Kolrangar áherslur

Rannsóknarskýrsla hefur ekki komið fram um orsakir efnahagshrunsins, en ekki kæmi á óvart að eftirlitstofnanir eins og Fjármálaeftirlit og Seðlabanki fái sína gagnrýni. Aðalábyrgðina hljóta hins vegar forráðamenn og eigendur bankanna að bera. Sjálfsagt munu stjórnendur einhverra lífeyrissjóða fá sína gagnrýni.

Það að stjórn Lífeyrissjóðs Kópavogs skuli vera kærð vegna finnst mér bera vott um kolrangar áherslur. Miðað við það sem fram hefur komið í fréttum, hefur verið lánað of mikið til Kópavogsbæjar, og þeir kærðir fyrir það lán sem örugglega hefur skilað góðri raunávöxtun. Hins vegar eru þeir ekki kærðir fyrir að raunávöxtun hafi verið neikvæð um 15,8%. Það hlýtur að vera tekið tillit til ástands síðustu mánaða, við mati á þessari kæru.

Sem Kópavogsbúi get ég bæði gagnrýnt bæði meirihluta og minnihluta fyrir mistök, en í heildina geta bæjarbúar verið sáttari en margir aðrir. Það að bæjarstjórnarfulltrúar okkar eigi það á hættu að vera dæmir í þessu máli finnst mér alveg út í hött. Í stjórninni eru þau Gunnar Birgisson, Ómar Stefánsson, Jón Júlíusson og Flosi Eiríksson. Þeir eiga alla mína samúð að fá á sig kæru vegna þessa máls. Vona að  þeir verði sýknaðir, eða málið látið niður falla.  Það má vel vera að þeir hafi gert mistök, en þau mistök hafa örugglega ekki verið gerð til þess að skaða aðra.

Það hljóta að vera stærri og meira aðkallandi mál sem FME ætti að vera að vinna í.


mbl.is Sjóðsbjörgun kærunnar virði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komdu fagnandi

Hörður er kominn aftur. Undiraldan í þjóðfélaginu fer vaxandi, vegna þess að stjórnmálamennirnir okkar hlusta ekki. Göran Person sagði við okkur farið ekki í kosningar, brettið upp ermarnar og takið að vinna þau verk sem vinna þarf. Ef þið bíðið þá mun kreppan dýpka. Stjórnmálamennirnir okkar fóru í kosningar og sögðu að þjóðin vildi kosningar. Síðan er beðið. Í kosningunum var okkur sagt að það ætti að byggja neina. Nú er okkur sagt að ekki sé fjármang til að byggja skjaldborg, og það sem til stóð að byggja hafi þegar verið byggt. Þegar líða tekur á haustið eykst atvinnuleysið og ólgan. Þá fyllist Austurvöllur af reiðu fólki. Þetta gera sér allir grein fyrir, nema stjórnmálamennirnir okkar. Þeir eyða tímanum í pólitískan hanaslag, sem enginn hefur áhuga á. Haustið nálgast.
mbl.is Funda á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. júní 2009

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband