Hvað er þetta kona?

Við þjóðin teljum að ríkisstjórnin sé óbilgjörn og beiti okkur ofbeldi. Það er vissulega óþægilegt en við tökum því af karlmennsku. Við völdum þig til þess að leiða þjóina, en þú brást okkur. Hvar varst þú þegar  þegnar þínir voru matarlausir? Þjóðin varð að fara í biðraðir hjál hjálparstofnunum til að fá mat. Þjóðin leitaði til þín þegar Hollendingar og Englendingar kröfðu okkur um ósanngjarnar greiðslur vegna Icesave. Þú lagðist kylliflöt fyrir þeim og öll þín þjónustuhörð ásamt gosanum honum Steingrími. Þú vildir setja á okkur milljarða milljóna birgðar. Þá kom Ólafur og gaf okkur val um að hafna samningum sem við og gerðum. Og hvar er skjaldbogin sem þú lofaðir okkur. Þú afhentir erlendum útrásarvíkingum bankanna og gafst þeim skotleyfi á heimilin í landinu og fyrirtækin. 

Kona, ekki saka aðra um óbilgirni og hroka, þegar þú hefur sýnt okkur verkin þín. 


mbl.is Óbilgirni og ofbeldi á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg

Frábært hjá þér Sigurður, meitlaður sannleikur þetta er veruleikinn í stjórnartíð Jóhönnu.

Það eru verkin sem tala og eru til vitnis, ekki fagurgali, hótanir, orðbrúk, og stóryrði.

Sólbjörg, 15.9.2011 kl. 17:48

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Íþróttirnar, Siggi, íþróttirnar maður. Annars endarðu sem biluð plata eins og hann Páll Vilhjálmsson "blaðamaður"

hilmar jónsson, 15.9.2011 kl. 18:06

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sammála þér Sigurður í öllu...

Það er líka hægt að lesa það útúr svari hennar með að hitta Forseta vor að GUNGA er hún Jóhanna, og ef henni væri alvara með að láta Forseta vor heyra það vegna orða hans þá væri hún búin að því...

Það er hver einasta manneskja sem ég þekki búin að missa allt álit á Jóhönnu og Steingrími og satt að segja þá óar manni við heiftinni í sumum og satt að segja þá væri óskandi að Forsetinn stigi fram núna og sliti Þingi vegna þess að það er allt traust farið og boðaði til kosningar tafarlaust.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.9.2011 kl. 20:24

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Hilmar ég er mjög stoltur með það sem ég hef skilað til íþróttanna. Svo er ég líka ánægður með framlag mitt til tónlistarinnar. Þegar ég var unglingur sat ég ásamt vinum mínum með Sigfúsi Halldórssyni, eitt kvöld og fram á morgunn og hlustuðum á hann spila og ræða tilurð laga sinna. Spurðum við hann hvort honum finnist popptónlist léleg, svarði hann það er til  góð popptónlist, það er til góð klassík, það er til gott jass, en það er líka til vond tónlist.

Það er til vond tónlist og það er til menn sem hafa vont viðhorf til þjóðmálanna. Kann vel við menn sem hafa aðrar skoðir en ég og geta rökstutt þær. 

Þegar menn eru hins vegar eins og rakkar, sleikja þá sem í forystu án tillits til framlagsins eru það eins og menn sem sýna almenningi dónaskap með að spila slaka, og innihaldslausa tónlist!

Sigurður Þorsteinsson, 15.9.2011 kl. 20:36

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Komon Siggi, ekki misskilja mig. Mér fannst pistlar þínir um íþróttir hreinlega áhugaverðari.

Góð músik, vond músik, Vondir menn, góðir menn ? Allt er þetta spurning um smekk og afstöðu mótaða af upplifunum og skilningi á ríkjandi stöðu hverju sinni.

Afstætt....

hilmar jónsson, 15.9.2011 kl. 20:43

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Talandi um góða/ vonda músik. Hvað segirðu um þennan jazz:

http://www.youtube.com/watch?v=Dvc5tSqak2Q

hilmar jónsson, 15.9.2011 kl. 20:46

7 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Það eru gömul sannindi og ný að ofbeldi kallar á meira ofbeldi. Ætli stjórnin hitti ekki þann sannleika fyrir. Hvers vegna er verið að slíta þessu þingi, því heldur þetta fólk ekki áfram í sinni vinnu sem það er ráðið til. Hvaða vinnuleg er þetta að setja upp einhverja endemis pressu. Það eru mörg mál á dagskrá, þingmenn eiga að halda áfram að vinna vinnuna sína!

Jón Atli Kristjánsson, 15.9.2011 kl. 20:55

8 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Hilmar jú, jú, auðvitað er smekkur hluti af dæminu, en góð tónlist höfðar til mjög margra sem hafa þekkingu, tilfinningu og reynslu. Það sama á við um íþróttir. Þessi flutningur Oscars Petersons er hreinlega snilld!

Jón, því miður er það að koma æ meira í ljós að hæfileiki Jóhönnu til þess að vinna lýðræðislega með öðrum er afar takmarkaður. Þegar getan er ekki til staðar hreytir hún úr sér ,, Óbilgirni og hroki". Það skýrir e.t.v. hvers vegna stuðningur við Jóhönnu er farinn úr 65% og undir 20%. Þessu mun ekki ljúka, fyrr en fleiri þingmenn samfylkingarinnar gera sér grein fyrir að þeir eiga engan möguleika á að komast aftur á þing. 

Sigurður Þorsteinsson, 15.9.2011 kl. 21:28

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll Siggi,vel skrifað,rétt eins og fjallræðan. Hressilegur jazz er upplyfting,Oscar,er hrikalega góður,einhverjum í vinahópi okkar, líkti honum við járnbrautarlest,geðjaðist víst betur að öðrum. En toppurinn var að standa við píanóið,þegar Guðmundur heitinn Ingólfsson,lét gamminn geysa í improviseringum. Þú ert búinn að skammast í Jóhönnu en ég komin í hljómlistina,gott að gleyma henni augnablik. P.S. ætla að fylgjast með Maraþonhlaupi Þorsteins Helgasonar,í Boston og held Chicago,mun klára þetta fyrir föður sinn. M.b.K.v.

Helga Kristjánsdóttir, 15.9.2011 kl. 23:47

10 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Góður pistill og segir allt sem segja þarf.

Guðmundur St Ragnarsson, 16.9.2011 kl. 09:20

11 Smámynd: Björn Birgisson

Er þetta vel skrifaður pistill? Ekki finnst mér það, hvorki hvað varðar efni né framsetningu, en líklega telst hann betri en ekkert fyrir málstað höfundar og skoðanabræðra hans, eins og sjá má í athugasemdum. Hvað þýðir til dæmis þetta: "Og hvar er sjálbogin sem þú lofaðir okkur."?

Björn Birgisson, 16.9.2011 kl. 09:26

12 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæl Helga mín. Guðmundur Ingólfsson var einstakur listamaður. Þegar maður hlustar á lög með honum þá nærir það sálina. Þorsteinn er toppstrákur, ég lofaði Guðmundi að ég reyndi við hálfmarathon á næsta ári. Ég leita til Þorsteins. 

Ég er alltaf þakklátur þegar mér er bent á sem lesblindum á villur. Flestir hafa skilið innleggið, allir nema samfylkingarsnúðurinn úr Grindavík sem nú er genginn aftur. Kvaddi með bumbuslætti hér á blogginu. Hann ætti að fá sér húfu.Skilningurinn kemur hugsanlega ef hann temur sér að lesa mjög hægt. 

Sigurður Þorsteinsson, 16.9.2011 kl. 12:32

13 Smámynd: Björn Birgisson

Ekki vefst fyrir hinum lesblinda og pólitískt blinda Sigurði að uppnefna fólk! Skítt með það. Sérhver þjónar sinni lund. Að færslunni: "Hvar varst þú þegar  þegnar þínir voru matarlausir? Þjóðin varð að fara í biðraðir hjál hjálparstofnunum til að fá mat." Orðum beint til Jóhönnu. Mæðrastyrksnefnd var ekki stofnuð eftir hrunið. Hún á sér lengri sögu. Hún fékk stóraukin verkefni þegar hér hrundi allt. Jóhönnu einni að kenna? Varla. Sanngirnin í færslunni er engin. Blindan er ekki bara á bókina (skjáinn). Hún er siðræns eðlis. Góðar stundir!

Björn Birgisson, 16.9.2011 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband