8.12.2009 | 23:47
Völdin sett ofar hag fólksins í landinu?
Það var ofur skiljanlegt að vinstri stjórn var mynduð eftir kosningar. VG og Samfylking náðu meirihluta. Það sem gerði þessa stöðu sérstæðari var að vinstri armur Samfylkingarinnar hafði náð völdum í flokknum. Vandamálið var hins vegar þannig að aðstæður fyrir vinstri stjórn voru afleitar. Í raun kom bara tveir möguleikar til greina þjóðstjórn eða utanþingstjórn, svo stór var efnahagsvandinn. Hafi einhverjir ekki gert sér grein fyrir þessari stöðu eftir kosningar, ætti öllum að vera þessi staða ljós nú.
Öllum er ljóst að mikill meirihluti þjóðarinnar er á móti samþykkt á fyrirliggjandi frumvarpi um ábyrgð á Icesave. Ákveðinn hluti þingheims hefur ekki hugmynd um hvað málið snýst, og kýs bara af flokkshollustu einni saman, eða þá til þess að halda völdum. Það er sett ofar þjóðarhag. Tveir þingmenn VG hafa verið staðfestir þau Lilja Mósesdóttir og Ögmundur Jónasson. Þegar á hólminn er komið á ég von á að Ásmundur Daðason greiði atkvæði á móti ríkisábyrgð á Icesave.
Þeir sem halda að með því að greiða atkvæði með ríkisábyrgð á þessum Icesavesamningi, lifa í sjálfsblekkingu. Verkefni vetrarins verða þessum meirihluta ofviða, og hefði sennilega orðið hvaða meirihluta sem er ofviða.
Nú er runnin upp sá tími að Alþingi verður að setja hag fólksins í landinu ofar flokkshagsmunum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2009 | 07:17
Fall á lýðræðisprófinu
Það eru til venjur og hefðir hvernig stjórna á fundi svo vel fari. Ástæðan er eflaust reynslan af mistökum í fundarstjórn og til þess að koma í veg fyrir þau. Einn stysti fundur sem ég man eftir tók um örfáar mínútur. Á fundinn voru mættir um 50 manns. Fyrir fundinum lá eitt mál, það var borið upp, engar umræður og málið samþykkt samhljóða. Enginn tók til máls undir liðnum önnur mál og þá sleit fundarstjóri fundi. Fát kom á nokkra fundarmenn og einhver spurði eigum við ekki að funda. Fundarstjórinn svaraði ,,við vorum að funda, og nú er því lokið. Enginn hafði neitt að bæta við framkomið mál, eða taka upp ný og þá lýkur fundi." Þegar upp var staðið voru menn þræl ánægðir. Ekkert óþarfa kjaftæði. Afburðaframmistaða. Fundarbjóðandi sagði reyndar að hann hafi e.t.v. ekki átt að boða til fundar, þar sem ekki var tilefni til slíks.
Borgarahreyfingin kom fram í búsáhaldabyltingunni. Formið átti að vera hreyfing ekki flokkur, annars var þetta mjög óljóst. Eitthvað sem ekki byggði á venjum og hefðum. 4 þingmenn sem virtust fara vel á stað. Þá kemur ágreiningur innan þingmannanna og einnig innan grasrótarinnar, eða einhvers hreyfiarms innan hennar. 3 þingmenn stofna Hreyfinguna og einn verður utan flokka. Þar sem menn héldu sig ekki innan rammans, eða ákveðins sviðs utan hans, er afl þessa stjórnmálaafls orðið að nánast engu. Þótt þetta geti verið ágætisfólk á þingi, er slagkrafturinn farinn. Þau féllu á prófinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 8. desember 2009
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10