26.7.2008 | 12:05
Þeir keyptu bekkinn!!
Sagan segir að umboðsmaðurinn hafi komið eftir leik og boðið í bekkinn. Tilboð var ótrúlega gott. Hins vegar átti Kópavogskaupstaður þennan bekk og hann vildi Kópavogsbær ekki selja. Enda hluti af mjög dýru mannvirki. Þá buðust Blikar að ná í gamlan bekk niður í geymslu og settust varamennirnir á hann umboðsmanninum til mikillar ánægju, hann hækkaði tilboð sitt umtalsvert. Síðan var útbúinn samningur og fer bekkurinn út með Eimskip til Svíþjóðar eftir helgina. Prince Rajcomar og hinir leikmennirnir munu spila áfram með Breiðablik. Eftirmálar þessa máls, eru að í ljós hefur komið að Blikar áttu ekki bekkinn, heldur Kópavogsbær. Blikar fá hins vegar hluti söluvirðisins, sem er bara gott. Stærsti hlutinn fer í Bæjarsjóð, sem stendur þá betur að vígi. Strax í gær var farið að undirbúa varanlegt slitlag við Vatnsendann, þannig að þetta kemur okkur Kópavogsbúum til góða.
Skyldi Gunnar standa á bak við þetta?
![]() |
Fulltrúi Örebro sá Prince bara á bekknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2008 | 07:56
Ekki í Noregi
Eins og alþjóð er kunnugt er Veigar með grasofnæmi. Þegar hann kemur heim, kemur ekki nema eitt lið til greina, Stjarnan. Heimavöllur Stjörnunnar, er með gervigrasi og hefur komið til greina að byrja á að setja blátt kurl á völlinn. Þetta verður meiriháttar flott. Veigar er ekkert að flíka þessu við Norðmennina. Þetta lak samt út, en eins og Veigar sagði er þetta hlægileg hugmynd hjá Stabæk. Það er eitt vandamál varðandi Veigar og Stjörnuna. Sendingar fram áframlínuna eru aldrei lægri en 5 metra, en Veigar er ekki 5 metra hár. Þessar háloftasendingar fram hafa vakið mikla athygli og undrun í Garðabænum. Þær eiga sér þó mjög skemmtilegar skýringar. Þannig er að Bjarni Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar, var aðstoðarlandsliðsþjálfari Eyjólfs Sverrissonar. Þegar Eyjólfi gekk hvað best há Stuttgart var leikmaður í liðinu frá Ástralíu. Sá vildi fá sendingar fram sem voru í 5-7 metra hæð. Leikmaðurinn hirti þær allar. Skýringin er sú að amma leikmannsins var kengúra, og því stökkkraftur leikmannsins óvenju mikill. Þetta var lykillinn að velgengni hjá Stuttgart. Vandamálið er að það er enginn Ástrali í liði Stjörnunnar. Verið var að vinna í málinu og var einn keyptur. Sá er fastur í einangrun í Grímsey. Nær hugsanlega ekki nema síðasta leiknum í 1 deildinni. Sennilega verður Bjarni að breyta um leistíl, fram að þeim tíma. Bláa kurlið býður hins vegar heimkomu Veigars.
![]() |
Blátt gras? Nei takk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt 31.10.2008 kl. 06:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2008 | 06:36
List með ungu fólki
![]() |
Líf og fjör á Seyðisfirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2008 | 07:40
Ekki endilega næg ástæða fyrir mörgum álverum.
![]() |
Álverðið í sögulegum upphæðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.7.2008 | 06:57
Í íslenska landsliðið
![]() |
Orri: Scotty sýndi hvers hann er megnugur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.7.2008 | 20:57
Norska krónan
![]() |
Myntsamstarfsleið ekki fær |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gengismál | Breytt 31.10.2008 kl. 06:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2008 | 18:36
Af hverju ekki?
![]() |
Evruleið fremur en aðildarleið? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2008 | 09:10
Stórmerkilegur maður!
Hef eins og margir þurft að fara í nokkrar ferðir til Fjárlaganefndar Alþingis. Á móti okkur tók mikið ágætis fólk. Við höfðum undirbúið okkur vel bæði í myndum og máli, og farið yfir framsetninguna. Við heilsuðum og vitnuðum í skýrsluna sem við höfðum sent inn öllum nefndarmönnum. Þá greip Einar Oddur inní og sagði. " Strákar, verið ekki svona vitlausir, að halda að við lesum allar þessa doðranta sem verið er að senda inn. Við gerðum ekkert annað. Heitið á verkefninu er gott. Það kemur ágætlega fram á fyrstu síðunni um hvað málið snýst, og svo mælti hann Gunnar Birgisson sérstaklega með þessu dæmi. Þetta dugar."
"Hvað þurfið þið og hvernig sjáið þið þetta getað gengið."
Við nefndum töluna.
Hann fussaði og sagði. " Strákar hér fáið þið aldrei nema .... upphæð. Síðan verðið þið að vinna málið áfram til dæmis og svo nefndi hann nokkrar leiðir.
Brosið hans Einars bræddi alla, og við fórum glaðir út. Hann fylgdist alla tíð með okkur og spurði, og hvatti okkur til dáða. Verkefnið gat vel gagnast fólkinu í landinu og fyrir það var hann að vinna. Það var bara til einn Einar Oddur, hreinn og beinn. Flateyri mun sakna hans, það gerum við líka öll sem kynntust honum. Ég geri mér sérstaka ferð á Flateyri til þess að sjá bautasteininn hans Einars Odds. Blessuð sé minning hans.
![]() |
Bautasteinn í minningu Einars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2008 | 07:42
Ekki auðvelt!
Okkur finnst sorglegt að þurfa að taka pylsur af fólki sem hægt er að kaupa í verslunum hér, eins og til dæmis í Pólsku búðinni. Sú verslun er með heimild frá Landbúnaðarstofnun til að flytja inn pylsur frá frá fyrirtæki sem er með ákveðna vottun" segir Björg Valtýsdóttur, deildarstjóri hjá Tollgæslunni á Suðurnesjum.
Ob.ob.obb... Ef fólkið er með vörur frá fyrirtækjum sem erum með ákveðna vottun, af hverju lætur þá Björg Valtýsdóttir taka pylsurnar af fólkinu? Er þá Björg ekki að láta starfsmenn sína brjóta á fólki?
Ég sé fyrir mér fólk komandi með slíkar vörur og tollvörðurinn spyr. " Eru þessar pylsur, frá frá fyrirtæki sem er með ákveðna vottun? Ég get alveg tekið undir að rýmka þarf þessar reglur, en enn og aftur spyrja fjölmiðlamenn ekki eðlilegra spurninga. Mér finnst svarið stórkostlegt af annarri ástæðu. ...sem hægt er að kaupa í verslunum hér, eins og til dæmis í Pólsku búðinni." Ef til vill er það bara tilfinning mín að með þessu innskot geri Björg sig seka um mjög dapra fordóma gagnvart Pólverjum.
Það eru rök með og á móti því að flytja inn kjöt. Held að hluta hafi þessar reglur verið of strangar. Innflutningur á hráu kjöti krefjast hins vegar a.m.k. skoðunar. Það eru til rök sem mér finnst a.m.k. að við ættum að hinkra aðeins við og skoða. E.t.v. verður landbúnaður á Íslandi dýrmætari en við ætlum nú. Þegar opinberir starfsmenn í stöðu eins og Björg verðum við að gera meiri kröfur um rökræna hugsun.
![]() |
Brenna pylsur sem má selja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.7.2008 | 07:18
Byggðamál
Þrátt fyrir að það hafi verið stefna stjórnvalda að stuðla að færa störf úr ríkisgeiranum á landsbyggðina, hefur þeim samt sem sem áður fjölgað mest hlutfallslega á Höfuðborgarsvæðinu. Reynist það rétt að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sé að fá hlutfallslega minna fjármagn en samskonar stofnanir þá er hér kominn þáttur til að leiðrétta. Held að skoða þurfi þá fleiri stofnanir á landsbyggðinni eins og sjúkrahúsið á Akureyri.
Það er kominn nógu langur tími frá því að Davíð Oddson lagðist inn á Landspítalann og lofaði í framhaldinu milljarðatugum í Hátækni-geimfara- risa sjúkrahús sem lítinn þakklætisvott fyrir góða veitta þjónustu. Minna gat það nú ekki verið. Nú má endurskoða þetta loforð sem auðvitað var sett fram af ráðamanni þjóðarinnar, áður en deyfingin var farinn úr honum .
Það á ekki að jafna þessa stöðu, það má alveg gera gott betur. Þetta er byggðamál og það af betri sortinni.
![]() |
Óviðunandi mismunun segir bæjarstjóri Reykjanesbæjar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10