20.4.2014 | 00:49
Dagur vonar og gleði
Þetta er dagur vonar
og gleði
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2014 | 17:51
Að skíta á Austurvelli
Við vorum á heimleið eftir skrall á 17 júní og gengum yfir Austurvöll. Klukkan var langt gengin 6 að morgni og lang flestir farnir heim til sín að sofa. Þá göngum við fram á ungan mjög drukkinn mann þar sem hann sat á hækjum sér og gerði þarfir sínar í blómabeð á Austurvelli. Ekki vorum við með myndavél, en tilefnið var áhugavert motiv. Hvað stendur til spurði einn okkar? Jú svaraði ungi maðurinn. Er að æfa mig í að kúka í beinni. Einn góðan veðurdag munu fjölmiðar flykkjast niður á Austurvöll og taka svona uppákomu upp. Þá verður fátæktin orðin mikil á fréttastofu Sjónvarps. Sjáið til, sá tími mun koma.
Jú mikið rétt, sá tími er sennilega kominn. Auðvitað er ólöglegt að gera þarfir sínar á Austurvelli og í hæsta máta ósmekklegt. Ekki veit ég hvort ungi maðurinn hefur æft þessar uppákomur síðar, en í gær kom fréttastofa og sýndi okkur þegar örfáar hræður úr Vantrú, spiluðu bingó með börnum sínum á Austurvelli. Tekið var fram að athæfið væri sennilega lögbrot og væri gert til þess að mótmæla rými kirkjunnar í íslensku samfélagi. Út um allt land hefur fólk safnast saman á þessum degi til þess að gera margt áhugavert, en sennilega fyrir algjöra tilviljun var fréttin líka á Stöð 2. Ef gjörningurinn er lögbrot þá er það í hæsta máta óviðeigandi að tefla börnum fram í ólöglega gjörninga. Það ef þetta væri gert fyrir trú viðkomandi, þá léti ég mér það í léttu rúmi liggja, en þar sem það er gert til þess að mótmæla eða ögra trú annarra er það ósmekklegt. Það er líka ósmekklegt í þessu ljósi af fréttastofu RÚV að gera þetta að sérstöku upptökuefni. Þessi ósmekklegheit fengu álíka mikið rými í fréttunum og hljómleikar Megasar með passíusálmunum, hljómleikarnir voru ekki ólöglegir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2014 | 12:16
Fátæktarvæðingin - árin hans Stefáns

Hún er skelfileg skýrsla Barnaheilla um fátækt barna á Íslandi. Á árunum eftir hrun 2008-2012 var okkur sagt að slegin yrði skjaldborg um heimilin í landinu og þó sérstaklega þá sem minna máttu sín. Framkvæmdin var svo allt önnur. Allur tíminn fór í gæluverkefni ESB, Stjórnlagaþing og síðan endurhæfingu óhæfra stjórnmálamanna. Þekktasta af slíkum verkefnum þegar Svavar Gestsson var sendur til Bretlands til þess að æfa sig í samningagerð og kom með Svavarssamninginn fræga um Icesave.
Til þess að tryggja framkvæmdina varðandi þá sem minnst mega sín var kallaður fram á gólfið Stefán Ólafsson sem mikið hefur rannsakað og skrifað ósköp um jöfnuð og fátækt. Stefán tók að sér að vera formaður stjórnar Tryggingarstofnunar og þáði feita bita úr lófa valdhafa. Sem þakklætisvott skrifaði Stefán ótt og títt til þess að dásama valdhafa, á meðan hann úðaði í sig veitingunum af borði Steingríms og Jóhönnu.
Það er engin hætta á að Stefán Ólafson biðji þjóðina afsökunar. Börnin sem ekki gátu haldið upp á afmælið sitt, eða þurftu að fara í biðraðir með foreldrum sínum eftir matargjöfum til hjálparstofnanna ættu að minnast þessara ára sem áranna hans Stefáns Ólafssonar, þau ár eru sem betur fer liðin.
![]() |
Fátækt íslenskra barna aukist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
13.4.2014 | 22:41
Sjónvarpssigur
Eflaust er ég aðeins einn af þeim fjölmörgu sem elska Ómar Ragnarsson sem sjónvarpsmann. Hann hefur alltaf haldið hlutleysi sínu sem fjölmiðlamaður, og fagmennsku. Viðurkenni að ég hef ekki haft eins mikið dálæti á Láru dóttur hans sem fjölmiðlamanni.
Ég hef áður skrifað um það hér á blogginu, að RÚV ætti að fá Ómar í fullt starf að fara um landið og kynna landið fyrir þjóðinni. Það að fá Láru dóttur hans með var enn betri hugmynd. Þau saman voru gjörsamlega frábær. Má ég biðja um marga þætti, mjög marga þætti með þeim feðginum. Þetta var sannkallaður sjónvarpssigur. Lára og Ómar til hamingju, og bestu þakkir.
Bloggar | Breytt 14.4.2014 kl. 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2014 | 18:57
Nýr ESB flokkur gæti tekið yfir samfylkinguna.
Mikill órói er innan samfylkingaunnar vegna umræðu um stofnun á nýjum ESB flokki. samfylkingin hefur ekki náð vopnum sínum og Árni Páll þykir hafa staðið sig afleitlega. Á sama tíma og einhverjir innan samfylkingarinnar vona að þessir flokkur verði að veruleika eru fleiri innan flokksins sem lesa í skoðanakannanir og lesa að þá muni fylgi núverandi samfylkingar ekki ná 5% og því þurrkast út. Þeir eru skelfingu lostnir. Stuðningsmenn Dags Eggertssonar gera nú allt í því að koma í veg fyrir stofnun nýs flokks.
Suðnigsmenn Katrínar Jakobsdóttur hjá VG eru heldur ekki kátir, því í ljós kemur að stuðningsmenn Árna Þórs Sigurðssonar ætla sér inn í hinn nýja flokk, en vilja ekki að Árni fylgi, vegna frammistöðu hans í Sparisjóðsmálinu en hann er sagður hafa selt stofnfjárbréf fyrir milljónatugi sem hann fékk fyrir slikk.
Sá sem er þó pirraðastur vegna þessa nýja flokks er sjálfur guðfaðir samfylkingarinnar Jón Ásgeir Jóhannesson sem nú sér fram á langan fangelsisdóms vegna núverandi dómsmála. Hingað til hefur hann sloppið en nú sjá menn fyrir sér að falli dómur honum í óhag, gæti Jón Ásgeir fengið rúmlega 10 ára dóm.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.4.2014 | 07:53
Skakka Písa könnunin
Písa er þekkt fyrir sinn skakka turn, en á Íslandi er það ekki bara turninn sem er skakkur í Písa heldur enn frekar kannanir á leshæfni 15 ára unglinga kennd við Písa. Við komum nefnilega svo illa út úr könnuninni. Nú er það svo að það eru fleiri þjóðir sem ekki fá háa einkunn, en víðast hvar velta kennarar og foreldrar hvað hægt er gera til þess að bæta sig.
Ekki á Íslandi. Hér verða margir kennarar æfir því mælingin frá Písa hljóti að vera skökk. Hvar kemur fram í þessari könnun hvað kennarar á Íslandi eru fallegir. Eða hvað þeir eru vinnusamir. Góðir við maka sína og börn auk heimilisdýranna. Auðvitað eru unglingarnir okkar hamingjusamastir í skólanum og svo hitt að þessi Písakönnun mælir ekki hið undursamlega innræti íslenskra unglinga.
Móðursýki íslenskra kennara tók nýjum hæðum þegar Halldór Halldórsson frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík auglýsti að það væri algjörlega óásættanlegt að 30% 15 ára stráka væri ólæsir. Nú gætum hefðum við átt von að kennarar myndu fagna, stuðningsmaður betri menntunar.
Nei af því að nú eru að koma kosningar og óvenju margir kennarar flokksbundnir í samfylkingunni láta kennarar hafa síg út í að mótmæla Halldóri. þó ekki sé alveg vitað hverju, jú bara af því að hann er í framboði fyrir vondan flokk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2014 | 14:44
Af pólistískum fábjánum!
Nokkrir stjórnarandstæðingar eru að fara á límingunum. Það er auðvitað hægt að tala um pólitískan fábjánahátt ef menn svo kjósa.
Fremstur fer Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks sem talar einmitt um þennan fábjánahátt sem hann sjálfur sjálfsagt verðskuldar. Kristján var í fremstu röð hjá Wikileaks ásamt Birgittu Jónsdóttur þegar barnungur drengur, Siggi hakkari, er fenginn til starfa fyrir samtökin. Síðar leyfir þessi Kristinn að vera með gífuryrði gegn barninu. Á svipuðum tíma finnst njósnatölva á Alþingi, óþægilega nálægt vinnuherbergi Birgittu Jónsdóttur. Engin rannsókn hefur farið fram svo vitað sé um aðkomu Kristins og Birgittu að því máli, og ekki er vitað um að þau hafi verið yfirheyrð varðandi þeirra þátt í starfi Sigga hakkara á erlendri grundu. Full ástæða er að gera hér bragarbót á.
Annar sem missir sig er Jóhanna Sigurðardóttir, nú vill hún Bjarna burt. Við sem vorum fyrir löngu búin að gleyma þeirri gömlu. Þjóðin var að vona að hún kæmi aldrei út af elliheimilinu. Hennar tími kom með herfilegum afleiðingum fyrir íslensku þjóðina. Formlega hefur engin rannsókn farið fram á óhæfuvekum hennar í embætti, en full ástæða er til. Margir vilja hana fyrir Landsdóm, en opinber rannsókn er nauðsyn. Jóhanna gerði þjóðinni mikinn greiða með að halda sér innandyra og vera til friðs. Nóg ætti hún að hafa á samviskunni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2014 | 23:12
Allt gert fyrr peninginn
Við sem höfum búið erlendis t.d. í Bretlandi eða Þýskalandi verðum stundum sorgmædd þegar íslenskir fjölmiðlamenn minna okkur á að peningaleysi innlendra fjölmiðla, gerir það að verkum að gæðakröfurnar verða litlar sem engar. RÚV hefur sýnt okkur hversu langt slíkt getur gengið, en fjölmiðlar Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sökkva enn dýpra i sínum lágpunktum.
Það aumasta í langan tíma er viðtal sem Lóa Pind Aldísardóttir átti við forsætisráðherra Sigmund Davíð Gunnlaugsson, um skuldaleiðréttingu heimilanna. Forsætisráðherra ber ábyrgð á stefnumótunarþætti þessara leiðréttinga og því gat viðtalið orðið afar áhugavert. Lóa Pind kom undirbúin, en bara ekki með eina einustu spurningu sem varðar stefnumótun. Heldur virðist svo sem hún hafi haldið að Sigmundur Davíð sjái um útreikninga á einstökum umsóknum. Eða það sem verra er að tilgangur viðtalsins væri að taka forsætisráðherra niður, málefnið skipti ekki nokkru máli. Þeir sem ekki hafa séð til til Lóu Pindar gætu haldið að hér sé um alvarlega vanþekkingu fjölmiðlakonunnar sé að ræða, en þeir sem hafa séð hana áður gera sér grein fyrir að svo er alls ekki, heldur er líklegra að hún hafi viljað sýna eiganda fjölmiðlasamsteypunnar hvað hann getur fengið fyrir peninginn. Allt. Aumara getur það nú vart verið.
Bloggar | Breytt 2.4.2014 kl. 06:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.3.2014 | 06:56
Með hangandi hendi?
Morguninn byrjar á að velta fyrir sér hvers konar fífl maður er oft og fleiri spurningum með Anthony Newley og Sammy Davis
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10