4.7.2014 | 08:22
Ábyrgð og siðferðilegt mat.
Góð laun í starfi eru oft réttlæt með að starfinu fylgi svo mikil ábyrgð. Yfirmaður getur oft haft afgerandi áhrif og því fyllilega réttlætanlegt að taka tillit til þess varðandi launagreiðslur. Slíkum störfum fylgir líka krafa um siðferðilega ábyrgð. Á þetta reynir fyrst og fremst þegar eitthvað fer úrskeiðis. Þá vill oft vera að yfirmaðurinn telur algjöran óþarfa að nefna þessa ábyrgð.
Þegar Már Guðmundsson fer í mál við Seðlabankann út af launadeilu á hann að vita að því fylgir áhætta. Hann getur unnið málið, en hann getur líka tapað því. Ef hann verður fyrir kostnaði af þessum sökum þá er það algjörlega hans mál. Ef hann lætur Seðlabankann borga slíkan kostnað er hann að bregðast því trausti sem til hans er borið og þeirri ábyrgð sem á hans herðar eru settar. Þá skiptir engum máli í hvaða trúfélagi hann er, með hvaða knattspyrnuliði hann ákveður að styðja eða hverjar stjórnmálaskoðanir hann hefur. Hann er óhæfur. Sjái hann ekki sóma sinn í því að taka pokann sinn, verða aðrir að sjá til þess að hann geri það.
![]() |
Óskaði eftir endurgreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.6.2014 | 16:53
Óli Stef og Reynir Trausta saman í laxveiði?
Á DV og Visi.is hefur gúrkutíðin mikla gengið í garð á báðum fjölmiðlunum. Nú ber svo við að Elliðaárnar eru opnaðar og þá ákveður Dagur borgarstjóri að tími sé kominn til þess að breyta hefð fyrrum borgarstjóra, að láta almenning opna árnar. Nei það er of mikil jafnaðarmennska í því, svo Dagur ákveður bara að opna árnar sjálfur.
Nú hefðum við ætlað að Fréttablaðið og DV myndu koma þessari áherslubreytingu vel á framfæri, en þá vill svo einkennilega til að þeir félagar Reynir Traustason og Ólafur Stephensen eru sennilega báðir farnir í frí. Manni grunar að Jón Ásgeir, nei ég meina Ingibjörg Pálma hafi sent þá kumpána í lax.
Þögnin á þeim bæ, heinlega öskrar á mann. Maður er nú ekkert sérstaklega að láta það trufla sig við veiðarnar, sem ekki hafa gengið sérlega vel. Ætli maður skipti bara ekki um flugu og velji eina gráhærða, með rauðum kraga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.6.2014 | 18:49
Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins tjáir sig!
Sigþrúður Guðmundsdóttir, fræðslu- og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að íslenskir eiginmenn múslímskra kvenna á Íslandi, sem Sigþrúður þekkir til, beri ábyrgð á kúgun og ofbeldi gagnvart konunum - ekki samlandar þeirra.
.... og hvað þýðir þetta?
Þýðir þetta að kristnir eiginmenn kúgi konur sínar meira en múslímar, eða eiginmenn af öðrum trúarbrögðum?
Þýðir þetta að kúgun kvenna í löndum þar sem múhameðstrú er ríkjandi sé minni en t.d. í löndum þar sem kristin trú er ráðandi?
Á bak við fullyrðingar framkvæmdastýrunnar hljóta að liggja rannsóknir, sem fjölmiðlar ættu að birta.
Ef til vill eru fullyrðingar um kúgun kvenna í löndum múslimalöndum eru rangar, þá þarf sannarlega að taka til í fjölmiðlum á Vesturlöndum, og væri þá ekki tilvaldið að fá Sigþrúði Guðmundsdóttur til þess leiðrétta þessa fjölmiðla.
Auðvitað eru múslimar misjafnir eins og aðrir, en við skulum lita á eitt viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur á Vísi.is. sjá hér
Sigþrúður ætti að slá á þráðinn í eitthvert af fjölmörgum kvennaathvörfum í Kabúl, eða til Ingibjargar Sórúnar til þess að fá upplýsingar um hverrar trúar þessir kúarar eru þarna úti.
Nú er full ástæða til þess að fjalla um þessi mál af virðingu fyrir öllum trúarhópum. Við erum fjölþjóðasamfélag, en við eigum að vera óhrædd að taka umræðuna t.d. um kröfur um íslenskukunnáttu, um aðlögun að íslensku samfélagi ofl. rétt eins og aðrar þjóðir gera í vaxandi mæli. Þá er mikilvægt að farið sé sem réttast með staðreyndir. Það á við um Sigþrúði Guðmundsdóttur framkvæmdastýru Kvennaathvarfs rétt eins og alla aðra.
![]() |
Íslenskir karlar beita ofbeldinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.5.2014 | 23:18
Tvö stæstu baráttumál samfylkingarinnar fundin!
Það hefur verið mikil tilvistarkreppa í samfylkingunni frá því að Kvennalistinn, Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið ákváðu að sameinast. Þessi sameining dugði að vísu aðeins í örfáar mínútur og þá var samfylkingin farin að molna í frumeindir sínar. Alþýðuflokkurinn kunni ekki að meta Kvennalistakerlingarnar og kommúnistarnir í Alþýðubandalaginu ætluðu sér ekki að verða jafnaðarmenn. Hver höndin hefur verið á móti annarri og nú heita brotin og brotabrotin hinum ýmsu nöfnum. Það sem eftir er af samfylkingunni veit ekkert fyrir hvað þeir standa, hvert þeir stefna eða hver baráttumálin ættu að verða. Einhverjum snillingnum, sennilega almannatengli datt í hug að finna tvö mál sem restin gat verið sátt um.
1. Að mótmæla núverandi framkvæmd við að gelda svín og kenna bændum og Framsóknarflokknum um.
og 2. Að verða aðalbaráttuafl fyrir múslima hérlendis - og kenna Framsóknarflokknum og kristnu fólki um andstöðu við múslima að vilja ekki stuðla að þeir geti komið sér upp glæsilegri aðstöðu og kalla alla þá sem hafa eitthvað út á slík að setja fasista og þá sérstaklega Framsóknarmenn sem samfylkingunni er sérlega í nöp við. (Aumingja Framsóknarmennirnir eru að verða að einskonar gyðingum nútímans).
Þetta hefur fallið í góðan jarðveg bæði meðal þeirra fáu stuðningsmanna sem enn styðja samfylkinguna og þó sérstaklega fulltrúum flokksins í fjölmiðlaheiminum sem nánast fjalla ekki um neitt annað en baráttumálin tvö.
Nú er bara að sjá hvort þessi baráttumál, og hatrið, hristi þetta lið saman, það er að segja þá fáu sem eftir eru í flokknum.

Bloggar | Breytt 26.5.2014 kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2014 | 10:54
Rekinn heim fyrir að neita að hylla þjóðfánann!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2014 | 10:56
Vinstri flokkur með hægra ívafi!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.4.2014 | 09:54
Uppgjörið búið, eða rétt að byrja?
Föðurbræður Þorsteins Hjaltested ætla að stefna Kópavogsbæ og krefjast allt að 75 milljarða frá bænum. Ekki þarf að ræða það að ef svo færi væri Kópavogskaupstaður kominn á hausinn. Ármann Ólafsson bæjarstjóri sagði í þessu tilefni að búið væri að gera upp við rétta aðila vegna Vatnsenda, eða um 3 milljarða. Þetta vekur nú nokkra furðu, því að vitað er að fyrir Héraðsdómi lá fyrir málarekstur sem gerði rúmlega 6 milljarða kröfu á Kópavogsbæ auk dráttarvaxta, kröfu sem væntanlega verður á bilinu 15-20 milljarða. Yfirlýsingar Ármanns nú og áður vekja því mikinn ugg, nú þegar skiptastjórinn ætlar að afhenda Þorsteini Hjaltested Vatnsendajörðina. Líklega lækkar risið á bæjarstjóranum, við þetta. Allar yfirlýsingar bæjarstjórans hér eftir vegna þessa máls gætu reynst bæjarbúum afar dýrkeyptar.
Kjósendur ættu að rifja upp það sem bæjarfulltrúar Kópavogs hafa látið hafa eftir sér í fjölmiðlum um þetta mál og spyrja sig hvort þeir séu réttir fulltrúar til þess að semja um þetta erfiða mál.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2014 | 20:13
Krefja Kópavogsbæ um 75 milljarða
Erfingjar Sigurðar K. Hjaltested, fyrrum ábúenda á Vatnsenda, hafa stefnt Kópavogsbæ vegna eignarnáms á landi Vatnsenda árin 1992, 1998, 2000 og 2007 en þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ.
Hópurinn krefst þess að Kópavogsbær greiði 74,8 milljarða, en varakrafa hljóðar upp á 47,6 milljarða.
Málið verður þingfest 5. nóvember næstkomandi.
Kópavogsbær telur umrædda málsókn með öllu tilhæfulausa og fjárhæð dómkröfunnar í besta falli fráleita. Fram kemur í tilkynningunni að Kópavogsbær mun krefjast sýknu af öllum kröfum stefnenda.
Hér að neðan má lesa fréttatilkynningu Kópavogsbæjar í heild sinni:
Kópavogsbæ hefur verið birt stefna af hálfu hluta erfingja Sigurðar K. Hjaltested fyrrum ábúenda á Vatnsenda. Eru dómkröfur stefnenda þær að Kópavogsbær greiði þeim kr. 74.811.389.954 vegna eignarnáms á landi í Vatnsenda árin 1992, 1998, 2000 og 2007.
Fjárhæð varakröfu er kr. 47.558.500.000. Málið verður þingfest 5. nóvember næstkomandi.
Kópavogsbær telur umrædda málsókn með öllu tilhæfulausa og fjárhæð dómkröfunnar í besta falli fráleita. Mun Kópavogsbær krefjast sýknu af öllum kröfum stefnenda.
Kópavogsbæ hefur í fjögur skipti verið heimilað að taka land í Vatnsenda eignarnámi. Í öllum tilvikum fóru eignarnám fram á grundvelli eignarnámsheimildar frá opinberum stofnunum og ráðherra.
Var Kópavogsbæ skylt að ráðstafa eignarnámsbótum til þinglýsts eiganda Vatnsenda sem jafnframt var ábúandi jarðarinnar.
Aðrir opinberir aðilar sem framkvæmt hafa eignarnám í landi Vatnsenda hafa jafnframt ráðstafað eignarnámsbótum til ábúenda jarðarinnar á hverjum tíma. Þeir opinberu aðilar eru íslenska ríkið, Reykjavíkurborg og Landsvirkjun.
Áréttað er að öll aðilaskipti að fasteignum eru háð þeirri grundvallarforsendu að aðilar megi treysta á réttmæti upplýsinga úr þinglýsingarbók.
Önnur regla myndi leiða til gríðarlegrar óvissu um það kerfi sem gildir um skráningu eignarhalds að fasteignum á Íslandi.
Kópavogsbær harmar að hann hafi verið dreginn inn í harðvítugar deilur milli erfingja að dánarbúi Sigurðar K. Hjaltested sem lést árið 1966. Umrætt dánarbú er enn til opinberra skipta.
Ármann Ólafsson bæjarstjóri hefur verið heslti stuðningsmaður þessa aðila, og nái krafa þessarra aðila fram aðganga verður bæjarsjóður væntanlega gjaldþrota.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.4.2014 | 10:17
Að hugsa út fyrir kassann
Merkilegt hvernig framboði Guðna Ágústsonar var tekið í Reykjavík. Nú getur Guðni verið með skemmtilegri mönnum og hefði án efa hresst upp á Borgarstjórn. Á netinu fóru stuðningsmenn Samfylkingar og Besta flokksins á límingunum, eins og þeim kæmi við hvaða fulltrúa Framsóknarflokkurinn myndi bjóða fram í Reykjavík.
Framsókn getur hins vegar fyrst og fremst kennt sér sjálf um. Fyrst var það stjórn Fulltrúaráðsins sem ekki gat hugsað út fyrir kassann og unnið með Guðna, og þeim sem hann vildi fá inn í samstarfið. Stuðningsmenn þeirra sem vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni. Í Fulltrúaráðinu voru afgamlir, úr sér gengin gamalmenni á mismunandi aldri, og þeir sitja nú uppi með vandamálapakkann, sem þeirra þröngsýni hefur komið þeim í. Þá hafði þessi sama stjórn telft fram stelpukjána í annað sætið, sem virðist hafa það eitt sér til framdráttar að hafa ekki typpi. Stjórnmálaflokkarnir gera oft ekki miklar kröfur til kvenna sem þeir setja á lista sína. Að vísu eru konur tregari til að bjóða sig fram, en þarna úti er mikið af hæfileikakonum. Guðrún Bryndís Karlsdóttir tjáði sig í fjölmiðlum og sagði að þegar Framsókn vildi hana ekki í fyrsta sætið, að lög og reglur hafi verið brotnar. Ekki hefur stúlkukindin sagt okkur hvaða lög og reglur hafi verið brotnar, því við sem þekkjum lög og reglur Fulltrúaráðanna vitum að Fulltrúaráðin hafa vald til þess að raða niður að vild og brutu því hvorki lög né reglur. Þegar Óskar Bergsson sagði af sér, áttaði stjórn Fulltrúaráðsins í Reykjavík að frambjóðandinn í fyrsta sæti þyrfti að hafa eitthvað annað fram að færa, en hafa ekki typpi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.4.2014 | 09:17
Fyrst Vantrú, nú hassreykingar og næst stripp á Austurvelli.
Á föstudaginn langa ákvað Vantrú að spila bingó á Austurvelli til þess að láta á sér bera og mótmæla áhrifum kristinnar trúar á Íslandi. Nú boða hassreykingarmenn uppákomu á Austurvelli og heyrst hefur að áhugafólk um stripp hafi áhuga að gera slíkt hið sama. Það sem er sameiginlegt með þessum uppákomum að þær standast ekki núverandi lög. Nú er það svo að hægt er að breyta lögum og til þess velur þjóðin 63 fulltrúa á Alþingi. Mikill vilji er þannig að breyta lögum um eiturlyfjaneyslu, þannig að hassneysla verði t.d. ekki ólögleg í sjálfu sér. Held að stuðningur sé fyrir þessu í öllum stjórnmálaflokkum. Ekki er líklegt að nægur stuðningur sé fyrir því að lögleiða að gera megi lítið úr trú fólks eða að strippa á almannafæri. Þetta gæti þó breyst með tímanum. Þá gæti hugsanleg uppákoma verið að koma saman fyrir framan mosku múslima þar sem fólk kemur og dansar nakið.
Áður hef ég lýst uppákomu á Austurvelli þar sem ungur maður ákvað að skíta í blómabeð, rétt eins og framgagna Vantrúar, hassreykingarfólks og strippara er að enn ólöglegt, en með auknu umburðarlyndi gæti þetta allt orðið löglegt. Þá gætu verið stofnuð heildarsamtök þessa fólks. Síðan á föstudaginn langa gæti þetta fólk komið saman nakið, gert lítið úr trúariðkun annarra, reykt hass og skitið í blómabeð á Austurvelli. Það er ég viss um að þetta myndi vekja óskipta athygli ferðamanna og jafnvel draga að mun fleiri til landsins um páskana. Bráðvantar okkur ekki gjaldeyri?
![]() |
Reyktu gras á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10