Alvaldurinn

Eftir hrunið var krafan um ný vinnubrögð í stjórnmálum. Aukið lýðræði. Opin umræða og allt upp á borðum. Því miður hefur þessi ríkisstjórn forðast allt þetta eins og heitan eldinn. Þegar Össur er spurður um ráðherraskipti þá segir Össur að Jóhanna sé alvaldurinn. Þetta segir hann án þess að blikna. Er ákvörðn um ráðherraskipti svo ómerkileg ákvörðun að það þurfi ekki samráð um slíka ákvörðun.

Þó ég beri virðingu fyrir Jóhönnu að mörgu leiti, hryllir mér við alræðisvaldi hennar. Smölun katta. Sé fyrir mér Jóhönnu með svart frímerki á miðri yfirvör, rétta upp handlegginn upp, fram og til hægri.

Það er kominn tími á að skipta þessu liði út!


mbl.is Uppstokkun í ríkisstjórn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

"Sé fyrir mér Jóhönnu með svart frímerki á miðri yfirvör, rétta handlegginn upp, fram og til hægri."

Er þetta málefnalegt, Sigurður Þorsteinsson?

Stendur þessi lýsing ekki einhverjum nær en Jóhönnu Sigurðardóttur?

Björn Birgisson, 31.8.2010 kl. 19:04

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Björn, Jóhanna fær þá umsögn að vera dugleg og fylgja sínum stefnumálum vel eftir í stjórn. Það að leiða ríkisstjórn er allt annað hlutverk. Hennar nánasti ráðherra segir þjóðinni að Jóhanna sé alvaldur. Því miður hefur þjóðin fengið að sjá þá hlið á Jóhönnu sem ég vonaði að myndi ekki einkenna feril hennar sem forsætisráðherra.

Afstaða þín kemur mér hins vegar ekki á óvart. Fyrrum skólameistari á Ísafirði hrökklast úr starfi vegna ólýðræðislegra vinnubragða. Hún öskrar á kennara. Hefur ekki stjórn á skapsmunum sínum. Verður sjálfri sér til stórskammar í útvarpsumræðum um efnahagsmál, sem hún virðist ekki hafa neina þekkingu á. Þú vilt gera hana að formanni Samfylkingarinnar. 

Þér er sennilega svo illa við Samfylkinguna að þú vilt hana feiga. Það vil ég ekki. Held að Samfylkingin eigi betra skilið en þetta. Um það virðumst við ósammála. Það verður þá bara svo að vera. 

Sigurður Þorsteinsson, 31.8.2010 kl. 19:24

3 Smámynd: Björn Birgisson

Góð lokaorð eftir þokkalegt bull!

Björn Birgisson, 31.8.2010 kl. 19:48

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Björn, það er afar merkilegt að það virðist skorta rökræðugenin í marga Samfylgingarmenn. Sumir segja að þetta sé ESB sjúkdómurinn, aðrir segja að þetta sé greindarskortur.

Sigurður Þorsteinsson, 31.8.2010 kl. 20:10

5 Smámynd: Björn Birgisson

Þetta er greinilega greindarskortur! Ég vorkenni þessum skinnum!

Björn Birgisson, 31.8.2010 kl. 20:27

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir já þeim er vorkunn sem eru í þessari volaðri stjórn því að þau vita að þeirra tími er liðinn!

Sigurður Haraldsson, 1.9.2010 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband