Færsluflokkur: Bloggar
13.6.2012 | 12:43
Saga Icesave
Við skulum rifja upp nokkra punkta í Icesavesamningum. Tökum eftir líkamstáknmáli Jóhönnu og Steingríms. Vita þau að þau eru að blekkja þjóðina? Steingrímur sagði ég trúi því að sagan segi okkur að við séum að gera rétt. Segir sagan okkur það?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.6.2012 | 17:25
Óvelkomnir gestir af landsbyggðinni!
Kristján Hall skrifaði stórgóða grein í Morgunblaðið í dag. Kem henni hér á framfæri
Hingað komu gestir í gær. Þeir komu víða að af landinu, á bátum og bílum af öllum stærðum og gerðum. Þetta var látlaust fólk, sem veifaði brosandi sinastæltum vinnuhöndum til vina og kunningja á leið sinni í miðbæinn. Engin köpuryrði féllu því af vörum, en það svaraði glaðlega, ef á það var yrt. Þetta fólk átti ekki erindi við Reykvíkinga, heldur Alþing sitt og ríkisstjórn, sem hefur aðsetur sitt á þessum útnára siðmenningarinnar, en þegar það ætlaði að bera upp erindi sitt sótti að því hópur innfæddra, með ópum, hrópum og svívirðingum. Greinilega var tilgangurinn sá, að svipta þetta aðkomufólk tjáningarfrelsi sínu, og rétti þess til að kynna Alþingi á málefnalegan hátt mótmæli sín. Ég er ekki víðförull maður, og ég hef aldrei séð tekið svona á móti gestum áður, en þó rekur mig minni til þess að hafa séð viðlíka viðburð einu sinni, en þá var ég í Afríku, og sá hóp bavíana villast inn á heimasvæði annars hóps, en þó að tungumálið væri annað, þá voru viðbrögð og hljóð heimahópanna svipuð.Þá má einnig minnast þess, þegar íslensk kona kom fram á tyrkneskri sjónvarpsstöð og leitaði réttar síns til að fá dætur sínar heim, þá komu fram margir í þættinum, sem andmæltu þeim rétti hennar, og var þáttarstjórinn einn af þeim. En ef einhver andmælendanna talaði óvirðulega til hennar, þá reiddist þáttarstjórinn, og skipaði þeim hinum sama að gæta orða sinna, því hún væri gestur í Tyrklandi, og gestum bæri að sýna virðingu. En þetta var nú menningarþjóðin Tyrkir, og við getum jú ekki lært allt á einni nóttu. Viðbrögð þingmanna finnst mér merkileg. Ríkisútvarpið útlistaði þau í sínu rómaða hlutleysi, með því að senda út ræður tveggja herkerlinga, sem rómuðu framgöngu gestgjafanna í hvívetna, og sögðu þá hafa varið málstaðinn og stefnuna með þeim ágætum, að lýðræðinu, og stefnu ríkisstjórnarinnar hefði verið lyft á þá dýrðlegu braut, sem lofgjörð og tilbeiðslu nýtur.Önnur þeirra sagði jafnframt, að þarna hefði þjóðin sigrað. Það setti mig í svolítinn vanda. Voru gestgjafarnir sigurreifu þessi þjóð, sem allir eru að tala um, en enginn hefur til þessa getað sagt hvað væri, en aftur á móti lýst á margan hátt hvað gæti verið? Kannske var þetta rétt hjá henni, eða var þetta bara eins og þegar hún birti myndina af galdraþulunni í Mogganum, og svo kom í ljós að þetta var bara gamalt dagatal. En Ríkisútvarpið birti líka hluta úr ræðu eins andmælenda þeirra, en svo »óheppilega« vildi til , að það heyrðist ekkert í honum, vegna þess að þingforsetinn hristi höfuðið svo hátt fyrir aftan hann.
Ps. Ef ég man rétt skrifaði Ólína Þorvarðardóttir grein um dagatöl í eitt sinn, sem þóttu ekki beisin. Framganga RÚV var hreint með ólíkindum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.6.2012 | 19:09
Þjóðin vill fá að velja sinn forseta sjálf.
Kristján Eldjárn vann Gunnar Thoroddsen í kosningabaráttunni á sínum tíma óvænt en örugglega. Ástæðan var ekki sú að Gunnar Thoroddsen væri ekki frambærilegur, en hann var tengdasonur þáverandi forseta, fyrrum sendiherra, borgarstjóri og meintur erfðaprins í embættið. Þjóðin vildi hins vegar kjósa sinn forseta sjálf og þau öfl sem vildu Gunnar í embættið urðu undir.
Nú hafa forystumenn núverandi ríkisstjórnar ákveðið að Þóra Arnórsdóttir verði forseti, með þungum áróðri í RÚV svo og Baugsmiðlanna, Stöðvar 2, Fréttablaðsins, Mannlífs og DV sem reyndar hefur verið afsalað til VG. Fólkið áttar sig á aðgerðaráætluninni og tekur ekki þátt í plottinu. Það skiptir engu að Þóra neitar Samfylkingartenglum hennar. Hún hefur neitað tengsl sínum við Samfylkingunni á afar klaufalegan hátt, sagði m.a. að það að ganga í ESB væri sambærilegt og að leigja herbergi í brennandi íbúð. Næst kom Þóra og gagnrýndi framgöngu ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálunum. Það kæmi ekki á óvart að Þóra kæmi næst fram með þá kröfu að það þyrft að rannsaka framgöngu Steingríms í máli Sparisjóðs Keflavíkur, nei annars, það mun hún ekki gera.
Áróðurinn í Baugsmiðlunum og RÚV er mikill og ósvífinn. Menn hika ekki við að því að blekkja, t.d. með því að tala við ,,sérfræðinga" eins og Eirík Bergmann í tíma og ótíma. Sé einhver í vafa um hvar hans skoðun liggur, ættti viðkomadi að hlusta á eitt viðtal við Eirík.
Fókið mun kjósa sinn forseta og það verður ekki fulltrúi valdaaflanna, ríkisstjórnarinnar og Bausveldisins. Líklegt er að fjölmiðlarnir muni tapa þessari baráttu. Frambjóðendur eins og Ólafur geta ekki átt von á stuðningi frá Morgunblaðinu. Hann verður bara að treysta á fólkið í landinu, það stefnir allt í það að valdaöflin tapi þessarri kosningabaráttu. Þau Jón Ásgeir Jóhannesson, Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur Sigfússon velja ekki forseta fyrir íslensku þjóðnina árið 2012, það gerir þjóðin sjálf.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.6.2012 | 10:57
Hafði Herdís rétt fyrir sér?
Þegar finna átti kandídata í forseta, var Herdís Þorgeirsdóttir eitt þeirra nafna sem fljótlega komu upp. Hún hefur mikla reynslu m.a. af fjölmiðlun, kennslu og lögfræðistörfum. Vel máli farin og vel lesin. Það sem háir Herdísi e.t.v. helst að hún kemur hreint til dyranna og segir hluti umbúðalaust. Það á ekki alltaf við og svo eru það mjög margir sem ekki vilja neina hreinskilni.
Það vakti athygli þegar Herdís kom með þá ábendingu að RÚV ætti að fá utanaðkomandi til þess að sjá um umfjöllun um forsetakosningarnar. Í þættinum á RÚV skaut hún föstum skotum að Baugsmiðlunum og þeim hagsmunatengslum sem þar ríkja. Doktorinn Herdís verður nú ekki sökuð um þekkingarleysi á fjölmiðlum og tengslum. Hefur bæði mikla reynslu á því sviði sem ritstjóri og síðan í menntun sinni.
Byrjum á Stöð 2, en umfjöllunin þar er talið vera eitt vesta fjölmiðlaklúður sem fram hefur komið. Herdís ákvað að vera áfram í þættinum, á meðan Ari Trausti, Andrea og Hannes gengu út. Herdís skoraði þar fullt af stigum. Sjórnendur þáttarins höfðu ekki getu til þess að vera hlutlausir. Þau höfðu hins vegar ekkert í Ólaf að gera. 57% áhorfenda töldu Ólaf hafa komið best út á sama tíma og 17% töldu Þóru hafa komið best út.
Þá er komið að RÚV. Herdís hafði rétt fyrir sér. Þrátt fyrir að Heiðar Örn Sigurfinnsson hafi staðið sig vel, þá var framganga hins stjórnandans Margrétar Marteinsdóttur þannig að í heild félll RÚV á prófinu. RÚV var ekki treystandi. Könnun sem tekin var fyrir stjónvarpsþáttinn á Stöð 2 var látin líta út sem ný könnun. Einu beittu fyrirspurnirnar voru til Ólafs, engar til Þóru.
Herdís kom vel út úr þessu dæmi, en auðvitað á hún enga möguleika. Ramminn sem fjölmiðlarnir hafa sett verkefninu hefur ekkert með lýðræði og jafnræði að gera. Getuleysi fjölmiðlanna til þess að taka á stórum málum, er ein af ástæðunum fyrir því að íslenskt samfélag hefur ekki náð flugi eftir hrun.
![]() |
Ósammála um 26. greinina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
5.6.2012 | 17:21
Kemur sannarlega niður á launum allra landsmanna
Þegar Steingrímur Sigfússon heldur því fram að spuni ríkisstjórnarinnar varðandi sjávarútveginn komi ekki niður á launum sjómanna þá segir hann ósatt, og hann veit það. Reyndar hefur framganga þessarar ríkisstjórnar dags daglega áhrif á laun landsmanna. Það skiptir þau hins vegar engu máli. Þau ætla að sitja út tímabilið. Það er fáránleg stefna Sjálfstæðisflokksins að draga þetta lið ekki fyrir Landsdóm. Þau þurfa að vera dæmd öðrum til viðvörunar. Þau myndu aldrei sleppa með málamyndadóm. Á hverjum degi gengur fólk atvinnulaust vegna þessa liðs. Á hverjum degi fer fólk á hausinn að ástæðulausu vegna þessa liðs. Á hverjum degi skilur fólk vegna þessa liðs.
Það er kominn tími til þess að mæta Austurvöll með eggin í fartaskinu! Það er kominn tími til þess að fólkið í landinu bindi endi á óhæfuverk þessa fólks!
![]() |
Kemur ekki niður á launum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.5.2012 | 01:57
Með hatið í fartaskinu í kosningabaráttuna!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.5.2012 | 23:43
Verður umsókn Íslands að ESB vísað frá?
Uffe Ellemann-Jensen varaði Íslendinga við: ,,Ekki hugsa um samband sitt við Evrópu fyrst og fremst á efnahagslegum nótum". Ástæðan fyrir inngöngu Dana í ESB var fyrst og fremst pólitísk. Danmörk var hertekin í síðari heimstyrjöldinni og svar þjóðanna var friðarbandalag og nánara samstarf. Eflaust munum þurfa að greiða meira inn í sambandi en við fáum út úr því sagði þáverandi menntamálaráðherra Dana. Við getum sem heild tekið á efnahagsmálunum, en það sem mikilvægast er að við getum gripið inn í ef stjórnmálin þróast til verri vegar.
Nú eru tvö mál til rannsóknar vegna meintra brota á stjórnmálasviðinu. Annars vegar er það í Úkraínu þar sem ástandið er hrikalegt og svo er það Ísland. Pólitísk réttarhöld yfir Geir Haarde gætu farið fyrir Evrópudómstólinn. Hefðu allir 4 eða 5 ráðherrarnir farið fyrir Landsdóm,væri ekki um að ræða brot, en þegar aðeins einn er dreginn fyrir dóminn, er það að öllum líkinum mjög alvarlagt mál. Stjórnarhættir í þeim löndum sem sækja um aðild eru grandskoðaðir og verði viðræðum ekki hætt fljótlega, sem margt bendir til, gæti aðildarumsókn Íslands verið vísað frá. Vinnubrögð Samfylkingarinnar verða ekki liðin í ESB.
![]() |
Fjárfestar flýja evruna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.5.2012 | 13:13
Hlutleysið uppmálað?
Það er til lítils að gagnrýna sjónvarpstöðvarnar um hlutdrægni. Þær gera eins og Jóhanna Sigurðardóttir vísa öllum slíkum ásökunum á bug. Það verður því að vera mat okkar sjálfra hvað rétt er eða ekki í slíkum ásökunum. Skoðum frétt í Stöð2 um forsetakosningarnar. Eins og oft er gert er ,,dreginn úr skúffunni" einhver ,,sérfræðingur" og hann látinn segja eittvað ljótt um einn frambjóðandann og síðan eitthvað fallegt um annan. Athyglisvert hvernig myndmálið er notað.
Vill þjóðin pólitískan forseta, (mynd af Ólafi) eða sameinginartákn fyrir þjóðina (mynd af Þóru), aðrir frambjóðendur eru þá væntanlega hvorugt. Sjá hér
![]() |
Forseti og forsætisráðherra í hár saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 16.5.2012 kl. 05:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.5.2012 | 20:21
Fær Jón Ásgeir sakaruppgjöf?
Vaxandi efasemdir eru um Jón Ásgeir verði nokkru sinni sakfelldur. Íslensk stjórnvöld muni sjá til þess að hann og aðrir útrásarvíkingar muni ekki verða dregnir fyrir dóm. Margir munu eflaust mótmæla þessu, og vitna í skýrslu Alþingis um hrunið, þar sem þessir gaurar eru taldir bera höfðuáherslu á hruninu. Á móti eru sterk rök. Fyrst er það að telja að sá aðili sem hvað harðast gekk í að draga útrásarvíkinganna fyrir dóm, forstjóri Fjármálaeftirlitsins Gunnari Andersen var vikið úr starfi á afar umdeildan hátt. Hitt er að algjörlega óljóst er hver á rúmlega helming fjölmiðla landsins. Í þeim er rekinn linnulaus áróður. Þessir fjölmiðlar eru sagðir í eigu Ingibjargar Pálmadóttur eiginkonu Jóns Ásgeirs, en þegar grannt er skoðað eru þeir í eigu fyrirtækja í skattaskjólum. Þetta gerist undir verndarvæng ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Lítil varta úr Baugsmiðlunum DV datt af, og er skyndilega komið í eigu ,,huldukonu" sem líka á Smuguna áróðursvef VG. Var einhver að tala um helmingaskiptareglu Samfylkingarinnar og VG. Báðir ríkisstjórnarflokkarnir láta þetta sér vel líka.
Það skyldi þó aldrei vera að málin gegn útrásarvíkingunum fyrnist. Þekkt er að ,,vildarviðskiptavinir" hafa fengið feita bita frá skilanefndunum. Í kvöld fjallaði Sigrún Davíðsdóttir um þetta skukk í Speglinum á RÚV um 365 miðla.
Ríkistjórnin sem boðaði siðbót, þegir þunnu hljóði. Er það furða að menn segja að Jón Ásgeir elski Jóhönnu Sigurðardóttur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2012 | 20:29
Er ásættanlegt að Jóhanna Sigurðardóttir blekki þjóðina ítrekað og segi henni ósatt?
Það vissu allir að það voru ekki kærleikar á milli þeirra Ólafs Ragnars og Davíðs Oddsonar. Það var miður að þessir tveir forystumenn íslensku þjóðarinnar gætu ekki lagt persónulegan ágreing sinn til hliðar. Þeir áttu þó samskipti, töluðust við og hittust.
Við vissum líka að það væri stirt milli Jóhönnu og Steingríms annars vegar og Ólafs Ragnars eftir Icesavemálið, en þar sem mikil hætta steðjaði að þjóðinni óraði mann ekki við því að samskiptin væru fryst. Ólafur ferðaðist víða erlendis og talaði máli okkar. Oft virtist hann nærri því sá eini. Jú, Jóhanna nær mállaus á erlendri grund, auk þess sem hafði ekki þá persónutöfra sem fékk menn til þess að hlusta. Jóhanna og Steingrímur settu samskiptin við forsetaembættið á ís. Brutu þau ákvæði stjórnarskrárinnar? Er hér komin viðbótarástæða til þess að stefna þeim fyrir Landsdóm?
Að sjálfsögðu vísar Jóhanna Sigurðardóttir þessu á bug. Það gerir hún alltaf. Hún var áður þver baráttukona, en talin heiðarleg, nú blekkir hún og lýgur. Hennar nánustu kenna aðstoðarmanni hennar, Hrannari Arnarssyni um. Hann sé óvenju ómerkilegur pólitíkus, sem vílar ekkert fyrir sér. Sonur Kristínar Ólafsdóttur þjóðlagasöngkonu, og Arnars Sigurbjörnssonar úr Flowers. Hann hefur vissulega slæmt orðspor, en það skiptir engu hvort einhver segi Jóhönnu að blekkja og ljúga að þjóðinni, eða hún finni það upp hjá sjálfri sér. Verknaðurinn er jafn slæmur.
![]() |
Vísar ásökunum á bug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 14.5.2012 kl. 06:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10