Aðskilanður valdsins

Baráttan fyrir aðskilnaði valdsins hefur staðið lengi. Valdið var áður skipt í þrennt framkvæmdavald, löggjafarvald og dómsvald. Með breyttu samfélagi hefur fjölmiðlavaldið verið talið fjórða valdið og fjármálavaldið það fimmta. Margt af því sem úrskeiðis fór í hruninu má rekja til þess að aðskilað þessara valdhluta  er ekki nægur. Framkvæmdavaldið hafði löggjafarvaldið í vasanum, ástand sem var flokkað undir flokksaga og með skipun í dómarastöður má efast um hlutleysi dómstólana.

Hvað varðar fjölmiðlana þá er ljóst að þeir voru í eigu fjármálamannanna og tilraunir til þess að sporna við þeirri þrónum var stöðvuð á Alþingi og síðan af Forseta Íslands. Grunur hefur einnig komið upp að fjalarmálamennirnir hafi haft ákveðinn hluta löggjafarvaldsins í vasanum, með rausnarlegum fjárframlögum. 

 Hvað nú? Ekki verður séð annað en framkvæmdavaldið hafi löggjafarvaldið í vasanum og nú tekur Alþingi sig til og ákveður að setjast í dómarastól. Erum við alveg viss um að við séum á réttri leið?

 


Blikar á toppinn

Með sigrinum á Fylki er Breiðablik komið á toppinn, þar sem ég spái þeim eftir lokaumferðina. Mér finnst ekki á neitt lið hallað þegar því er haldið fram að Breiðablik er besta lið Íslandsmótsins. Byggt upp að mestu á eigin leikmönnum og án útlendinga. Breiðablik hefur spilað hörkugóða knattspyrnu í sumar, fengið á sig brot, en staðið það af sér. Ekki það að IBV, FH og KR eru með hörkugóð lið. Sigur Breiðabliks yrði sigur fótboltans í ár.

Þrjár umferðir eftir: 

 

IBV

Breiðablik

KR

FH

Selfoss : ÍBV

KR : Breiðablik

KR : Breiðablik

Stjarnan : FH

ÍBV : Stjarnan

Breiðablik : Selfoss

Grindavík : KR

FH : Keflavík

Keflavík : ÍBV

Stjarnan : Breiðablik

KR : Fylkir

Fram : FH

 

 

 

 

 

 


mbl.is Kristinn skaut Blikum á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilja menn blóð?

Landsdómur er ætlað að fjalla um sekt eða sakleysi fjögurra fyrrum  ráðherra, þeirra Geirs Haarde, Árna Matthísen, Ingibjargar  Sólrúnar Gísladóttur og Björgvins G. Sigurðssonar.  Í ljósi þess ef tökum réttar ákvarðanir í 60% tilfella, erum við taldir snillingar, er spurning hvort ekki ætti að dæma fleiri fyrrum ráðherra og þá ekki bara úr síðustu ríkisstjórn heldur einnig eldri. Hvað með ráðherra núverandi ríkisstjórnar, þeir hafa sannarlega gert alvarleg mistök með gerðum sínum og ekki síst með aðgerðarleysi sínu. Á meðan við treystum flugfreyjum, pípulagningarmönnum, jarðfræðinemum, dýralæknum ofl. fólki sem hefur afar takmarkaða þekkingu á verkefnum ráðuneytanna til þess að sitja í ráðherrastólum, munu verða gerð alvarleg mistök. Ef við ætlum að breyta því þurfum við að breyta núverandi vali ráðherra. 

Þeir sem vilja blóð nú, ættu að huga að framhaldinu. Svavar Gestsson sýndi alvarlegan dómgreindarskort þegar hann tók að sér formennsku í samninganefnd um Icesave. Hann hefur misst mannorð sitt, sem hann mun eiga nokkurn tíma til að endurheimta. Við skulum vera minnug þess að Svavar hefur gert marga góða hluti. Það hafa þeir einnig gert ráðherrarnir fjórir sem hafa verið nefndir sem eiga að fara fyrir Landsdóm. Hvað með Jóhönnu, Össur, Steingrím, Þorgerði ofl? Aftökur voru á árum áður notaðar til þess að vara menn við? Er það alveg víst að það meðal sé við þurfum helst á að halda nú?

 


mbl.is Takast á um tillögurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grein Lilju í Fréttablaðinu

lilja_mosesdottir.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lilja Mósesdóttir er einn af þeim alþingismönnum sem hvað líklegastir eru til þess að finna lausnir sem duga í endurreisn Íslands. Hún skrifar athyglisverða grein í Fréttablaðinu í dag. 

 

Tími til að standa á eigin fótum

Fram til þessa hefur okkur tekist að ná frekar mjúkri lendingu hagkerfisins með m.a. gjaldeyrishöftum, hallarekstri ríkissjóðs og frystingu lána fyrirtækja og heimila. Nú er komið að tímamótum í endurreisninni og orðið tímabært að standa á eigin fótum. Byrja verður á að segja samningum við AGS upp áður en til þriðju endurskoðunar kemur. Samhliða því þarf að grípa til aðgerða sem örva efnahagslífið, þannig að það komist sem fyrst upp af botninum. Slíkar aðgerðir eru veruleg vaxtalækkun, almenn niðurfærslu lána og hægfara aðlögun ríkisútgjalda.

Tími AGS liðinn

Upphaflegi samningurinn við AGS gerði ráð fyrir að hann tæki enda 30. nóvember nk. en nú er búið að framlengja hann um 9 mánuði eða til loka ágúst 2011. Töfin er tilkomin vegna tilrauna til að beita Íslendinga þrýstingi í Icesave-deilunni. Hlutverk AGS hér á landi er fyrst og fremst að tryggja að Íslendingar greiði upp sem mest af skuldum sínum. Ef það er ekki mögulegt, þá þarf að tryggja að fjármagnseigendur fái nógu háar vaxtagreiðslur. Samningurinn við AGS er í raun fullveldisafsal. Allar ákvarðanir á sviði peningamálstefnunnar, ríkisfjármála og fjármálakerfisins þarf að bera undir sjóðinn áður en þær eru teknar.

Gjaldeyrisvarasjóðurinn er að ná þeirri stærð sem að var stefnt með lánum frá AGS og vinaþjóðunum. Hann er nú um 700 milljarðar, þrátt fyrir að AGS og vinaþjóðirnar eigi enn eftir að lána okkur helminginn af umsamdri upphæð, þ.e. 600 milljarðar. Í dag getum við endurfjármagnað lán fram á árið 2012 sem er lengra tímabil en flestar aðra Evrópuþjóðir geta státað sig af. Við verðum að læra af sögu annarra þjóða og forðast skuldasöfnun með sífellt þyngir vaxtagreiðslur. Vextir á ári af gjaldeyrisvarasjóði sem fenginn er að láni og nemur um 50% eru 24 milljarðar. Spörum 12 milljarða og hættum frekari lántöku hjá AGS og "vinaþjóðum".

Vextir keyrðir niður

Síðustu 3 mánuði hefur verðlag lækkað um 2,3% en slíkt ástand er kallað verðhjöðnun. Verðhjöðnun er merki um að fjárfestar og neytendur haldi að sér höndum en það gerist yfirleitt í kjölfar bankahruns. Ef vextir eru ekki lækkaðir verulega, þá er hætta á að hagkerfið festist í neikvæðum vítahring sífellt meiri samdráttar. Stýrivextir eru nú 7% og vaxtalækkanir peningastefnunefndar hafa verið alltof litlar fram til þessa, ekki síst í ljósi þess að þær hafa ekki áhrif fyrr en eftir 6-8 mánuði. Verðhjöðnun sem nemur 2,3% mun þýða að raunvextir verða rúm 9% sem er alltof hátt ekki síst vegna þess að meirihluti íslenskra fyrirtækja er tæknilega gjaldþrota. Íslensk fyrirtæki gera því lítið annað en að afla tekna fyrir vaxtagreiðslum.

Ef okkur á að takast að komast hratt upp af botni kreppunnar, þá verður að lækka stýrivexti niður í a.m.k. 2%. Slík stýrivaxtalækkun mun draga verulega úr útgjöldum Seðlabankans sem hefur hingað til þurft að greiða viðskiptabönkunum 35 milljarða á ári í vaxtagreiðslur vegna þess að þeir eru fullir af peningum og hagkvæmara er fyrir þá að leggja peninga inn á reikning Seðlabanka en að lána skuldsettu atvinnulífi. Gjaldeyrishöftin munu koma í veg fyrir gengisfall krónunnar þegar stýrivextir fara niður fyrir 2% og halda áfram að vera skjól fyrir óróleika á alþjóðlegum mörkuðum. Rannsóknir geta ekki staðfest skoðun AGS að háir stýrivextir tryggi gengisstöðugleika, en markmið peningamálastefnu AGS er gengisstöðugleiki. Í ljósi reynslunnar af peningastefnu Seðlabankans er mikil bjartsýni að halda að hægt sé að afnema gjaldeyrishöftin og treysta á að stýrivextir komi í veg fyrir gengishrap krónunnar. Auk þess þarf ekki marga spákaupmenn og jöklabréfaeigendur til að ryksuga upp gjaldeyrisvarasjóðinn á örskömmum tíma.

Almenn skuldaleiðrétting

Stjórnvöld eiga að beita almennri aðgerð til að leiðrétta skuldir heimilanna. Ísland sker sig úr öðrum ríkum sem farið hafa í gegnum fjármálakreppu hvað varðar útbreiðslu verðtryggingar. Sérfræðingar sem rannsakað hafa fjármálakreppur fullyrða að verðbólgurýrnun óverðtryggðra lána hafi komið í veg fyrir að kreppan yrði enn dýpri, þ.e. varnað enn fleiri gjaldþrotum einstaklinga og fyrirtækja. Gjaldþrot eru kostnaðarsöm fyrir samfélagið, þar sem fleiri neyðast til að afla tekna í svarta hagkerfinu og gjaldþrota fyrirtæki eru töpuð atvinnutækifæri. Við slíkar aðstæður aukast líkurnar á að heimili fólks, fyrirtæki og auðlindir fari á brunaútsölu. Almenn aðgerð er í samræmi við anda norræna velferðarkerfisins, þar sem áhersla er lögð á að allir sem orðið hafa fyrir sama tjóni fái sömu leiðréttingu en síðan er skattkerfið notað til að ná til baka af þeim sem ekki þurftu á aðstoð að halda. Sértækar aðgerðir eru dýrar og tímafrekar í framkvæmd og ekki í samræmi við ráðleggingar sérfræðinga um að mikilvægt sé að ná fram leiðréttingu skulda fljótt ef skuldavandinn á ekki að tefja endurreisnarferlið.

Hægari niðurskurður

Mikilvægt er að ná niður hallanum á ríkissjóði til lækka vaxtaútgjöld hans. Á þessu ári greiðir ríkið 1 krónu af hverjum 5 krónum í vexti sem er óviðundandi ástand þegar til lengdar lætur. Ríkisstjórnin hefur kynnt niðurskurð á næsta ári sem á að nema um 34 milljörðum. Niðurskurður eykur samdráttinn í efnahagslífinu, minnkar tekjur ríkissjóðs og eykur útgjöld til atvinnuleysistryggingasjóðs. Niðurskurður mun komast verst niður á þeim sem hvað veikasta stöðu hafa í samfélaginu, þ.e. öryrkjum, sjúklingum, börnum og atvinnulausum. Kostnaðarminnsta leiðin til að ná hallanum á ríkissjóði niður er að flýta skattlagningu séreignasparnaðarins. Halli ríkissjóðs er um 90 milljarðar en ríkið á inni hjá þeim sem eiga séreignasparnað um 100 milljarða í ógreidda skatta sem myndu þá renna til ríkissjóðs á næsta ári. Skattlagningu séreignasparnar má líkja við vaxtalaust lán, þar sem framtíðarskattgreiðendur geta ekki treyst á að ríkið fái skatt þegar séreignasparnaður er greiddur út. Þó má ekki gleyma, að greiðsla skatts af inngreiddum séreignasparnaði mun síðan þýða á bilinu 10-13 milljarða tekjuauka fyrir ríkissjóð á næstu árum.

 

 


Vinna spunameistarnir stríðið?

Fyrir nokkrum árum stóð fyrir dyrum að Halldór Ásgrímsson yrði forsætisráðherra. Margir höfðu efasemdir að Halldór hefði þá eiginleika sem prýða þarf góðan forsætisráðherra. Í stað þess að styrkja veiku hlekkina, voru fengnir spunameistarar sem létu lagfæra hárið á Halldóri, plokka augabrýrnar, velja föt sem pössuðu ,,litgreiningu" á Halldóri, og fá til ræðu og greinarskrifara. Allt átti að fínpússa af spunameisturunum. Þessi spunaveisla mistókst herfilega og Halldór fór frá með lítilli reisn.

Eftir hrunið var vandi á höndum. Margir stjórnmálamenn höfðu fengið kusk á hvítflibbann og þá datt einhverjum snillingunum í hug að dubba Jóhönnu Sigurðardóttur upp sem forsætisráðherra. Jóhanna sem vissulega naut virðingar sem félagsmálaráðherra, en sagan hefði átt að segja okkur að leiðtogahæfileikar hennar voru afar takmarkaðir. Til þess að breiða yfir þessa ágalla, voru fengir til spunameistarar. Ágjöfin hefur hins vegar orðið meiri en ráð var fyrir gerð, og nú hefur Jóhanna vart fylgi eigin flokks. Hún gerir sér eflaust grein fyrir stöðunni sjálf og er sagt að hún vilji hætta sem fyrst. Vandamálið er að arftakinn innan Samfylkingarinnar er enginn. 

Stærstu mistök Jóhönnu var að fallast á að Svavar Gestsson færi fyrir samninganefnd um Icesave, sem var klúðrað á skelfilegan hátt. Því miður missti Svavar mannorð sitt í þessu verkefni og verður erfitt að sjá hverning Svavar ætlar að endurvinna fyrri stöðu sína. Sprikl hans í þá veru, virðist aðeins veikja stöðu Svavars. 

Úrræðaleysi þessarar ríkisstjórnar gæti rústað fylgi bæði Samfylkingar og VG. Vendipunkturinn gæti orðið ESB. Nái Samfylkingin einhverjum árangri mun það stórskaða VG. Verði aðild kolfelld mun VG ná væntanlegri forystu á vinstri vængnum. 

Nýjasta útspil forystumanna stjórnarflokkana um að botninum í efnahagslífinu sé náð, hefur verið tekið af miklu fálæti. Hagstofa Íslands sendir út niðurstöðu um neikvæða hagþróun, sem stangast á við sögu spunameistarana. Sennilega eru spunameisarnir að grafa sína eigin gröf, og skófla þeim Jóhönnu og Steingrími ofan í, vitandi eða alveg óvart. 


mbl.is 40.000 heimili í járnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhugaverður leikur - af ýmsum ástæðum.

Leikur Íslands og  Noregs var áhugaverður af ýmsum ástæðum.

1. Lið Íslands var síst verra án Eiðs Smára, en með honum innanborðs. Við hefðum getað unnið leikinn. Dómar féllu ekki með okkur. Við náðum stöðu en héldum henni ekki. Hins vegar var fyllingin í liðinu ekki nóg og við gáfum of oft boltann frá okkur, með ómarkvissum sendingum eitthvað frammávið. 

2. Lið Íslands er tæknilega betra en áður, sem segir okkur að yngri leikmenn eru betur þjálfaðir en við höfum áður verið með í landsliðinu. Það leiðir hugann að því hvort ekki hefði verið betra að nota frekar eldri leikmenn í þessum leik og leikinn á móti Dönum og leggja áherslu á að reyna að koma u21 liðinu í úrslitakeppni Evrópumótsins. 

3. Ef við hefðum ætlað að ná árangri í þessari keppni, þá var skylda að sigra Norðmenn á heimavelli. Til þess hefði liðið þurft að vera aðeins betra. 

4. Drilló þjálfari Norðmanna, er höfundur af leiðinlegasta bolta sem spilaður hefur verið í Evrópu. Þessi tegund af fótbolta er stundum lýst með Kick and run, eða gamla enska boltanum. Drilló þess var síðan fluttur til Englands og þjálfaði þar í afar stuttan tíma. Englendingar sendu hann til baka með þeim skilaboðum að leikstíll hans væri móðgun við fótboltann. Hérlendis hefur lengi verið hjörð sem segir  að það skipti engu máli hversu góður boltinn sé, það eitt að vinna skiptir máli. Þeirra vegna var afleitt að Norðmenn hafi unnið leikinn, það áttu þeir sannarlega ekki skilið að gera. 

Annars góðir punktar, og langt frá því að vera leiðinlegt að horfa á þennan leik. 


mbl.is Norðmenn svöruðu tvisvar og unnu 2:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byltingin er hafin!!!!

Tryggvi Herbertsson bloggar í dag:

 

9 af 10 ráðherrum ríkistjórnarinnar eru úr Alþýðubandalaginu.

Forsetinn er úr Alþýðubandalaginu

Seðlabankastjóri er úr Alþýðubandalaginu

Aðstoðarseðlabankastjóri er úr Alþýðubandalaginu

Datt í hug línan úr ljóðinu fagra: „The Lunatics Have Taken Over the Asylum“

Þessu til viðbótar: 

Á sama tíma hefur landsframleiðsla  dregist saman um 8,4%% að raungildi frá 2. ársfjórðungs 2009 til 2010. 

Met verður sett í fjölda uppboða á hýbýlum landsmanna nú á haustmánuðum. 

Svo kemur Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og lýsir síðan yfir mikilli ánægju með stórkostlegan árangur ríkisstjórnarinnar í stjórn efnahagsmála. 

Eigum við kjósendur þetta skilið?

 

 


Á tíma manns númer 2.

Hversu oft höfum við séð tvo einstaklinga stefna að  forystu á mismunandi sviðum. Annar verður ofaná og í framhaldinu kemur góður tími. Svo kemur að því að maður númer 1 víkur eða fer, og á hliðarlínunni bíður maður númer 2. Með reynslu, hafandi tekið þátt, stundum hörkuduglegur. Við tekur skelfilegt tímabil. Stefnuleysis, stjórnleysis og oft á tímum óheilinda.

Skýringin á aðgerðarleysinu

Nú er komin skýringin á aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar. Jóhanna er lömuð af áhyggjum af stjórnarandstöðunni. Umhyggja Jóhönnu er annáluð, og hún má ekkert aumt sjá. Til þess að verja stjórnarandstöðuna gerir Jóhanna ekkert. Þannig kemst hún hjá því að horfa upp á stjórnarandstöðuna pungsveitta, þurfandi að taka afstöðu til lausna verkefna líðandi stundar.
mbl.is Hefur áhyggjur af stjórnarandstöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neytendur eiga að borga

Afar athyglisverð grein um Orkuveitu Reykjavíkur, eftir Gunnar Birgisson fyrrum bæjarstjóra í Kópavogi birtist í Morgunblaðinu á laugardaginn s.l. 
 
 
Neytendur eiga að borga
 
 
 
gunnar_birgisson.jpg
 
Gunnar I. Birgisson

Athygli hefur vakið uppsögn Hjörleifs Kvaran, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, en hann hafði verið í starfi sl. þrjú ár sem forstjóri. Hann er talinn hafa staðið sig mjög vel að flestra yfirsýn. Þess vegna kom uppsögnin mörgum á óvart. Það er nokkuð ljóst að Jón Gnarr borgarstjóri og Dagur B. Eggertsson leiðtogi Samfylkingarinnar vildu Hjörleif burt til að koma að »sínum manni« að og hindra hagræðingarferli Hjörleifs sem var í miklum gangi. Hinn nýi stjórnarformaður OR af grínaralistanum, Haraldur Flosi Tryggvason, tjáði Hjörleifi einfaldlega að hann nyti ekki trausts stjórnarinnar. En alveg án þess þó að hafa talað við meirihluta stjórnarmanna. Því vélaði hann Hjörleif raunverulega til þess að segja af sér á fölskum forsendum. Er þetta í stíl við annað hjá þessu fólki. Helmingur stjórnarinnar sat síðan hjá við afgreiðslu málsins þegar hann stóð frammi fyrir gerðum hlut. Enginn hafði döngun í sér eða kjark til að greiða atkvæði á móti þessum ofbeldisfulla gjörningi.

Það virðist vera orðin tíska margra stjórnmálamanna að taka ekki afstöðu og hafa ekki helst skoðun á neinu máli, heldur gera líkt og rjúpan, að fela sig í lynginu þar til fálkinn er floginn hjá og þykjast þá Lilju kveðið hafa. Stjórnarformaðurinn réð síðan vin sinn í forstjórastarfið til sex mánaða. Ekki getur sú ráðstöfun talist til gagnsæjustu stjórnarathafna sem nú eru sagðar í tísku. Fjölmiðlum fannst lítið til málsins koma og maður spyr sig hvar þetta margumtalaða aðhald þeirra sé statt. Eða eru þeir bara kannski hlutdrægir? Ekki hafa þeir heldur kíkt á sjálftöku launa nýja forstjórans í Háskóla Íslands, sem Ríkisendurskoðun hefur gert alvarlegar athugasemdir við og einnig gæti viðskiptaferill stjórnarformannsins talist athyglisverður með gjaldþrot Viðskiptablaðsins á bakinu og fleiri afrek.

Glórulausar fjárfestingar og arðgreiðslur eru vandamál OR. Þegar OR var stofnuð með samruna Hitaveitu, Rafmagnsveitu og Vatnsveitu Reykjavíkur, þá var mynduð skynsamleg og skilvirkari rekstrareining, sem hafði alla möguleika til að lækka orkuverð til neytenda. En því var ekki að heilsa. Orkuveitan hefur greitt Borgarsjóði arðgreiðslur á hverju ári, alveg sama hvernig hefur árað í rekstri fyrirtækisins. Á undanförnum 11 árum hafa ekki runnið minna en þrjátíu og þrír milljarðar á þennan hátt frá heimilunum í Reykjavík og þeim nágrannasveitarfélögum sem Orkuveitan þjónar. Allt þetta fé hefur runnið til þess að borga umframeyðslu borgarstjórnarinnar í Reykjavík og flottræfilshátt meðan aðrar sveitarstjórnir þurftu að spara. Og ekki er þetta allt komið. Rafmagnsveita Reykjavíkur átti hlut í Landsvirkjun sem Landsvirkjun leysti síðan til sín fyrir þremur árum upp á nálægt þrjátíu milljarða. Þetta fé rann ekki til eigandans heldur hrifsaði borgarsjóður þetta fé allt til sín og orkukaupendur fengu ekkert. Hefði þessum ránsfeng verið skilað þá skuldaði Orkuveitan ekki 244 milljarða heldur 184 milljarða og orkuverðið væri til muna lægra. Hvað myndi þetta þýða fyrir orkuverðshækkun núna? Skyldi Haraldur Flosi geta svarað því? Skyldi hann líka geta svarað því af hverju Seltjarnarnes getur selt heita vatnið 17% ódýrara en Orkuveitan þrátt fyrir venjulega stærðarhagkvæmni? Og Seltjarnarnes hefur ekki áformað neinar hækkanir svo vitað sé. Þegar sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gengu í það að leysa holræsamál sín á tíunda áratug síðustu aldar lá fyrir, að kostnaður Reykjavíkurborgar myndi hlaupa að minnsta kosti á annan tug milljarða króna. Þá fann R-listinn það snjallræði að færa fráveituna inn í OR til að fegra reikninginn hjá borgarsjóði. Það var einnig ljóst að holræsagjaldið, sem Ingibjörg Sólrún og R-listinn lagði á borgarbúa myndi ekki standa undir nauðsynlegum framkvæmdum. Í stjórnarformannstíð Alfreðs Þorsteinssonar, sem sat þar í skjóli og fríu fæði hjá Ingibjörgu Sólrúnu, keyrði um þverbak. Fjárfest var í öllu mögulegu og ómögulegu svo sem Línu-Net, Raflínu og fleiri slíkum ævintýrum sem aldrei virkuðu tæknilega, risarækjueldi fyrir austan fjall sem heldur ekki gekk upp, frístundabyggð í Grafningi og síðan voru keyptar allar vatns- og jarðvarmaveitur á Vestur- og Suðurlandi sem hægt var að kaupa og miklar framkvæmdir settar í gang í kjölfarið. Holræsakerfi sveitarfélaganna á Vesturlandi voru sett undir OR og nú eru holræsaframkvæmdir í gangi á Akranesi, Borgarnesi og í uppsveitum Borgarfjarðar fyrir um fimm milljarða króna. Víst er að holræsagjöldin okkar duga langt í frá fyrir þeirri útrás. Þá hefur verið hlaðið mannskap inn í OR Til þess að það gengi upp þurfti að byggja nýjar skrauthöfuðstöðvar fyrir milljarða og var hvergi til sparað hjá Alfreð við það tækifæri og allur kostnaður rauk stjórnlaust úr böndunum. Starfsmannafjöldi OR hefur lengst af verið svipaður og hjá Landsvirkjun, Landsneti, HS-Orku, HS-Veitum, RARIK og Orkusölunni til samans og meðallaunin þar um hálf milljón á mánuði! Það er því eðlilegt að Haraldur Flosi komi auga á það að hækka þarf gjaldskrárnar til þess að standa undir þessum umsvifum, sem eru komin býsna langt frá upphafinu, sem var að skaffa borgurunum ódýrt vatn og rafmagn

Fjárfesting í orkuframleiðslu til stóriðju er besta fjárfesting OR Það hefur verið látið að því liggja hjá núverandi valdhöfum í O.R. að vandamál fyrirtækisins sé vegna fjárfestinga í orkuframleiðslu til stóriðju. Þarna er staðreyndum snúið á hvolf eins og svo mörgu öðru hjá þessu fólki. Heildarskuldir OR eru 244 milljarðar og þar af eru áttatíu milljarðar vegna framkvæmda fyrir orkufrekan iðnað. Á bak við þessa fjárfestingu er raforkusala til Norðuráls upp á hundrað og sextíu milljarða á 25 árum í erlendri mynt. Skuldin mun greiðast upp á næstu fimmtán árum og eftir það mun Hellisheiðarvirkjun mala gull fyrir eigendur sína. Ég held að það megi fullyrða að Norðurál sé þannig einn traustasti viðskiptavinur OR. Samkvæmt yfirlýsingum Jóns Gnarr borgarstjóra og Haraldar Flosa stjórnarformanns OR er ætlunin að fjárfesta ekki frekar í rafmagnsframleiðslu til orkufreks iðnaðar, heldur sé meiningin að fara að vinna bara fyrir »fólkið«. Og hvernig ætla þessir ágætu menn að gera það? Jú þeir ætla að láta fólkið greiða skuldirnar sem eftir sitja, það er að segja hundrað sextíu og fjóra milljarða, sem eru mest tilkomnar vegna óarðbærra fjárfestinga og sukks, sem lýst var hér að framan.

Íbúar nágrannasveitarfélaganna eru látnir greiða óreiðuskuldir OR með orkureikningum sínum Nú liggur fyrir að Haraldur Flosi ætlar að hækka gjaldskrá OR um tugi prósenta til að rétta fjárhag fyrirtækisins við eftir óráðsíu R-listans og Alfreðs Þorsteinssonar. Þetta þýðir með öðrum orðum að íbúar nágrannasveitarfélaganna, Kópavogsbúar, Garðbæingar, Hafnfirðingar, Seltirningar og Mosfellingar þurfa að greiða stóran hlut óreiðunnar, sem var notkun þeirra á vatni og rafmagni óviðkomandi. Þetta er auðvitað gert í skjóli einokunaraðstöðu OR, því hvert geta menn flúið þrátt fyrir ESB-tilskipanirnar allar, sem hafa kostað milljarða að hlaupa eftir? Þetta er ekki hægt að líða nema í bananalýðveldum, og því er rétt að kæra þessar hækkanir til viðkomandi yfirvalda ef þau eru þá til. Það er enginn á móti óviðráðanlegum hækkunum á vatnsöflun og rafmagni sem til koma vegna ytri aðstæðna, framkvæmda og viðhalds. En það gegnir öðru máli þegar meginuppistaðan er vegna pólitískrar ævintýramennsku ábyrgðarlausra stjórnmálamanna. Nauðsynlegt er fyrir neytendur að fá sundurliðun skulda OR og sjá hvernig þær byggjast upp. Hætt er við að framkvæmdir við grunnverkefnin séu þar í minnihluta en ýmisleg ævintýri beri þar hærra. Er þess skemmst að minnast á hverjar brautir OR var komin þegar hún var farin að fjárfesta fyrir hagsmuni ýmissa lykilstarfsmanna með mestu fjárglæframönnum landsins og þótt víðar væri leitað. Geysir Green Energy ævintýrið ætti að verða lengi minnum haft og sýnir glöggt hvernig spilling og sérgæska getur náð að þróast hjá opinberum fyrirtækjum þó hægt fari í byrjun. Stærstu vatnsöflunarframkvæmd OR lauk á Nesjavöllum fyrir einum tuttugu árum. Sú framkvæmd er væntanlega uppgreidd og getur því ekki verið tilefni hækkananna í dag. Ennfremur eru flestar framkvæmdir við kaldavatnsöflun langt að baki og væntanlega uppgreiddar líka. Það ber því allt að sama brunni, að það er óráðsía og ævintýri, mikið í tíð R-listans, sem er grunnurinn að fjármálavandanum í dag en ekki grunnhlutverk OR, sem er einfaldlega að útvega eigendum sínum sem ódýrasta orku og vatn. Það er ömurlegt til þess að vita, að opinbert fyrirtæki í almannaeigu geti bara afhent neytendunum reikninginn fyrir sukk pólitískra ævintýramanna án frekari skýringa í stað þess að hagræða í rekstri og mannahaldi og gera kröfur til sjálfs sín áður en það ræðst á þá sem minna mega sín.


« Fyrri síða

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2010
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband