Færsluflokkur: Bloggar
28.9.2012 | 13:08
Launaður lygalaupur!
Mark Twain sagð í eitt sinn. Það er til þrenns konar lygi, hvít lygi, hrein lygi og tölfræði. Stéfán Ólafsson prófessor hefur sérhæft sig í þeirri síðastnefndu. Sennilega vegna þess að fáir hafa í tíð þessarrar ríkisstjórnar orðið pattaralegri á bitlingunum en Stefán. Margir saklausir borgarar halda að prófessor geti ekki verið svona ómerkilegur, en Stefán hefur sannað að það er hægt og vel það.
Það þarf ekki mikla spekinga til þess að draga þá ályktun að skuldir heimila voru meiri árin 2008 og 2009 heldur en 2011. Í fyrsta lagi féll gengisdómur ekki fyrr en 2010 og þar með hættu bankarnir að reikna svokölluð gengislán, með tengingu við erlenda gjaldmiðla. Í öðru lagi voru aðgerðir sem lækkuðu lán með svokallaðri 110% aðferð auk annarra aðgerða.
Eftir sem áður eru 20-30% heimila í skuldafangelsi. Skulda meira en þau eiga. Uppboð hafa aldrei veirð fleiri en 2012 og fjöldi fólks verður að leita til góðgerðasamtaka til þess að fá mat. Er þetta dæmi um að skjaldborg hafi verið sett um heimilin í landinu?
Prófessorinn hlutlausi heldur áfram að ljúga á meðan hann fær sporslurnar frá ríkissjórninni, síðan fer hann í a.m.k. 18 ára endurhæfingu.
![]() |
Skuldavandinn í hámarki 2009 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2012 | 18:52
Loksins kemur hennar tími!
Þegar uppgjörið varð milli Jóns Baldvins Hannibalssonar og Jóhönnu Sigurðardóttur sagði Jóhanna Sigurðardóttir:,, Minn tími mun koma". Það varð að bíða lengi, en tíminn kom ekki þegar hún loksins varð formaður Samfylkingarinnar og heldur ekki þegar hún varð forsætisráðherra, þessi tími hefur verið ein sorgarsaga. Saga einræðis og lítilla hugsjóna. Ekki svo að merkja að Jóhanna hafði hugsjónir þegar hún var félagsmálaráðherra. Hún var þeim hugsjónum trú, en hún gat aldrei náð neinum lausnum, sem krefst lýðræðislegri færni. Lausnum sem krafðist lýðræðislegar þekkingar. Það var hennar skoðun, eða ekkert. Spaugilegt en satt að í ríkisstjórn Davíðs Oddsonar, þá var það hann sem var hennar helsti bandamaður og sálusorgari. Þangað gat hún leitað skjóls m.a. frá sínum eigin flokksmönnum og ráðherrum.
Í forsætisráðherratíð sinni hefur henni gengið fátt í haginn. Klúðrið í Steingrími og Icesave, bitnaði á Jóhönnu. Vegna þess að hún studdi málsmeðferðina. Síðan varð hún að viðurkenna að það hefði verið betra að senda út fagmenn en Svavar Gestsson, með sína austur þýsku arlfeiðfð. Svo sat hún upp með Indriða Þorláksson sem líka var af austurþýska skólanum, að kröfu Steingríms og VG. Jóhanna gat ekkert lempað, og engum lausnum náð. Nokkrir þingmenn VG gerðu uppreisn og þá var ekki lengur hægt að ná nokkru í gegn. Allt í gíslingu.
Fylgi Jóhönnu fór úr um 70% í um 15%, og það eru bara alhörðustu fylgendur stjórnarflokkana, sem treysta henni. Hún hefur náð því að breyta Samfylkingunni úr því að hafa hugsjónir jafnaðarmanna yfir í sósíalistaflokk.
Þegar kemur að mælikvörunum um árangur, verður Jóhanna að leita til lýginnar. Nokkuð sem hún áður hafði ekki verið þekkt fyrir. Margir kenna þar um Hrannari B. Arnarssyni, sem hefur haldið sig algjörlega frá sviðsljósinu. Jóhanna ætlaði að slá skjalborg um heimilin og að því hægja allir í dag. Hún ætlaði að skapa þúsundir starfa, en störf hafa ekki í langan tíma verið færri. Hún æltaði að ná jafnvægi í ríksfjármálunum, en hefur á hverju ári skilað ríkissjóði með tugi milljarða halla.
Á sínum tíma var farin blysför að heimilli Jóhönnu til þess að hvetja hana til þess að taka að sér formennsku í Samfylkingunni. Þangað mættu 7 fjölmiðlar og einn blysfari. Í dag myndu mæta hundruðir manna í blysför að heimili Jóhönnu til þess að fagna ákvörðun hennar í dag, eða til þess að hvetja hana til þess að vera áfram formaður Samfylkingarinnar. Þeir væru þá allir stuðningsmenn annarra flokka.
Tími Jóhnnu fer að renna upp. Það verður fagnaðrastund fyrir flesta landsmenn.
![]() |
Jóhanna ætlar að hætta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.9.2012 | 07:06
Sagðir þú ekki 4600 störf, elskan!
Þegar kemur að kosningum taka margir stjórnmálamenn kipp. Hverju hafa þeir lofað og við hvað hafa þeir staðið. Þá kemur æði oft upp á að á þessu er talsverður mismunur. Þá taka stjórnmálamenn oft upp hætti Gróu á Leiti og fara með ósannindi, annað hvort beint eða með tölfræðinni.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er orðin óvinsælasta ríkisstjórn allra tíma, og hún sjálf óvinsælasti forsætisráðherra alla ríma. Í Eldhúsumærðum nú nýlega ákvað Jóhanna Sigurðardóttir að snúa vörn í sókn og ljúga upp á sg árangur. Hún fór með spegil í ræðustól Alþingis og horfði í hann og sagði ,, þú fegurst kvenna" og svo sagði hún : ,, við höfum skapað 4600 ný störf" hún horfð aftur í spegilinn og var brugðið. Þá ákvað hún að gefa í og sagði þjóðinni að engin ríkisstjórn í neinu landi hafði staðið sig enis vel og ríkisstjórn hennar.
Svo kemur Gylfi Arnbjrönsson framkvæmdastjóri ASÍ og segir þjóðinni að Jóhanna hefur ekki skapað nein störf, sem þýðir að atvinnulausum hefur fjöldgað, því þjóðinni er allaf að fjölga. Við það bætist það fólk sem flúið hafur land. Tölur Hagstofnunnar segja sömu sögu.
Þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi skorið niður allar framkævmdir, þá er samt milljarða tuga halli á ríkissjóði. Það eina sem Jóhanna lofar nú, er nú upp í ermina á næstu ríkisstjórn.
Loforðin um störfin eru samningar við þjóðina og við þann samning stóð Jóhanna ekki ekki frekar en aðra samninga sem hún hefur gert. Við kippum okkur ekki lengur upp við það að forsætisráðherra okkar segi ósatt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.9.2012 | 16:39
Að skammast sín fyrir flokkinn sinn.
Nú var það svo til margra ára að Framsóknarflokkurinn mældist alltaf með minna fylgi í skoðakönnunum en í kosningum. Einhverjir sem könnuðu þetta nánar, töldu að hluti af skýringunni væri sá að Framsóknarflokkurinn var áður fyrst og fremst flokkur sem gætti hagsmuna bænda, en á þessum tíma var talað svo illa um bændur í fjölmiðlum og af Alþýðuflokknum sáluga að Framsóknarmenn báru höfuðið ekki hátt. Nú eru breyttir tímar og það þykir fínt að vera í ræktun og hugsa um dýr.
Hafi menn haldið að nú kæmi tími þar sem sjálfsviðring stuðningmanna flokkana myndi vaxa, en svo var ekki. Flestir Framsóknarmenn viðurkenndu stöðu sína, en nú er sá tími að félagar í Samfylkingarinnar viðast hafa mesta skömm á flokknum sínum. Fyrst bar á þessu í Kópavoginum þar sem bloggarinn Magnús Björgvinsson sem frábað sig að vera kallaður Samfylkingarmaður þrátt fyrir að hann tæki að sér að verja Guðríði Arnardótur oddvita Samfylkingarinnar í Kópavogi. Magnús var sískrifandi enda margt siðlaust sem þurfti að verja í framgöngu Guðríðar. Hið sanna átti þó eftir að koma í ljós, er einstaklingur úr innsta hring skrifaði opinberlega að skif Magnúsar væru ósmekkleg því bæði væri hann barnsfaðir Guðríðar og í innsta áhrifamannahring flokksins.
Eftir klúður Guðríðar varðandi bæjarstjórann í Kópavogi, sem leiddi til þess að Samfylkingunni var hent út úr bæjarstórnarmeirihlutanum. Síðan þá hefur Magnús vart sést í bloggheimum.
Tveir bloggarar Samfylkingarinnar frá Akureyri fóru mikinn um tíma. Þeir töldu báðir sig vera afskaplega hlutlausa.
Þá kemur að Stefáni Ólafssyni hinum hlutlausa. Hann skrifar reglulega lofgjarðarpisla um Jóhönnu Sigurðardóttur og ríkisstjórnarflokkana. Mörgum blöskraði þessi skrif í ljósi þess að Stefán væri á ofurlaunum á vegum ríkisstjórnarinnar í anda flokksgæðinganna í Austur þýska kommúnistaflokksins. Stefán hefur verið hvattur til þess að gefa upp þessar tekjur sínar, en sagan segir að umfangið sé það mikið að Hagstofan hafi verið fengin til verksins.
Þá kemur að Guðbjarti Hannessyni heilbrigðisráðherra, en launahækkun hans til Björns Zoëga lak út úr kerfinu. Heilbrigðiskerfið logar og þeir sem gáfu sig upp sem félaga í Samfylkingunni eru afar sparir með yfirlýsingar nú. Er talið að Framsóknarmenn muni fá talsvert fylgi meðal jafnaðarmanna í Landspítalunum. Auðvitað er full ástæða til þess að skammast sín fyrir framgöngu Guðbjartar Hannessonar. Í nágrannaríkjum okkar sem þeir Samfylkingarmenn vísa oft til sem fyrirmynd, myndi Guðbjartur segja af sér. Það mun hann ekki gera, og fær skömmina að launum.
![]() |
Sinna skyldum sínum áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 24.9.2012 kl. 06:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.9.2012 | 14:14
Launahækkunin mistök?
Jæja, þá er Jóhanna á því að launahækkun Guðbjarts Hannessonar hafi verið mistök. Skiptir ekki máli hann situr bara áfram. Dómstólar dæma ráðherra reglulega fyrir brot á lögum. Bara smávægileg mistök og þeir sitja áfram. Steingrímur sendir algjörlega óhæfan samningamann út til Englands til þess að semja um Icesave og boðaði komu á ,,glæsilegri niðurstöðu" . Þetta lögðu þau hjúin fyrir meirihlutann sem átti að samþykkja óséð. Síðan viðurkenndi Jóhanna að betur hefði verið að fagmaður hefði farið fram. Enginn segir af sér, en Svavar Gestsson er sendur í útlegð í Dalina.
Ég ber ábyrgð sagði Jóhanna. Ég ber ábyrgð sagði Steingrímur. Bæði segja ósatt. Þau bera enga ábyrgð. Þau sitja bara áfram, fram að kosningum. Þá verða þau sett í minnst 18 ára endurhæfingu. Það mun ekki duga til. Þeirra tími er liðinn.
![]() |
Launahækkunin mistök að mati Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.9.2012 | 07:52
Eitt sveitarfélag fyrir allt landið!
Það er mikill misskilningur að sameining sveitarfélaga sé alltaf til góðs. Sannarlega getur sameining verið hagkvæm. Þannig verður fljótlega kosið um sameiningu Álfarness og Garðabæjar. Þó að Álfarnes sé skuldugt sveitarfélag, eiga þeir einnig eignir sem eru mun verðmeiri. Tekist hefur á undraverðan hátt að snúa erfiðum rekstri Álftaness yfir í jákvæðan rekstur, og landfræðilega eru sveitarfélögin upplögð til að sameina. Það sem skiptir þó mestu máli er að stærð sveitarfélaganna sé þannig að við sameiningu verður til hagkvæmari rekstur. Eina sem þarf að huga að er að félagsleg einkenni á Álftanesi fái að halda sér.
Þegar verið er að skoða sameiningu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, er um að ræða allt annað mál. Leitast er við að skipta Reykjavík upp í hverfiseiningar til þess að mæta því að Reykjavík er bæði rekstrarlega en þó miklu frekar félagsleaga allt of stór eining. Oft er vísað er til kannana í Danmörku þar sem heppilegasta stærð sveitarfélaga er talin vera 30 þúsund manns. Þó hefur verið sýnt fram á að mun minni sveitarfélög er góðar rekstrar og félagseiningar.
Þeir sem endalaust vilja sameina, enda að lokum á einu sveitarfélagi, ríkinu.
![]() |
Vilja sameina sveitarfélög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2012 | 23:20
Er ríkisstjórnin að falla?
Það hefur legið fyrir í allnokkurn tíma að það eru litlir kærleikar á stjórnarheimilinu. Á sama tíma og VG finnst að þau séu notuð sem hækja í ESB málinu og nú Nupomálinu, finnst Samfylkingunni óþolandi að VG haldi öllum virkjunum í gíslingu. Mjög deildar meiningar eru innan flokkana hvort kjósa eigi nú í haust, eða í vor.
Þeir sem eru óánægðastir vilja sprengja ríkisstjórnina. Þar fer fremstur Guðbjartur Hannesson, sem taldi sig eiga stuðning Jóhönnu vísan í formannsembættið, en hann er að átta sig á að Jóhanna er bara hrifin af konum. Þegar Jóhanna setti Katrínu Júlíusdóttur í embætti fjármálaráðherra fékk Guðbjartur nóg og hækkaði laun forstjóra Landspítalans að sögn með samþykki Jóhönnu.
Óánægjuna innan Landspítalans verður ekki þaggað niður. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar láta ekki bjóða sér þessa framkomu. Nú bætast læknar við. Það hefur orðið trúnaðarbrestur og það dugar hvorki að Björn Zoëga og Guðbjartur Hannesson segi af sér. Krafan er að Jóhanna taki pokan sinn. Þá er ríkisstjórnin fallin.
Þá hefur Katrín ekki unnið sig inn í fjármálaráðherrann og Guðbjartur hefur tækifæri. Guðbjartur var í Kastljósinu í hjá Helga Seljan, sem fór Guðbjart ,,mjúkum höndum". Ekki endilega vegna þess að hann væri karlmaður heldur fyrst og fremst því Guðbjartur er Samfylkingarmaður. Hugsanlega vill Helgi líka frekar að Guðrbjartur verði formaður í flokknum hans, heldur en t.d. Katrín.
![]() |
Læknar hafna fullyrðingu ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 21.9.2012 kl. 07:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.9.2012 | 18:53
Fyrst og fremst trúnaðarbrestur við þjóðina!
Guðbjartur Hannesson ætlaði fyrst og fremst að lauma launahækkun til Björns Zoëga forstjóra Landspíalans þrátt fyrir skýra stefnu um að laun toppanna myndi ekki hækka. Það er svik við þjóðina og ráðherrann á að segja af sér. Auðvitað vissi Jóhanna Sigurðardóttir allt um þetta en RÚV og aðrir fjölmiðlar eru með undirlægjuhátt gagnvart Jóhönnu og taka hana ekki á beinið.
Það vekur athygli að aðal talsmaður ríkistjórnarinnar Stefán Ólafsson prófessor fjallar ekkert um launahækkun forstjóra Landspítalans. Það stafar fyrst og fremst af því að laun hans fyrir störf fyrir ríkisstjórnarinnar þolir ekki dagsljósið.
![]() |
Trúnaðarbresturinn er staðreynd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.9.2012 | 08:45
Ísland verði griðarstðaur allara flóttamanna?
Rúmlega 3 milljarða jarðarbúa hafa það bara skítt. Þeir eiga í miklum erfiðleikum með að braufæða sig og sína, eða geta það alls ekki. Þetta fólk vill gjarnan flýja til lands þar sem líklegt er að ástandið sé betra. Það þarf ekki bara hungur til þess að flýja, heldur einnig stjórnmálaástand eða að viðkomandi hafi framið glæpi. Öllu þessu fólki býður núverandi ríkisstjórn sérstaklega velkomið til Íslands.
Þar sem ríkisstjórninni hefur ekki tekist að gera landsmenn ánægða með störfum sínum, er lykilatriði að flytja inn fólk sem hefur það svo skítt að það þyki ástandið hér gott. Íslendingar gerast flóttamenn til Noregs og vilja ekki koma heim aftur, sá straumur virðist endalaus. Það sem lýsir ástandinu best að nú þegar er hluti þeirra fólttamanna sem hingað koma gerir ítrekaðar tilraunir til þess að fýja Ísland, í leit að betra lífsviðurværi og betri stjórnarhætti.
![]() |
Óttast valdamikið fólk í Nígeríu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.9.2012 | 22:22
Spítalajafnaðarmennska
Þeir sem hafa kynnst íslenska heilbrigðiskerfinu, annað hvort á eigin skinni, eða að aðstandendur hafa þurft að nota þjónustuna, eru lang flestir undrandi og stoltir yfir hvernig kerfið virkar. Langflest af starfsfólkinu leggur sig alla fram við umönnun sjúklinga. Eftir áralangan niðurskurð eru tæki orðin úr sér gengin, og fjárskorturinn er farinn að koman niður á aðföngum. Vegna launastefnu leitar starfsfólk annað.
Við þessar aðstæður hækkar Guðbjartur Hannesson laun forstjóra sjúkrahússins um 450 þúsund á mánuði, samkvæmt fjölmiðlum. Allt í anda jafnaðar, réttlætis og gagnsærra vinnubragða. Ráðherrann hefur horfið af yfirborði jarðar, og fjölmiðlum dettur ekki í hug að spyrja Jóhönnu Siguraðardóttur um afstöðu hennar. Talsmanni ríkisstjórnarinnar Stefáni Ólafssyni er svo brugðið, að hann hefur ekki getu til þess að skrifa um áhrif þessarar undarlegu jafnaðarmannastefnu. Hún er sjúk!
![]() |
Reiðin á spítalanum alvarlegt mál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10