7.7.2014 | 22:40
Tvískinningur í neytendamálum.
Í kvöld fjallaði Stöð 2 um landbúnaðarmál. Það lofaði ekki góðu þegar fyrrum framkvæmdastjóri samfylkingarinnar Heimir Már Pétursson leiddi fréttina. Heimir byrjaði að segja okkur að formaður þingflokks Framsóknarflokksins héldi því fram að sumt kjöt gæti reynst Íslendingum hættulegt!
Nú er það svo að allnokkuð er flutt inn af frosnu kjöti, en ferskt kjöt má ekki flytja inn. Nú spurði ég í hóp fagmanna á matvælasviði út í þetta bann, og varð talsvert vísari. Væri áhugavert að fjölmiðlar myndu upplýsa okkur neytendur vel um hvað sérfræðingar óttast með innflutningi á fersku kjöti.
Til þess að kóróna fréttaflutninginn var fenginn helsti óvinur neytenda á Íslandi, formaður sjálfra Neytendasamtakanna sem virðist eiga þá ósk heitasta að verða sjálfdauður í embætti. Hann byrjar að gagnrýna með fullum rétti að merkja þurfi upprunaland þess kjöts sem selt er. Hins vegar slær út í fyrir honum þegar hann fer að tala um innflutning á fersku kjöti, og reynir að koma því inn hjá áhorendum að til standi að flytja inn fersk kjöt frá Bandaríkjunum en ekki Evrópu.
Langt skal seilst til þess að koma höggi á pólitíska andstæðinga!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.7.2014 | 12:30
Ættfræði og íþróttalýsingar
Fyrir nokkrum árum kynntist ég braselíubúa (braselíana). Hann bjó hérlendis í nokkur ár. Knattspyrnan var í blóðinu hjá honum rétt eins og tangóinn, og sambatónlistin. Fljótlega eftir að hann kom ákváðu einhverjir stríðnir að líkja eftir knattspyrnulýsingum þeirra frá Suður Ameríku. Goool var spangólað með mikilli ástríðu. Hann glotti og sagði sallarólegur að hvert land hefði sína sérstöðu. Hjá þeim væri það spangólið, en hér væri það ættfræðin. Þessu var nú ekki sérlega vel tekið af landanum og hann spurður hvort hann gerði virkileg athugasemdir við Bjarna Fel og aðra íþróttafréttamenn. Hann svaraði í miðri knattspyrnulýsingu, hlustið:
Við heyrðum, þulinn telja upp nöfn þeirra sem fengu boltann hverju sinni, og hvort boltinn færi í horn, innkast eða dæmt var fríspark, rétt eins og við sæjum það ekki sjálfir.
Við sem höfum dvalið langtímum erlendis, þekkjum annars konar íþróttalýsingu eins og í Bretlandi eða Þýskalandi. Þá hefur íþróttafréttamaðurinn faglega þekkingu á íþróttinni, sem er afskaplega gagnlegt rétt eins og að það gagnast fréttamanni sem fjallar um efnahagsmál að vita eitthvað um efnahagsmál sjálfur.
Við erum enn sem komið er ekki efni á að koma okkur upp slíkum þulum t.d. í knattspyrnu. Það er vissulega áhugavert að hlusta á menn eins og Heimi Hallgrímsson, Gunnleif Gunnleifsson og Guðna Bergsson í hálfleik eða eftir leik og þá koma oft á tíðum góðir og gagnlegir punktar.
Þangað til verðum við að sætta okkur við að við eigum nokkuð í land að ná okkur eftir hrunið og þeir sem vilja meira en það sem boðið er uppá, geta horft á erlendar stöðvar.
![]() |
Krul: Sagði þeim að ég vissi hvar þeir myndu skjóta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.7.2014 | 08:22
Ábyrgð og siðferðilegt mat.
Góð laun í starfi eru oft réttlæt með að starfinu fylgi svo mikil ábyrgð. Yfirmaður getur oft haft afgerandi áhrif og því fyllilega réttlætanlegt að taka tillit til þess varðandi launagreiðslur. Slíkum störfum fylgir líka krafa um siðferðilega ábyrgð. Á þetta reynir fyrst og fremst þegar eitthvað fer úrskeiðis. Þá vill oft vera að yfirmaðurinn telur algjöran óþarfa að nefna þessa ábyrgð.
Þegar Már Guðmundsson fer í mál við Seðlabankann út af launadeilu á hann að vita að því fylgir áhætta. Hann getur unnið málið, en hann getur líka tapað því. Ef hann verður fyrir kostnaði af þessum sökum þá er það algjörlega hans mál. Ef hann lætur Seðlabankann borga slíkan kostnað er hann að bregðast því trausti sem til hans er borið og þeirri ábyrgð sem á hans herðar eru settar. Þá skiptir engum máli í hvaða trúfélagi hann er, með hvaða knattspyrnuliði hann ákveður að styðja eða hverjar stjórnmálaskoðanir hann hefur. Hann er óhæfur. Sjái hann ekki sóma sinn í því að taka pokann sinn, verða aðrir að sjá til þess að hann geri það.
![]() |
Óskaði eftir endurgreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10