28.8.2011 | 22:51
Voru fleiri hliðar á fjárfestingu Kínverjanna?
Ómar Ragnarsson bloggaði um hugsanleg kaup kínversk auðmanns á Grímstöðum á Fjöllum. Ómar sagði að á þessu máli væru margar hliðar. Ég hafði heyrt gagnrýnisraddir sem flestar tengdust þjóðerni kaupandans og gagnrýndi Ómar fyrir færsluna, óverðskuldað. Ómar fær mína afsökunarbeiðni.
Við nánari skoðun er í fyrsta lagi efast um að þessi kínverji standi á bak við fjárfestinguna. Í öðru lagi er landsvæðið það stórt að huga þarf að aðgengi að svæðinu út frá almannahagsmunum. Í þriðja lagi er mjög sérstök aðkoma áhrifamanna innan Samfylkingarinnar að þessu máli, sem hlýtur að orka mjög tvímælis. Þannig á kínverski fjárfestirinn að hafa verið keyrður um á bílaleigubíl greiddum af Utanríkisráðuneytisins.
Í fjórða lagi er talið mjög ósennilegt að innanríkisráðherra VG samþykki söluna, en samkvæmt lögum verður að gefa undanþágu fyrir slíkri sölu.
Í fimmta lagi, hefur verið gefið í skyn Kaupþingsáhrif varðandi þessa fréttamennsku. Sem kunnugt er talið að áhrifamenn innan Kaupþings hafi ,,fengið" nafn á forríkum olíukóngi sem hafi átt að kaupa í Kaupþingi, en var bara trikk til þess að hækka verð hlutabréfa. Í þessu dæmi standi ekkert til, en fréttin tilkomin til þess að hækka væntingarvísitöluna á Íslandi. Hér hefur ekkert verið að gerast frá því að þessi ríkisstjórn tók við.
Nú verður gaman að sjá hverning fjölmiðlar taki á málinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
27.8.2011 | 23:43
Eigum við að drilla landsliðið?
![]() |
Drillo framlengir við Noreg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2011 | 22:24
Stórfurðulegar áherslur
![]() |
Fylgdist með ferðum þingkonu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.8.2011 | 07:32
Fjölþjóðamenning á Íslandi.
Það er full ástæða að við Íslendingar hugleiðum hvernig við viljum að Ísland sé nú og í náinni framtíð. Nú eru takmarkanir á hverjir geta sest hér að en samt búa hér fjöldi útlendinga og eru flestir sáttir við það ástand. Víða í Evrópu hafa komið vandamál í fjölþjóðamenningunni, þegar einstaklingar aðlagast ekki samfélögunum. Fyrir nokkrum mánuðum tók Angela Merkel kanslari Þýskalands þetta upp í ræðu og vakti mikla athugli.
Við erum að leita eftir erlendum fjárfestum til þess að styrkja íslenskt atvinnulíf og nú kemur fjárfestir og þá vekur það sérstaklega umtal að viðkomandi sé kínverji. Það hefur kallað á viðbrögð sem varla samræmast séstakri ást á fjölþjóðamenningu.
Ef við breytum aðeins fréttinni og segjum svertingi kaupir Grímstaði á Fjöllum og hyggst byggja hótel í Reykjavík. Væri það slæmt eða gott? Ég er viss um að slík umfjöllun þætti ekki viðeigandi.
![]() |
Byggir einnig upp í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.8.2011 | 00:12
Tekur FH þetta ekki?
![]() |
Tryggvi: Á ekki FH bara eftir að taka þetta? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.8.2011 | 23:16
Mat fyrirtækja og heimila að stefnuleysi ríkisstjórnarinnar skaði hag heimila og fyrirtækja.
Nú hefur Landsbankinn, fyrirtæki í eigu ríkissins gefið út að stefna ríkisstjórnarinnar skaði rekstur sjávarútvegsfyrirtækjanna. Þetta á nú ekki að koma neinum á óvart, heldur það að fleiri fyrirtæki sendi ekki frá sér ályktanir um skaðsemi aðgerðarleysis ríkisstjórnarinnar.
Auðvitað eigum við sem einstaklingar að koma saman á Austurvelli nú í haust til þess að tjá skoðanir okkar á ástandinu. Við eigum að hrópa öll í kór, vanhæf ríkisstjórn. Við eigum að lemja í bíla Jóhönnu og Steingríms. Tími okkar er kominn.
Ríkisstjórnin missti af tækifæri til þess að klekkja á heimilunum í landinu, þegar forsetinn felldi Icesave állögurnar á landann. Það er ekki líklegt að stjórnarliðar reyni að bæta sér það upp með því að koma viðbótarálögum á almenning
![]() |
Breytingarnar rýra lífskjör |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 24.8.2011 kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.8.2011 | 20:40
Hundseðlið ráðandi
![]() |
Ekki skilyrðislaus stuðningur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.8.2011 | 12:08
Var hann étinn?
Á sama tíma og ljósin voru tendruð á Hörpu voru varðhundar sem vöktuðu húsin okkar heima. Hverfið var mannfátt. Einhver langaði í heimsókn hjá nágrana okkar og þegar heim var komið fannst blóðugur strigaskór. Ljóst var að fyrir ekki alls löngu hafði verið fótur í þessum skó. Rakki nágrana míns er af þekktu varðhundakyni og ekki hefði ég viljað laumast til hans vitandi af hundinum einum heima. Það er ljóst að sá óboðni hefur fengið óvæntar mótttökur. Vantar á fótinn á honum, eða var hann blóðgaður? Einn ungur sonur húsráðanda kom með þá tilgátu að tíkin hans hafi borðað innbrotsþjófinn. Tíkin væri óvenju södd. Þiggur ekkert. Við komumst að hinu sanna ef lýst er eftir einhverjum. Það sem er gegn þeirri tilgátu, er að þá vantar hinn skóinn. Hundar borða ekki skó.
Á sama tíma og hundurinn sat að snæðingi, voru ljósin tendruð í Hörpunni. Eitthvað sem ekki passaði með flugeldasýningu. Þetta er afar falleg ljósaskreyting sem fer vel með kyrrð. Flugeldasýning fer illa með kyrrð.
![]() |
Glerhjúpur Hörpu tendraður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.8.2011 | 13:39
Bóla á yfirborðið
Það hefur lengi verið vitað að það kraumar í báðum stjórnarflokkunum. Í VG stendur baráttan á milli Katrínar Jakobsdóttur og Svandísar Svavarsdóttur. Báðar öflugar konur, en áherslur þeirra eru ólíkar. Sumir sjá takmarkaðan áhuga hjá Katrínu að gera það sem gera þarf til þess að verða formaður. Árni Þór hefur sýnt tilburði til þess að fara í baráttuna en er ekki talinn eiga mikla möguleika.
Innan samfylkingarinnar er engin barátta. Ekki það að margir vilja í formannsslaginn en þar er aðeins einn úr þingliðinu sem kemur til greina Guðbjartur Hannesson.
Á meðan þjóðin þarf lausnir mun tími ríkisstjórnarinnar fara i þessa baráttu og síðan fyrirfram dauðadæmda umsókn í ESB.
![]() |
Opinberar valdabaráttu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.8.2011 | 21:47
Lýst er eftir óforskömmuðum lygalaup!
Lýst er eftir óforskömmuðum lygalaup, Jóhönnu Sigurðardóttur. Jóhanna er aldrað gamalmenni, hokið með alhvítt hár. Aðaleinkenni hennar er skeifulaga munnsvipur, en síðast er vitað til að hún hafi brosað er þegar hrunið skall á en þá sat hún í sérstöku efhahagsráði hrunríkisstjórnarinnar.
Það kom henni eins og fleium á óvart þegar hún var neydd til þess að taka að sér stöðu forsætisráðherra. Síðan þá hefur ósannindin verið hennar helsta tromp, og reyndar eina útspil. Hún lofaði þjóðinni að slegið yrði skjaldborg um heimilin í landinu. Það stóð aldrei til. Á sama tíma var frúin að afhenda vogunarsjóðum bankana til þess að þeir gætu þjarmað að þjóðinni. Þegar afgreiða þurfti gengislánin, voru lausnirnar að koma rétt eftir helgina, helgi eftir helgi. Þangað til að ljóst varð að engar lausnir vour til og aldrei stóðu til.
Nú koma Hagsmunasamtök heimilanna og kvarta undan verðtryggðum lánum. Þá kemur loddarinn Jóhanna Sigurðardóttir fram og segir ríkisstjórnina hafa unnið ötullega að því að draga sem mest úr skaða verðtryggingarinnar. Hún segir verðtrygginguna jafn ósanngjarna nú og fyrir 15 árum. Hún vill ekkert ræða það að hún var félagsmálaráðherra þegar greiðsluerfiðleikalánin voru hér um árið en síðan eru liðin 28 ár. Jóhanna var þá heiðarleg er er nú bæði gleymin og fengið lygasóttina.
Þeir sem rekast á gamla lygalaupinn eru beðnir um að tilkynna fundinn á næstu öldunarstofnun, þar sem vonast er að viðkomandi fáist vistuð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10