórída og Michigan fóru ekki eftir vilja flokksstjórnarinnar um dagsetningar forkosninga og því átti að svipta fulltrúa þessara ríkja atkvæðisrétti á flokksþinginu. Það að svipta þessi fylki áhrifavaldi á hvað kosið yrði finnst mér ákvörðun í anda alræðisstjórnunar. Minnir mig á hana ömmu mína frá Vopnafirði. Elínu Grímsdóttur. Hún kaus Framsóknarflokkinn fram eftir öllum aldri, þrátt fyrir að frændi minn og dóttursonur hennar væri oddviti fyrir Sjálfstæðisflokknum á staðnum. Hún var afar ættrækin, en trú hennar á Framsóknarstefnuna var sett skör hærra.
Þegar amma var 93 ára voru sveitarstjórnarkosningar. Ávallt hafði það verið leyft að sér kjörkassi yrði í elliheimilinu en nú beitti Framsóknarflokkurinn sér fyrir breytingum þar á. Þegar þessi ákvörðun var ljós fór oddviti Sjálfstæðisflokksins beint til gömlu konunnar til þess að stríða henni því mannréttindi voru henni afar mikilvæg. "Nú hefur flokkurinn þinn tekið af þér kosningaréttinn, segði oddviti Sjálfstæðisflokksins" Síðan fylgdi lýsing á málatilbúnaðinum.
"Keyrir þú mig á kjörstað, gæskur" spurði amma sem að sjálfsögðu var játað.
Þegar kjörstaðir opnaði var sú gamla búin að klæða sig upp og fór út í bíl. Þegar oddviti Sjálfstæðismanna ætlaði að opna dyrnar var sú gamla búinn að því sjálf og á leið upp allar tröppurnar í Miklagarði og inn og kaus. Hún bar sig vel þegar hún fór niður tröppurnar.
Oddviti Sjálfstæðismanna hafði reynt að fá ömmu til þess að kjósa sig í mörgum kosningum, vitandi að gömlu konunni yrði aldrei haggað. Hann ætlaði að stríða henni í þetta skipti og spurði.
"og kaustu þá þrátt fyrir framkomuna"
"Nei", svaraði amma, ákveðin. "Þeir sem taka af mér kosningaréttinn fá ekki mitt atkvæði". Þetta var stærsti sigur sem oddviti Sjálfstæðismanna á Vopnafirði hafði unnið.
Var að lesa hugleiðingar Halls Magnússonar um þetta mál og hann segir: "Alveg eru þetta ótrúlega miklir Framsóknarmenn þarna í Demókrataflokknum í Bandaríkjunum". Ég upplifi stollt í skrifum hans. Skil bara ekki hvers vegna.
![]() |
Umdeildir fulltrúar fá hálft atkvæði hver |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10