Færsluflokkur: Bloggar

Guðmundur Ólafsson í heimsókn

Á laugardaginn kom Guðmundur Ólafsson í heimsókn í Kópavoginn. Guðmundur hefur þannig styrkleika að fjalla um aðalatriðin og setja þau fram á mannamáli. Áður fyrr hélt ég að Guðmundur væri vinstri maður, en eftir þennan fund er hann í mínum huga fyrst og fremst hagfræðingur. Hann ásamt fleirum komu að svokallaðri þjóðarsátt sem hafði á sínum tíma afgerandi áhrif á að í allnokkurn tíma náðum við góðum árangri við verðbólguna. Í hagstjórn næstu ára þar á eftir hældi Guðmundur Davíð Oddsyni sem hann sagði hafa borið af á síðustu öld. Hins vegar þurfa menn að kunna að hætta, bætti hann við. Það er oft erfitt.

Núverandi stjórnarflokkar fengu ekki háa einkunn hjá Guðmundi. Hann sló þó í gegn þegar hann sagði réttilega að hluti Sjálfstæðisflokksins væri harðir kommúnistar, sem hefðu aukið ríkisumsvif geysileg á síðasta stjórnartíma sínum.

Guðmundur ganrýndi hækkun stýrivaxta Seðlabanka og sagði þá aðgerð óskynsamlega. Hann svaraði gagnrýni á vertrygginguna, að útreikningur hennar væri í heildina rétt þó alltaf væri hægt að benda á einn og einn þátt, gæfi verðbólguútreikningurinn góða heildarmynd.

Eftir hrun hefur verið hamrað á því að hagfræðingar væri ekki sammála um nokkurn skapaðan hlut. Guðmundur sagði þetta fyrru, og í grunninn væru flestir hagfræðingar sammála um helstu þætti.


Er klappstýra útrásarvíkinganna vaktaður?

Það þarf ekki að fara til Bandaríkjanna til þess að ofbeldismenn eins og Hallgrímur Helgason yrðu settir í steininn og fylgst yrði með þeim áfram. Ef einstaklingur réðist á bíl forsætis ráðherra og berði hann að utan í Danmörku, Noregi Svíþjóð, Þýskalandi eða Bretlandi, yrði viðkomandi snarlega settur í steininn, dæmdur og síðan fylgst náið með honum, sími hans hleraður og ef hann sýndi afbrigðilega hegðun aftur yrði hann settur aftur inn og í rannsókn.

Nei Hallgrímur gengur öugglega ennþá laus, þegar ríkisstasjórn kommúnista er við völd. Hvort bók hans 10 ráð til þess að hætta að drepa fólk og vaska upp, sé tilraun Hallgríms til hæta ofbeldinu, skal ósagt látið. Rétt eins og talið er eðlilegt að fylgjast með mótorhjólagengjum er eðlileg að fylgjast með Hallgrími.


mbl.is Bók Hallgríms í 8. sæti á Amazon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

,,Svæsna" viðtalið í Monitor

Það var vel til fundið hjá krökkunum í Monitor að fá Vigdísi Finnbogadóttur í viðal og skilaboðin sem Vigdís sendir unga fólkinu eru hlaðin visku. Vigdís nýtur ekki síðri virðingar á Norðurlöndum en hér. Virðingu fyrir lífsviðhorf og áherslur. Lýðræði, ræktun, menning og fágun. Öfgarnar passa ekki inn í mydina. Skilaboð Vigdísar í jafnréttisbaráttunni er að varast öfga og jafnréttisbaráttan snýst um bæði kynin.

Það kom ekki á óvart að það fyrsta sem mörgum datt í væri Sólveig Tómasdóttir og hún gaf víst út að hún væri orðlaus. Það kemur heldur ekki á óvart að slík manneskja hafi haft rangt við í prófköri. Hvenær yrði Vigdís Finnbogadóttir sökuð um slíkt? Öfgarnar er víðar. Tökum Álfheiði Ingadóttur eða Ólínu Þorvardóttur venjulegt fólk tekur til fótanna til þess að þurfa ekki á vegi þeirra. 

Í umfjöllun Sjónvarpsins um kvennafrídaginn og jafnréttisbaráttuna kom berlega í ljós að helstu hindranir í vegi fyrir árangri í kvennabaráttunni, voru að öfgasinnar á vinstri vængnum yfirtóku þá hreyfingu sem fór á stað, til þess að nota fyrir vinstri öfgastefnu. 

Vigdís varar unga fólkið við öfgunum, og er það bara ekki gott. 


Þingmaður óskar eftir rannsókn á eigin klúðri!

Stundum er það einungis heimskan sem rekur þingmenn í ræðustól á Alþingi eða er það blanda af sektarkennd yfir eigin klúðri og kjánaskap. Það var einmitt af þessum ástæðum að Helgi Hjörvar stóð upp og taldi að nú væri kominn tími til þess að hefja næstu rannsókn á hugsanlegu tapi á hluta af þeim fjármunum sem settir voru í Kaupþing á hrundögunum.

Um leið og strákurinn hafði misst þetta út úr sér áttaði hann og allir aðrir í salnum að Helgi Hjörvar var að kalla eftir rannsókn á Icesavesamningunum, og einkavæðingu bankanna til erlendra útrásarvíkinga, vogunarsjóðanna. Hvort tveggja studdi Helgi Hjörvar.

Tveir ráðherrar sátu sótsvartir í framan af bræði. Nú hæfist umræðan að draga þau fyrir Landsdóm, Jóhannu og Steingrím.

Steingrímur heyrðist hvæsa: ,, Geturðu ekki hafið hemil á þessu strákgerpi"
Jóhanna svaraði hvasst. ,,Ég fékk hann úr Alþýðubandalaginu þínu"
,,Þegiðu", svaraði Steingrímur

Það eru að koma páskar, og síðan styttist í þinglok. Í haust verða það fjárlögin og þigi lykur í janúarlok. Þetta er að verða búið.  Síðan kemur aldrei aftur vinstri stjórn.


Fjármálaeftirlitið búið að kæra aðalsökudólg hrunsins?

Nú nærri fjórum árum eftir hrunið eru afar fáir eða engir sem við gætum flokkað undir útrásarvíkinga sem hafa farið fyrir dóm.

Í Vikunni er viðtal  Sigrúnu  Bragadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjós starfsmanna Kópavogsbæjar. Hjá henni kemur fram það sem svo oft gerist í glæpamálum, að þeir stóru sleppa, en síðan er fundinn einhver sem sökinni er skellt á.

Það vekur athygli að sá sú af stjórnum Lífeyrissjóðanna sem minnstu töpuðu í hruninu, skuli ein sæta ákæru, í stað þess að hljóta lof fyrir. Stjórn lífeyrissjóðsins stóð frammi fyrir því að hafa 500 milljónir, og  fáir eða engir útlánamöguleikar. Þau völdu því að lána Kópavogsbæ, eftir að hafa ráðfært sig við Fjármálaeftirlitið.

Þegar farið var að tala um fangelsi, brugðust fjórir stjórnarmenn sjóðsins, þau Flosi Eiríksson, Jón Júlíusson, Ómar Stefánson og Sigrún Guðmundsdóttir við með því að þau hafi ekkert vitað og framkvæmdastjóri sjóðsins Sigrúnu  Bragadóttir og Gunnar I. Birgisson hafi farið á bak við þau. Eftir rannsókn var öll stjórnin og framkvæmdastjórinn kærð.

Það ömurlegasta við þetta mál er að í viðtalinu segir Sigrún frá því að hún hafi fengið símtal frá lögmanni, sem sat með tvo stjórnarmenn fyrir framan sig þar sem verið var að samræma málatilbúnað, framkvæmdastjórinn átti að skella skuldinni á Gunnar Birgisson einan.

Hver er þessi lögmaður? Hverjir voru stjórnarmennirnir tveir? Skýrir þetta afstöðu fjögurra stjórnarmanna hversu lítilmannlegt sem það nú er? 

 Viðtalið við Sigrúnu Bragadóttur er átakanleg lýsing á því, þegar opinberir aðilar gefa skít í þá sem reyna að sýna ábyrgð, en dekra við skúrkana. 


mbl.is Á níunda tug mála til ákæruvalds
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Normaður númer fimmmilljón, er Íslendingur!!!!!!

Mikill fögnuður er nú í ráðherrabústaðnum. Normaður númer fimmmilljon er Íslendingur. Að þessu hefur íslenska ríkisstjórnin stefnt leynt og ljóst frá því að hún tók við. Vegma aðgerarleysi ríkisstjórnarinnar  innanlands hafa þúsundir Íslendingar flutt til Noregs, sérstaklega ungt fólk. Stór hluti þess kemur aldrei til baka.

Gleði ríkisstjórnarflokkana er hrein og sönn. Saman vilja þau búa hér til Íslenska Alþýðulýðveldið í anda Austur Þýskalands, þar sem Svavar Gestsson og Indriði Þorláksson hlutu sína flokksþjálfun. 

Í Noregi taka menn eins og Snæbjörn Björnsson á móti Íslendingunum, en Snæbjörn var afar einmana út í Noregi fyrir hrun. Nokkrir Íslendingar eru þó að flytja til baka, og vilja taka slaginn við ríkisstjórnina sem nú óðfluga nágast 10% fylgið.

"Megi ríkistjórnin hanga út tímabilið, segja þeir sem Samfylkingin og VG muni ekki ná 5% markinu, og vilja stofna safn um þessa flokka. Helst hafa Jóhönnu og Steingrím til sýnis á safninu. Öðrum við viðvöruar. 


Gylfi Þór settur út úr landsliðinu!

Það er alltaf erfitt að segja hvaða íslenskur leikmaður er bestur hverju sinni. Flestir myndu í dag eflaust nefna Gylfa Þór Sigurðsson. Það þætti fáránlegt að velja hann ekki í landsliðið, eða taka hann út úr því. Samt sem áður hefur Gylfi verið í þeirri stöðu. 2008 spilaði Gylfi Þór með unglingalandsliði Íslands en datt síðan út úr liðinu, og hópnum. Guðjón Þórðarson segir í viðtali í Fréttablaðinu að hann hafi bent forráðamönnum KSÍ á mikla hæfileika Gylfa, en án árangurs. 

Nú er það svo að Gylfi Þór er ekki eini afburða leikmaðurinn sem ekki fær náðina hjá yngri landsliðunum. Gott dæmi er að Eyjólfur Sverrisson komst hvorki í drengja eða unglingalandslið. Sagt var að það væri of langt tll Sauðárkróks til þess að velja þennan strákling. Eyljólfur fékk hins vegar tækifæri í U21 og sló í gegn og fór í atvinnumennsku. 

Það er mjög mikilvægt að þeir bestu fái tækifæri með landsliðunum og öðlist reynslu. Ekki er alltaf sjálfgefið hverjir verði góðir og hverjir ekki. Það er heldur ekki víst að þeir sem eru góðir 15-19 ára verði þeir bestu síðar.  Þess vegna verður að koma til mat þjálfarans á getu leikmannsins í dag, en einnig til framtíðar. 

Einn fremsti þjálfari allra tíma sagði um unglingalandsliðin: "Ef þjálfari í drengja og unglingalandsliðum gengur ítrekað fram hjá leikmönnum sem síðar komast í 21 manna A landsliðshóp, ætti hann mjög alvarlega að hugsa hvort hann sé hæfur í starfið. A.m.k. gera alvarlegar breytingar á vinnubrögðum sínum.  Ef hins vegar besti leikmaðurinn í A landsliðinu, kemst ekki í unglingaliðin, þarf stjórn knattspyrnusambandsins að taka ráðningamál þjálfara til alvarlegrar endurkoðunar, og endurmeta hæfi sitt til þess að ráða þjálfara."


Öfgasinnar og ofbeldislýður veður uppi.

Þeir fræðimenn sem skrifðu um hrunið vöruðu margir við því að í kjölfarið væru kjöraðstæður fyrir alls kynns öfgahópa, og þeir höfðu rétt fyrir sér. Hér hafa sprottið upp mótorhjólagengi sem kennd eru við erlend glæpasamtök. Hér hafa ekki komið fram nýnasistar eins og einhverjir óttuðust, en kommúnistarnir sem eru sambærilegir öfgasinnar hafa náð ríkisstjórn Íslands og stjórna nú Íslandi með skelfilegri niðurstöðu.

Allt sem minnir á kristni eða kristin gildi hatar þetta lið. Almenningur er búinn að fá nóg.


mbl.is Vill ekki auka framlög til Hjálpræðishersins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært fyrir iðnaðinn

Það skiptir sannarlega máli hver sinnir forystuhlutverki í Samökum iðnaðarins nú þegar Ísland fer að rísa að nýju. Svana Helen Björnsdóttir er afar frambærilegur formaður í samtökunum og er full ástæða til þess að fylgjast með störfum hennar. Það kæmi ekki á óvart að Svana fær örlítið aðrar leiðir til að ná markmiðum alveg án þess að gert sé lítið úr forverum hennar. Full ástæða að óska samtökunum til hamingju með nýjan formaqnn.

Hvert fór Rússagullið?

Danski sagnfræðingurinn Bent Jensen sagði frá því í afar áhugaverðu viðtali við Egil Helgason í Silfri Egils síðastliðinn sunnudag, að bæði danskir flokkar og forystumenn hefðu fengið umtalsverða fjármmuni frá Rússum. Hann sýnir líka glöggt fram á að Rússneskir kommúnistar voru verri ef eitthvað var í glæpum sínum gagnvart mannkyni en fasistar Þjóðverja. Það að þiggja stórfé frá  þessum aðilum er því alvarlegur glæpur gagnvart íslensku þjóðinni. Engin rannsókn hefur farið fram hér innanlands hvaða einstaklingar fengu slíka fjármuni, eða blóðpeninga og hvaða félög og stjórnmálaflokkar. Samkvæmt upplýsingum Bents Jensen voru þetta miklir peningar og kommúnistar voru sterkari hér á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Urðu einhverjir kommúnistar mjög efnaðir? Þeir eru að öllum líkindum dánir, og því rétt að spyrja hverjir erfðu þessa menn. Ég er viss um að Steingrímur Sigfússon leggur fram tilögu Alþingi, til þess að rannsaka þetta mál og Álfhildur Ingadóttir verður örugglega meðflutningsmaður.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband