Færsluflokkur: Bloggar
25.11.2012 | 23:06
Er tími prófkjöranna liðinn?
Prófkjörin að undanförnu kalla á margar spurningar. Er tími þeirra liðinn , eða a.m.k. í núverandi mynd?
Þegar prófkjör Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks var í Kraganum, var áhugavert að sjá hvernig niðurstaða þeirra var túlkuð. 35% þáttaka af svokallaðri kjörksrá þótti afar slæm þáttaka hjá Sjálfstæðisflokki. Hins vegar þótti 37% þáttaka í prófkjöri Samfylkingarinnar ekkert tiltökumál.
Málið er að fjöldi félaga í stjórnmálaflokkunum er stórlega oftalin. Mjög margir eru skráðir í fleiri en einn stjórnmálaflokk, sem á oftast nær þá skýringu að viðkomandi hefur tekið þátt í prófkjörum til þess að styðja vini og vandamenn. Svokallaðar kjörskrár hafa lítið með stuðningsmenn eða félagsmenn flokkanna að gera.
Meiningin með prófkjörum er ekki slæm. Að einstaklingar sem áhuga hafa á stjórnmálum og vilji gefa kost á sér, geti auðveldlega boðið sig fram og kjósendur geti síðan gert upp á milli aðila.
Gallinn er bara sá, að þó að gott fólk vilji gefa kost á sér, þá kostar slíkt mikla fjármuni og vinnu. Einstaka frambjóðendur hafa komið upp sérstökum kosningamaskínum. Harðsnúið lið, með tölvkerfi sem fer milli kjördæma til þess að tryggja hinum útvöldu kosningu. Síðan er fólki smalað á kjörstað með miða meðferðis sem segir því hvernig merkja eigi við á kjörseðlinum. Þetta þekkist í öllum flokkum.
Núverandi fyrirkomulag prófkjöra hefur gengið sér til húðar.
![]() |
Úrslit leysa ekki togstreitu VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 26.11.2012 kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2012 | 07:13
Aftur inn á miðjuna?
![]() |
Konur styrkja stöðu sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2012 | 23:25
Naut verðandi formaður Samfylkingarinnar aðeins stuðnings 0,33%?
Það er mjög alvarlegt hversu lausir svokallaðir ,,sérfræðingar" fjölmiðlanna eru hvað varðar gagnrýna hugsun. Er kjörsókn mikil eða lítil eða er stuðningur við frambjóðendur lítill eða mikill? Árni Páll fékk 1041 atkvæði í Kraganum. Það er vissulega aðeins 0,33% ef með eru teknir allir landsmenn. Þá þarf að geta þess að ekki geta allir landsmenn tekið þátt í prófkjöri í Kraganum, og aðeins þeir sem búa á svæðinu sem náð hafa ákveðnum aldri.
Á kjörskrá Samfylkingarinnar í Kraganum voru 5693 og kjörsókn því ,,aðeins" um 37% og Árni Páll fékk því ,,aðeins" atkvæði 18,29% þeirra sem var á kjörskrá. Aftur þarf að greina betur. Á kjörskrá flokkana eru allir þeir sem hafa skráð sig í flokkinn og hafa tekið þátt í prófkjörum á undanförnum árum. Í prófkjörinu nú tóku að sjálfsögðu þátt einstaklingar sem munu alls ekki kjósa Samfylkinguna í næstu kosningum og hugsanlega aldrei. Þetta fylgi borgar ekki félagsgjald, en það er tilbúið að koma í prófkjör til þess að veita ákveðnum einstaklingi brautargengi. Þessir einstaklingar búa til í raun falska kjörskrá. Það sem verra er, þetta lið verður áfram á kjörskrá í næsta prófkjöri. Gróflega er talið að innan við 50% þeirra sem eru á kjörskrá muni ekki kjósa viðkomandi flokka. Miðað við þetta er þáttaka í prófkjönunum vel viðuandi.
Árni Páll fékk um 48% atvæða þeirra sem tóku þátt í prófkjörinu og má vel við una. Sérstaklega vegna þess að flokksmaskínan vann á móti honum. Bjarni Benediktsson fékk tæplega 55% sem er heldur lakara en hann reiknaði með, en Bjarni beitti sér ekki í prófkörinu. Össur fékk tæplega 39% í fyrsta sætið í Reykjavík og er örugglega nokkuð sáttur.
Rússnesk kosning er liðin tíð. Það eru nýjir tímar. Það verða bæði frambjóðendur að taka tillit til, en ekki síður ,,sérfræðingar" fjölmiðlanna sem stundum viðast vera út á túni.
![]() |
Sigríður opin fyrir formennsku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.11.2012 | 01:08
Íslenska alþýðulýðveldinu hafnað!
![]() |
Hafnfirðingar eiga ekki stuðning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.11.2012 | 22:16
Afsögn vegna framhjáhalds?
David Petraeus sagði af sér starfi yfirmanns CIAí dag. Það sem er merkilegt við þetta er að hann segir af sér embætti vegna þess að hafa haldið fram hjá konu sinni eftir 37 ára hjónaband. Þetta þykir nú ekki mikið mál hérlendis, en víða í nágranaríkjum okkar hefur kerfið mjög stíft aðhald með meintri siðblindu. Einstaklingar haldir siðblindu geta skaðað samfélagið mjög mikið, og yfirleitt setja þeir eigin hagsmuni ofar heildarhagsmunum.
Það er alls ekki auðvelt að bera kennsl á siðblindu, því einstaklingar haldnir henni, dyljast mjög auðveldlega. Skoðum nokkur einkenni:
- Tungulipurð / yfirborðskenndir persónutöfrar
- Stórmennskuhugmyndir um eigið ágæti
- Lygalaupur
- Slóttugur, falskur, drottnunargjarn
- Skortir á eftirsjá eða sektarkennd
- Yfirborðskennt tilfinningalíf
- Kaldlyndur / skortir samhygð
- Ábyrgðarlaus um eigin hegðun (kennir öðrum um)
- Spennufíkill / leiðist auðveldlega
- Sníkjudýr (á öðrum eða kerfinu)
- Léleg sjálfstjórn
- Lauslæti
- Skortir raunsæ langtímamarkmið
- Hvatvísi
- Ábyrgðarleysi
Hérlendis hefur það ekki þótt mikið mál þó að einstaklingar í ábyrgðarstöðum síni glögg merki siðblindu. Við getum hins vegar ekki átt von á miklum breytingum á Íslandi nema við gerum stífari kröfur.
Siðblindir einstaklingar sækja gjarnan í stöður eins og stjórnmál, fjölmiðla og fjármálastofnanir. Yfirleitt skapa þessir einstaklingar fljótlega vandamál. Hér á landi komast þeir oft og iðulega upp með sliðblindu sína og haldast lengi í starfi þrátt fyrir mikla óánægju með störf þeirra. Svokölluð korktappaáhrif.
![]() |
CIA-stjóri hættir vegna framhjáhalds |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.11.2012 | 21:26
Grunaður um njósnir fyrir CIA!
Bloggar | Breytt 8.11.2012 kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2012 | 00:05
Vinna indjánarnir!
Þegar við vorum um átta ára aldurinn í Kópavoginum var farið reglulega í sunnudagsbíó. Roy Rogers var aðalstjarnan, cowboy af bestu gerð, sem malaði indjánana. Svo var farið heim og strákarnir í Hrauntungunni fóru í hlutverk indjánana. Mér er algjörlega ómöuglegt að skilja svona eftirá að enginn stórslasaðist í átökunum. Menn lifðu sig inn í hlutverkin. Féllu menn í óvinahendur voru menn bundnir við staur og þeir píndir.
Nú rúmum fimmtíu árum síðar lifa menn sig enn í svona hlutverkaleik. Helgi Hjörvar er orðinn indjáni, og hann vill að Sjálfstæðismenn verði cowboyar. Reyndar sér Helgi Samfylkinguna sem Demokrata, og Sjálstæðisflokkinn sem Rebúblikana. (í USA væri Samfylkingin flokkuð sem hreinræktaðir kommúnistar) Það vill bara enginn leika við Helga. Honum bent á að fara fyrr að sofa. Ekki það að mér finnst oft að Helgi hafi getað verið indjáni.
Einu sem hafa viljað leika þennan cawboyar- indjánaleik eru Samfylkingin og VG. Þar sem báðir flokkar hafa haldið hinum í gíslingu og reyndar innbyrðis líka. Nú hefur tekist að króa einn villikött af, og þá skal murka úr honum lífið. Rétt eins og í leiknum hér forðum, þurftu menn að sýna forystunni skilyrðislausa hlýðni.
![]() |
Vilji menn halda flokknum saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.11.2012 | 07:17
Uppgjör milli stjórnarflokkanna nálgast!
Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð var ljóst að að ESB yrði eins og eitrað peð í samstarfinu. Annar hvor flokkurinn myndi bíða afhroð í næstu kosningum. Samfylkingin hélt því fram að Ísland fengi hraðmeðferð hjá ESB, af því að eftirspurnin eftir Íslandi væri svo mikil þar á bæ. Þá var því einnig haldið fram að bara umsóknin ein og sér myndi gjörbreyta stöðu Íslands. Hvort tveggja hefur brugðist hrapalega.
Hjá VG var það réttlætt að sækja um aðild að ESB, með því að aðeins væri verið að kíkja í pakkann, eða gera bjölluat eins og Jón Bjarnason orðaði það svo skemmtilega.
Nú bendir allt til þess að það verði VG sem muni bíða meira afhroð, þó báðir flokkarnir muni tapa umtalsverðu fylgi. Þingmenn stjórnarflokkana geta auðveldlega séð hverjir eru á útleið. Flokkarnir verða að aðgreina sig, ef þeir ætla ekki að sökkva saman. Það verður of seint þegar komið er út í sjálfa kosningabaráttuna.
Fari uppgjörið fram of seint verður það VG sem sekkur. Þá verður ESB stimpillinn ekki tekinn af flokknum. Þar sem fylgi við ESB er nú að fara ofan í 20%, er litlu fylgi til að skipta milli VG og Samfylkingar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.11.2012 | 10:41
Ástarsamband VG og ESB
![]() |
Ögmundur: VG þarf að endurstilla stefnuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.11.2012 | 07:47
Eru að renna upp nýjir tímar í íslenskri pólitík?
Ekki svo að það hafi ekki verið vilji til þess að bæta úr. Samfylkingin undir stjórn Ingibjargar Sólrúnar kom fram með samræðustjórnmál, sem reyndar hefur alfarið verið kastað fyrir róða í stjórnartíð Jóhönnu Sigurðardóttur. Stjórnarhættir í þessarri ríkisstjórn eru í anda einræðis.
Minnist þess ekki að nokkurt frumvarp hafi verið samþykkt á Alþingi sem lagt hafi verið fram af minnihlutanum.
Nú er það svo að stór hluti þingstarfsins fer fram í nefndum og þar er oft mjög vel unnið. Nokkuð sem ekki kemst til skila til þjóðarinnar t.d. í gegnum fjölmiðla.
Í nýafstöðnum kosningum um tillögur stjórnlagaþings, var samþykkt að auka vægi persónukjörs. Margir vildu t.d. gjarnan kjósa fólk af mismunandi listum. Þannig myndu eflaust margir vilja kjósa Guðfríði Lilju í Kraganum, þótt þeir annars væru með áherslur annarra flokka en VG. Kjósa Guðfríði Lilju vegna hæfleika, greindar hennar og hugsjóna. Svo verður ekki. Hún féll ílla inn í hinn Austur þýska VG. Öllum var löngu ljóst að hún nyti ekki lengur stuðnings flokksforystunnar, ekki Steingríms. Á flot er dreginn Ólafur Gunnarsson bæjarfulltrúi í Kópavogi. Sá les flokkskórarinn alla daga og fer á hnén tvisvar á dag og tilbiður Steingrím. Ekki svo að hann hafi ekki sína greind en hana notar hann aðeins til að hlýðnast, gagnstætt Guðfríði Lilju.
Það er eftirsjá eftir Guðfríði Lilju á Þingi.
![]() |
Guðfríður Lilja stóð með grunngildunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10