Mikið leiðtogaefni

Bjarni var afburða íþróttaefni og fyrirliði yngri landsliðanna í knattspyrnu. Það er engin spurning að hef hann hefði haldið áfram hefði hann orðið fyrirliði landsliðsins. Til að lýsa Bjarna, þá er hann þrælduglegur, heiðarlegur,markmiðasinnaður,  mjög skynsamur og góður drengur. Einkenni Bjarna er að hann þorir að taka ákvarðanir, en hlustar vel á rök annarra. Það er sama hvort andstæðingar hans eru flokksfélagar hans eða ekki. Hann hefur mikla samúð með þeim sem minna mega sín og verður seint flokkaður sem stuðningsmaður við öfgastefnur. Þegar ég var spurður nýlega hvort við hefðum einhvern með útgeislun Barac Obama, þá höfum við Bjarna Benediktsson. Við þurfum á erfiðum tímum feiri leiðtoga í öllum flokkum eins og Bjarna.


mbl.is Bjarni staðfestir framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími á faglegri vinnubrögð?

Þó mér hafi fundist talsvert hafa skort á fagleg vinnubrögð hjá Framsókn á undanförnum árum, þá lofar þetta góðu. Nú þarf Framsóknarflokkurinn að vinna rösklega að koma sínum tillögum inn, á ekki von á öðru en um þær verði samstaða. Það skiptri meira máli að aðgerðirnar séu markvissar og árangursríkar en hvort ríkisstjórn sé mynduð á laugardegi eða 2-3 dögum síðar.
mbl.is Ósætti um aðgerðirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræðisleg vinnubrögð

Mér fannst koma mjög skýrt fram hjá Sigmundi Gunnlaugssyni að stuðningur Framsóknar við ríkisstjórnina væru háð því að Framsóknarflokkurinn gæti stutt fyrirhugaðar aðgerðir. Þess vegna hélt ég að þeir yrðu hafðir með í ráðum. Við myndun ríkisstjórnar þarf að skoða marga hluti og í þeirri vinnu virðist hafa farið á mis þetta samráð við Framsóknarflokkinn. Það kallar eflaust á gremju þeirra sem vilja sjá ríkisstjórnarmyndun strax, en lýðræðið getur tekið örlítið lengri tíma.

Reyndar sé ég nú ekki að það skipti öllu máli hvort ríkisstjórn verði skipuð í dag eða á mánudag.

Ný vinnubrögð í pólitík verður að byggja á lýðræðislegum vinnubrögðum. Það er ekki nægjanlega mikil hefð fyrir þeim á Íslandi. Reiðin í bloggheimum vegna skoðunar Framsóknar nú, ber vott um skort á umburðarlyndi gagnvart lýðræðislegum vinnubrögðum.


mbl.is Telur forsendur fyrir stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til skoðunar eins og margt annað

Í því ástandi sem við  nú erum í, ættum við að skoða norsku krónuna rétt eins allt annað. Meginhluti þjóðarinnar vildi skoða inngöngu í ESB, kosti og galla. Setja fram samningsmarkmið og láta reyna á inngöngu. Farið hefur fram kynning í fjölmiðlum, en þá bregður svo við að samkvæmt síðustu skoðanakönnunum eru 62% á móti inngöngu. Samt á að skoða þennan möguleika áfram. Gjaldmiðillinn er of lítill og gerir spákaupmönnum auðvelt að ráðast á hann. Því eigum við sennilega þrjá áhugaverða möguleika taka upp Evru, með eða án aðildar, taka upp dollar eða taka upp norska krónu. Við skoðun á sveiflum norsku krónunnar, þá kemur í ljós að hún er alls ekki galin hugmynd. Þrátt fyrir að forsætisráðherra Noregs hafi tekið þessari hugmynd fálega, gæti það breyst með formlegum viðræðum, hugsanlega með stuðningi hinna Norðurlandaþjóðanna. Ég bloggaði um þetta í apríl i vor.

 http://ziggi.blog.is/blog/ziggi/?offset=60

 

 


mbl.is Hugnast norska krónan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. janúar 2009

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband