Draumfarir Katrínar Jakobsdóttir

Það vakti talsverða athygli þegar Katrín Jakobsdóttir trúði þjóðinni fyrir því að þegar hún væri komin uppí á kvöldin þá dreymdi hana Bjarna Benediktsson. Ekki það að Bjarni sé ekki myndalegur maður, heldur er það óvenjulegt að forystumenn stjórnmálaflokks  sé svo hreinskilnir,  hvað þetta varðar. Upp var fótur og fit á vinstri arminum og Bylgjan var fengin til þess að finna vinstri ,,spákonu" sem gæti  alveg eins verið Stefán Ólafsson, bráðskemmtilega hraðlygin, til þess að ,,ráða" drauma  Katrínar og koma henni út úr vandræðunum. Nú bíða menn spenntir eftir næstu draumum Katrínar, sem sjálfsagt gætu gengið fram af siðprúðu fólki, ef allt fær að fjúka. 

 http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP25815


Bæjarfulltrúar missa jarðsamband.

Það er hreint með ólíkindum að bæjarfulltrúar í Kópavogi skuli sýna svo mikið dómgreindarleysi að leggja til 270% launahækkun sem bæjarfulltrúar í Kópavogi, á sama tíma og verið er að bjóða launþegum 2,7% launahækkun. Nú gætu einhverjir haldið að hér hefði slegið út í fyrir bæjarfulltrúunum tímabundið, en svo er nú aldeilis ekki. Tillagan hefur áður verið lögð fram en fékk þá ekki brautargengi. Nú skyldi látið reyna á að Gunnar Birgisson var fjarverandi, en hann brást illa við síðast. 

Er nokkuð annað að gera fyrir okkur Kópavogsbúa en að ráða bæjarfulltrúa  í gegnum ráðningarstofu, þar sem lágmarkskröfur verið gerðar til þátttakenda. Þetta fólk er okkur ekki samboðið sem fulltrúar okkar.. 


mbl.is Vilja hækka laun bæjarfulltrúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vera eða vera ekki forystumaður.

Forystumaður í stjórnmálaflokki þarf að vera ýmsum kostum gæddur. Það má halda því fram að kostir hans þurfi að vera „ ofurmannlegir „ því slíkt er álagið á þennan einstakling.

Einn af mörgum kostum þessa einstaklings er að hann eigi auðvelt með að vinna með öðru fólki, sínum eigin flokksmönnum og öðrum í hinu pólitíska umhverfi sínu.  Hann þarf að vera mannasættir, sveigjanlegur einstaklingur, sem aldrei missir sjónar á hinum breiðu línum, í dægurþrasi hvundagsins.

Til að valda þessu hlutverki þarf hann sjálfur að vera heilsteyptur einstaklingur, með góða sjálfsmynd og þroska.  Siðferðisvitund þessa einstaklings og fjárhagsleg sjálfstæði þarf að vera óyggjandi . Í hakkavél stjórnmálanna, þar sem andstæðingar reyna með öllu móti að finna snöggan blett á forystumönnum, annarra flokka, þarf þessi einstaklingur að vera nærri því „ heilagur maður „

Þessi stutta lýsing gæti verið hjálplegur mælikvarði í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, þar sem forysta flokksins verður valin til næstu ára.

Sá á kvölina sem á völina, segir máltækið. Hinn ábyrgi kjósandi er settur í vanda, hvern á hann að velja.  Það er stór hópur sem hefur hringt og vilja hafa áhrif á þitt val.  Glansmyndir eru dregnar upp, helstu kostir einstaklingar dregnir fram en lítið rætt um ókosti.  Sjónarhornið er vísvitandi gert þröngt í þágu einhverra hagsmuna.

Spurningin í kjörklefanum er hinsvegar einföld.  Hún er, hvaða einstaklingar eru hæfastir og eiga að skipa sigurstranglegan lista þíns flokks í sveitarstjórnarkosningum 31 maí n.k

Kjósandinn á að hlusta á og kynna sér málflutning allra.  Ekki síst þeirra sem hann þekkir ekki. Í kjörklefanum er hinsvegar allt áreiti að baki þú ert einn með þinni samvisku, engum háður, þú þarft að ganga frá borði, sáttur við sjálfan þig,  guð og menn !!


Nýju fötin bæjarstjórans

Það var einu sinni bæjarstjóri í stórum bæ. Vinir hann kepptust um að hæla honum og segja hvað hann væri góður bæjarstjóri, svo hugmyndaríkur og klár.  Þetta voru auðvitað kaup kaups, því bæjarstjórar, hafa ýmsar leiðir til að hjálpa vinum sínum.

Ef þú ert góður bæjarstjóri, þarf að láta alla vita af því, annars ertu ekki kosinn aftur.  Fáir vita betur en hann, hvað það er mikilvægt að vera sýnilegur. Vondar féttir eru einfaldelga betri en engar fréttir.

Þó megi ekki tala hátt um það er bæjarstjórastaða, góð og bara vel launuð innivinna.  Enn það kostar líka mikið að vera bæjarstjóri. Endalaus útgjöld, vitið þið t.d. hvað það kostar að taka þátt í prófkjöri,  og bæjarstjórinn okkar hefur af og til náð sér í smá aukatekjur með vinum sínum. Allir verða að bjarga sér og þeir fiska sem róa.

Einn af vinum bæjarstjórans, sagði honum söguna um nýju fötin keisarans. Þó bæjarstjórinn okkar sé víðlesinn hafa hann ekki heyrt þessa sögu Sagan fjallar um það að allir ráðgjafar keisarans  voru svo uppteknir af að þóknast honum og dást að nýju fötunum hans.  Fötin pössuðu svo vel og voru svo falleg. Þegar keisarinn sýndi sig í nýju fötunum, var það blessað barnið, sem sagði,  hann er ber !!

Þetta er góð saga sagði bæjarstjórinn, hana get ég notað. Ég verð aðeins að sníða hana að nútímanum, þetta með fötin passar ekki, en þetta lið trúir öllu !!

Ég ætlað einfaldlega að búa til glansmynd, eins og keisarinn, segja t.d., bærinn okkar er vel rekinn, unglingarinar eru svo ánægðir með íþróttaðstöðuna og skólana, fjármálastjórnin er ábyrg og traust. Segi svo vondir menn vilji hinsvegar komast í peningakassann og hjálpa fátækum, hafið þið heyrt það betra. Þið ráðgjafar og vinir bakkið þetta svo upp.  Allt muni fara fjand...   nema ég verði áfram bæjarstjóri. 


Bæjarstjóri á að segja satt!

Auglýsingastofur og almannatenglar hafa oft æði mismunandi áherslur. Almannatengar leggja oftast áherslu á að skjólstæðingar þeirra segi satt, veri heiðarlegir og viðurkenni mistök sín ef þeir gera mistök. Auglýsingamenn virtasta leggja áherslu á að komast frá hlutunum, og þá oft nota þeir þau ,,trikk" sem þeir komast upp með. 

Ármann Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi kemur úr auglýsingabransanum og það mótar vinnubrögðin.

Í desember segir Ármann Ólafsson í umræðum um leiguíbúðir að Kópavogsbær hafi keypt 11 íbúðir á árinu. Hann tekur það nú ekki alvarlega, þó honum sé bent á að aðeins hafi verið keyptar 7 íbúðir, en síðan hafi 4 íbúðir verið í miklu viðhaldi.

Í janúar er umræða um leiguíbúðir í Kópavogi og þá segir Ármann á bæjarstjórafundi. Við keyptum 15 íbúðir á árinu 2013. Hvernig í ósköpunum geta þessar 7 íbúðir orðið að 15 íbúðum. Jú, ef við tökum þessar 7 íbúðir, og leggjum þessar 4 íbúðir við sem ekki voru keyptar og voru því oftaldar. Bætum síðan þessum oftöldu aftur við þá fáum við 15 íbúðir! Svona myndu almannatengslar aldrei ráðleggja bæjarstjóra að gera, en auglýsingamenn gætu gert það. Þegar Ármann er beðinn um lista yfir þessar 15 íbúðir þá vandast málið og hann segir að kannski misminni hann þetta, eða hann hafi farið rangt með! Þetta bendir til mikils áhuga Ármanns á málaflokknum.

Á sama fundi fullyrðir Ármann og reyndar einnig Ómar Stefánsson að Kópavogsbær ætli að kaupa 15 leiguíbúðir á þessu ári. Þeir leggja mikla áherslu á að ekki megi fara fram úr fjárhagsáætlun. Hvað er þá sett í kaup á leiguíbúðum í fjárhagsáætlun. Jú, 100 milljónir.  Það þýðir að hver íbúð á að kosta 6.666.667 krónur. Það eru ansi ódýrar íbúðir. Svo ódýrar íbúðir hafa nú ekki verið seldar á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn áratug. Getur verið að Ármann hafi alls ekki ætlað að kaupa neinar 15 íbúðir. Meðalverð íbúa er áætlað um 30 milljónir, og miðað við það er aðeins rými í fjárhagsáætlun fyrir 3 íbúðir. 

Á síðasta bæjarstjórnarfundi var ekki heimiluð umræða um  fjármögnun tillögu sem hafði  verið samþykkt í bæjarstjórn. Málið er rætt nú í bæjarráði og nú segir Ármann að nú sé málið í fyrsta skipti komið í faglegan farveg.

Er ekki kominn tími til þess að skipta þessu liði út úr bæjarstjórn og fá hæfara fólk til starfa!  


mbl.is Sátt um húsnæðismálin í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afsökunarbeiðni tímabær?

Forsíðugrein Morgunblaðsins í dag. 

Útrásarkappar og afleiðingar verka þeirra snýttu hundruðum milljarða úr nösum lífeyrissjóðanna og veiktu þar með stöðu flestra eldri borgara landsins verulega. Forsvarsmenn lífeyrissjóða létu sjálfir gera skýrslu um málið og borguðu duglega fyrir hana. Það þurfti ekki endilega að vera röng aðferð. En skýrslan var því miður ekki nægjanlega burðugt plagg eða sannfærandi og því ekki til þess fallin að hreinsa andrúmsloftið fyrir lífeyrissjóðina, sem líklega hefur þó verið helsti tilgangur hennar.

 

Í rauninni hefur aðeins eitt mál tengt lífeyrissjóðum og hruni verið tekið fyrir af mikilli hörku. Það snertir Lífeyrissjóð starfsmanna Kópavogsbæjar. Stjórn og framkvæmdastjóra þess sjóðs var vikið frá með miklu offorsi, að því er virtist til þess að öllum mætti ljóst vera að þar færi mikið glæpahyski og yfirvöld tækju snöfurmannlega á þess háttar kónum. Árum saman sat þetta fólk uppi með hinn þunga fyrirfram fellda dóm og þurfti að verja sig fyrir raunverulegum dómstólum með öllum þeim tilfinningalegu og fjárhagslegu útgjöldum sem slíku fylgir. Þar var upplýst áður en yfir lauk að þetta fólk hafði tryggt með verkum sínum að lífeyrisþegar framtíðar í Kópavogi höfðu ekki skaðast, eins og svo margir sjóðsfélagar annars staðar í því kerfi urðu fyrir. Þvert á móti. Stjórn og framkvæmdastjóri höfðu ekki hagað sér með ólögmætum hætti en kannski óvenjulegum við óvenjulegustu aðstæður sem íslenskt efnahagslíf hafði gengið í gegnum, að vísu í samfloti við stærsta hluta heimsbyggðarinnar.

 

Eiginmaður fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins skrifaði grein hér í blaðið í gær undir heitinu »Af hetjum og skúrkum í Kópavogi og víðar«. Honum er mikið niðri fyrir og fullur af réttlátri reiði. Slíkt hendir stundum í greinum af þessu tagi. En það er þó sjaldan sem reiðin er jafn réttlát og hún er augljóslega í þessu tilviki.

Fjármálasnilli?

Nú í haust kom Ármann Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs fram í fjölmiðlum og gortaði sig af því að Kópavogskaupstaður hafi greitt niður lán fyrir rúma fjóra milljarða. Þetta þakkaði hann aðallega aðhaldi í rekstri bæjarins, svo og að nokkrar lóðir hafi verið seldar. 

Ármann hefur ítrekað verið spurður út í þessa túlkun sína. Hversu mikið hefur verið sparað í rekstrinum og hversu mikið hefur fengist fyrir seldar lóðir. Mjög erfitt hefur verið að fá þessar upplýsingar fá bæjarstjóranum. Helsta ástæða þess er e.t.v. að Ármann hefur séð um aðhaldsþáttinn með rekstrinum en Gunnar Birgisson hefur séð um lóðasöluna. Þegar Ármann hafði komið sér undan að svara spurningunni ítrekað fékk hann leiðandi spurningu. Getur verið að sparnaður í rekstri bæjarins sé 5 milljónir en lóðasalan 5 milljarðar? Ef rétt er þá er framsetning Ármanns hámark í loddaraskap.

 Þegar Gunnar Birgisson tók við Framkvæmdanefndinni hjá Kópavogsbæ og lóðasalan hafði margfaldast undir hans stjórn, kom bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og taldi þessa miklu söluaukningu, bera vott um góðan árangur af efnahagsstjórn ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Skýringin vakti mikla kátínu. Ekki gat viðkomandi útskýrt af hverju sambærileg söluaukning væri ekki hjá nágranna sveitarfélögunum.

 Það er ekki af ástæðulausu að Sigurður Björnsson fyrrverandi skrifstofustjóri Kópavogsbæjar líkti Ármanni við Jón Sterka úr Skuggasveini, sem gumaði sig oft og mikið af kröftum sínum. Hann faldi sig á meðan Skugga Sveinn var handtekinn, en þegar það hafði tekist stökk hann fram og hrópaði rogginn : ,,Sáuð þið hvernig ég tók hann piltar"  


Bæjarstjóri sakaður um bæjarráð!

Harkan í bæjarstjórnarmálunum í Kópavogi er búin að vera ótrúleg á síðustu árum. Við þurfum fólk sem vill vinna bænum af heilindum og í friði. Nú saka  bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar Ármann Ólafsson hafi pantað lækkað lánshæfismat Kópavogskaupstaðar. Þó  Ármann njóti ekki mikils traust verður slíkt ekki trúað upp á hann. Það jafngilti nánast landráði, eða myndi það kallast bæjarráð af því að um bæjarfélag er að ræða? EF svo ótrúlega vildi til  er ekkert annað fyrir Ármann að gera en að segja af sér sem bæjarstjóri hið snarasta, annars bíður hans vantraust á næsta bæjarstjórnarfundi, hafi bæjarstjórnarfulltrúar einhvern snefil af sómatilfinningu. 

 


mbl.is Segja bæjarstjóra bregðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er bara að þakka fyrir sig!

Ákvað að nota þetta blogg til þess að takast á við lesblinduna mína, og hræðsluna við að skrifa. Hef a.m.k. lært betur að vinna með hana. Kynnst hér afar áhugaverðu og góðu fólki, og auðvitað eins og eins og gengur öðru sem ég ekki endilega myndi bjóða í sunnudagsmorgunmat á pallinum. Alla þykir mér þó vænt um.  Vona að allir fari ósárir frá borði.

Sem barn fékk ég tækifæri að leika í Þjóðleikhúsinu. Fyrsta stykkið hafði mikil áhrif á mig. Það var jólaleikrit Þjóðleikhússins og hét Stöðvið heiminn  ... hér fer ég út. Það hef ég líka stundum gert í lífinu þegar köflum er lokið. Takk fyrir. 

 


VG ræðst harkaleg á Steingrím Sigfússon. Verður honum vært í VG?

Það vekur mikla athygli að forysta VG hefur nú snúist gegn sínum gamla formanni Steingrími Sigfússyni varðandi virkjun í Bjarnaflagi. Mál sem samþykkt var á Alþingi fyrir tilstuðlan Steingríms Sigfússonar sem átti að tryggja honum góðan stuðning fyrir Alþingiskosningarnar í vor. Stjórn VG er komin með kaldar fætur í málinu og hafnar nú þessu baráttumáli Steingríms Sigfússonar alfarið. Nú er bara spurningin hvað verður um Steingrím. Lára Hanna Einarsdóttir á þakklæti skilið fyrir að taka þetta saman á myndrænu formi og deila til almennings. 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband