RÚV blekkti vítsvitandi.

Í viðtalsþætti RÚV um forsetakosningarnar, þar sem allir frambjóðendur mættu, var kynnt skoðanakönnun þar sem frekar mjótt var á mununum á  milli þeirra Ólafs og Þóru. Ólafur með 45% og þóra 39%.  Þóra tjáði sig um þessa könnun eins og sigurvegari. Hún var ánægð með niðurstöðuna. Það sem ekki var sagt, en skiptir höfuðmáli var að skoðanakönnunin var tekin að mestu fyrir þátt með Ólafi, Herdísi og Þóru á Stöð 2,  þar sem Ólafur og Herdís stóðu sig mjög vel, en Þóra ekki. Skoðanakönnun eftir þann þátt sýndi að  57% áhorfenda  töldu Ólaf hafa staðið sig best, en aðeins 19% töldu Þóru standa sig best. Með þessari framsetningu var reynt að koma Þóru aftur inn í leikinn. Það var ófaglegt og heimskulegt af starfsmönnum RÚV.

Þessi vinnubrögð starfsmanna RÚV er þeim mun gangrýniverðari, að einn frambjóðandana hefur Herdís Þorgeirsdóttir hefur hvatt RÚV til þess að láta utanaðkomandi stjórna umfjöllun RÚV um forsetakosningarnar, þar sem Þóra Arnórsdóttir var starfsmaður RÚV. Útvarpstjóri setti málið í aulafarveg, og  einhverjar málpípur gáfu út að ekkert væri við framgögnu RÚV að athuga. 

Niðurstaðan í skoðanakönnun nú segir að Ólafur Ragnar hafi 58% fylgi, Þóra hafi 28%, Ari Trausti hafi 8%, Herdís 4%, og þau Andréa og Hannes 1%. 

Það er auðvitað ekki líklegt að margt gerist fram að kosningum. Jón Baldvin hefur skipað Jóhönnu að halda sér frá kosningabaráttunni, en bara tenging Þóru við Samfylkinguna hefur skaðað hana. Herdís hefur áunnið sér mikla virðingu, og það hefur Andréa einnig gert. 

Ef það væri einhver töggur í Páli Magnússyni setti hann Margréti Marteinsdóttur slakan og mjög hlutdrægan þáttastjórnanda hjá RÚV í veikindaleyfi, til Kanarí ef annað dugar ekki, til þess að halda þá litlu virðingu sem RÚV heldur eftir framgöngu starfsmanna stofnunarinnar. 


Hvernig á næsti forseti að vera?

Nú geysast hver spekingurinn fram á eftir öðrum , á Eyjuna, Smuguna, á Vísi, DV og Fréttablaðið, til þess að segja okkur hvernig næsti forseti eigi að vera. Það eru þeir Illugi Jökulsson, Hallgrímur Helgason, Þórólfur Matthíasson, Baldur Kristjánsson, Magnús Björgvinsson, Gísli Baldvinsson,  Ólína Þorvarðardóttir og fullt af fólki úr sömu katagóríu. Fyrst er varfærnisleg lýsing sem getur átt við alla, síðan smá saman kemur forsetinn á að verða hlýðinn, og ef honum verður á að samþykkja ekki allt sem forsetisráðherrann segir  á hann að skrifa tvöhundruð sinnum siðareglur fyrir sjálfan sig. Hann á að  vera með sítt hár, og með brjóst og vera nýbúinn að ala barn. Þá þregist hópurinn verulega. Í lokin fer mann að gruna að þau séu að meina Þóru Arórsdóttur, sem getur nú varla verið því að þessir pennar eru allir í Samfylkingunni, en Þóra reynir sem harðast að sverja það lið af sér.

 Annars sá ég Þóru á RÚV í drottingarviðtali, sem varð einhvern veginn að prisnessuviðtal, því hún var afar óörugg. Hún skildi oft ekki spurningarnar sem fyrir hana voru lagðar og tafsaði. Styrleiki hennar sem fjölmiðlamaður á heimavelli var ekki að skila henni því sem ég átti von á. Eftir að hafa sjálfur bloggað fyrir 2-3 árum um að Þóra gæti orðið áhugaverður forsetafambjóðandi, er ég að fá kalda fætur hvað það varðar. Ég vil meiri þroska og reynslu. 


Þjóðkjörinn trúnaðarmaður?

Ari Trausti Guðmundsson segist stefna að því að verða þjóðkjörinn trúnaðarmaður fólksins ef hann verður kjörinn forseti. Hann leggur mikla áherslu á reynslu og þekkingu, sem þá væntanlega þýðir baráttu milli Ólafs, Herdísar og Ara Trausta, en svo leggur hann áherslu á hlutleysi, sem aðskilur hann frá Ólafi og Herdísi, en setur hann á sama bekk og Þóru. Óttast að með þessari staðsetningu sé hann að merkja sig út af kortinu. Megin þorri Íslandinga styður ákvörðun Ólafs varðandi Icesave eftirá og áherslur Ara Trausta benda því til þess að hlustun hans á fólkið í landinu sé ábótavant.

 


mbl.is Þjóðkjörinn trúnaðarmaður fólksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saga Icesave

Við skulum rifja upp nokkra punkta í Icesavesamningum. Tökum eftir líkamstáknmáli Jóhönnu og Steingríms. Vita þau að þau eru að blekkja þjóðina? Steingrímur sagði ég trúi því að sagan segi okkur að við séum að gera rétt. Segir sagan okkur það?

 


Óvelkomnir gestir af landsbyggðinni!

Kristján Hall skrifaði stórgóða grein í Morgunblaðið í dag. Kem henni hér á framfæri

Profile Picture

Hingað komu gestir í gær. Þeir komu víða að af landinu, á bátum og bílum af öllum stærðum og gerðum. Þetta var látlaust fólk, sem veifaði brosandi sinastæltum vinnuhöndum til vina og kunningja á leið sinni í miðbæinn. Engin köpuryrði féllu því af vörum, en það svaraði glaðlega, ef á það var yrt. Þetta fólk átti ekki erindi við Reykvíkinga, heldur Alþing sitt og ríkisstjórn, sem hefur aðsetur sitt á þessum útnára siðmenningarinnar, en þegar það ætlaði að bera upp erindi sitt sótti að því hópur innfæddra, með ópum, hrópum og svívirðingum. Greinilega var tilgangurinn sá, að svipta þetta aðkomufólk tjáningarfrelsi sínu, og rétti þess til að kynna Alþingi á málefnalegan hátt mótmæli sín. Ég er ekki víðförull maður, og ég hef aldrei séð tekið svona á móti gestum áður, en þó rekur mig minni til þess að hafa séð viðlíka viðburð einu sinni, en þá var ég í Afríku, og sá hóp bavíana villast inn á heimasvæði annars hóps, en þó að tungumálið væri annað, þá voru viðbrögð og hljóð heimahópanna svipuð.Þá má einnig minnast þess, þegar íslensk kona kom fram á tyrkneskri sjónvarpsstöð og leitaði réttar síns til að fá dætur sínar heim, þá komu fram margir í þættinum, sem andmæltu þeim rétti hennar, og var þáttarstjórinn einn af þeim. En ef einhver andmælendanna talaði óvirðulega til hennar, þá reiddist þáttarstjórinn, og skipaði þeim hinum sama að gæta orða sinna, því hún væri gestur í Tyrklandi, og gestum bæri að sýna virðingu. En þetta var nú menningarþjóðin Tyrkir, og við getum jú ekki lært allt á einni nóttu. Viðbrögð þingmanna finnst mér merkileg. Ríkisútvarpið útlistaði þau í sínu rómaða hlutleysi, með því að senda út ræður tveggja herkerlinga, sem rómuðu framgöngu gestgjafanna í hvívetna, og sögðu þá hafa varið málstaðinn og stefnuna með þeim ágætum, að lýðræðinu, og stefnu ríkisstjórnarinnar hefði verið lyft á þá dýrðlegu braut, sem lofgjörð og tilbeiðslu nýtur.Önnur þeirra sagði jafnframt, að þarna hefði þjóðin sigrað. Það setti mig í svolítinn vanda. Voru gestgjafarnir sigurreifu þessi þjóð, sem allir eru að tala um, en enginn hefur til þessa getað sagt hvað væri, en aftur á móti lýst á margan hátt hvað gæti verið? Kannske var þetta rétt hjá henni, eða var þetta bara eins og þegar hún birti myndina af galdraþulunni í Mogganum, og svo kom í ljós að þetta var bara gamalt dagatal. En Ríkisútvarpið birti líka hluta úr ræðu eins andmælenda þeirra, en svo »óheppilega« vildi til , að það heyrðist ekkert í honum, vegna þess að þingforsetinn hristi höfuðið svo hátt fyrir aftan hann.

 

Ps. Ef ég man rétt  skrifaði Ólína Þorvarðardóttir grein um dagatöl í eitt sinn, sem þóttu ekki beisin. Framganga RÚV var hreint með ólíkindum. 


Þjóðin vill fá að velja sinn forseta sjálf.

Kristján Eldjárn vann Gunnar Thoroddsen í kosningabaráttunni á sínum tíma óvænt en örugglega.  Ástæðan var ekki sú að Gunnar Thoroddsen væri ekki frambærilegur, en hann var tengdasonur þáverandi forseta, fyrrum sendiherra, borgarstjóri og meintur erfðaprins í embættið. Þjóðin vildi hins vegar kjósa sinn forseta sjálf og þau öfl sem vildu Gunnar í embættið urðu undir.

Nú hafa forystumenn núverandi ríkisstjórnar ákveðið að Þóra Arnórsdóttir verði forseti, með þungum áróðri í RÚV svo og Baugsmiðlanna, Stöðvar 2, Fréttablaðsins, Mannlífs og DV sem reyndar hefur verið afsalað til VG. Fólkið áttar sig á aðgerðaráætluninni og tekur ekki þátt í plottinu. Það skiptir engu að Þóra neitar Samfylkingartenglum hennar. Hún hefur neitað tengsl sínum við Samfylkingunni á afar klaufalegan hátt, sagði m.a. að það að ganga í ESB væri sambærilegt og að leigja herbergi í brennandi íbúð. Næst kom Þóra og gagnrýndi framgöngu ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálunum. Það kæmi ekki á óvart að Þóra kæmi næst fram með þá kröfu að það þyrft að rannsaka framgöngu Steingríms í máli Sparisjóðs Keflavíkur, nei annars, það mun hún ekki gera. 

Áróðurinn í Baugsmiðlunum og RÚV er mikill og ósvífinn. Menn hika ekki við að því að blekkja, t.d. með því að tala við ,,sérfræðinga" eins og Eirík Bergmann í tíma og ótíma. Sé einhver í vafa um hvar hans skoðun liggur, ættti viðkomadi að hlusta á eitt viðtal við Eirík. 

Fókið mun kjósa sinn forseta og það verður ekki fulltrúi valdaaflanna, ríkisstjórnarinnar og Bausveldisins. Líklegt er að fjölmiðlarnir muni tapa þessari baráttu. Frambjóðendur eins og Ólafur geta ekki átt von á stuðningi frá Morgunblaðinu. Hann verður bara að treysta á fólkið í landinu, það stefnir allt í það að valdaöflin tapi þessarri kosningabaráttu. Þau Jón Ásgeir Jóhannesson, Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur Sigfússon  velja ekki forseta fyrir íslensku þjóðnina árið 2012, það gerir þjóðin sjálf.


Hafði Herdís rétt fyrir sér?

Þegar finna átti kandídata í forseta, var Herdís Þorgeirsdóttir eitt þeirra nafna sem fljótlega komu upp. Hún hefur mikla reynslu m.a. af fjölmiðlun, kennslu og lögfræðistörfum. Vel máli farin og vel lesin. Það sem háir Herdísi e.t.v. helst að hún kemur hreint til dyranna og segir hluti umbúðalaust. Það á ekki alltaf við og svo eru það mjög margir sem ekki vilja neina hreinskilni.

 Það vakti athygli þegar Herdís kom með þá ábendingu að RÚV ætti að fá utanaðkomandi til þess að sjá um umfjöllun um forsetakosningarnar. Í þættinum á RÚV skaut hún föstum skotum að Baugsmiðlunum og þeim hagsmunatengslum sem þar ríkja.  Doktorinn Herdís verður nú ekki sökuð um þekkingarleysi á fjölmiðlum og tengslum. Hefur bæði mikla reynslu á því sviði sem ritstjóri og síðan í menntun sinni.

Byrjum á Stöð 2, en umfjöllunin þar er talið vera eitt vesta fjölmiðlaklúður sem fram hefur komið. Herdís ákvað að vera áfram í þættinum, á meðan Ari Trausti, Andrea og Hannes gengu út. Herdís skoraði þar fullt af stigum. Sjórnendur þáttarins höfðu ekki getu til þess að vera hlutlausir. Þau höfðu hins vegar ekkert í Ólaf að gera. 57% áhorfenda töldu Ólaf hafa komið best út á sama tíma og 17% töldu Þóru hafa komið best út. 

 Þá er komið að RÚV. Herdís hafði rétt fyrir sér. Þrátt fyrir að  Heiðar Örn Sigurfinnsson hafi staðið sig vel, þá var framganga hins stjórnandans  Margrétar Marteinsdóttur þannig að í heild félll RÚV á prófinu. RÚV var ekki treystandi. Könnun sem tekin var fyrir stjónvarpsþáttinn á Stöð 2 var látin líta út sem ný könnun. Einu beittu fyrirspurnirnar voru til Ólafs, engar til Þóru. 

 Herdís kom vel út úr þessu dæmi, en auðvitað á hún enga möguleika. Ramminn sem fjölmiðlarnir hafa sett verkefninu hefur ekkert með lýðræði og jafnræði að gera. Getuleysi fjölmiðlanna til þess að taka á stórum málum, er ein af ástæðunum fyrir því að íslenskt samfélag hefur ekki náð flugi eftir hrun. 


mbl.is Ósammála um 26. greinina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur sannarlega niður á launum allra landsmanna

Þegar Steingrímur Sigfússon heldur því fram að spuni ríkisstjórnarinnar varðandi sjávarútveginn komi ekki niður á launum sjómanna þá segir hann ósatt, og hann veit það. Reyndar hefur framganga þessarar ríkisstjórnar dags daglega áhrif á laun landsmanna. Það skiptir þau hins vegar engu máli. Þau ætla að sitja út tímabilið. Það er fáránleg stefna Sjálfstæðisflokksins að draga þetta lið ekki fyrir Landsdóm.  Þau þurfa að vera dæmd öðrum til viðvörunar. Þau myndu aldrei sleppa með málamyndadóm. Á hverjum degi gengur fólk atvinnulaust vegna þessa liðs. Á hverjum degi fer fólk á hausinn að ástæðulausu vegna þessa liðs. Á hverjum degi skilur fólk vegna þessa liðs.

Það er kominn tími til þess að mæta  Austurvöll með eggin í fartaskinu! Það er kominn tími til þess að fólkið í landinu bindi endi á óhæfuverk þessa fólks!


mbl.is Kemur ekki niður á launum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með hatið í fartaskinu í kosningabaráttuna!

Þegar sýna þarf manndóm og taka ákvörðun um erfiða hluti, kallar það æði oft á hatursfólk. Ólafur Ragnar Grímsson stóð frammi fyrir þeirri ákvörðun að ríkisstjórn Íslands sendi algjörlega óhæfa samningsmenn til Lundúna til þess að semja um Icesave. Niðurstaðan átti að vera stórkostlegur árangur, en útkoman var að skuldsetja átti Ísland upp í rjávur. Skera hefði þurft t.d. niður  umtalsvert meira í heilbrigðis og menntakerfinu, með skelfilegum afleiðingum. Ríkisstjórnin og hennar lið samþykkti samninginn, en Ólafur hafði áræði þor og visku að vísa samningum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Með því bjargaði hann þjóðinni frá gjaldþroti, frá ákvörðunum dómgreindarlausra og getulausra forystumanna ríkisstjórnarinnar, Jóhönnu og Steingríms. Síðan hafa þau verið með getulausa stjórn, en í stað þess að taka sig á þá hafa þau beint hatri sínu að Ólafi Ragnari. Leppur þeirra í forsetaembættið er afsprengi hatursbaráttunnar.

Verður umsókn Íslands að ESB vísað frá?

Uffe Ellemann-Jensen varaði Íslendinga við: ,,Ekki  hugsa um samband sitt við Evrópu fyrst og fremst á efnahagslegum nótum". Ástæðan fyrir inngöngu Dana í ESB var fyrst og fremst pólitísk. Danmörk var hertekin í síðari heimstyrjöldinni og svar þjóðanna var friðarbandalag og nánara samstarf. Eflaust munum þurfa að greiða meira inn í sambandi en við fáum út úr því sagði þáverandi menntamálaráðherra Dana.  Við getum sem heild tekið á efnahagsmálunum, en það sem mikilvægast er að við getum gripið inn í ef stjórnmálin þróast til verri vegar.

Nú eru tvö mál til rannsóknar vegna meintra brota á stjórnmálasviðinu. Annars vegar er það í Úkraínu þar sem ástandið er hrikalegt og svo er það Ísland. Pólitísk réttarhöld yfir Geir Haarde gætu farið fyrir Evrópudómstólinn. Hefðu allir 4 eða 5 ráðherrarnir farið fyrir Landsdóm,væri ekki um að ræða brot, en þegar aðeins einn er dreginn fyrir dóminn, er það að öllum líkinum mjög alvarlagt mál. Stjórnarhættir í þeim löndum sem sækja um aðild eru grandskoðaðir  og verði viðræðum ekki hætt fljótlega, sem margt bendir til, gæti aðildarumsókn Íslands verið vísað frá. Vinnubrögð Samfylkingarinnar verða ekki liðin í ESB. 


mbl.is Fjárfestar flýja evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband