E4 til E5

 

Flórída og Michigan fóru ekki eftir vilja flokksstjórnarinnar um dagsetningar forkosninga og því átti að svipta fulltrúa þessara ríkja atkvæðisrétti á flokksþinginu. Það að svipta þessi fylki áhrifavaldi á hvað kosið yrði finnst mér ákvörðun í anda alræðisstjórnunar. Minnir mig á hana ömmu mína frá Vopnafirði. Elínu Grímsdóttur. Hún kaus Framsóknarflokkinn fram eftir öllum aldri, þrátt fyrir að frændi minn og dóttursonur hennar væri oddviti fyrir Sjálfstæðisflokknum á staðnum. Hún var afar ættrækin, en trú hennar á Framsóknarstefnuna var sett skör hærra.

Þegar amma var 93 ára voru sveitarstjórnarkosningar. Ávallt hafði það verið leyft að sér kjörkassi yrði í elliheimilinu en nú beitti Framsóknarflokkurinn sér fyrir breytingum þar á. Þegar þessi ákvörðun var ljós fór oddviti Sjálfstæðisflokksins beint til gömlu konunnar til þess að stríða henni því mannréttindi voru henni afar mikilvæg. "Nú hefur flokkurinn þinn tekið af þér kosningaréttinn, segði oddviti Sjálfstæðisflokksins" Síðan fylgdi lýsing á málatilbúnaðinum.

"Keyrir þú mig á kjörstað, gæskur" spurði amma sem að sjálfsögðu var játað.

Þegar kjörstaðir opnaði var sú gamla búin að klæða sig upp og fór út í bíl. Þegar oddviti Sjálfstæðismanna ætlaði að opna dyrnar var sú gamla búinn að því sjálf og á leið upp allar tröppurnar í Miklagarði og inn og kaus. Hún bar sig vel þegar hún fór niður tröppurnar.

Oddviti Sjálfstæðismanna hafði reynt að fá ömmu til þess að kjósa sig í mörgum kosningum, vitandi að gömlu konunni yrði aldrei haggað. Hann ætlaði að stríða henni í þetta skipti og spurði.

"og kaustu þá þrátt fyrir framkomuna"

"Nei", svaraði amma, ákveðin. "Þeir sem taka af mér kosningaréttinn fá ekki mitt atkvæði". Þetta var stærsti sigur sem oddviti Sjálfstæðismanna á Vopnafirði hafði unnið.

Var að lesa hugleiðingar Halls Magnússonar um þetta mál og hann segir: "Alveg eru þetta ótrúlega miklir Framsóknarmenn þarna í Demókrataflokknum í Bandaríkjunum". Ég upplifi stollt í skrifum hans. Skil bara ekki hvers vegna.


mbl.is Umdeildir fulltrúar fá hálft atkvæði hver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband