Á hvað fara hugsjónir búsáhaldabyltingarinnar?

Búsáhaldabyltingin átti að vera ákveðið uppgjör. Uppgjör fólksins við stjórnvöld og pólitíkina. Margir fengu hins vegar óbragð í munninn þegar þeir komust að því að margt af því sem þarna gerðist var þrælskipulagt af ákveðnum stjórnmálaflokki.

Byltingin færði okkur vinstri stjórnina sem nú er komin af fótum fram. Margir þeir sem tóku þátt í búsáhaldabyltingunni töldu að fram væri að koma nýtt afl borgaranna. Borgarahreyfingin. Í næstu Alþingiskosningum náði þetta afl aðeins 4 fulltrúum. Fulltrúar Borgarahreyfingarinnar töluðu hins vegar alltaf eins og þeir væru einu fulltrúar fólksins í landinu. ,,Fólkið í landinu kaus Borgarahreyfinguna" Ekki kaus fólkið Hrefyinguna, því hlýtur fólkið í landinu að hafa svikið Borgarahreyfinguna. 

Ekki leið á löngu þar til allt fór í hund og kött í Borgarahreyfingunni. Þingmennirnir yfirgáfu ,,fólkið í landinu" og stofnuðu Hreyfinguna. Samkævmt síðustu skoðanakönnunum mælist hvorki Hreyfingin né Borgarahreyfingin, ,,fólkið í landinu" er sennilega flutt til Noregs. 

Nú fer að líða að þinglokum og næstu kosningar nálgast. Ljóst er að þá verður engin Hreyfing eftir  meir. Þingmenn Hreyfingar munu ekki fara aftur á þing. Sagan segir okkur það. Einhver þeirra vilja í Samfylkinguna, einhver í VG, enn önnur í Gums sem er undirdeild Guðmundar Steingrímssonar í Samfylkingunni,  en líklegast er að þau fari í jólaköttinn. 

Hreyfingin mun styðja þessa ríkisstjórn til áframhaldandi óhæfuverka ef til þarf. Þau vilja launaumslagið út kjördæmabilið. Það eru einu hugsjónirnar sem eftir eru úr búsáhaldabyltingunni. 

 


mbl.is Spáir því að Jóni verði fórnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Sæll félagi, örugglega rétt greining varðandi Borgara - hreyfinguna. Hvað sem má segja um Búsáhaldabyltinguna, þá sannfærði hún fólk um það að friðsamleg mótmæli skipta máli.  Skipulagðir hópar skipta máli og geta haft veruleg áhrif.  Það sem þessir hópar hafa ekki fundið út, er að það er miklu áhrifmeira að fara inn í núverandi flokka og hafa áhrif þar, enn að finna upp hjólið. Þessir flokkar standa nefnilega öllum opnir, leyndarmál sem fólk breytinga á eftir að uppgötva.

Jón Atli Kristjánsson, 29.11.2011 kl. 12:58

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jón, eins og oft áður er ég algjörlega sammála þér. Þegar fólk stofnar stjórnmálaafl þarf þekkingu og reynslu. Án þess er niðurstaða eins og á mörgum öðrum sviðum bara bull. 

Borgarahreyfingin var stofnuð í góðum tilgangi, en án þekkingar og reynslu. Niðurstaðan var klúður sem flestir sem að henni komu vilja helst gleyma. Innan stjórnmálaflokkana fer fram lýðræðisleg umræða og niðurstaðan úr þeirri umræðu er meðhöndluð af fagmennsku, getur komð eitthvað jákvætt út úr því dæmi, annars ekki. 

Sigurður Þorsteinsson, 29.11.2011 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband