26.9.2011 | 22:26
Reka lögreglumenn réttmæta kjarabáttu?
![]() |
Hræddir við hvað geti gerst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.9.2011 | 08:44
Fjársöfnun fyrir ESB!
![]() |
Björgunarsjóður fjórfaldaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.9.2011 | 14:19
Veik móðir svipt þremur börnum sínum!
Í gær hitti ég 65 ára gamla ekkju sem hefur átt við talsverð veikindi að stríða undanfarin ár. Hún sagði mér að börnin hennar þrjú væri tilneytt þurft að fýja land og hefja nýtt líf í Norgi. Öll erum með framhaldsmán í Háskólum hérlendis og öll bætt við sig námi, en ekkert þeirra fékk vinnu hérlendis. Þau eru flutt með fjölskyldur sínar til Noregs og eru búin að fá störf þar. Hún saknar barnanna og barnabarnanna, en getur sjálf ekki flutt út þótt hún vildi.
,, Ég hef verið stuðningur Samfylkingarinnar frá stofnun hennar. Það verður ekki meir. Ég hef séð hvað vinstri menn gera fyrir okkur alþýðufólkið. Þau koma bara með loforð til þess að svíkja."
Á sömmum tíma hef ég hitt þrjár konur sem sögðu mér nánast sömu söguna. Vonbrigðin með að missa börnin og ekki síst barnabörnin er mikil. Á sama tíma eru þingmenn og ráðerrar ríkisstjórnarinnar að reyna að telja fólki trú um að náðst hefur einstakur árangur. Eitthvað sem fólkið ekki sér og finnur.
Fólkið þarf á von að halda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.9.2011 | 20:16
Íslandsmeistaratitilinn á leiðinni í Vesturbæinn.
Það væri virkilega ósanngjarnt ef titilinn í ár færi ekki í Vesturbæinn. KRingarnir eru einfaldlega bestir í ár. Með hörkugóðan mannskap, mjög öfluga stjórn og frábæran þjálfara Rúnar Kristinsson. Þetar þetta allt fer saman kemur sigur. Auðvitað hefur liðið átt miðlungsgóða leiki inn á milli, en í heildina eru þeir bestir í ár og verðskulda titilinn. Það væri sigur knattspyrnunnar.
Ég er ekki að gera lítið úr IBV og þar hefur þjálfarinn gert afskaplega góða hluti. Mannskapurinn er hins vegar ekki eins góður og hjá KR. Hins vegar frábært ár hjá IBV.
![]() |
Aron Bjarki hetja KR-inga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2011 | 22:48
Nýtt stjórnmálaafl fyllir gatið sem Samfylkingin skildi eftir sig.
Samfylkingin er í upphafi sett saman úr Alþýðuflokknum, Alþýðubandalaginu og Kvennalistanum. Þessi samsuða tókst að hluta, en að mestu leyti ekki. Mörgum Alþýðuflokksmönnum sveið þegar Margrét Frímannsdóttir úr Alþýðubandalaginu varð formaður Samfylkingarinnar. Ekki síst vegna þess að það dugði ekki til þess að halda Alþýðubandalagsfólinu í Samfylkingunni. Stór hluti þess fór og stofnaði VG. Svekkelsið minnkaði ekki þegar við formannssólnum tók Ingibjörg Sólrún Gísladóttir úr kvennalistanum. Þessi vonbrigði og pirring má glöggt finna hjá fyrrverandi formanni Alþýðuflokksins Jóni Baldvini Hannibalssyni. Hafi óánægjan verið mikil hjá gamla Alþýðuflokkskjarnanum, náði yfirtaka Þjóðvakaforyngjans Jóhönnu Sigurðardóttur að fylla mælinn. Þessi kona sem ekki gat unnið með neinum í ríkisstjórn átti að fara að leiða Samfylkinguna og ríkisstjórn. Það var dæmt til að mistakast. Í raun færði Jóhanna Samfylkinguna vinstri megin við VG. Ríkisstjórnin er því oft kölluð, ríkisstjórn Alþýðubandalagsins.
Eftir að Guðmundur Steingrímsson gerði sér grein fyrir því að hann átti enga samleið með hinni vistrisinnuðu Samfylkingu, ákvað hann að fara inn á miðjuna og ganga í Framsókn. Það lá fyrir strax í byrjun að hann átt ekkert sameiginlegt með því fólki. Guðmundur sem trúir á ESB, en Framsókn ekki og þegar Ásmundur Daði gekk í Framsókn var ljóst að Guðmundur var úti.
Jafnaðarmenn á miðjunni og hægra megin við miðju voru orðnir heimilislausir. Þetta vissi Guðmundir og þeim vill hann safna saman. Ná þeim úr Samfylkingunni sem töldu að flokkurinn ætti að vera miðjuflokkur. Það er ekki ólíklegt að Árni Páll og Magnús Schram gangi til liðs við Guðmund, og jafnvel Katrín Julíusdóttir og Kristján Möller. Við næstu kosningar gæti það gerst að Samfylkingin þurrkist út, eða leifar hennar gangi til liðs við VG og einhver hluti við Guðmund og Besta flokkinn. Jóhanna bauð nýlega upp á að sameinast í nýjan flokk,aðalatriðið væri ESB, jafnaðarmennskan var algjört aukaatriði. Að forminu til gengi Samfylkingin þá i flokkinn hans Gumma Steingríms. Nýji flokkurinn verður ekki með áherslu á jafnaðarmennsku, heldur lítið hér og lítið þar. Jafnaðarmennirnir í Alþýðuflokknum verða því áfram heimilislausir. Kjarnann vantar. Niðurstaðan er hringferð án stefnu og árangurs.
![]() |
Áhugi víða fyrir nýju framboði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 22.9.2011 kl. 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.9.2011 | 08:36
11 dagar til Austurvallarmótmælanna miklu!
Já, 1 október verður Alþingi sett. Hagsmunasamtök heimilanna hefur þann dag boðað til friðsamra mótmæla fyrir utan Alþingi. Samtökin mótmæla að illa hafi verið staðið að málum, hvað varðar skuldavanda heimilanna og að loforð hafi verið svikin. Stjórnvöld hafa margoft boðað aðgerðir sem fara á í rétt eftir helgi, og svo næstu helgi. Þær hafa flestar frestast eða gleymst og ekkert hefur verið gert. Þeir sem vilja vekja stjórnmálamenninga af Þyrnirósar svefni sínum ættu að mæta á Austurvöll. Einhver óvissa er hvort lögreglan verður á staðnum, en þá verðum við fólkið í landinu að taka að okkur gæsluna. Örfáir öfgamenn mega ekki skemma fyrir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
18.9.2011 | 22:23
Er siðblinda, mesta ógn stjórnmálanna?
Framganga Dominiques Strauss-Kahn þarf alls ekki að vera brot á lögum, eða ekkert glæpsamlegt athæfi hafi átt sér stað. Hins vegar segir Dominique Strauss-Kahn að hann hafi brugðist bæði trygglyndri konu sinni og frönsku þjóðinni. Margt bendir til þess að hann sé haldinn persónuleikaröskuninni sem kölluð er siðblinda. Helstu einkenni hennar eru m.a:
1. Athyglissýki
2. Plottárátta
3. Lygaártta
5. Hugsar um eigin hag umfram hag heildar, eða flokks. Fer frjálslega með fjármuni annara og vald.
6. Taka gjarnan áhættu á annarra kostnað.
7. Eiga erfitt með að greina þegar farið er út af siðferði-sporinu.
8. Brókasótt, og sérstök árátta til þess að fara ekki dult með það.
Siðblindir einstaklingar sækja mjög í störf eins og í pólitík, í fjölmiðla og í fyrirtæki þar sem miklir fjármunir eru undir.
Víða erlendis er tekið mjög hart á siðblindu stjórnmálamanna. Þannig er tekið mjög alvarlega á siðferðilegum brotum t.d. á hinum Norðurlöndunum og í Bretlandi, og menn neyðast til þess að segja af sér. Því miður er það ekki er það ekki reyndin hérlendis. Hér gerist ekkert, sem leiðir til trúnaðarbrest milli stjórnmála og almennings. Siðblindir einstaklingar voru áberandi 2007 innan fyrirtækja og margt sem bendir til þess að þá hafi fjármunir flotið á milli.
Spurningin hvernig stjórnmálaflokkarnir ætla að taka á slíkum aðilum nú eftir hrun, en fyrst þarf að koma til vitundarvakning um að siðblind framganga sé eitthvað vandamál. Fjölmiðlar verða að taka þátt.
Dominique Strauss-Kahn viðurkennir siðferðisbrot en iðrunin virðist yfirborðsleg. Hann hafði sterklega komið til greina sem forseti Frakklands, þrátt fyrir orðspor sitt. Á Italíu er Silvio Berlusconi. Erum við nær Ítalíu, Grikklandi og Frakklandi hvað varðar siðferðiskröfur til stjórnmálamanna, en Norðurlöndunum og Bretlandi, og þá ættum við að spyrja hvers vegna.
![]() |
Siðferðislegur brestur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 19.9.2011 kl. 06:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2011 | 19:51
Landsliðsþjálfari karla fundinn!
Stórkostlegur árangur kvennalandsliðsins er uppskera fagmennsku. Þegar Sigurður Ragnar tók við tók hann upp ný vinnubrögð. Hann skorti reynslu og þá fékk hann til sín mann með reynslu sem er Guðni Kjartansson. Saman hafa þeir náð ótrúlegum árangri, að sjálfsögðu með stelpunum og öllum þeim sem að landsliði kvenna standa. Hann er búinn að vera 5 ár með landsliðið og þá fer að koma tími á næsta verkefni. KSÍ hefur oft setið undir gagnrýni, en sambandið hefur sýnt að þegar kemur að kvennalandsliðinu getur sambandið staðið sig.
Við eigum til afburða þjálfara innanlands og einhverja þeirra getur Sigurður fengið til liðs við sig. Það á að leggja meira í landsliðin heldur en hefur verið gert. Mismunurinn á að þjálfa kvennabolta og karlabolta er sífellt að vera minni og minni.
Auðvitað eru það svo að margir sérfræðingarnir munu bend á menn eins og Bobby Charlton, Roy Keen eða einhverja þá sem þeir þekkja erlendis. Málið snýst hins vegar um að byggja upp fagmennsku og hana er hægt að fá hér innanlands.
Við eigum að nýta Sigurð áfram til þess að hafa áhrif á kvennalandsliðið, landsliðsþjálfari á að vera í fullu starfi fyrir KSÍ. Það er hægt að fara með kvennalandslið á næsta stig. Með meiri vinnu og meiri stuðningi.
Stórgóður leikur í dag, sem við eigum öll að fagna.
![]() |
Sögulegur sigur gegn Noregi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.9.2011 | 13:42
Til fyrirmyndar
Dómnefnd sem veitti Ragnari Axelssyni fjölmilaverðluan Umhverfisráðuneytisins kemur skemmtilega á óvart með ákvörðun sinni. Ragnar sem hefur verið bæjarlistamaður Kópavogs, og fékk 15 þúsund manns á síðustu sýningu sína í Gerðasafni er einstakur listamaður. Það kom mér á óvart þegar síðasta bók hans var ekki tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Það vakti líka athygli mína að hann var ekki valdinn til þess að sýna á Listahátíð. Hef á tilfinningunni að það sé til einhver sérskipuð elíta sem ekki er Ragnari hliðholl.
Sá myndina Andlit norðursins fyrir nokkru og var alveg heillaður.
![]() |
Ragnar Axelsson hlýtur umhverfisverðlaun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2011 | 17:06
Hvað er þetta kona?
Við þjóðin teljum að ríkisstjórnin sé óbilgjörn og beiti okkur ofbeldi. Það er vissulega óþægilegt en við tökum því af karlmennsku. Við völdum þig til þess að leiða þjóina, en þú brást okkur. Hvar varst þú þegar þegnar þínir voru matarlausir? Þjóðin varð að fara í biðraðir hjál hjálparstofnunum til að fá mat. Þjóðin leitaði til þín þegar Hollendingar og Englendingar kröfðu okkur um ósanngjarnar greiðslur vegna Icesave. Þú lagðist kylliflöt fyrir þeim og öll þín þjónustuhörð ásamt gosanum honum Steingrími. Þú vildir setja á okkur milljarða milljóna birgðar. Þá kom Ólafur og gaf okkur val um að hafna samningum sem við og gerðum. Og hvar er skjaldbogin sem þú lofaðir okkur. Þú afhentir erlendum útrásarvíkingum bankanna og gafst þeim skotleyfi á heimilin í landinu og fyrirtækin.
Kona, ekki saka aðra um óbilgirni og hroka, þegar þú hefur sýnt okkur verkin þín.
![]() |
Óbilgirni og ofbeldi á þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 16.9.2011 kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10