11.10.2011 | 18:56
Björgun heimilanna
Helsta verkefni þessarar ríkisstjórnar var að slá skjaldborg um heimilin í landinu. Skiptar skoðanir eru um það hvernig til hefur tekist. Lítill minnihluti þjóðarinnar, harðasti kjarni stjórnarflokkanna, telja að unnið hafi verið afrek með verkum þeirra Jóhönnu og Steingríms. Meginþorri þjóðarinnar er hins vegar óánægð. Ekki þarf að spyrja um afstöðu þeirra sem flúið hafa land. Gott er að sjá áherslurnar í myndrænu ljósi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2011 | 22:33
Flóttinn hafinn.
Það hefur lengi legið fyrir að það er ekki aðeins klofningur í VG heldur er Samfylkingin að liðast í sundur. Þórunn Sveinbjarnardóttir yfirgaf skútuna og þá er síðasti Kvennalistafulltrúinn eftir. Frjálslyndir jafnaðarmenn, m.a. þeir sem áður studdu Jón Baldvin eru lagðir í einelti og bíða þess að sú gamla hætti eða gefi upp öndina. Þeirra efnilegasti fulltrúi er Magnús Schram, gerist sekur um að verja Jóhönnu út í það endalausa, nokkuð sem hann á eftir að fá í baki á endanum. Katín Júlíusdóttir sýnir oft tilbuði, sem er það skásta sem sést til þessa flokks. Hún var á þessum fundi og ekki af ástæðulausu.
Forsætisráðherra sem hrynur í fylgi á aðeins einn dvalarstað, kyrrðin, hvíldin. Öllum er ljóst að hennar tími er liðinn. Þeim mun lengur sem hún situr, eykur það líkurnar á því að nýr flokkur verði stofnaður. Það þarf ekki tvö eintök af VG. Það var til eitt Alþýðubandalag og það er engin þörf fyrir það í tvíburalíki. Eins og að hafa tvær sjoppur hið við hlið.
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum mínum innan Samfylkingarinnar vex undiraldan innan flokksins, uppgjör er óhjákvæmilegt. Fylgið sem Samfylkingin fékk á sínum tíma, var aðeins að litlum hluta með þessar áherslur sem haldið er fram af forsætisráðherra.
![]() |
Félag frjálslyndra jafnaðarmanna endurreist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 7.10.2011 kl. 07:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.10.2011 | 18:29
Auður banka fari til þjóðar!
Jóhanna Sigurðardóttir sagði í stefnuræðu sinni að ljóst að arðsemi bankanna gæfi tilefni til þess að skattleggja þá sérstaklega.
Á sama tíma og heimilin, fyrirtækin og velferðarþjónustan búa við samdrátt í kjölfar hruns fjármálakerfisins er það samfélagsleg skylda bankanna að skila þessum mikla hagnaði aftur til samfélagsins með einhverjum hætti.
Hér á blogginu gagnrýndi ég sölu bankanna harðlega. Ekki vegna þess að bankar eigi að vera í ríkiseigu, heldur vegna þess að eftir átti að gera hrunið upp. Ákveða hvað þjóðin ætti að borga, heimilin, fyrirtækin og útrásarvíkingarnir. Það var lag, sem ekki var nýtt. Með því að selja bankanna var Steingrímur og Jóhanna að segja að þau treystu sér ekki í þetta flókna verkefni. Þau seldu bankana til erlendra útrásarvíkinga, vogunarsjóða og gáfu þeim skotleyfi á heimilin og fyrirtækin í landinu.
Það var auðvelt að sjá þessa hættu fyrirfram.
Jóhanna segir að ríkisstjórnin hafi staðið sig alveg sérstaklega vel. Að skjaldborgin sé traust og að engar hættur steðji að íslensukm heimilum. Svo glottir hún. Hún er stolt. Betur er ekki hægt að gera. Með framkomu sinni er hún að skerpa línurnar milli þjóðar og ríkisstjórnar. Það getur kallað á öfgafyllri aðgerðir almennings.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.10.2011 | 16:26
Hvernig munu ákæruliðirnir í málinu gegn Jóhönnu og Steingríms hljóða?
Þá má öllum vera ljóst að næstu aðilum sem stefnt fyrir Landsdóm, verða Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur Sigfússon. Það er áhugavert að velta fyrir sér þá ákæruliði sem verða í þeirra máli.
1. Gróf aðför að íslensku þjóðinni, með því að ætla að neyða fleiri hundruð milljóna óþarfri skuld á þjóðina. Beita til þess þrýstingi á aðra þingmenn til þess að ná fram vilja sínum.
2. Vanrækja skyldur sínar til þess að byggja upp efnahag þjóðarnnar.
3. Afhenda erlendum vogunarsjóðum tæki til þess að kúa íslenskan almenning.
4. Hafa vítsvitandi tekð að sér verkefni fyrir land og þjóð, án þess að hafa til þess, kunnáttu, getu eða reynslu og ekki gert tilraun til þess að bæta úr þessari fötlun.
Margar aðrar greinar væri hægt að setja inn eru tillögur vel þegnar.
![]() |
Tveimur ákæruliðum vísað frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.10.2011 | 13:21
Morðtilraun á Austurvelli!
Þegar eggi er hent í höfuð á manni, getur höggið orðið mjög mikið. Ef það hittir t.d. gagnaugað á fólki, þá getur það endað með heilablæðingu og dauða. Mörg dæmi eru um slíkt við högg á gagnauga. Hér er því um aðför að ræða. Það er ótrúlegt að fólk skuli verja svona ofbeldi. Hér á blogginu, voru gerðar athugasemdir við að alþingismaður hvatti til friðsamlegra mótmæla. Slíkt var einnig gert í búsáhaldabyltingunni og þá vakti athygli mína hvernig þingmenn VG tóku á málum. Það er því athyglisvert að það skuli vera þingmaður VG sem lendir í þessari árás.
Það að henda steinum, eggjum eða öðrum hlutum í fólk, hvort sem það eru þingmenn eða aðrir er algjörlega óverjandi. Árásin á Árna Þór Sigurðsson er morðtilraun, og þrátt fyrir að við deilum ekki alltaf sömu skoðunum og ég, fordæmi ég svona ofbeldi.
Ríkisstjórnin á hins vegar mikla gagnrýni skilið.
Fjölmiðlar ættu að taka þetta mál upp og frá álit frá læknum, hvað það þýðir eða hvað það geti þýtt að fá í sig egg með þessum hætti.
![]() |
,,Eggið hæfði mig á vondan stað" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
1.10.2011 | 00:04
Noregur treystir áfram á EES, sama hvað Ísland gerir
Jonas Gahr Støre utanríkisráðherra Noregs og félagí í Verkamannaflokknum í Noregi sagði í dag að Noregur ætlaði sér að vera í EES hvað sem Ísland gerði. Auðvitað veit hann að Ísland er ekki á leiðinni í ESB. Hann fær þydd íslensk blöð og er alveg kunnugt um stöðuna hér. Norðmenn kolfelldu ESB aðild á sínum tíma, af svipuðum ástæðum og munu fella samninga ef þeir koma nokkru sinni upp á borð. Slíkir samningar áttu að liggja fyrir á árinu 2011 sögðu þeir sem trúgjarnastir voru, nú er talað um 2014 eða 2015. Þá verður samfylkingin ekki við völd, ef hún verður þá ofan jarðar.
![]() |
Miklu stolið úr sjóðum ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.9.2011 | 21:14
Vonbrigði með Sigmar
Ég játa að ég var mest fyrir vonbrigðum með Sigmar Guðmundsson því hann er einn af okkar albestu fjölmiðlamönnum. Jóhanna reyndi eins og hún gat að halda orðinu, en gaf oft höggstað á sér. Hún vílaði sér ekki við að fara rangt með staðreyndir og það kom í ljós að hún virðist lifa í einhverjum lokuðum hugarheimi sem þjóðin þekkir ekki. Hefði hún verið í viðtali hjá BBC hefði verið hneppt niður um hana og hún rassskellt opinberlega, andlega. Hvort það hafi verið vorkunn fyrir Jóhönnu, þá hefði Sigmar átt að taka hana betur á teppið. Hún sagði þjóðinni að allt hefði verið gert fyrir heimilin. Hún fær svar við því á laugardaginn hvort þjóin sé henni sammála.
Það kemur hins vegar ekki á óvart að DV fagnar viðtali við Jóhönnu ógurlega. Það kemur ekki á óvart í ljósi þess að vinveittur útrásarvíkingur er sagður hafa borgað upp skattaskuldir snepilsins.
![]() |
Kvótafrumvarpið gallað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
28.9.2011 | 19:47
Launalágu stéttirnar
Allnokkur umræða hefur farið fram að undanförnu um starfstéttir sem eru ílla launaðar. Fyrst voru það flugmenn, flugumferðarstjórar og flugfreyjur. Þessar séttir báru sig saman við samskonar stéttir erlendis. Svo bættust við félagsráðgjafar og lögreglumenn. Á þeim séttum getur verið mikið álag og starf þeirra orðin erfiðari og hættulegri en áður. Í viðtölum við lögreglumenn kemur fram að það sem erfiðast er í þeirra starfi er meðal annars að koma að börnum og ungu fólki sem hefur slasast eða látið lífið.
Ef við skoðum dæmið aðeins lengra, þá koma slik erfið mál einnig upp hjá stéttum eins og hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, læknum og næringafræðingum. Í dag ræddi ég við tvær konur sem vinna á Landspítalanum. Önnur hjúkrunarfræðingur og hin næringarfræðingur. Báðar eru á strípuðum taxta og ekkert álag, eða aðrir hækkunarmöguleikar. Þær fara ekki í fjölmiðla, og fjölmiðlarnir koma ekki til þeirra. Laun þeirra munu ekki hækka, nema með því móti að flytja erlendis. Í Noregi bjóðast feiknargóð laun fyrir þessar stéttir.
Laun er auðvitað allt of lá, en við það búa flestar starfstéttir á Íslandi. Það breytist ekki fyrr en atvinnumálin séu sett á dagskrá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.9.2011 | 14:20
Sársvekkti forsætisráðherrann!
![]() |
Sár og svekkt vegna orða SA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.9.2011 | 08:48
Hættulegar áherslur!
Það að flýta setningu Alþingis er afar grunnhyggin ákvörðun. Ef tíminn 13.30 hefði staðið kæmu á Austurvöll 8-10 þúsund mótmælendur. Stærsti hluti þess friðsamt fólk sem vill tjá óánægju sína. Heyrði í gær að sjálfboðaliðar ætluðu að taka það að sér að halda uppi lögum og reglu. Breyttur tími þýðir að nú ber meira á ólátaseggjunum. Ríkisstjórn sem ekki þorir að horfast í augu við almenning á landinu á að segja af sér.
Heyrði í Margréti Tryggvadóttur, sem mér skilst að sé ennþá á Alþingi. Henni fannst sú ráðstofun að flýta setningunni, alveg skiljanleg. Þannig losnaði starfsfólk Alþingis fyrr úr vinnunni á laugardaginn. Hún var heldur ekkert á því að ríkisstjórnin ætti að segja af sér. Þessi kona kom úr Borgarahreyfingunni, sem taldi sig eina málsvara fólksins í landinu. Afsprengi búsáhaldabyltingarinnar. Sigur hún á Alþingi og eina baráttumálið hennar er að halda sér á Þingi út tímabilið.
![]() |
Flýta setningu Alþingis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10