Vinna spunameistarnir stríðið?

Fyrir nokkrum árum stóð fyrir dyrum að Halldór Ásgrímsson yrði forsætisráðherra. Margir höfðu efasemdir að Halldór hefði þá eiginleika sem prýða þarf góðan forsætisráðherra. Í stað þess að styrkja veiku hlekkina, voru fengnir spunameistarar sem létu lagfæra hárið á Halldóri, plokka augabrýrnar, velja föt sem pössuðu ,,litgreiningu" á Halldóri, og fá til ræðu og greinarskrifara. Allt átti að fínpússa af spunameisturunum. Þessi spunaveisla mistókst herfilega og Halldór fór frá með lítilli reisn.

Eftir hrunið var vandi á höndum. Margir stjórnmálamenn höfðu fengið kusk á hvítflibbann og þá datt einhverjum snillingunum í hug að dubba Jóhönnu Sigurðardóttur upp sem forsætisráðherra. Jóhanna sem vissulega naut virðingar sem félagsmálaráðherra, en sagan hefði átt að segja okkur að leiðtogahæfileikar hennar voru afar takmarkaðir. Til þess að breiða yfir þessa ágalla, voru fengir til spunameistarar. Ágjöfin hefur hins vegar orðið meiri en ráð var fyrir gerð, og nú hefur Jóhanna vart fylgi eigin flokks. Hún gerir sér eflaust grein fyrir stöðunni sjálf og er sagt að hún vilji hætta sem fyrst. Vandamálið er að arftakinn innan Samfylkingarinnar er enginn. 

Stærstu mistök Jóhönnu var að fallast á að Svavar Gestsson færi fyrir samninganefnd um Icesave, sem var klúðrað á skelfilegan hátt. Því miður missti Svavar mannorð sitt í þessu verkefni og verður erfitt að sjá hverning Svavar ætlar að endurvinna fyrri stöðu sína. Sprikl hans í þá veru, virðist aðeins veikja stöðu Svavars. 

Úrræðaleysi þessarar ríkisstjórnar gæti rústað fylgi bæði Samfylkingar og VG. Vendipunkturinn gæti orðið ESB. Nái Samfylkingin einhverjum árangri mun það stórskaða VG. Verði aðild kolfelld mun VG ná væntanlegri forystu á vinstri vængnum. 

Nýjasta útspil forystumanna stjórnarflokkana um að botninum í efnahagslífinu sé náð, hefur verið tekið af miklu fálæti. Hagstofa Íslands sendir út niðurstöðu um neikvæða hagþróun, sem stangast á við sögu spunameistarana. Sennilega eru spunameisarnir að grafa sína eigin gröf, og skófla þeim Jóhönnu og Steingrími ofan í, vitandi eða alveg óvart. 


mbl.is 40.000 heimili í járnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Sigurður, hérna lýsir þú fyrri tíðar kotgrafahernaði ekki er víst að spunameistararnir vinni stríðið.  Það gæti verið að þessu verði snúið upp í grín líkt og gerðist í henni Reykjavík.

Magnús Sigurðsson, 6.9.2010 kl. 21:41

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Meira grín

Sigurður Haraldsson, 6.9.2010 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband