Færsluflokkur: Bloggar

Á harðahlaupum undan ábyrgðinni.

Ákvörðun kallar á ábyrgð.

Nú í alllangan tíma hafa Íslendingar verið hvattir til að fjárfesta í Kína, og  að sjálfsögðu hafa þá Kínverjar litið til  fjárfestinga á Íslandi og að sjálfsögðu hvattir til þess. Íslendingar geta hins vegar ekki keypt land í Kína og Kínverjar geta ekki keypt land á Íslandi. 

Nú  bregður svo við að forríkur Kínverji Huang Nubo, með náin tengsl við kínverks Kommúnistaflokkinn vill kaupa afar stórt land Grímstaði á Fjöllum. Maðurinn kemur vel fyrir  og í ljós kemur að hann er náinn vinur og bekkjarbróðir fyrrum formanns Samfylkingarinnar. 

Auðvitað taka ráðherrar Samfylkinnar forystu í málinu og telja það allt hið besta mál. Veit eigi manninum undanþágu frá því að kaupa land á Íslandi. Þá tekur eitt aðaltromp Samfylkingarinnar Ómar Ragnarsson upp á því að gagnrýna þessi kaup harðlega. Það gerir Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins einnig. Svo kemur VG í humátt á eftir. Þess skal sérstaklega getið að þáverandi formaður Samfylkingar á Akureyri var líka á móti kaupunum, og uppskar að  vera flokkaður sem villiköttur í Samfylkingunni og er því kominn í útrýmingarhættu.

Nú kemur Eiður Guðnason fyrrum sendiherra Íslands og Samfylkingarinnar í Kína fram og mótmælir því að Kínverjar hafi verið hvattir til þess að fjárfesta á Íslandi.  Draga verður þá ályktun að sendiherrann hafi ekki verið allsgáður í þessum heimsóknum, ekki vitað neitt eða skilið neitt. Nokkuð sem ekki kemur á óvart miðað við frammistöðu hans í pólitík hér heima.

 Samfylkingin er á harðahlaupum frá ábyrgð í þessu máli. Það er full ástæða til þess að fara fram á opinbera rannsókn á málinu.

 

kinverskur_dreki.jpg

 


mbl.is Hvöttu ekki til fjárfestinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin kastar stefnu Jóhönnu!

Nú eru arftakar Jóhönnu Sigurðardóttur komnir fram. Árni Páll og Katrín. Stéfán Ólafsson er ekki talinn fara fram, þrátt fyrir að hafa gert ítrekaðar tilraunir til þess að koma sér á framfæri. Eftirspurnin fyrir sósíalistunum var ekki til staðar. Jóhanna mun því taka Stéfán með sér í pólistíska gröf sína. Hann mun liggja til fóta. 

Allt sem Jóhanna hefur staðið fyrir mun nú vera gleymt og grafið. Austur Þýskaland, Indriði, Svavar Gestsson, Stefán Ólafsson, Hrannar Arnarson, Skúli Helga og Mörður Árnason. Plottið og ósannindin skulu ekki vera meira á dagskrá nýju Samfylkingarinnar. Reynt verður að dusta rykið af jafnaðrstefnunni sálugu. 

Munu kjósendur þá gleyma Jóhönnutímanum. Þarf Samfylkingin ekki að fara í góða endurhæfingu. Þetta tekur allt mikinn tíma. Kannski önnur 18 ár. 


Að hætta á ,,réttum tíma" !

Aðdáun suðningsmanna Samfylkingarinnar á Jóhönnu Sigurðardóttur hefur aldrei verið meiri. Minnir   á máltækið ,,tvisvar verður sá fenginn sem á steininn sest". Það var enginn sem gat tekið við Samfylkingunni 2009, og þá var Jóhanna dregin á flot, eftir að hún hafði ákveiðið að hætta í pólitík. Í byrjun naut hún trausts nærri 70% þjóðarinnar, en nú eru aðeins um 15% sem treysta sitjandi forsætisráðherra. Aumara getur það vart verið.

Jóhanna er búnin að vera nógu lengi í pólitík, til þess að gera sér grein fyrir að Samfylkingin er á leiðinni í langa hvlíld frá ríkisstjórn. Saman með því að hún er orðin afar þreytt og lúin, hefur hún engan áhuga á horfa á þegar Ísland tekur að rísa að nýju, undir stjórn annarra flokka. Samflokksmenn Jóhönnu tóku bakföll af ánægju. Hrósuðu henni í hástert að þekkja sinn vitjunartíma, sem að vísu var löngu kominn. 

Óleikurinn sem Jóhanna gerir er að hætta þegar kosningabaráttann er hálfnuð. Þá  eiga fylkingar í flokknum eftir að sættast eftir blóðuga baráttu, en á eru kosningar lögu yfirstaðnar. Samfylkingin verður því flokkur sem enginn veit hvað stendur fyrir í sjálfum kosningunum. Áfram sósíalískur flokkur í anda Austur Þýskalands, eða ætlar Samfylkingin að halda að nýju inn á miðjuna. 

Væntanlegir frambjóðendur eru í miklum erfileikum. Ef þeir segjast ætla að koma aftur á lýðræði innan flokksins, eru þeir að gagnrýna sitjandi formann. Stefna á vinnubrögð jafnaðarmanna á Norðurlöndunum, eru þeir jafnframt að staðfesta að Jóhanna hafi verið einræðissinni, sem hafði engar lausnir, og það geta þeir aldrei gert fyrr en Jóhanna er farin frá.

Jóhanna hætti því ekki á réttum tíma, ekki einu sinni núna þegar hún er búin að vera forsætisráðherra. Ef hún hefði hugsað um hag flokksins eða arftaka hennar þar hefði hún stigð til hliðar nú í haust. Hún setti hagsmuni sína í forsæti. Skítt og lagó með Samfylkinguna.  


Einelti Katrínar Jakobsdóttur.

Margrét Pála er stórmerkilegur maður. Hún vakti athygli þegar  hún vildi reka leikskóla á eigin reikning, til þess að hafa meira faglegt frelsi. Á sama tíma var hún vinstri sinni, Allaballi eins og hún sagði það vera. Var það ekki bara hið opinbera sem mátti reka leikskóla, og af hverju það? Þegar litið er til hinna Norðurlandanna eru reknir einkareknir leikskólar og skólar. Þar eru jafnaðarmenn  í forystu fyrir að leyfa fjölbreytileikann. Fyrir nokkrum árum sat ég ráðstefnu í Svíþjóð þar sem farið var yfir kosti og  galla slíks blandaðs kerfis. Aðstoðarráðherra úr stjórn jafnaðarmanna, hélt því fram að það væru fyrst og fremst sósíalistar og kommúnistar sem væru á móti blönduðum rekstri. Hugmyndafræði austurblokkarinnar sem væri að líða undir lok.

Sérfræðingar í útboðum lögðu á það áherslu að þegar slíkur rekstur fer í útboð, þyrfti opinber rekstur og einkarekinn rekstur menntastofnana að sitja við sama borð. Gæta þyrfi að fleiri þáttum en fjárhagsþáttarins. Taka þarf líka tillit til faglega þáttarins. Stjórnmálamenn sem ætla að ,,græða" á útboðum í menntamálum væru á villigötum, ef mikill sparnaður væri aðalmarkmiðið.

Framganga Margrétar Pálu er aðdáunarverð. Vissulega hef ég hitt leikskólakennara og grunnskólakennara sem hata Margréti fyrir framgönguna. Í mínum huga er það pólitískt einelti. 

Nú er það Kartrín Jakobsdóttir sem tekur á skarið og ákveður að beita eineltinu. Þessi huggulega kona, er rétt eins og hinir kommúnistarnir í anda Austur Þýskalands. Nú skaust loðið skottið undan draktinni. Það þarf einhver að kæra Katrínu Jakobsdóttur fyrir einelti.  Hún hefur sýnt sitt rétta eðli.


mbl.is Ekki einkavæðing skólakerfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skjaldborgarvagninn - súpueldhús á hjólum!

Nú er veturinn að gagna í garð og spáin segir að aldrei verði færri í vinnu. Jóhanna er búin að gera alvarlegar athugasemdir við að Hagstofan birti óhagstæðar tölur um fjölda atvinnulausra og fjölda í vinnu. Forsetisráðherra mun fara um allt land og lofa þúsundum starfa og reyna að sannfæra fólkið að það hafi aldrei haft það betra. Fólkið viti bara ekki af því. Þeir sem fara til Noregs séu bara í fríi. Þeir sem bíða í röðum góðgerðarstofnanna sé fólk sem geti ekki hamið matarfíknina. Í vetur verður súpueldhús á hjólum sem fer út í hverfin, það verður sannarlega skjaldborgar -súpueldhús. Samfylkingarboltinn á súpueldhúsinu er alls ekki merki Samfylkingarinnar heldur jólakúla, til þess að gleðja landann.
mbl.is Þrengir að efnalitlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er verið að undirbúa frekari blekkingar.

Nú er óvinsælasta ríkisstjórn allra tíma að undirbúa blekkingarátak fram að kosningum, til viðbótar því sem ríkst hefur á kjörtímabilinu.

Það á ekki að taka mark á ríkisendurskoðun. Birni Val er falið að gera  lítið úr því batterí. Í staðinn verður  verður eflaust fenginn Stefán Ólafsson sem mun skrifa einhverja jákvæða umsögn um verk ríkisstjórnarinnar..... að vanda. 

Jóhanna hefur gert alvarlega athugasemd við vinnubrögð Hagstofunnar. Stofnunin vogaði sér að halda því fram að öll loforð ríkisstjórnarinnar varðandi atvinnusköpun hafi veri svikin. Nú er stofnunin í stórhættu. 

Ríkisstjornin sendir nánast daglega frá sér yfirlýsingar um hvað beri að gera.... í framtíðinni.... í tíð næstu ríkisstjórnar.  Hækka barnabætur. Bæta skólakerfið. Lagfæra laun ríkisstarfsmanna. 


mbl.is Erfið samskipti við ráðherra VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þóra þurfti 130% fleiri kúlur, en dugði skammt

Samkæmt frétt Visis.is fékk Þóra Arórsdóttir rúmlega 15 milljónir í styrki vegna forsetakosninganna. Ólafur Ragnar fékk hins vegar aðeins um 6,5 milljónir. Visir.is kallar þennan mismun rétt ríflega tvöfaldan. Það vakti athygli fyrir nokkru að sérstaklega var tekið fram að ríflegur stuðningur við  Ara Trausti  sem hann fékk frá fyrirtæki Finns Ingólfssonar. Visir.is er ekkert að koma með greiningu um stuðning við Þóru Árnórsdóttur, sem fékk eins og kunnugt er mjög ríflegan ,,faglegan" stuðning frá Stöð 2 og Baugsmiðlunum, í formi hlutdrægrar fréttamennsku.

Nú þegar kosningar eru fyrir löngu um gerð gegnar geta fjölmiðlar Jóns Ásgeirs ekki sýnt enn hlustleysi gagvart frambjóðendum. 


Að byggja upp virðingu og heiður hjá öðrum?

Ungir Samfylkingarmenn ætla að einbeita sér að byggja upp virðingu og heiður hjá Jóhönnu Sigurðardóttur. Það verður mikið og erfitt verk . Jóhanna Sigurðardóttir naut stuðnings 65% íslensku þjóðarinnar þegar hún byrjaði sem forsætisráðherra, sá stuðningur er nú kominn niður í um 15%. Það er algjörlega rangt að forsætisráðherrar missi virðingu og traust, á erfiðum tímum. Fyrir bestu leiðtoga heims eru slíkar aðstæður þær bestu.

 Ólafur Þ Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins  lýsir þessu ágætlega í eftirmælum um Jóhönnu Sigurðardóttir. Hún sé kröftugur baráttumaður, sem lítið gefur eftir. Sé í baráttu en ekki samvinnu. Sé að knýja í gegn í stað þess að vera leiðtogi. Niðurstaðan er átök á Alþingi, innan stjórnarflokkana og í þjóðfélaginu. Annað hvort hlýða menn eða eru í andstæðingar Jóhönnu. Virðing fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur byggist á baráttu hennar fyrir þeim sem minna mega sín í gegnum tíðina. Í stjórnartíð hennar sem forsætisráðherra kemur hins vegar að baráttuaðferðir hennar og leiðir, bæta ekki kjör þeirra sem minnst mega sín. 

Á sama tíma og formaður Ungra jafnaðarmanna vill hann vinna að  ,,Auknu umræðulýðræði og vinna að því að uppræta óvinavæðingu". Þetta þýðir að fara frá vinstri stefnu Jóhönnu Sigurðardóttur og ólýðræðislegum vinnubrögðum hennar. Í átt til jafnaðarstefnu. 

Þetta sama kom fram í forsetakosningum í sumar. Þóra Arnórsdóttir sem var að sjálfsögðu fulltrúi Samfylkingarinnar í kosningunum. Hún reyndi allt sem hún gat til þess að þvo þann stimpil af sér, en tókst ílla. Hún var orðin á móti aðild að ESB. Hún afneitaði Jóhönnu og Steingrími. Hún gagnrýndi vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í stóru málunum á þingi, að þau væru unnin í ósátt. Umfram allt vildi hún aftur samráð og samvinnu   að vinna saman, í stað núverandi ástands. 

Virðing og heiður, vinnur fólk sér helst inn af verkum sínum. Orðstý Jóhönnu Sigurðardóttur hefur hún skapað að mestu sjálf. Vissulega hörkuduglegur baráttumaður,  en afar slakur leiðtogi. Það endurspeglast í trausti almennings á henni. Hún gerir sér grein fyrir að Samfylking og VG eru ekki að halda áfram í ríkisstjórn. Framundan eru a.m.k. 18 ára endurhæfing. Sá tími er henni óbærilegur. 

Ungir jafnaðarmenn verða komnir yfir miðjan aldur áður en Samfylkingin á nokkurn möguleika að komast aftur í ríkisstjórn. Á þeim tíma hefur þeim ekki tekist að pústla saman brotinni virðingu og heiðri Jóhönnu Sigurðardóttur.  


mbl.is Nýr formaður ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilgagngurinn með að veikja eftirlitsstofnanirnar?

Er það tilviljun að nú þegar dregur að kosningum, að forystumenn ríkisstjórnarinnar ráðist að eftirlitsstofnununum. Fyrst er skorið harkalega niður hjá Sérstökum saksóknara. Ríkisendurkoðun er niðurlægð  og Jóhanna vill láta rannsaka Hagstofuna, þegar hún birtir aðrar tölur um atvinnuleysi en henni þóknast. Verða dómstólarnir næst?

Svo má velta fyrir sér tilgangnum. 


mbl.is Kannski þægilegast að losna við umsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilgagngurinn með að veikja eftirlitsstofnanirnar?

Er það tilviljun að nú þegar dregur að kosningum, að forystumenn ríkisstjórnarinnar ráðist að eftirlitsstofnununum. Fyrst er skorið harkalega niður hjá Sérstökum saksóknara. Ríkisendurkoðun er niðurlægð  og Jóhanna vill láta rannsaka Hagstofuna, þegar hún birtir aðrar tölur um atvinnuleysi en henni þóknast. Verða dómstólarnir næst?

Svo má velta fyrir sér tilgangnum. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband