Færsluflokkur: Bloggar
29.10.2012 | 21:02
Páll Magnússon ræðst á Samfylkinguna!
Undir stjórn Páls Magnússonar hefur RÚV lengst af verið eins flokksfjölmiðill Samfylkingarinnar. Í leit sinni til þess að hlutleysi hafa starfsmenn RÚV af og til leitast við að gera málefnum VG skil. Þar með er hlutlesyisáherslurnar upptaldar.
Í forsetakosningunum í vor, ákvað Þóra Arnórsdóttir að afneyta Samfylkingunni. Ekki nóg með það heldur sagði aðildarumsókn Íslands að ESB vera eins og að reyna að leigja sér herbergi í brennandi íbúð. Mörgum flokksmönnum sárnar þessi samlíking óstjórnlega.
Nú kemur Páll Magnússon og gagnrýnir daður Samfylkingarinnar við Jón Ásgeir Jóhannesson.
,,Af hverju stendur ríkisvaldið þennan grimmilega og grímulausa vörð um hagsmuni og ítök Jóns Ásgeirs Jóhannessonar? Skuldar þjóðin honum eitthvað? Skulda stjórnmálaflokkarnir honum eitthvað?" Spyr Páll Magnússon. Er Páll að ýja að mútuþægni Samfylkingarinnar. Það hlýtur að vera óskað eftir rannsókn á hvað við er átt.
Sjá gein Páls.
http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_adsent/thrithaettur-studningur-rikisins-vid-fjolmidlaveldi-jons-asgeirs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2012 | 00:11
Seyðisfjarðargöng!
![]() |
Vilja undirbúa Seyðisfjarðargöng |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.10.2012 | 22:07
Þau telja kosningarnar eina hálmstráið
Kjörtímabili þessarar vesælu stjórnar fer brátt að ljúka. Flest sem þau tóku að sér klúðruðu þau. Skjaldborginni fyrir heimilin í landinu var lofða en stóð aldrei til að efna. Icesave, ESB og svo má lengi telja. Þegar fylgið við ríkisstjórnina var komið í frostmark, reyndi forráðamenn ríkisstjórnarinnar að þjappa þjóðinni bak við sig með því að stilla fram Þóru Arórsdóttur til forseta. Það skipti engu þó að Þóra hæddist að aðildarumsókninni í ESB, og afneitaði rikisstjórninni. Það dugði ekki til.
Allt bendir til að stjórnarflokkarnir bíði afhroð. Eina hálmstráið er að þjóðin greiði atkvæði að tillögur stjórnlagaráðs verði lagt fram sem frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Verði því hafnað, verður höfnun ríkisstjórnarinnar algjör.
![]() |
Nauðsynlegt að nota tækifærið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.10.2012 | 18:58
Vill ekki ræða svikin loforð ríkisstjórnarinnar.
![]() |
Tekur ekki þátt í umræðu um úrræðaleysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 18.10.2012 kl. 06:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.10.2012 | 18:32
Álfheiður hefur sjálf sett stefnuna!
Það skiptir miklu máli að skoða hvernig Álfheiður Ingvadóttir hefur sjálf tekið á álytamálum varðandi meint brot stjórnmálamanna. Hún beitti sér af alefli til þess að fá Geir Haarde dæmdan, af því að hún taldi hann sekan, það var engin miskun. Mál sem erlendir sérfæðingar flokka nú sem flokkspólitiskt dómsmorð.
Álfheiður hefur því sjálf sett stefnuna hvernig taka á, á hennar eigin máli. Af ákveðni og festu. Ef Alþingismaður úr minnihlutanum hefði átt í hlut, hefðum við eflaust séð Álfheiði fara í forystu til þess að fá viðkomandi fyrir dómstóla. Það er einmitt sú málsmeðferð sem henni ber að fá. Alvarleiki meints brots Álfheiðar Ingadóttur kallar á nokkra ára fangelsisvist.
Ríkidæmi Álfhildar mun ekki halda henni utan fangelsismúranna. Sófakomminn sem erfði auðæfi eftir föður hennar sem af óskiljanlegum ástæðum auðgaðist á því að vinna fyrir verkalýðinn á Íslandi.
Ef Álfheiður fær nokkra ára dóm mun hún sitja inni með eiturlyfjasölum, fjársvikurum, hórkonum og vændissölum. Hún mun eflaust passa vel í hópinn.
![]() |
Hreyttu svívirðingum í lögregluna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 17.10.2012 kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.10.2012 | 10:41
Formleg aðildarumsókn í VG, eða samruni?
Þegar Jóhanna Sigurðardóttir bauð Steingrími Sigfússyni á Landsfund Samfylkingarinnar 2009, horfði hann yfir þingfulltrúana af svölum í íþróttahúsinu og sá að á þinginu voru miklu fleiri en á Landsfundum VG.
Hann sagði: ,,Miklu fleiri en við"
Jóhönna glotti örlítið, minnti á bros Mónu Lísu og sagði: ,,Allt þetta verður þitt, ef þið aðlagist okkur"
Steingrímur sperrtist allur, en sagði svo örvæntingarfullur: ,,En Jóhanna það má ekkert virkja"
,,Ekkert virkja" sagði sagði Jóhanna. Það hefur gengið eftir. Helstu stuðnigsaðilar að ESB eru VG og það er ekkert virkjað. Reyndar fer ekkert í gang í atvinnulífinu, því innan stjórnarflokkanna er öll atvinnuuppbygging mengandi. Kapítalisk.
Stefnumál VG og Samfylkingar eru orðin þau sömu. Það sem út af bar, er gegnið úr VG og Samfylkingu. Göngulag Jóhönnu og Steingríms er orðið mjög svipað, bæði hokin og þreytt. Þau eru sífellt að lýkjast hvort öðru. Það nýjasta sem menn sjá er að Jóhanna er farin að missa höfuðhár. Þegar líður að kosningum munu þau renna saman hægri hlið Jóönnu og vinstri hlið Steingríms renna saman og úr verður nýr foringi Samfylkingin-VG, SteinJó. Kynlaust og mun aldrei sýna svipbriði, broslaust. Hálfdautt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2012 | 19:24
Magnús Schram settur út í kuldann!
![]() |
Oddný þingflokksformaður á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.10.2012 | 06:48
Sannarlega mistök en....
Gylfi Þór, Alfreð og Aron fengu allir gul spjöld á móti Albaníu og það er sannarlega slæmt, en eitthvað til þess að læra af. Hins vegar lagði liðið sig meira fram í þessum leik en nokkrum öðrum í síðustu leikjum. Mjög erfiðar aðstæður til þess að spila vegna bleytu á vellinum og það lið sem vildi meira vinna vorumvið. Það er jákvætt.
Svisslendingar eru í a.m.k. einum getuflokki ofar en Albanía, ef ekki tveimur Þá er vont að hafa ekki Aron og Kolbein. Það sem vantar er einn eða tveir leikmenn á miðjunni sem geta haldið boltanum betur. Lausnirnar verða oftast að senda boltann framávið, sem getur verið gott þegar byggja á upp hraðar sóknir, en alls ekki þegar við þurfum að dempa leikinn. Þá eru langar sendingar afar einhæft spil til uppbyggingar.
Landsliðið í fótbolta er á réttri leið hverju sem það skilar okkur.
![]() |
Lagerbäck: Slæm mistök hjá Gylfa og Alfreð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2012 | 07:13
1/3 karlar og 2/3 konur nemar í Háskólanum
Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að alls eru skráðir 13.706 nemendur í Háskóla Íslands, 8.958 konur og 4.748 karlar. Þetta hlýtur að kalla á umræðu um greiningu og jafnrétti.
Þetta á sér eflaust margar skýringar. Ein af þeim getur verið að konur eru orðnar nánast einar eftir í kennarastétt. Það eru flestir sem telja þessa þróun afar slæma fyrir nemendur, ekki síst fyrir stráka.
Kennarar hafa auðvitað áhyggjur af þessari þróun. Launaþróun kennara síðustu áratugina hefur ekki verið góð, og því oft kennt um að þar sem þetta er orðið flokkað sem kvennastétt, séu launin lág.
Þeir karlmenn sem eftir eru, finna einhverjir til hinna ,,kvenlegu gilda". Þeir eru fyrir. Það gilda önnur sjónarmið fyrir karla en kvenna. Varðandi frí, varðandi stöður. Rétt eins og karlrembur voru við störf fyrir fáum áratugum, verður í vaxandi mæli vart við kvenrembur.
Fyrir 2-3 árum var ég að ræða við starfsmann Endurmenntunardeild Háskólans. Hún sagði mér að þar starfaði aðeins konur. Svo bætti hún við. ,,Við konur höfum miklu meiri þekkingu á endurmenntun en þið karlarnir". Ég leit hana rannsóknaraugum, en það vottaði ekki fyrir glettni. Hverning hefðu konur brugðist við ef það hefðu verið karl sem hefði látið þessi orð falla.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2012 | 07:10
Fulltrúi ESB grýttur í Grikkalndi.
Angela Merkel kanslari þurfti að sitja undir því að almenningur í Grikklandi henti öllu lauslegu, steinum, smápeningum og öðru lauslegu að henni og forsætisráðherra Grikklands þega Merkel kom í heimsókn. Einhverjir klæddust í nasistabúninga. Var ESB og Evran ekki allra meina bót í Grikklandi? En í Ítalíu, Spáni , Portúgal og Írlandi? Var Evran og ESB þá eftir allt ekki töfralausnin?
Ferð Merkel til Grikklands verður ekki til þess að almenningur í Þýakalandi vilji frekar að Grikkland verði áfram í ESB. Meirihluti er fyrir því að láta Grikkland róa. Ríkin sunnarlega í álfunni hafa notað ESB eins og margir umgangast ríkiskassann. Í hann sé hægt að ganga og þar sé nóg af að taka.
Evran leysir ekki málin, það þarf að gera innanlands. Fyrst eftir 10 ár kemur til greina að við gætum tekið upp Evru. Einbeitum okkur að því verkefni að minnka verðbólgu, auka hagvöxt og bæta ríkisfjármálin. Það hefur þessi ríkisstjórn ekki gert.
![]() |
Gjá að myndast hjá VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10