Léttmeti úr Félagmálaráðuneytinu!

Nú kemur félagsmálaráðherrann og segir þjóðinni það sem hefur verið malað mánuðum saman að það sé eitthvað bakslag í viðhorfi þjóðarinnar til samkynhneigðra, trans eða einhverra annarra innan Samtakanna 78. Nú þekki ég ekki neinar kannanir eða séð slíkar sem sýna eitthvað bakslag. Það er að koma hinsegin dagar og Guðmundur kom því vel á framfæri að aðalatriðið væri að koma sjónarmiðum hins segin  fólks á framfæri. Þar er ég hjartanlega ósammála. Þekki enga sem eru á móti samkynhneigðum, eða hinsegin fólki. Málefni ungs fólks eru mér miklu hugleiknari. Að ungt fólk geti komið sér upp húsnæði yfir höfuðið án þess að geta nokkurn skapaðan hlut annan. Þessi Guðmundur ber stóra ábyrgð á stöðu þessa fólks. Ef einhver sparkar í afturendann 

á honum og segir að hann sé bjáni, þá hefur að ekkert með það að gera hvort hann sé samkynhneigður eða ekki. Að sjálfsögðu tökum þátt í þessari hinsegin göngu og styðjum það fólk til þess að njóta lífsins og stuðlum að jafnrétti þeirra, en við viljum einhverjar sjá vísindalegar niðurstöður sem sýna að það sé eitthvað bakslag varðandi viðhorf almennings til þessa hóps. Það Félagsmálaráðherra sé í baráttu fyrir hóp eins og innan Samtakanna 78 með þeim fullyrðingum að það sé eitthvað bakslag í baráttunni án þess að setja neitt fram sem styður slíkar fullyrðingar er afar klént. Slík barátta er þá byggð á því að þjóðin eigi að vera með sektarkennd að vera svo vond við þennan hóp. Það er ekki góður grunnur til þess að byggja baráttu á. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dögg Sverrisdóttir

Vel orðað. Samtökin 22 er afsprengi frá Samtökum 78 þar sem málefnanlegur ágreiningur er um áhersluna á börnin, Að transvæða þau. Samtökin 78 leggja sig fram um það á meðan hinir, vilja það ekki. Samtökin 22 eru hópur lesbía og homma sem háð hafa sína réttindabaráttu og eru sátt. Enga eru engin réttindi sem samkynhneigðir hafa ekki. Hafa sama rétt og aðrir í samfélaginu.

Nú ber svo við að Samtökin 22 verða með málþingi á laugardaginn kl. 10:30 í Þjóðminjasafninu. Fyrirlesarar er samkynhneigt fólk og mun fjalla um reynslu sína af málaflokknum. Norðmaðurinn Tonje verður þarna en hún átti yfir sér ákæru því hún heldur fram að trans-kona (karlmaður sem skilgreinir sig konu) geti ekki verið lesbía þú transkonan sé með typpi. Tonje hefur átt skoðanaskipti í fjölmiðlum um málaflokkinn, því loksins hafa sumir fjölmiðlar opnað á skoðanaskipti. Ekki eins og hér, einhliða fréttaflutningur af trans-málefnum.

Helga Dögg Sverrisdóttir, 9.8.2023 kl. 14:31

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæl Helga Dögg. Þegar ég var yngri var sannarlega fordómar gagnvart hinsegin fólki, eða yfirleitt fólk eins og ekki var í einhverju normi. Mér finnst það vera gjörbreytt í dag og finn nánast ekki til fordóma hvað þetta varðar, heldur virðingu og væntumþyggju. Það er frábært að halda eigi ráðstefnu þar sem fólk ræðir málefnin á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Við eigum ekki að byggja upp baráttu byggða á sektarkennd eða kvíða, heldur með því að þora að vera í núinu og þá í kærleika. Gangi ykkur vel. 

Sigurður Þorsteinsson, 10.8.2023 kl. 05:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband