Að lög ráði fremur en menn....

Hörð viðbrögð hafa verið við lögbannsbeiðni Kaupþings á fréttir Rúv um innlán í gamla Kaupþingi. Síður hafa verið stofnaðar þar sem fólk ætlar að hætta viðskiptum við bankann. Starfsmenn sitja undir ámæli. Fyrir það eitt að fara að lögum. Ef Kaupþing fer ekki fram á lögbann, eru þeir ekki að sinna verkefni sínu. Bankaleynd er hugsuð til þess að verja viðskiptavinina. Við viljum ekki að starfsmenn bankanna fjall um viðskipti einstakra aðila. ,, Veistu að Ögmundur Jónasson, lagði 60.000 inn á konu út í vesturbæ. Þetta er í þriðja mánuðinn í röð sem hann leggur inn á hana. Skildi hann halda við hana"  Er það svona umfjöllun sem við viljum fá á blogginu eða í fjölmiðlum?

Ef við viljum að hægt sé að fjalla um fjármál útrásarvíkinganna, eða eiganda bankanna í ljósi bankahrunsins, er sjálfsagt hægt að rökstyðja slíkt í ljósi bankahrunsins og almannahagsmuna. Þá þarf lögfræðilegt mat á slíku. Til þess að skapa traust er æskilegt að þessi mál verði skoðuð, en við erum komin út á mjög hættulega braut, ef við teljum að einhverjir eigi ekki að fara að lögum, bara af því að okkur datt það í hug í dag. Ef við erum óánægð með lögin, þá er þeim breytt á Alþingi. Ekki á götunni.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Stundum þarf samt sterkan þrýsting frá götunni til að koma hreyfingu á hlutina.

Georg P Sveinbjörnsson, 4.8.2009 kl. 13:51

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Georg

Alveg sammála þér. Það þarf að þrýsta á það að breyta þessum lögum. Það ber stjórnvöldum að sjá til að verði gert.

Sigurður Þorsteinsson, 4.8.2009 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband