28.6.2012 | 23:49
Niðurlæging fjölmiðaelítunnar.
Sigri Ólafur Ragnar í kosningunum á laugardaginn er það auðvitað sigur fyrir hann, en á sama tíma er það tap fyrir fjölmiðlaelítuna. Sjónvarpstöðvarnar RÚV og Stöð 2 hafa brugðist þjóðinni með því að hafa ekki haft getu til þess að sýna hlutleysi. Starfsfólk stöðvanna eða hluti þeirra ætlaði að ákveða fyrir íslensku þjóðana hvaða forseta hún ætti að hafa. Jón Ásgeir getur að sjálfsögðu tekið ákvörðun um það hvernig hann beitir sínum fjölmiðlum og gerir það. Öðru gildir um RÚV og meðhöndlun stofnunarinnar á tilmælum Herdísar Þorgeirsdóttur var aumkunarverð, ekki síst hvernig RÚV síðan stóð sig í framhaldinu. Þjóðin vill ekki að fjölmiðlar velji fyrir sig forseta og fólk vill ekki að ráðamenn þjóðarinnar geri það heldur.
Útspil Þóru í byrjun kosningabaráttunniar var afgerandi , með stuðningi fjölmiðlanna. Svar Ólafs sló vopnin úr höndum Þóru, og hún hefur verið hálf vægbrotinn síðan. Hún hefur ekki verið sannfærandi í sjónvarpsþáttunum, tafsað og virtist eiga í erfiðleikum með að koma með skýra stefnu. Í samanburði við Ólaf hefur Þóra virst skorta þroska.
Ég hef heyrt tvo aðila segja að þeir hafi kosið Ólaf áður, en ætli ekki að gera það nú. Við nánari hlustun voru það vinstri menn. Ég hef heyrt konur segja að þær ætli að kjósa Þóru af því að hún sé kona. Hvað myndu konur segja ef við karlar ætluðum að kjósa karl, af því að hann væri karl. Er það þá orðið jafnréttisbarátta.
Aðrir frambjóðendur gjalda þess að fjölmiðlarnir ákváðu að þessi kosningabarátta snérist ekki um lýðræði, málefni og hæfni frambjóðenda, það er miður. Fjölmðlarnir hafa ekki tekið út sinn þátt í huninu, ekki einu sinni beðið þjóðina afsökunar. Nú valda fjölmiðlarnir ekki hlutverki sínu í forsetakosningum. Það kallar á endurskoðun á fjölmiðlalögum. Fjórða valdið þarf nýja umgjörð.
![]() |
Afgerandi forysta Ólafs Ragnars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 29.6.2012 kl. 06:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
27.6.2012 | 23:41
Kreppan er búin?
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor segir í kvöldfrétum RÚV að kreppan sé búin, og alls staðar eru merki um að samfélagið sé að ná sér. Hagvöxtur sé með því mesta sem gerist á vesturlöndum og að kaupmáttur sé svipaður og 2005. Skuldir heimila og fyrirtækja hafi lækkað og hagkerfið sé mun heilbrigðara en það var. Lífskjörin séu hins vegar ekki eins góð og þau voru 2007 vegna þess að þá lifðu menn á lánum. (Á þessum tíma í viðtalinu, sá maður líkamsbeitingu sem á líkamstáknmáli þýðir að viðkomandi sé að fara vítsvitandi með rangt mál) Það sé auðvelt að halda uppi lífskjörum með því að taka lán í útlöndum. Lífskjörin nú séu lífskjör sem þjóðin hafi efni á og verið sé að greiða niður erlend lán. Með lífskjör sem eru sjálfbær.
Talsvert er við þessa ,,frétt" RÚV að athuga. Ef skoðuð er skuldastaða heimila og fyrirtækja er fráleitt að halda því fram að hún sé sú sama og 2005, og þess vegna lífskjör til muna lakari. Hef þá tilfinningu að Gylfi sé kominn inn í einhvern fílabeinsturn, úr tenglum við íslenskan raunveruleika.
Bloggar | Breytt 28.6.2012 kl. 08:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2012 | 13:10
90% telja ríkisstjórn fela upplýsingar
![]() |
90% telja ríkisstjórn fela upplýsingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.6.2012 | 07:33
Er íslenskur fótbolti á villigötum?
Á undanförnum árum hefur verið lögð mikil áhersla á barna og unglingastarf í knattspyrnuhreyfingunni. Viðast hefur mjög vel verið staðið að þjálfun og umgjörðin hefur styrkst. Þetta hefur m.a. skilað sér í yngri landsliðin okkar og nú er þessi uppbygging að skila sér upp í eldri landsliðin. Við sjáum leikmenn sem hafa sambærilega tækni og mótherjar í nágranalöndum okkar hafa.
Á sama tíma og uppbyggingin virðist vera að skila sér, streyma inn í fótboltann erlendir leikmenn. Flestir þeirra slakir miðlungsspilarar. Á sama tíma berjast félögin í bökkum fjárhagslega. Hvernig má þetta vera?
Skýringarnar eru eflaust margar.
Ein þeirra getur verið að ekki sé nóg lagt í að rækta leikmenn frá unglingastiginu yfir á fullorðinsstigið. Þetta þýðir að yngri leikmenn skila sér ekki nægjanlega upp í meistaraflokkana.
Önnur getur verið að verkefni fyrir þá leikmenn sem ekki komast í meistaraflokka félaganna sé ekki næg. Úr þessu hefur þó verið bætt að hluta, því mörg af stærri félögunum hafa ,,aukalið" þar sem yngri leikmenn fá að spila.
Þriðja er að stjórnir félaganna eru of undanlátsamar við þá þjálfara, sem leggja ekki í uppbyggingarstarfið og kaupa erlenda leikmenn vinstri hægri. Þjálfararnir eru metnir af stigaskorinu og það getur sannarlega verið styrkur tímabundð að fá fullmótaða leikmenn að, og auðveldara en að leggja vinnu í ræktunina sem kostar vinnu og þekkingu.
Fjórða er það sem ég kalla fótboltastjóranna. Menn sem koma tímabundið inn í starf félaganna og spila djarft, rétt eins og þeir séu að spila tölvuleik. Fyrir þá skiptir heildarmyndin engu máli. Þegar þessir aðilar fá að ,,kaupa inn" þá eru félögin komin á hættusævði.
Það er ekkert að því að einhverjir erlendir leikmenn spili með íslenskum liðum, en þegar þeir eru orðnir uppistaðan þá er blasir við hætta. Yngri leikmenn gefast upp. Þá hættu þekkjum við vel úr íslenskum liðum. Skuldir safnast upp þangað til blaðran springur. Þá hlaupa stjórnirnar á brott og félögin eru rúkandi rúst, fjárhagslega, félaglega og knattspyrnulega.
Það þarf kjark til þess að snúa þessari þróun við.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.6.2012 | 21:47
Lýst er eftir Sóley Tómasdóttur.......
Þeir sem héldu að öfgafemínistarnir myndu álykta um dóminn yfir Jóhönnu Sigurðardóttur eru orðnir útkula vonar, að Sóley láti sjá sig, eða álykti um málið. Kvennréttindafélagið og önnur samtök sem hafa talið sig boðbera jafnréttis á Íslandi hafa þagað þunnu hljóði. Það sem lekið hefur út er að ályktanir gætu skaðað orðstý ríkisstjórnar enn meira en orðið er.
Kvennadeild Samfylkingarnar ályktaði eitthvað á þá leið að Jóhanna væri frábærust kvenna og alls ekki þreyttur fýlupúki. Forsætisráðuneytið er síðan hvatt til þess að verðandi forsætisráðherrar virði jafnréttislög, sem hins elskaði foringi Samfylkingarinnar Jóhanna Sigurðardóttir, hefur beitt sér fyrir alla sína ævi.
Síðast þegar sást til Sóleyjar hafði hún skriðið undir rúm, meö kodda yfir höfðinu. Þeir sem hitta þetta lið, sem sumir flokka sem ,,öfga feminista" eru beðnir um að nefna mál Jóhönnu ekki á nafn, það gæti leitt til þess að konurnar hlaupi til fjalla og hugsanlega þá ekki komið til baka fyrr en með kindamölun í haust.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.6.2012 | 18:45
Biðin langa eftir samningsmarkmiðunum!
Á árinu 2003 var samþykkt í Samfylkingunni að stefna að inngöngu í ESB, skyldi skipa 9 manna málefnahóp til þess að skoða ávinningin að því að ganga í ESB og hver samningsmarkmið þjóðarinnar gæti verið, síðan eru liðin 9 ár og engin niðurstaða. Sennilega hefur niðurstaða nínumenningana orðið sú að við hefðum ekkert erindi í ESB og því var niðurstaða þeirra væntanlega ekki birt. Þar með hafa samningsmarkmiðin fallið.
Nú segir Össur að samningsmarkmiðin séu tilbúin. Ekki voru þau samþykkt á Alþingi. Ekki hafa þau verið kynnt þjóðinni. Voru samningsmarkmiðin e.t.v. samin af kommisörunum út í Brussel. Það væri þá í takt við annað hjá ESB...og Samfylkingunni. Eða voru þeir Svavar og Indriði sendir út til að semja um samningsmarkmiðin. Þá eru væntanlega á leiðini stórglæsileg niðurstaða!!!
Ræða Farage yfir guttunum í ESB verður lengi í minnum höfð og aldrei of oft rifjuð upp.
![]() |
Samningsmarkmiðin tilbúin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.6.2012 | 20:43
Ráðherrasleikjur
Stjórn kvennahreyfingar Samfylkingarinnar sendir frá sér ályktun um dóminn yfir Jóhannu Sigurðardóttur. Alyktunin fjallar ekkert um brot Jóhönnu, en frekar leitast við að hnýta í þá sem gagnrýna ráðherrann. Auðvitað átti kvennahreyfingin að gangrýna Jóhönnu harðlega, en það segir mjög margt um Samfylkinguna hvernig þessar kerlingar bregðast við. Undirlægjuháttur og sleikjuárátta gerir lítið úr þessum kerlingum. Auðvitað ættu þær að koma fram undir nafni þannig að alþjóð viti hvaða aular eru að verki. Miðað við innihald ályktunar þeirra ættu þær að snúa sér að hita kaffi og bera fram vínarbrauð, þegja og vera góðar. Annað hafa þær ekki fram að færa. Þær hafa orðið jafnréttisbáráttunni til skammar.
![]() |
Álykta um dóminn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 23.6.2012 kl. 07:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
20.6.2012 | 17:20
Höldum forsetakosningabaráttunni frá lákúrunni.
Nú hef ég ekki fylgst mikið með kosningabaráttu forsetaframbjóðandanna að undanförnu. Sá fyrir tilviljun myndband af Þóru Arnórsdóttur þar sem hún hélt bolta á loft. Sem gamall knattspyrnuþjálfari varð ég yfir mig hrifinn. Á ekki von á að aðrir frambjóðendur sýni slíka takta.
Ég var sannarlega opinn fyrir að heyra og sjá hvað frambjóðendurnir hafa fram að færa. Málfutningur Herdísar, Ólafs og Andrea hefur fallið mér í geð. Frammistaða Þóru hefur valdið mér nokkrum vonbrigðum, og skrifa ég það á þá staðreind að hún er nýbúin að eignast barn og er því ekki tilbúinn andlega í harða baráttu. Ari Trausti hefur að mínu mati misst taktinn. Ég er ekki alveg að skilja framboð Hannesar. Held að það sé ekki endilega góð hugdetta, að þó maður fari í endurmenntun þá þurfi maður að bjóða sig fram til forseta.
Það hefur farið í marga og skaðað Þóru að mjög margir upplifa bæði RÚV og Baugsmiðlana sem hlutdræga.
Undir kvöldið kvöldið fékk ég á borðið hjá mér eitthvað mál um Svavar eiginmann Þóru, eftir eitthvað viðtal við Eirík Jónsson. Þetta blað fór ólesið í ruslatunnuna. Man eftir þessum Eiríki með einhvern þátt í einhverjum fjölmiðlinum hér um árið. Lægra sekkur fjölmiðun varla. Held að þetta slái DV við.
Látum ekki slíka lákúru sóða þessa kosningabáráttu út.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.6.2012 | 22:04
Hryllingsfíknin!
Steingrímur litli hafði mjög óvenjuleg áhugamál. Á meðan aðrir litlir strákar hlustuðu hugfangir á söguna um Mjallhvíti og dvergana sjö, eða söguna um fallegu bra bra, sóttist Steingrímur litli í hryllingsögur. Hann elskaði þær. Í stað þess að sitja í fangi afa sinna, leitaði hann uppi afar vafasama sagnamenn. Sá fyrsti hét Svavar, hann var dags daglega ekki slæmur maður, en þegar hann byrjaði að segja Steingrími litla söguna um Isbjörgu, umhverfiðist hann. Fram úr enni hans spruttu horn, og augnaráð hans varð andstyggilegt. Með Ísbjörgu væri hægt að pína fólkið í landinu. Stórskaða það. Steingrímur litli gladdist ógurlega.
,,Væri hægt að nota Ísbjörgu í útlöndum" spurði Steingrímur í eftirvætingu.
,, Jú", svaraði Svavar, ,,en þá ber fókið heima ábyrgð, og ég er sá eini sem er hæfur til að semja um síkt ástand"
Þetta ætlaði Steingrímur litli að muna alla æfi, og muna eftir Svavari, ef semja þyrfti um Ísbjörgu.
Þrátt fyrir að strákurinn elskaði Svavar, fannst honum að það hlyti að vera til meiri hryllingsagnameistari, og hann fann hann.
Sá hafði líka lært ,,upplýsingaöflun" í fyrirheitna landinu, Austur Þýskalandi. Hann var miklu grófari en Svavar, eða Svabbi eins og Steingrímur litli kallaði hann.Það eina sem Indriði elskaði var konur, allar konur, öllum öðrum vildi hann illt. Hann vildi nota hrottalegri pyntingaraðferðir en Svabbi. ,,Ég er skttpínarinn mikli" Steingrímur litli varð ógurlega hræddur, en líka svakalega spenntur. Indriði ,,frændi" sagi Steingrími litla sögur, sem hann Indriði sagði að væru svo ljótar, að þær yrðu aldrei að veruleika. ,,Fjölskyldur eða fyrirtæki, þau eru til að pína" sagði Indriði
,, Ef ég verð einhverntíma ráðherra, þá fæ ég þig sem aðalráðgjafa og við komum þessu öllu í verk".
,, Það yrði gaman" sagði Indriði frændi Það spruttu á hann horn og hófar, og hann hann hló hryllingshlátri.
,, Mundu að ef þú verður einhverntíma ráðherra, verður ofsalega gaman hjá okkur, en við verðum báðir hataðir" sagði Indriði.
Fjarrænt glott færðist yfir andlit Steingríms litla.
![]() |
Frumvarp um veiðigjöld samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 19.6.2012 kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2012 | 13:19
Óheilindin bitu hana í afturendann
Þegar slitaði upp úr ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, tók við ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms, með stuðningi Framsóknarflokks. Það þótti mikil trúgirni hjá nýjum formanni Framsóknarflokksins Sigmundi Guðlaugssyni að treysta þeim hjúum. Það var ekki fyrr búið að handsala samkomulag milli flokkana fyrr en þau Jóhanna og Steingrímur stungu Sigmund í bakið. Það var öllum ljóst að annað hvort yrðu þessi svik banabiti hjá nýum og óreyndum formanni, eða þetta yrði þeim hjúum dýrkeypt síðar. Það er að koma í bakið á þeim núna. Það er ekkert traust á milli, engar sigur sigur lausnir. Á því ber Jóhanna Sigurðardóttir alla ábyrgð.
Víða í nágrannaríkjum okkar er meira samstarf milli stjórnar og stjórnaradstöðu. Menn vita hvað sigur sigur samskipti eru. Þessi vinnubrögð eru ekki til staðar hérlendis. Strax eftir hrun vildi Geir Haarde fá Steingrím inn í stjórnina til þess að koma að vísi að þjóðstjórn. Samfylkingin mátti heyra á það minnst að fá kommúnista með sér í stjórn. Nú hafa kommúnistarnir étið upp Samfylkinguna, ekkert eftir af jafnaðarstefnunni. Svo stendur Jóhanna á 17 júni og kvartar yfir eymslum í afturendanum. Eymslum sem hún skóp sér sjálf með óheildinum.
![]() |
Náð lengra en mig dreymdi um |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10