30.9.2010 | 20:55
Ráðnir áfram!
Nú hafa flest Úrvalsdeildarliðin í knattspyrnu karla ráðið þjálfara fyrir næsta tímabil. Allir ráðnir áfram, nema að Valur ræður Kristján Guðmundsson í stað Gunnlaugs Jónssonar. Ég hef ekki sérstaka skoðun á því hvort þetta er gott eða slæmt. Fanga því að vísu að Kristján Guðmundsson sé kominn heim aftur. Mjög eðlilegt verður að teljast að Ólafur Kristjánsson, Rúnar Kristinsson, Heimir Guðjónsson og Heimir Hallgrímsson yrðu endurráðnir, en staða annarra hlýtur að hafa vakið upp spurningar.
Mikilvægt er að ráðningar þjálfara séu ekki handahófskenndar. Helst samrýmist stefnumótun viðkomandi félaga. Þá eiga langtímasjónarmið að ráða ríkjum. Lengi vel voru félögin mjög dugleg að láta þjálfara fjúka, það er sem betur fer liðin tíð. Endurnýjunin í ár er þó líkast til of lítil. Spái því að einhverjir þjálfarar fái reisupassann snemma á komandi tímabili.
Annars var þetta skemmtileg deild í ár. Spennandi og oft á tíðum sá maður góðan bolta. Það verður vonandi framhald á því næsta ár.
![]() |
Þorvaldur hjá Fram til 2013 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.9.2010 | 17:27
Öllum á óvart?
Þeir sem halda því fram í fullri einlægni að niðurstaðan á Alþingi hafi komið öllum á óvart eru nýliðar í félagsmálum. Það eru 63 þingmenn á Alþingi. Þremur dögum fyrir atkvæðagreiðslu um Landsdóm, var ljóst hvernig 58 þingmenn myndu greiða atkvæði. Þá eru eftir 5 þingmenn. Afstöðu þeirra var hægt að fá með því að ræða við þá. Innan allra félaga, samtaka og stjórnmálastarfs, eru ,,vant fólk" sem getur sagt til um niðurstöðu atkvæðagreiðslu með mikilli nákvæmni. Á Alþingi eru allnokkrir slíkir. Óvissan í þessari atkvæðagreiðslu var meðal þingmanna Samfylkingarinnar. Þess vegna kom niðurstaðan þeim alls ekki á óvart.
Ingibjörg Sólrún sagði að niðurstaðan yrði til þess að auka ágreining á þingi. Það eru ekki allir sammála um að það sé einmitt sem þjóðin þarf á að halda. Ögmundur var hér aðeins að hella smá olíu á eldinn. Er það ekki bara til þess að menn geti haldið á sér hita?
![]() |
Ekki með neina sleggjudóma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.9.2010 | 15:02
Framsýni hjá KSÍ
![]() |
Geir: Stjórn KSÍ ákvað að veita U21 ára liðinu forgang - Ólafur ósáttur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.9.2010 | 05:41
Niðurstaða Landsdóms og áhrif.
Það er meirihluti á Alþingi fyrir að kalla saman Landsdóm til þess að fjalla um mál fjórmenninganna, Geirs, Einars, Björgvins og Ingibjargar Sólrúnar. Líkleg niðurstaða Landsdóms gæti verið:
1. Fjórmenningarnir verða sýknaðir, sem stafar af því að af 15 manna dómi, eru 7 skipaðir utan Alþingis og talsverðar líkur eru á að Landsdómur komist að því að mál hafi ekki verið rétt unnin. Þessi niðurstaða yrði enn eitt málið sem grefur undan virðingu Alþingis.
eða líklegri niðurstaða
2. Fjórmenningarnir yrðu dæmdirog þá í 3-4 mánaða skilyrðisbundin dóm. Ekki verður séð að slíkur dómur verði óbærilegur fyrir Geir og Einar. Mannorð þeirra er þegar skaðað og slík niðurstaða bætti litlu við. Þessi niðurstað hefði meiri áhrif á Ingibjörgu Sólrúnu og Björgvin. Eftir útkomu rannsóknarskýrslu Alþingis mátti ætla að Ingibjörg myndi sleppa við Landsdóm og því yrði dómur mikið áfall fyrir Ingibjörgu. Björgvin er ekki endanlega hættur í pólitík, er í fríi frá Alþingi, en yrði með þessari niðurstöðu endanlega sleginn af.
Fyrir Sjálfstæðisflokkinn yrði þessi niðurstaða nánast óbreytt staða. Forystumenn hafa viðurkennt að flokkurinn beri hluta ábyrgðarinnar.
Fyrir Samfylkinguna yrði þessi niðurstaða mikið áfall. Bæði er það að flokkurinn hefur ekki viðurkennt sinn þátt í hruninu, en hér yrði Samfylkingin dæmd til slíkrar niðurstöðu. Með þessu yrðu áhrifin innan Samfylkingarinnar mun meiri. Samfylkingin er jú byggð upp af þremur flokkum, Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi og Kvennalista. Kæra til Landsdóm er innan Samfylkingarinnar er uppgjör milli þessara arma. Aðalhvatamaður þess að Ingibjörg taki á sig ábyrgðina sem fulltrúi Kvennalistaarmsins er Jón Baldvin Hannibalsson, sem þótti sinn skerfur innan Samfylkingarinnar sem fulltrúi Alþýðuflokksins snautlegur. Mörgum innan gamla Alþýðuflokksins fannst Ingibjörg hygla mjög kvennalistakonum í sinni valdatíð. Ingibjörg hélt Björgvini sem fulltrúa Alþýðuflokksins frá málum, en hafði Össur nær sér sem fulltrúa Alþýðubandalagsins. Þessi dómur yrði því dómur yfir Kvennalistaarminum og með dómi yfir Björgvini fellur Alþýðuflokksarmurinn. Niðurstaðan yrði því algjöjr sigur Alþýðubandalagsarmsins Samfylkingarinnar. Jóhanna er að uppgötva að hún og Samfylkingin hafa verið veidd í Altanetið. Tími hefndar kattanna er runninn upp.
Fyrir VG er þessi dómur afar mikilvægur í baráttunni um yfirráðin á vinstri vængum. Flokkurinn stjórnar nú umhverfismálunum, ljóst er að ESB verður flautað út af borðinu og með dómi er Samfylkingin dæmdur hrunflokkur. Þessari niðurstöðu fagna bæði hundarnir og kettirnir innan VG.
Borgarahreyfingin yrði ánægð með þessa niðurstöðu því hún myndi veikja fjórflokkinn. Óánægja með stjórnmálakerfið er eina ástæða þess að núverandi þingmenn muni halda sætum sínum á næsta þingi.
Framsóknarflokkurinn yrði mjög kátur. Með dómnum yrði niðurstaðan að þeir bæru enga ábyrgð á hruninu. Með dómi fer uppbygging Framsóknarflokksins að skila árangri.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2010 | 11:48
Bikarinn í Kópavoginn
Með hvoru liðinu heldurðu? spurði góður vinur minn úr Garðabænum, fyrir leik Stjörnunnar og Breiðabliks. Ég svaraði, ,,mínum mönnum". Hann var ánægður með svarið, en bæði lið eiga hólf í hjarta mínum. Samt minnist ég þess ekki að ég hafið áður hvatt lið áfram gegn Stjörnunni, og reyndar ekki gegn Breiðablik heldur. Fótboltans vegna urðu Breiðablik að vinna. Bæði var það að Blikar hafa spilað besta fótboltann í sumar, og jafnvel þó að bæði KR og FH hafi átt afar góða leiki í seinni hluta mótsins voru Blikarnir einfaldlega bestir. Keppnin stóð þó við IBV sem kom skemmtilega á óvart í sumar.
Ég efaðist ekki eina mínútu í leiknum. Þrátt fyrir að Stjarnan hafi átt góð færi þá höfðu Breiðablik undirtökin. Þegar fréttir fóru að berast úr öðrum leikjum, spiluðu Blikar af skynsemi og tóku eitt stig, sem dugði. Stjörnuliðið getur verið sátt með sinn leik.
Fyrsti Íslandsmeistaratitillinn í meistaraflokki karla í höfn. Til hamingju Breiðablik.
![]() |
Breiðabliki var spáð þriðja sætinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2010 | 23:34
Hvert skal halda?
Það er alls ekki ljóst hvernig skilja ber Jóhönnu Sigurðardóttur. Ef það er hennar skoðun að Landsdómur sér tímaskekkja og það sé alls ekki alþingismanna að setjast í dómarasæti, þá er ég hjartanlega sammála henni. Ef það er hennar skoðun að betra sé að eyða orkunni í að byggja upp en að líta í baksýnisspegilinn þá er ég líka sammála henni. Þau Geir, Einar, Björgvin og Ingibjörg hafa öll misst mannorð sitt, og það eitt er mikil refsing. Sjálfsagt væri hægt að setja upp einhvers konar nefnd eða ráð sem metur störf ráðherra.
Hins vegar getur framganga Jóhönnu sé útspil spunameistara ríkisstjórnarinnar og þá gæti spuninn litið þannig út. Ágreiningur kemur um hverja beri að kæra og stjórnarflokkarnir koma sér saman um að kæra ekki Ingibjörgu og Björgvin, en hina tvo.
Ég vil trúa því að Jóhanna sjái tilgangsleysið í Landsdómi.
![]() |
Umskipti hjá Samfylkingunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.9.2010 | 07:14
Fögnunum að kenna eða þakka?
Gleðin er mikilvægur þáttur knattspyrnunnar. Þjálfarar sem láta spila lélegan bolta, segja að það eina sem skiptir máli sé að vinna. Maður hefur á tilfinningunni að þeir geri þá í því að láta spila leiðinlegan bolta. Það verður ekki sagt að Stjarnan spili leiðinlegan fótbolta, því það er sannarlega gaman að fara á leiki liðsins. Hins vegar dugar sá bolti ágætlega til þess að verða um miðja deild. Ástæða þess að Stjarnan er að tapa síðustu leikjunum er að nú er verið að spila gegn sterkustu andstæðingunum. Leikstíll Stjörnunnar er að spila hratt upp völlinn, alltaf. Þetta þýðir að miðjuspil liðsins er ákaflega takmarkað. Þessi leikaðferð getur verið árangursrík gagnvart miðlungs eða lakari liðunum, en ekki á móti þeim bestu.
Þess vegna er Stjarnan um miðja deild, en ekki vegna þess að leikmennirnir komu með þessi stórskemmtilegu fögn. Stjarnan er á öðru ári í úrvalsdeildinni að þessu sinni og það hefur reynst mörgum liðum erfitt. Árangurinn er því ekkert til þess að kvarta yfir. Þrátt fyrir fögnin.
![]() |
Bjarni Jóhannsson: Fögnin hafa truflað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.9.2010 | 23:35
Vinur minn Svavar
Ég horfði á hálftíma þátt með Svavari Gestssyni á sjónvarpsstöðinni Inntv. Það var snjallt útspil hjá Yngva Hrafni að skora á Svavar Gestsson að vera með þátt á stöðinni, og það var klókt hjá Svavari að þekkjast boðið. Þegar starfsferill Svavars í utanríkisþjónustunni var á enda leitaði Steingrímur Sigfússon til Svavars að taka að sér formennsku í samninganefnd um Icesave við Breta og Hollendinga. Ég hef ekki heyrt annað en að Svavar hafi staðið sig mjög vel sem sendiherra og því var þetta lokaverkefni algjör afglöp. Mannorð Svavars bar alvarlega hnekki. Þetta skynjar Svavar og hann hefur leitast að ná mannorðinu með blaðaskrifum og viðtölum, sem bara hafa gert illt verra. Maður sem viðurkennir ekki alvarleg mistök, fær ekki virðingu.
Viðmælandi Svavars í kvöld var Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra. Að venju kemur hún vel fyrir. Mann hlakkar til þegar hún tekur við sem formaður VG. Þarna komu saman tveir menntamálaráðherrar hann var fyrir Alþýðubandalagið og hún fyrir VG. Hún full sjálfstraust, hann ekki. Samt var áhugavert að horfa á þáttinn.
Tveir efnisþættir vöktu athygli mína. Svavar sagði það sína skoðun að sú gagnrýni sem hefði komið fram að framkvæmdavaldið væri of valdamikið á kostnað löggjafavaldsins, og einnig á vald formanna flokkana. Katrín var vandræðaleg með þessa yfirlýsingu Svavars og fjallaði um störf Alþingis í staðinn.
Hinn þátturinn var að Svavar spurði um Landsdóm og umfjöllunarefni Alþingis um þau mál. Svavar spurði hvort ekki ætti að nú að gera upp við frjálshyggjuna. Svavar hefur sjálfsagt verið hugsað til þess að pólitískan dóm vantaði þegar kommúnisminn hrundi. Sjálfur hefði hann eflaust fengið á sig dóm ef slíkur pólitískur dómstóll hefði farið fram. Lét Jón Baldvin Hannibalsson ekki kanna samskipti Svavars við Stasi á sínum tíma, þó lítið hafi komið fram um það mál. Katrín svaraði fimlega, þó að hún færi rangt með þar sem hún talaði um algjört afskiptaleysi sem helsta einkenni frjálshyggjunnar.
Það var gaman að sjá Svavar í þættinum, Katrín er líklegri til þess að ná lengra í pólitíkinni en Svavar gerði nokkru sinni. Ef Svavar hættir að réttlæta gjörðir sínar varðandi Icesave, heldur áfram á Inntv, tileinkar sér aðeins lýðræðislegri þáttarstjórn, mun hann eflaust með tímanum öðlast eðlilega virðingu að nýju. Það væri mér sannarlega ekki á móti skapi.
Bloggar | Breytt 19.9.2010 kl. 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2010 | 11:17
Mikilvægur stuðningur
Samkvæmt frétt á Visi.is í dag segir:
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir í samtali við De Telegraaf, stærsta dagblað Hollands, að Hollendingar hafi ekkert að óttast í Icesavemálinu. Icesave verði borgað.
Reuters segir frá þessu í dag og vitnar í De Telegraaf. Hollendingar geta andað rólega. Peningum þeirra verður skilað til baka," er haft eftir Steingrími.
Fram kemur hjá Steingrími að Íslendingar vilji fá lausn á Icesavedeilunni og vilji gera upp þessa skuld. Hinsvegar sé slík greiðsla háð þeim skilyrðum sem krafist verður.
Reuter rifjar upp að helstu ágreiningsatriðin í Icesavedeilunni séu tímalengdin á endurgreiðslunum og hvaða vexti skuldin á að bera. Þess er einnig getið að samningaviðræður hafi hafist að nýju í Holladi fyrr í þessum mánuði.
Ef rétt er eftir haft er Steingrímur að veita Hollendingum mikinn stuðning í málinu, sem ekki veitir af þegar illa árar. Mikið væri nú gaman ef fjármálaráðherra okkar veitti okkur Íslendingum svona stuðning. Það gerist örugglega þegar hann er búinn að koma okkur í ESB.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.9.2010 | 20:49
Bara yndislegt!
![]() |
Breiðablik áfram á toppnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10