Færsluflokkur: Bloggar

Er mikil byrði að vera Íslendingur?

Það er tiltölulega stutt síðan að Þjóðverjar voru ekki mikið að flagga þýska fánunum á íþróttamótum eða leikjum. Þjóðarstolltið var það skaðað eftir seinni heimstyrjöldina. Þeir vildu margir  frekar teljast til Evrópubúa en að vera Þjóðverjar.

Þetta er rifjað upp á visir.is í dag. sjá 

Þjóðverjar eru hins vegar farnir að flagga í dag. Enda hafa þeir enga ástæðu fyrir að skammast sín fyrir þjóð sína. Á Íslandi er hins vegar hópur sem skammast sín fyrir Ísland og Íslendinga, þeir vilja í ESB, til þess að verða Evrópuþjóð frekar en Íslendingar. Þeir um það, þetta er lítill minnihlutahópur sem skiptir engu máli. Við eigum fullt af tækifærum og getum borið höfuðið hátt. 


Talsmaður ríkisstjórnarinnar daðrar við Sjálfstæðisflokkinn

Einn helsti talsmaður ríkisstjórnarinnar Stefán Ólafsson gælir nú við þá hugmynd að ríkisstjórnarflokkarnir gætu komist uppí hjá Sjálfstæðisflokknum eftir næstu kosningar. Þessi óvínsælasta ríkisstjórn allra tíma sér nú fram á að húka í stjórnarandstöðu næstu 16 árin í það minnsta, leita nú allra leiða til þess að vera sett í frost.

Stefán hrekkur í kút þegar Guðlaugur Þór segir í grein að almenningur vilji nú frekar geyma fjármuni sína í séreignarsjóðunum í sínum eingin fasteignum, heldur en að láta fjármálastofnanir ávaxta þær. Þessi augljósa staðreynd hefur reyndar oft komið fram áður en Stefán er að uppgötva þessi staðreyndir nú.

Annars er það af Stefáni að frétta, að hann hefur ítrekað komið upp vegna launahækkunar forstjóra Landspítalans. Sagt er að Guðbjartur Hannesson hafi haft laun Stefáns til viðmiðunar, þegar hann hækkaði laun Björns Zogëga. Laun Björns hafa komið fram í fréttum, en laun Stefáns ekki, þrátt fyrir að Stefán hafi fengið ítrekaðar áskoranir um að gefa þau upp.


mbl.is Á slysadeild eftir fjórhjólaslys
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Ætla alls ekki í samstarf með....

Hvað gera þingmenn stjórnarflokka sem eru að fara í áratuga frí frá stjórnarsetu. Jú, þeir lýsa því yfir að þeir ætli sko ekki í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum eða Framsókn. Það sem öllum er jú ljóst að Samfylking og VG eru að fara í minnst 16 ára endurhæfingu. Margir stjórnarþigmenn munu einfaldlega ekki komast á þing, og verður afskaplaega lítil eftirsjá af mörgum þeirra. Þigmenn Hreyfingarinnar hafa lengi verið í fríi, svo það verður lítil breyting á þeim bæ. Vonir stjórnarflokkana, að ná að klekkja á hvor öðrum, virðast vera að takast. Líklegt er að VG muni fara mun verr út úr slagnum. Ítrekaður stuðningur flokksforystu VG við aðildarumsóknina í ESB er farin að fara mjög illa í félagsmenn, sem yfirgefa flokkinn í hrönnum. Þeir fáu þingmenn VG sem eftir verða á þingi, ættu að einbeita sér að fara í samstarf hvor við aðra svo ekki verði meiri klofningur innan flokksins.

Þjóðin er að byrja að fagna.

Alls staðar þar sem maður kemur er eftirvæting í loftinu. Nú er að koma að tíma eftirvæntingar, vonar og sóknar. Aðeins 6 mánuðir og við erum laus við vinstri stjórnina. Jóhanna og Steingrímur sett í æfilangt frí. Það er full ástæða að undirbúa og taka þátt fagnaðarlátunum. Sumir fara í framkvæmdir, aðrir horfa til komandi tíma með bros á vör.

Siðareglur fyrir Alþingi

Áhugavert að fara yfir ræðu Forseta Íslands við setningu Alþingis. Hann minnti alþingismenn á það að virðing þjóðarinar fyrir Alþingi og starfseminni væri í algjöru lágmarki. Nú þyrfit ný vinnubrögð þar lagt yrði úr að vinna málin í sátt og með lýðræðislegri vinnubörgðum. Fór ekki á milli mála að þar átti Forsetinn m.a. við um Stjórnarskrármálið. Þá lagð hann áherslu á að ófært væri að taka fyrir of mörg mál, sem öllum væri ljóst að ógjörnignur væri að afgreiða.

Forsetinn bauð aðstoð sína til það koma vinnubrögðum í ásættanlegt form. 

Það var mikill virðing í rödd Jóhönnu Sigurðardóttur þegar hún sagði: ,,Heill Forseta vorum og fósturjörð". Það var ekki laust við að margir alþingismenn og ráðherrar ættu í baráttu að halda aftur af tárum sem vildu brjótast fram. 


Ísland spilaði talnaleik - Kýpur fótbolta og bæði liðin unnu!

Það er ekki ástæðulaust að ég er ekki yfir mig hrifin af því sem ég sé til Íslenska landsliðsins í knattspyrnu eftir að Lars Lagerbäck tók við landsliðinu. Mannskapurinn er til staðar en það vantar flot í liðið. Hugmyndafærðin er að spila 442, og þá á þann hátt sem spilaður var um 1970. Þetta er talnaleikur þar sem leikmenn spila í línum, eða í tölum. Kýpur spilaði fótbolta og náði meirihluta í aðstoð  alls staðar á vellinum. Nú er það svo að það er engin ástæða fyrir okkur að fara og spila á móti Kýpur með hroka í farteskinu. Kýpur hefur  í gegnum tíðina spilað ágætis bolta. Eru flínkir og fljótir og voru það í þessum leik. Sigurinn var fyllilega verðskuldaður, og tapið verður sett á landsliðsþjálfarann fyrst og fremst.

Það vantar hreyfingu í liðið og allan frumleika. Nú vil ég sjá leikmann héðan heima inn í liðið, Guðjón Árna Antoníusson. Það hárir honum að hann hafi ekki spilað fyrir ÍBV en Heimir ætti að líta fram hjá því. Svo ætti að minni tíma í kjaftæði og meira að æfa upp flot í liðinu. Án þess munum við ekki gera nokkurn skapaðan hlut í framhaldinu. 

 


mbl.is Ísland tapaði í fyrsta skipti gegn Kýpur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konur í stjórnmálum?

Almenn vill fólk fá einstaklinga af báðum kynjum í stjórnmálin. Í þeim félagskap sem bæði kynin eru virk, verður oft mögnun í starfi. Ástæðan hefur ekkert með líkamlegan mismun kynjanna, heldur frekar andlegan. Konur sjá hluti og verkefni oft út frá öðrum vinklum.

Kvennalistinn var djörf tilraun á sínum tíma, sem í ljósi sögunnar hafði talsverð áhrif. Þingmenn listans juku virðingu almennings fyrir konum í stjórnmálum. Ef við berum t.d. saman starf kvennalistans sem oft voru fámennar á Alþingi og t.d. Hreyfingarinnar hins vegar verður sá samanburður skerandi. Konur eins og Guðrún Arnarsdóttir, Ingibjörg Sólrún, Sigríður Dúna, Þórhildur Þorleifsdóttir, Kristín Ásgeirsdóttir annars vegar og þingmenn Hreyfingarinnar hins vegar.

Þrátt fyrir að allir flokkar vilji gjarnan hafa bæði kynin á listum sínum, hefur núverandi aðferðir við að velja á lista ekki höfðað jafn mikið til kvenna og karla. Það er eitt af mikilvægum verkefnum stjórnmálaflokkana að finna lausn á því máli. 

 


mbl.is Sannfærður um að konur stígi fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV segir tvær konur hafa yfirgefið flokksforystuna.

Yfirgefið sagði fréttamaður RÚV. Önnur Ólöf Nordal ákveður að halda saman fjölskyldu í Sviss, ef hún væri hér heima, væri hún í fjarbúð, því eiginmaðurinn er vinnur í Sviss. Það er vissulega margir sem taka þá ákvörðun að annað hjóna búi á Íslandi og annað erlendis, börnin síðan á sitt hvorum staðnum. Mögulegt já, en æskilegt varla. Hin konan er Ragnheiður Elín Árnadóttir var formaður þingflokksins, en Illugi Gunnarsson sem var það áður kemur inn aftur. Sé bara ekkert að því, ef þingmenn Sjálfstæðisflokksins skipta um þingflokksformann.

Framsetning RÚV er hins vegar í anda þess sem frá RÚV kemur, oft eins og unnið á skrifstofu Samfylkingarinnar. 


mbl.is Kveður þingið í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúleg uppstilling

Alfreð Finnbogason ekki í byrjunarliðinu, sem bendir til þess að við ætlum að spila hápresubolta á móti Norðmönnum sem lofar ekki góðu. Þetta hefur verið styrkleiki Norðmanna, og ef við ætlum að spila þeirra bolta verðum við myrtir í þessum leik.
mbl.is Hannes í markinu - Byrjunarlið Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löng leið frá áætlunum til athafna!

Frá hruni hafa bæjarfulltrúar okkar gert áætlanir um sölu lóða í Kópavogi, en síðan hefur ekkert gerst. Guðríður Arnardóttir oddviti Samfylkingarinnar barði í borðið og setti sig sem formann framkvæmdaráðs og gerði áætlun, en það eina sem hreyfðist var peningastaðan hjá Kópavogsbæ lækkaði þar sem Guðríður fékk mun hærri laun. Síðan hrökklast frúin frá, eftir að hafa gert allt vitlaust. Við tekur goðsögnin hennar,  Gunnar I. Birgisson og hann lætur verkin tala. Nærri 2 milljarða sala og aðrir bæjarfulltrúar klóra sér í hárinu og velta fyrir sér leiðinni frá áætlun til athafna.
mbl.is Útlit fyrir að lóðasala þrefaldist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband