29.11.2011 | 23:29
Öfgahreyfingar í trúmálum.
Ég minnist þess í eitt sinn þegar ég ákvað að fara með nemendur mína í kirkju. Faðir eins nemandans hafði samband við mig og sagði mér að sonur hans væri ekki kristinn. Hefði af þeim sökum ekki fermst. Þetta kom mér á óvart vegna þess að þessi nemandi var gott dæmi um einstakling sem ég mat að virti kristin gildi. Ég játa að ég hafði ekki tekið tillit til þess að einhverjir í hópnum voru ekki kristnir og baðst afsökunar. Viðkomandi tók ekki þátt, en ég ræddi málið við hann og ég fann að hann virti það.
Boðun nemenda minna til kirkjuferða mótaðist af þeim mistökum sem ég gerði. Að sjálsögðu á að taka tillit til þeirra sem ekki vilja taka þátt, og ekki láta þá einstaklinga gjalda þess á neinn hátt.
Tveimur árum síðar fór ég með sama hóp í kirkju og þá mætti þessi nemandi sem ekki kom tveimur árum áður. Hann hafði sjálfur tekið afstöðu. Þó ég fagnaði því í hjarta mínu, sýndi ég engin viðbrögð.
Mannréttindaráð Reykjaíkurborgar hefur látið fámennan öfgahóp móta ályktanir sínar, og það segir fyrst og fremst eitthvað um meðlmi þessa ráðs. Það kom mér fyrst og fremst á óvart að Margrét Sverrisdóttir skuli stýra því batterí. Það er henni til minnkunar.
![]() |
Með sama sniði og fyrr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.11.2011 | 10:58
Á hvað fara hugsjónir búsáhaldabyltingarinnar?
Búsáhaldabyltingin átti að vera ákveðið uppgjör. Uppgjör fólksins við stjórnvöld og pólitíkina. Margir fengu hins vegar óbragð í munninn þegar þeir komust að því að margt af því sem þarna gerðist var þrælskipulagt af ákveðnum stjórnmálaflokki.
Byltingin færði okkur vinstri stjórnina sem nú er komin af fótum fram. Margir þeir sem tóku þátt í búsáhaldabyltingunni töldu að fram væri að koma nýtt afl borgaranna. Borgarahreyfingin. Í næstu Alþingiskosningum náði þetta afl aðeins 4 fulltrúum. Fulltrúar Borgarahreyfingarinnar töluðu hins vegar alltaf eins og þeir væru einu fulltrúar fólksins í landinu. ,,Fólkið í landinu kaus Borgarahreyfinguna" Ekki kaus fólkið Hrefyinguna, því hlýtur fólkið í landinu að hafa svikið Borgarahreyfinguna.
Ekki leið á löngu þar til allt fór í hund og kött í Borgarahreyfingunni. Þingmennirnir yfirgáfu ,,fólkið í landinu" og stofnuðu Hreyfinguna. Samkævmt síðustu skoðanakönnunum mælist hvorki Hreyfingin né Borgarahreyfingin, ,,fólkið í landinu" er sennilega flutt til Noregs.
Nú fer að líða að þinglokum og næstu kosningar nálgast. Ljóst er að þá verður engin Hreyfing eftir meir. Þingmenn Hreyfingar munu ekki fara aftur á þing. Sagan segir okkur það. Einhver þeirra vilja í Samfylkinguna, einhver í VG, enn önnur í Gums sem er undirdeild Guðmundar Steingrímssonar í Samfylkingunni, en líklegast er að þau fari í jólaköttinn.
Hreyfingin mun styðja þessa ríkisstjórn til áframhaldandi óhæfuverka ef til þarf. Þau vilja launaumslagið út kjördæmabilið. Það eru einu hugsjónirnar sem eftir eru úr búsáhaldabyltingunni.
![]() |
Spáir því að Jóni verði fórnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 29. nóvember 2011
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10