31.8.2010 | 18:40
Alvaldurinn
Eftir hrunið var krafan um ný vinnubrögð í stjórnmálum. Aukið lýðræði. Opin umræða og allt upp á borðum. Því miður hefur þessi ríkisstjórn forðast allt þetta eins og heitan eldinn. Þegar Össur er spurður um ráðherraskipti þá segir Össur að Jóhanna sé alvaldurinn. Þetta segir hann án þess að blikna. Er ákvörðn um ráðherraskipti svo ómerkileg ákvörðun að það þurfi ekki samráð um slíka ákvörðun.
Þó ég beri virðingu fyrir Jóhönnu að mörgu leiti, hryllir mér við alræðisvaldi hennar. Smölun katta. Sé fyrir mér Jóhönnu með svart frímerki á miðri yfirvör, rétta upp handlegginn upp, fram og til hægri.
Það er kominn tími á að skipta þessu liði út!
![]() |
Uppstokkun í ríkisstjórn? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.8.2010 | 15:47
Baráttan harðnar
Síðustu umferðir þessa Íslandsmóts í knattspyrnu ætla að verða þræl skemmtilegar og spennandi. IBV og Breiðablik eru ekkert að gefa eftir, en úrslit kvöldsins í leik KR og FH gætu sett annað þeirra liða í verri stöðu. Fyrir þá sem áttu von á að Keflavík blandaði sér í baráttuna voru úrslitin á móti Haukum mikil vonbrigði. Fylkir er það lið sem hefur ollið hvað mestum vonbrigðum, en lið IBV það lið sem hefur komið mest á óvart. Það sama má segja um lið Stjörnunnar sem kom upp fyrir tveimur árum, þá ekkert of sannfærandi. Margir spáðu Stjörnunni falli nú, en liðið er orðið mun þéttara en það að fara niður. Í gærkvöldi hefði Stjarnan átt að fara með sigur. Liðinu var spáð í 9 sæti fyrir mót, en ljóst er að staðan er mun betri. Mér finnst nýir leikmenn þeir Atli Jóhannsson og Dennis Danry ekki hafa styrkt liðið. Marel Baldvinsson stóð fyrir sínu á meðan hann var heill og Ólafur Karl Finsen hefur lítið fengið að spreyta sig, en hefur sýnt góða spretti. Sá leikmaður sem hefur styrkt liðið hvað mest er Magnús Karl Pétursson sem lítið sem ekkert hefur spilað, en hefur komið sterkur inn í hugmyndavinnu um fögn Stjörnumanna. Magnús er reyndar ágætis markmaður.
Að mínu mati ætt Stjarnan að vera vandlátari á aðfengna leikmenn, 1-2 slíkir ættu að duga. Nokkrir góðir leikmenn eru í láni hjá öðrum félögum, m.a. þeir Grétar Grétarsson og Magnús Björgvinsson hjá Haukum og Heiðar Atli Emilsson hjá Víking Ólafsvík. Ef Stjarnan byggir upp í nánustu framtíð á sinni uppbygginu yngri flokka , á svipaðan hátt og Breiðablik, mun Stjarnan fara í baráttuna um titilinn á næstu tveimur árum.
![]() |
Ívar skaut Frömurum upp í fimmta sætið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.8.2010 | 20:25
Hverjir taka titilinn?
Það stefnir í einhverja skemmtilegustu lokabaráttu í Íslandsmeistaramótinu í knattspyrnu. Raunhæft eiga fjögur lið möguleika á að taka titilinn. IBV, Stjarnan, KR og FH. Í dag spáði Páll kolkrabbi að Breiðablik hefði baráttuna og það kæmi ekki á óvart. Skoðum hvaða leikir eru eftir.
IBV | Breiðablik | KR | FH |
Fylkir : ÍBV | Grindavík : Breiðablik | KR : FH | KR : FH |
ÍBV : KR | Breiðablik : Fylkir | ÍBV : KR | FH : Selfoss |
Selfoss : ÍBV | KR : Breiðablik | KR : Breiðablik | Stjarnan : FH |
ÍBV : Stjarnan | Breiðablik : Selfoss | Grindavík : KR | FH : Keflavík |
Keflavík : ÍBV | Stjarnan : Breiðablik | KR : Fylkir | Fram : FH |
![]() |
Öruggur sigur KR í Árbænum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.8.2010 | 22:25
Ellert gerir það gott í Bandaríkjunum.
Ellert Hreinsson er einn þeirra leikmanna sem tengir saman nám og knattspyrnu. Þessi framherji Stjörnunnar og leikmaður U21 er mjög fljótur og útsjónarsamur. Hann lék vel með Stjörnunni þegar hann kom heim, en mér fannst hann leggja áherslu á að meiðast ekki í síðustu leikjum Stjörnunnar. Það er skiljanlegt því að háskólasamningur hans í Bandaríkjunum er verðmætur. Reyndar átti Ellert stjörnuleik í síðasta leik sínum hér heima og valinn maður leiksins.
Það var erfiður fyrsti leikur hjá Ellert á tímabilinu úti. Mótherjinn sigraði í sínum riðli á síðasta ári. Ellert skoraði 2 í 3-0 sigurleik. Ég spurðist fyrir um umfjöllun um leiki þarna úti og varð afar hrifinn. Sjá.
http://www.scadathletics.com/news/2010/8/24/MSOC_0824100843.aspx
Bloggar | Breytt 26.8.2010 kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2010 | 16:53
Talar reiðbrennandi dönsku!
![]() |
Danry vill leika áfram með Stjörnunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt 25.8.2010 kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Undanfarin ár hefur reynst erfiðara að fá hæft fólk í sveitarstjórnir. Kemur þar margt til, ofþensla á almennum markaði, verkefni hlaðast um of á fáa einstaklinga, minni félagsþroski og félagsþátttaka, og slakt eftirlit og aðhald.
Á þenslustiginu snérist kosningabaráttan um það hversu vel stjórnmálamennirnir tókst upp með að lofa kjósendum gulli og grænum skógum. Nú þegar harðnar á dalnum, eimir enn eftir af þessu ástandi. Verkefni dagsins er niðurskurður og til þess eru sveitarstjórnir yfirleitt afar vanbúnar til verkefnisins. Þekkingin ekki til staðar, getan eða kjarkurinn.
Færsla frá ríki til sveitarfélaga eru yfirleitt rökstudd með því að þannig sé hægt að létta kerfið. Verkefnin eru nær notandanum. Því sé líklegra að rétt sé staðið að málum. Rökin eru rétt, en miklar efasemdir eru um hæfni sveitarstjórnarstigsins til þess að taka við auknum verkefnum. Önnur leið til þess að létta kerfið er að færa verkefni frá ríkinu til einkareksturs. Þessi leið er í vaxandi mæli farin á hinum Norðurlöndunum, en í núverandi stjórnmálaástandi er öll einkavæðing eitur í beinum stjórnvalda. Hugmyndafræðin kemur frá fyrrum Austur Evrópu.
Til þess að styrkja sveitarstjórnarstigið þarf að auka lýðræði í sveitarfélögunum og virk gagnrýni innan sveitarfélaganna þarf að aukast. Almenningur hefur ekki efni á því að afhenda öll völd í samfélögum sínum í hendur kjörnum fulltrúum, sem oftar en ekki misfara með þau völd.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2010 | 09:43
Afurðir nýstjórnhyggjunnar
![]() |
Styðja ekki björgun bankanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10