Mikilvægi dómgreindar, visku og þroska!

Samkvæmt lögum eiga stéttarfélögin ekki að skipta sér af störfum stjórna lífeyrissjóðanna. Það gerði Ragnar Ingólfsson hins vegar og fékk réttilega  ákúru fyrir. Hann hefur sýnilega tekið það alvarlega sem er gott. Hann hefur hins vegar ekki áttað sig á að það gilda enn strangari lög um Seðlabankann og það ekki að ástæðulausu. Hvorki ríkisstjórn, Alþingismenn eða aðilar vinnumarkaðinn eiga eða mega skipta sér af ákvörðunum Seðlabankans. Það er einhver misskilningur í gangi að Seðlabankastjóri einn ákveði hækkun eða lækkun stýrivaxta, það er alrangt. Að því dæmi koma miklu fleira toppfólk innan Seðlabankans. Seðlabankastjóri kemur hins vegar fram fyrir bankann. Þegar Ragnar Ingólfsson og Vilhjálmur Birgisson eru að gera athugasemdir við ákvarðanir Seðlabankans eru þeir fyrst og fremst að gera lítið úr sjálfum sér. Hvenær hefði Guðbjartur Hannesson eða Ólölf Norðdal gert athugasemdir við Seðlabankann, aldrei. Af því að þau höfðu þekkingu og þroska til þess að fara ekki út fyrir sitt valdsvið. Þau fengu hins vegar virðingu fyrir dómgreind sína, visku og þroska. Þeir Ragnar og Vilhjálmur ættu að taka þau sér til fyrirmyndar. 


Að brenna börnin sín!

 

Þegar Reykjavíkurborg ákvað einisleita þéttingarstefnu, kom strax upp sú gagnrýni að slík einsleit stefna myndi þýða að húsnæðisverð myndi hækka. Þrengt yrði að ungu fólki og þeim sem minna mega sín. Þessu var svarað af hroka, að málið snérist um umhverfismál. Nú erum við flest umhverfissinnar en við getum verið það án þess að veitast að ungu fólki og þeim sem erfiðara hafa það t.d. öldruðum og öryrkjum. Jú, þetta hefur gengið eftir, og nú er svo komið að ungt fólk getur varla komið sér upp húsnæði nema að eiga ríka foreldra. Viljum við svona samfélag? Þá er ég sannfærður um að þessi þéttingarstefna er ekkert góð fyrir umhverfið. 

Við þetta bætist svo að sömu flokkar og vilja þrengja að þeim sem minna mega sín, auka enn á erfiðleikana með því að beita sér fyrir því að fá inn sem flesta flóttamenn. Þetta þýðir að leiguverð verður enn hærra. Reyndar hika stjórnvöld ekki við að búa til sérúrræði fyrir flóttamennina, en senda unga fólkið út á gaddinn. 

Unga fólkið leitar því í úrræði eins og iðnaðarhúsnæðið í Hafnarfirði. Það var bara heppni að þar brann ekki fólk inni. Hefðu umhverfissinnarnir sagt réttlætt það með því að við þyrftum að setja umhverfismálin í fyrsta sæti umfram hag ungs fólks og þeirra sem minna mega sín.  

Viljum við sjá ungt fólk búa í lélegu iðnaðarhúsnæði, eða jafnvel koma okkur upp kofum fyrir það eins og við sjáum í vanþróuðum ríkjum? 


Hátíðarþjóðsöngur, þjóðsöngur.

Mér finnst núverandi þjóðsöngur mjög fallegur, en vandamálið við hann að hann er of erfiður fyrir meginþorra fólks til þess að syngja. Þetta er sálmur, sem á við, í sérstökum tilfellum, en þegar kemur að sameina þjóðina t.d. við íþróttaviðburði eigum við betri lag og texta. Ísland er land þitt. Það þarf að setja núverandi þjóðsöng sem Hátíðarþjóðsöng, en hið fallega lag Magnúsar Sigmundssonar sem þjóðsöng t.d. við íþróttakappleiki. Auðvitað verður einhver andstaða við svona breytingar en spurningin er hvað hentar okkur sem þjóð. Bara að það sé sagt að ég syng gjarna með núverandi þjóðsöng, og vill alls ekki leggja hann niður. Því síður vegna þess að hann sé sálmur, einmitt þess vegna á hann að vera hátíðarþjóðsöngur okkar. 


Stórtíðindi úr höfuðstöðvum ASÍ!

 

Í dag bárust stórtíðindi fá höfuðstöðvum ASÍ. Nú skal leyfa frjálsan innflutning atvinnuafls!. Þetta mun jú þýða að allar takmarkanir ASÍ varðandi atvinnuleyfi verða aflagðar. Þetta er ekki spurning um afdráttarlausa afstöðu stjórnar ASÍ, heldur er að myndast breiðfylking þar sem frá Samfylkingu stígur fram Kristrún Frostadóttir, Suðurnesjapólitíkusarnir Oddný Harðardóttir úr Suðurnesjabæ og Páll Valur Björnsson úr Grindavík, auðvitað eru þau með Þórhildur Sunna og fylgifiskurinn Björn Levi Gunnarsson úr Pirötum, Viðreisn hver og hvar sem hún er og sósíalistafrömuðurinn Gunnar Smári Egilsson. Þá fylgir hið ,,hlutlausa" RÚV liðið auðvitað með. Þetta eru að sjálfsögðu ekki nýjar hugmyndir því Þórólfur Geir Matthíasson prófessor í Viðskiptadeild HÍ, sem spáði að við yrðum Kúpa Norðursins ef við samþykktum ekki fyrsta Icesavesamninginn, hefur líka haldið því fram að auðvelt sé að fá ódýrari starfskrafta til að framleiða landbúnaðarafurðir en íslenska bændur. Er virkilega samstaða um þetta á Íslandi? Þetta þýðir vissulega lækkun verðbólgunnar, því þetta mun leiða til stórlækkunar launa. 

 


Léttmeti úr Félagmálaráðuneytinu!

Nú kemur félagsmálaráðherrann og segir þjóðinni það sem hefur verið malað mánuðum saman að það sé eitthvað bakslag í viðhorfi þjóðarinnar til samkynhneigðra, trans eða einhverra annarra innan Samtakanna 78. Nú þekki ég ekki neinar kannanir eða séð slíkar sem sýna eitthvað bakslag. Það er að koma hinsegin dagar og Guðmundur kom því vel á framfæri að aðalatriðið væri að koma sjónarmiðum hins segin  fólks á framfæri. Þar er ég hjartanlega ósammála. Þekki enga sem eru á móti samkynhneigðum, eða hinsegin fólki. Málefni ungs fólks eru mér miklu hugleiknari. Að ungt fólk geti komið sér upp húsnæði yfir höfuðið án þess að geta nokkurn skapaðan hlut annan. Þessi Guðmundur ber stóra ábyrgð á stöðu þessa fólks. Ef einhver sparkar í afturendann 

á honum og segir að hann sé bjáni, þá hefur að ekkert með það að gera hvort hann sé samkynhneigður eða ekki. Að sjálfsögðu tökum þátt í þessari hinsegin göngu og styðjum það fólk til þess að njóta lífsins og stuðlum að jafnrétti þeirra, en við viljum einhverjar sjá vísindalegar niðurstöður sem sýna að það sé eitthvað bakslag varðandi viðhorf almennings til þessa hóps. Það Félagsmálaráðherra sé í baráttu fyrir hóp eins og innan Samtakanna 78 með þeim fullyrðingum að það sé eitthvað bakslag í baráttunni án þess að setja neitt fram sem styður slíkar fullyrðingar er afar klént. Slík barátta er þá byggð á því að þjóðin eigi að vera með sektarkennd að vera svo vond við þennan hóp. Það er ekki góður grunnur til þess að byggja baráttu á. 

 


Ekkert að mark'ann

Fyrir rúmum 40 árum tók ég við liði Breiðabliks í knattspyrnu sem þá óvænt var að spila úrslitaleik  við KA  um fall niður í 1 deild. Breiðablik og Víkingi hafði verið spáð titli fyrir mót. Víkingur tók titilinn en ekkert gekk upp hjá Blikum og sjálfstraustið var orðið harla litið. KA var með fremur lítinn hóp, en landsliðsmennina Gunnar Gíslason bróður Alfreðs Gíslasonar og Elmar Geirsson sem hafði spilaði með námi sínu í tannlækningum í Þýskalandi. Hann var einstaklega hraður og ásamt góðum leikskilningi var hann afburða. KA komst yfir með marki Elmars. Þrátt fyrir að vera undir var ég alveg viss um sigur. Getumismunurinn á leikmönnum var einfallega of mikill. Við unnum leikinn 2-1 hitti ég Elmar sem hafði þurft að fara fyrr af velli vegna meiðsla.  Sagði við hann að ég hafi lesið að þeir hafi verið óheppnir. Svarið var var eftirminninlegt. ,,Það er sagt að þegar illa gengur er það útskýrt sem óheppni, þó raunverulegar ástæður fyrir stöðu liggja fyrir. Við erum einmitt á þeim stað sem við eigum skilið að vera á". Biskupstaðaliðið er einmitt á þessum stað. Mismunurinn er að KA liðið hafði virðingu, það hefur Biskupsliðið ekki. Margir bundu vonir við núverandi Biskup af því að hún er kona, en það eitt dugar ekki til. Hún hefur ítrekað verið staðin að því að vera ómerkileg, og eftir að hafa unnið mikið með endurskoðendum ætti að skoða sérstaklega meðferð fjármuna þegar þessir stjórnunarhættir eru notaðir. Biskupsritarinn virðist vera af sama sauðahúsi, og svo eru þau með slakan lögfræðing. Til þess að kóróna stöðuna er búið að píkuvæða Prestafélagið. Einu kröfurnar sem gerðar eru til félaga eru að vera með rauðan spotta en ekki bláan.Reynsla og þekking karlmanna er afþökkuð.  Svo koma hænurnar saman til að gagga, en engin þeirra  er fleyg. Lágpunktinum náðist þegar prestafélagið  lýsir yfir stuðning við Biskup þegar hún er með allt niður um sig. Hrein háðung. Eina góða í stöðunni er að neðar verður ekki komist. Þjóðkirkjan og fólkið í landinu á betra skilið.  


Á afturlöppunun?

Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi kom í Sprengisand s.l. sunnudag og talaði hreint út. Fór yfir Lindarhvolsmálið á skýran og skilmerkilegan hátt.  Trúnaðarleki á vinnuskjali á Alþingi getur bara þýtt, að lekadýrið verður án efa dregið fyrir dóm, en getur ekki bara sagt af sér. Hrokinn í Þórhildi Sunnu er hins vegar það mikill að hún mun ekki hætta sjálfviljug. Í einhverjum ríkjum yrði hún hengd upp á afturlöppunum öðrum til viðvörunar. Það á örugglega ekki eftir að gerast hér. Duglegt spark í afturendann verður örugglega látið duga, þegar henni verður hent út. Björn Levý mun örugglega gera eitthvað af sér þannig að hann fái að fjúka líka. Það verður áhugavert að fylgjast með hvernig almenningur tekur á populistunum sem ætluðu að nota þetta mál sér til framdráttar. Það er auðvitað ekkert lögbrot að blaðra og bulla. Það ætti hins vegar að halda því til haga. Nú er sumar og Alþingismenn fara að komast í berjamó. Svo kemur haustið og krakkarnir fara í skólann að nýju. Fá skólatösku. Píratar munu eflaust berjast fyrir því að þeir seku fái ekki starfslokasamning, heldur bara atvinnuleysisbætur. Einhverjir Alþingismenn fá örugglega að taka pokann sinn strax þegar Alþingi kemur saman að nýju. 


Sá fyrrverandi

 

Þegar hjón skilja fylgir því oft sársauki, jafnvel þó báðir aðilar séu sammála um að skilja. Oft eru börn í dæminu, og jafnvel barnabörn og því mikilvægt að samskipti aðila verði sem best. Skaðinn ef yfirleitt meiri fyrir aðra en þá sem eru að skilja ef illa tekst til.

Það sama á við þegar yfirmenn hætta í fyrirtækjum og stofnunum. Viðskilnaður ,,fyrrverandi“ er mjög mikilvægur og helst þurfa samskipti þess nýja, ,,viðtakanda"  og þess gamla, þ.e. ,,fyrrverandi“ að vera sem best. Þetta á líka við um félög, og stjórnmálaflokka.

Að öllum líkindum er viðtakandi ekki með þá reynslu og þroska, sem sá fyrrverandi var búinn að öðlast. Því liggur hann vel við höggi. Viðtakandi er væntanlega með einhverjar nýjar áherslur, sem geta farið misvel í fyrrverandi. Hér reynir á báða aðila viðtakanda sem æskilegt að haldi góðum tengslum við fyrrverandi og fái hjá honum góð ráð. Hér reynir á fyrrverandi að sýna enn meiri visku, og hafa umburðarlyndi við viðtakanda þegar hann er að gera mistök, sem eru óhjákvæmileg.

Tökum dæmi þar sem ekki hefur tekist nógu vel upp.

Fyrrverandi Ríkisendurskoðandi er í deilum og með ágreining við núverandi Ríkisendurskoðanda. Hér er verið að skemmta skrattanum, hvar sem hann nú er. Mér sýnist hafa orðið fjölgun hjá honum að undanförnu. Svona mál á og þarfa að leysa á örðum vettvangi. Báðir hafa þeir Sigurður og Skúli gert marga góða hluti Sigurður hjá Ríkisendurskoðun og Skúli hjá Skattinum.

Annað dæmi er hjá Sjálfstæðisflokknum. Mörgum finnst sem samskipti Davíðs og Bjarna hefðu mátt vera betri. Þetta lesa menn út úr skrifum í Morgunblaðinu ofl. Þetta skaðar að sjálfsögðu Sjálfstæðisflokkinn, ef rétt er. Hjá Samfylkingunni virðist formannsskiptin ganga mun betur nýr formaður fær sviðið, en sá gamli, þ.e. fyrrverandi viðist algjörlega horfinn. Það er heldur ekki gott.  Eins og jörðin hafi gleypt hann. Ef til vill er jörðin að skila honum nú aftur á Suðurnesjum.

Reynsla og þroski skiptir afar miklu máli. Að menn setji sjálfa sig ekki í fyrsta sæti. Kannski skipta aðrir meira máli. Sá fyrrverandi hefur stórt hlutverk.  


Trúnaðarbrotið

Margar stéttir eru bundnar trúnaði í starfi sínu. Í mörgum tilfellum er um algjört grundvallaratriði að fólk geti treyst því að trúnaður sé virtur.  Tökum dæmi heilbrigðiskerfið. Þangað leitar fólk, og verður að treysta því að með þær upplýsingar sé farið sem trúnaðarmál. Segjum svo að Þórhildur Sunna leiti til geðlæknis. Alveg örugglega hafa alþingismenn í gegnum tíðina þurft að leita til geðlæknis, rétt eins og aðrar stéttir. Segjum svo að viðkomandi geðlæknir væri pólitískur andstæðingur Þórhildar Sunnu og hann hafi þá skoðun að það væri mikilvægt út fá almenningshagsmunum að fólk fengi að vita af hverju Þórhildur hegðar sér eins og alþjóð þekkir. Má hann þá birta upplýsingar um Þorhildi Sunnu. Alls ekki. Ég myndi verja rétt Þórhildar til trúnaðar alveg til jafns við aðra þjóðfélagsþegna. Alveg sama hvað mér þykir um skoðanir hennar, áherslur eða hegðun. Brot á þagnarskyldu getur  bara þýtt eitt. Viðkomandi lækni yrði umsvifalaust vísað úr starfi. Það sama gildir um mál Þórhildar Sunnu.  Í  ljósi þess að Þórhildur  er lögfræðimenntuð má henni vera fullljóst trúnaðargrot hennar mun hafa afleiðingar. Sennilega langar Þórhildi ekki lengur að vinna á Alþingi, eða hún hefur fengið áhugavert atvinnutilboð. Þá hefði verið hreinlegra að óska leyfis að fá að stíga til hliðar. Held að sjúkleg athyglisþörf hennar ráði vali hennar á útgönguleiðinni. 


Freka kerlingin.

 Í umræðum síðustu ára hefur ,,freki karlinn" oft komið upp. ,,Ég á þetta ég má þetta". Rétt eins og að útþynna orð er hægt að útþynna hugtök eins og freki karlinn. Hann var sá sem óð yfir samfélagið og tók, þegar samfélagið skaðaðist. Hann virti ekki skoðanir annarra og hann hann var ekki í sigur sigur samskiptum við samfélag sitt. Öll okkar hafa þekkt ,,freka karlinn" oftast voru þetta karlmenn og komnir yfir miðjan aldur. Höfðu vanist því að þeir gætu ráðið öllu. Við þekkjum þetta úr félagskapnum, á fundunum og víðar. Það eru líka til ,,freka kerlingin" sjálfur nota ég orðið kerling í meiningunni sá sem ekki leggur sig fram. Hefur ekki kjark og vælir. Þetta á við bæði kynin. Orðið kerling nota ég aldrei um konur sem hafa náð einhverjum aldrei, aldrei. Þegar komið er að tala um freka karlinn, þá er líka hægt að tala um ,,freku kerlinguna" og þá er sannarlega um fáar konur að ræða, en þær eru til. Svona rétt eins og ,,freki karlinn" landamæralaus frekju. Hugsandi til slíkra kemur Þórhildur sannarlega fljótt upp í hugann. Hún gæti verið táknmynd fyrir slíka konu. Þórhildur Sunna og Píratar hafa lagt mikla áherslu á gott siðferði, og hefur Þórhildur farið þar framarlega í flokki, en þessar siðferðiskröfur eiga ekki við um hana. Hún er nefnilega ,,freka kerlingin". Það kemur ekki á óvart að hún segist hafi lent í einelti. Þekki döpur dæmi um slíkt í skóla og síðar, en svo eru persónueinkenni þar sem framkoma einstaklinga kallar á slíkt ofbeldi sem einelti er,  við framkomu sem verður ekki kallað en ofbeldi. Þórhildur Sunna fékk áminningu frá sérstakri siðanefnd á Alþingi. Í stað þess að sýna auðmýkt forhertist hún og sagði niðurstöðu nefndarinnar ranga, hún tæki hana ekki til sín. Nú er málið spurning um trúnað. Það að þingmaður fái gögn í formi blaða eða í formi tölvupósts, eða viðhengis í tölvupósti um málefni sem eru bundnir trúnaði og fari síðan og birti slík gögn, kallar á viðbrögð. Í mínum huga geta þau viðbrögð ekki verið önnur en að henni verði vísað frá Alþingi hún rekin. Ef ekki þá er trúnaður ekki lengur til á Alþingi, gildir þá ekki lengur. Það mun skaða alla málsmeðferð á viðkvæmum málum. Nú er ég þeirrar skoðunar að skýrsla Sigurðar Þórðarsonar sem ekki var fullunnin og því ekki skýrsla Ríkisendurskoðunar, hafi átt á einhverjum tímapunkti að koma fram. Einstakir starfsmenn sem komu að vinnu skýrsluna gætu líka verið með sínar einkaskoðanir á málinu, ættu þá líka að geta komið sínum áherslum á framfæri? Veit ekki hvort komið er að þeim tímapunkti.  Aftur matsatriði. Flestir  sem greina þessa stöðu  meta tilganginn með birtingu skýrslunnar að ráðast að Bjarna Benediktssyni í þeirri von að eitthvað í skýrslunni, gæti komið höggi á Bjarna. Þetta er einmitt einkenni þeirra hjúa freka karlsins og freku kerlingarinnar. Oft að meiða aðra. Þórhildur Sunna er táknmynd þessa. Freka kerlingin í sinni skýrustu mynd. Ef Alþingi samþykkir svona vinnubrögð á Alþingi, er verið að fara skýrlega út fyrir ákveðinn ramma. Þá verður Alþingi hrottalegri vinnustaður og mun skila þjóðinni litlu. Hugsanlega er þá komið að því að leggja Alþingi niður í núverandi mynd. 

Þor


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband