Kolrangar áherslur

Rannsóknarskýrsla hefur ekki komið fram um orsakir efnahagshrunsins, en ekki kæmi á óvart að eftirlitstofnanir eins og Fjármálaeftirlit og Seðlabanki fái sína gagnrýni. Aðalábyrgðina hljóta hins vegar forráðamenn og eigendur bankanna að bera. Sjálfsagt munu stjórnendur einhverra lífeyrissjóða fá sína gagnrýni.

Það að stjórn Lífeyrissjóðs Kópavogs skuli vera kærð vegna finnst mér bera vott um kolrangar áherslur. Miðað við það sem fram hefur komið í fréttum, hefur verið lánað of mikið til Kópavogsbæjar, og þeir kærðir fyrir það lán sem örugglega hefur skilað góðri raunávöxtun. Hins vegar eru þeir ekki kærðir fyrir að raunávöxtun hafi verið neikvæð um 15,8%. Það hlýtur að vera tekið tillit til ástands síðustu mánaða, við mati á þessari kæru.

Sem Kópavogsbúi get ég bæði gagnrýnt bæði meirihluta og minnihluta fyrir mistök, en í heildina geta bæjarbúar verið sáttari en margir aðrir. Það að bæjarstjórnarfulltrúar okkar eigi það á hættu að vera dæmir í þessu máli finnst mér alveg út í hött. Í stjórninni eru þau Gunnar Birgisson, Ómar Stefánsson, Jón Júlíusson og Flosi Eiríksson. Þeir eiga alla mína samúð að fá á sig kæru vegna þessa máls. Vona að  þeir verði sýknaðir, eða málið látið niður falla.  Það má vel vera að þeir hafi gert mistök, en þau mistök hafa örugglega ekki verið gerð til þess að skaða aðra.

Það hljóta að vera stærri og meira aðkallandi mál sem FME ætti að vera að vinna í.


mbl.is Sjóðsbjörgun kærunnar virði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: DanTh

Finnst þér í lagi að skattgreiðendur í bæjarfélaginu séu látnir borga hæstu mögulegu vexti á þeim lánum sem bæjarfélagið semur um?  Er lífeyrissjóður starfsmanna bæjarins meira hagsmunamál okkar bæjarbúa, heldur en lífsafkoma okkar heimila?  Mér finnst vörnin í þessu máli aumleg og sýna hve veruleikafirrtir stjórnmálamenn geta verið, líka þeir sem sem verja svona gjörning.

DanTh, 20.6.2009 kl. 21:10

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Vænti þess að þessir vextir séu sambærilegir eða lægri en bærinn hefði fengið hjá sínum viðskiptabanka. Ef svo er gæti hagurinn verið bæði hjá bænum og lífeyrissjóðnum.

Sigurður Þorsteinsson, 20.6.2009 kl. 21:19

3 Smámynd: DanTh

Hæstu mögulegir vextir geta ekki verið ásættanlegir fyrir lántakanda, og fyrir mér óásættanlegt sem skattgreiðanda í bæjarfélaginu.

DanTh, 20.6.2009 kl. 21:21

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

18% vextir geta nú ekki verið hæstu mögulegu vextir.

Sigurður Þorsteinsson, 20.6.2009 kl. 21:41

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

DanTh, það verður alltaf hægt að finna eitthvað til að setja út á.  En þar til við fáum alla söguna, þá er erfitt að meta hvort hefði verið meiri glæpur að eiga hættu á að peningarnir töpuðustu á fjárfestingu í tengslum við bankana eða að fara þessa leið.

Marinó G. Njálsson, 20.6.2009 kl. 23:11

6 Smámynd: Sturla Snorrason

"Við útgáfu var skuldabréfið undir lögbundnu 10 prósent hámarki af heildareignum. Vegna verðbólgu og vaxta, og rýrnunar annarra eigna hafi skuldabréfið farið yfir lögbundið hámark" Voru ekki 90% geymd undir ströngu eftirliti  FME en hurfu að stórum hluta. Það hlýtur að vera lögbrot að 10% skuli ekki hafa rýrnað af samaskapi.

Sturla Snorrason, 20.6.2009 kl. 23:28

7 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Siggi, þú kemur stöðugt á óvart. Veistu ekki að Flosi og Jón eru í SAMFYLKINGUNNI!!!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 21.6.2009 kl. 00:04

8 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jú, Ingibjörg og Jón er í þessari stöðu sem fyrrverandi formaður Starfsmannafélagins. Ég er sannfærður um að þeir hafa haft hagsmuni sjóðsfélaga í huga á þessum tíma, vitandi að Kópavogsbær getur borgað. Í ljósi þess sem gerst hefur í þessu bankahruni, finnst mér út í hött að kæra þessa stjórn. Ég er hryggur vegna þessarar kæru á þetta fólk, og hef mikla samúð með málstað þeirra.

Sigurður Þorsteinsson, 21.6.2009 kl. 00:24

9 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sigurður:

Ég verð að viðurkenn, að ég hef ekki gripið til varna fyrir Gunnar í málinu, sem tengjast viðskiptum dóttur hans við Kópavogsbæ. Ég hef heldur ekki gagnrýnt þau viðskipti, þar sem ég þekki ekki málið nógu vel, en vissulega kemur mér þetta allt saman mjög spænskt fyrir sjónir.

Öðru máli gegnir um þetta lífeyrissjóðsmál. Það styttist í sveitarstjórnarkosningar og nú á aldeilis að berja á meirihluta Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Þetta lífeyrissjóðsmál er auðsjáanlega hluti af "skítaherferð" gegn sitjandi meirihluta og aðeins gert til að koma höggi á þessa tvo stjórnmálaflokka! Slíkar "skítaherferðir" einkenna barátturaðferðir vinstri flokkanna fyrir sveitarstjórnarkosningar og þingkosningar. Ég hef trú á að almenningur geri sér grein fyrir því sem er á seiði.

Viðskipti lífeyrissjóðsins við bæinn voru auðvitað ekki heppileg og hefðu ekki átt að eiga sér stað, þar sem um lögbrot er að ræða, en hugsanlega voru þessi viðskipti þó skiljanleg í ljósi þeirra aðstæðna sem voru uppi í vetur! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.6.2009 kl. 12:54

10 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sammála þér Guðbjörn.

Það ætti að setja ? um hverjir hafi beitt sér fyrir þessari flýtimeðferð áþessu máli innan FME. Það hljóta að vera brýnni rannsóknir og kærur sem eru mikilvægari en þetta mál.

Eggert Guðmundsson, 21.6.2009 kl. 13:40

11 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Guðbjörn skil ég þig rétt, að þú teljir ekki óhugsandi að kæran sé framkomin af flokkspólitíkusum ástæðum? Ég rakst á blogg í dag þar sem því er haldið fram að þessi kæra sé fram komin til þess að draga athyglina frá Icesave málinu.

Sigurður Þorsteinsson, 21.6.2009 kl. 15:34

12 identicon

Ég hef velt því sama fyrir mér Siggi, hvort þetta sé allt gert til að fá fjölmiðla til að tala um annað svo þetta fólk á þinginu geti unnið að því að koma þjóðinni í ánauð í friði og ró niðri í danska ráðuneytinu ( þetta er danska skjaldarmerkið en ekki íslenska sem að er ofan á Alþingishúsinu ).

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband