Hetja eða þjóðnýðingur?

Því verður ekki neitað að Draumalandið var áhrifarík bók. Höfundurinn er hörkugóður penni og hreyfir við manni. Bókin fær mann til þess að staldra við og meta hvort við séum á réttri leið. Hvort við æðum áfram með álverin ein sem lausn allra efnahagsvandamála, rétt eins og nú hluti þjóðarinnar æðir áfram með ESB sem alsherjarlausn. Gagnrýnislaust. Að ná að hafa þessi áhrif er auðvitað afbragðs gott verk. Löskuð þjóð þarf nú að taka stórar ákvarðanir. Andri Snær hafði trú á að í þjóðinni búi hugmyndaauðgi, krafti og þor sem til þarf. Þetta virðast stjórnmálamenn okkar ekki koma auga á. Andri Snær er vel að þessum verðlaunum kominn.
mbl.is Andri Snær hlýtur Kairos verðlaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segja ráðningu Davíðs ískyggilega

Á visir.is kemur fram að Blaðamannafélög Noregs, Finnlands, Svíþjóðar og Danmerkur segjast hafa þungar áhyggjur af þróun íslenskra fjölmiðla í kjölfar bankahrunsins hér á landi og gagnrýna ráðningu Davíðs Oddssonar í ritstjórastól Morgunblaðsins.

Það er mjög eftirtektarvert að blaðamannafélögin norrænu skuli ekki á sama tíma gagnrýna það siðleysi sem felst í því að einn útrásarvíkinganna eigi enn rúmleg helming fjölmiðla á Íslandi. Sennilega hefur Þóra Kristín Ásgeirsdóttir ekki upplýst kollega sína á Norðurlöndum um þessa staðreynd. Þóra Kristín hefði einnig átt að koma með sýnishorn af þeim vinnubrögðum sem hún ástundaði á Mbl.is, þá hefði brottrekstur hennar ekki komið kollegum á óvart.  Það kemur líka ekki á óvart að visir.is skuli ekki fjalla um eignarhald útrásarvíkinganna á fjölmiðlunum. 


Stórkostlegar sundlaugar

Í gær heyrði ég í fararstjóra sem var staddur hér á landi með hóp. Hann sagði hópinn sinn himinlifandi með ferðina til Íslands. Þau höfðu farið austur til Hafnar í Hornafirði, og hann sagðist aldrei hafa komið á það svæði að vetrarlagi, var himinlifandi. Það sem kom ferðamönnum mest á óvart voru sundlaugarnar. Fyrir utan að vera stórglæsilegar, snyrtilegar og þægilegar kom verðlagningin á mjög óvart.  


Bloggfærslur 2. desember 2009

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband