Næsti aðalsamningamaður Íslands við ESB!

Í pólitíkinni geta flokksformennirnir ekki unnið hvaða skítverk sem er. Þegar mikið liggur við eru teknir einhverjir nýliðar í pólitíkinni til þess að framkvæma verknaðinn. í VG þarf Steingrímur oft að létta á sér, og hann hefur valið sér Björn Val Gíslason til þess að koma því til skila. Ekki er vitað til þess að Björn Valur hafi neitt annað vitrænt hlutverk á Alþingi, en að vera þessi skósveinn Steingríms.

Í Samfylkingunni hefur orðið fyrir valinu Ólína Þorvarðardóttir. Þegar hún opnar munninn sem er því  miður allt of oft, er það til þess eins gert að frussa út einhverjum óþverranum. Hún hefur gegnið svo langt að samflokksmanneskja hennar, Forseti Alþingis Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir hefur ítrekða þurft að reka Ólínu úr ræðustól Alþingis. 

Þessir tveir þingmenn eiga það sammerkt að allir eru sammála um að þeir munu aldrei koma á þing aftur. Þess vegna er um að gera að nota þau í skítverkin. 

Ef Jón Bjarnason verður hrakinn úr embætti, er þessi ríkissjórnin sprungin. Þar sem þau Jóhanna og Steingrímur  óttast það mest að missa stólanna, því þá nálgast sá dagur sem þau þurfa að bera ábyrgð á verkum sínum s.s.  Icesave. Eina mögulega útspilið er að Jóni verði því boðið nýtt hlutverk þegar hann fer úr ráðherrastólnum, Kunnugir segja að honum verði boðin staða aðalsamningamanns Íslands í viðræðunum við ESB. 


mbl.is Ráðherrastóllinn ruggar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón Steinar Ragnarsson, 28.11.2011 kl. 02:37

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er allavega rökréttara að láta Landbúnaðar og og Sjávarútvegsráðherra sjá um ESB samningana en að láta Velferðar og Menntamálaráðherra sjá um Sjávarútvegsmálin, eins og nú liggur fyrir.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.11.2011 kl. 03:50

3 identicon

þessi fjandans vitleysa hlýtur að fara að taka enda.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 07:42

4 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Eins vel og þú ert upplýstur, þá er þetta ekki rétt með Jón. Ég hef heyrt að þeir vilja Svavar Gestsson í þetta embætti. 

Yfirlýsingar stjórmálamanna skipta miklu máli í hinu opna hagkerfi. Ráðamenn gæta þess, eins og sjáaldur augna sinna, að engar ótímabærar eða vondar yfirlýsingar fari út.  Hvað er þá að segja um ríkisstjórn, þar sem forsætisráðherra kemur í sjónvarp til að gangrína ráðherra í sinni rískisstjórn, og lýsir um leið algeru stjórnleysi á sínu heimili.

Jón Atli Kristjánsson, 28.11.2011 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband