Hlutlausa matið

Síðan Þjóðhagstofnun var aflögð, hefur Hagfræðistofnun Háskólans verið það batterí sem helst hefur verið mark á takandi. Niðurstaða stofnunarinnar er sláandi. Við þurfum að fara mjög varlega ef ekki á illa að fara. Alþingi á ekki að samþykkja þann samning sem fyrir Alþingi liggur. Það var ekki sérstök ástæða til þess að taka niðurstöðu Fjármálaráðuneytisins alvarlega, enda þeir bullandi vanhæfir til þess að koma með raunhæfa niðurstöðu. Kæmi Fjármálaráðuneytið með niðurstöðu sem væri í andstöðu við Fjármálaráðherra. Því miður er Seðlabankinn í sömu stöðu.

Hafna þarf þessum Icesave samningi sem er allt annað en glæsilegur, og taka upp samninga upp á nýtt með okkar besta fagfólki og aðstoð erlendis frá ef með þarf.


mbl.is Mesta hættan fólksflótti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að lög ráði fremur en menn....

Hörð viðbrögð hafa verið við lögbannsbeiðni Kaupþings á fréttir Rúv um innlán í gamla Kaupþingi. Síður hafa verið stofnaðar þar sem fólk ætlar að hætta viðskiptum við bankann. Starfsmenn sitja undir ámæli. Fyrir það eitt að fara að lögum. Ef Kaupþing fer ekki fram á lögbann, eru þeir ekki að sinna verkefni sínu. Bankaleynd er hugsuð til þess að verja viðskiptavinina. Við viljum ekki að starfsmenn bankanna fjall um viðskipti einstakra aðila. ,, Veistu að Ögmundur Jónasson, lagði 60.000 inn á konu út í vesturbæ. Þetta er í þriðja mánuðinn í röð sem hann leggur inn á hana. Skildi hann halda við hana"  Er það svona umfjöllun sem við viljum fá á blogginu eða í fjölmiðlum?

Ef við viljum að hægt sé að fjalla um fjármál útrásarvíkinganna, eða eiganda bankanna í ljósi bankahrunsins, er sjálfsagt hægt að rökstyðja slíkt í ljósi bankahrunsins og almannahagsmuna. Þá þarf lögfræðilegt mat á slíku. Til þess að skapa traust er æskilegt að þessi mál verði skoðuð, en við erum komin út á mjög hættulega braut, ef við teljum að einhverjir eigi ekki að fara að lögum, bara af því að okkur datt það í hug í dag. Ef við erum óánægð með lögin, þá er þeim breytt á Alþingi. Ekki á götunni.   


Bloggfærslur 4. ágúst 2009

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband