Mikilvægi dómgreindar, visku og þroska!

Samkvæmt lögum eiga stéttarfélögin ekki að skipta sér af störfum stjórna lífeyrissjóðanna. Það gerði Ragnar Ingólfsson hins vegar og fékk réttilega  ákúru fyrir. Hann hefur sýnilega tekið það alvarlega sem er gott. Hann hefur hins vegar ekki áttað sig á að það gilda enn strangari lög um Seðlabankann og það ekki að ástæðulausu. Hvorki ríkisstjórn, Alþingismenn eða aðilar vinnumarkaðinn eiga eða mega skipta sér af ákvörðunum Seðlabankans. Það er einhver misskilningur í gangi að Seðlabankastjóri einn ákveði hækkun eða lækkun stýrivaxta, það er alrangt. Að því dæmi koma miklu fleira toppfólk innan Seðlabankans. Seðlabankastjóri kemur hins vegar fram fyrir bankann. Þegar Ragnar Ingólfsson og Vilhjálmur Birgisson eru að gera athugasemdir við ákvarðanir Seðlabankans eru þeir fyrst og fremst að gera lítið úr sjálfum sér. Hvenær hefði Guðbjartur Hannesson eða Ólölf Norðdal gert athugasemdir við Seðlabankann, aldrei. Af því að þau höfðu þekkingu og þroska til þess að fara ekki út fyrir sitt valdsvið. Þau fengu hins vegar virðingu fyrir dómgreind sína, visku og þroska. Þeir Ragnar og Vilhjálmur ættu að taka þau sér til fyrirmyndar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband