Segja ráðningu Davíðs ískyggilega

Á visir.is kemur fram að Blaðamannafélög Noregs, Finnlands, Svíþjóðar og Danmerkur segjast hafa þungar áhyggjur af þróun íslenskra fjölmiðla í kjölfar bankahrunsins hér á landi og gagnrýna ráðningu Davíðs Oddssonar í ritstjórastól Morgunblaðsins.

Það er mjög eftirtektarvert að blaðamannafélögin norrænu skuli ekki á sama tíma gagnrýna það siðleysi sem felst í því að einn útrásarvíkinganna eigi enn rúmleg helming fjölmiðla á Íslandi. Sennilega hefur Þóra Kristín Ásgeirsdóttir ekki upplýst kollega sína á Norðurlöndum um þessa staðreynd. Þóra Kristín hefði einnig átt að koma með sýnishorn af þeim vinnubrögðum sem hún ástundaði á Mbl.is, þá hefði brottrekstur hennar ekki komið kollegum á óvart.  Það kemur líka ekki á óvart að visir.is skuli ekki fjalla um eignarhald útrásarvíkinganna á fjölmiðlunum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll.  Málið er einfalt þetta er pöntuð niðurstaða.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 2.12.2009 kl. 17:40

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Fjölmiðlun á Íslandi er í mikillri varnarstöðu. Ef Ríkisútvarpið hefði verið einkavætt á sínum tíma, væri þetta eins og á Ítalíu hjá Berlúskóní.

Ætli mörgum þætti þá ekki þröngt fyrir sínum dyrum? Alla vega eru fáir nema fáir útvaldir sem fá greinar birtar eftir sig í Fréttablaðinu og Davíðs-Morgunblaðinu um þessar mundir.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 4.12.2009 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband