Skítapakkið tapaði!

Já það var söngvakeppni. Hvað sem menn segja hafa fram komið í þessari keppni mjög frambærilegir flytjendur í gegnum tíðina og mörg goð lög. Í ár var keppnin öðru vísi. Fram komu flytjendur með sín lög, en svo tók ,,góða fólkið" þátt. Það var pólitíkin. Bara að það sé sagt. Þá finnst mér framgagna stjórnvalda Ísrael viðurstyggileg, en það þykir mér framgagna Hamars líka. Við vorum bara ekkert að kjósa um það. Jú, góða fólkið átti sinn fulltrúa. Palestínumann sem jú ekki bjó á Gasa. Lagið var bara afar slakt og flutningur lítið betri. Góða fólkið vildi að þetta yrði framlag fyrir Ísland. Þar sem keppnin var jöfn, kom ,,góða fólkið" sínum flytjanda og lagi í úrslitin. Að mínu mati báru tvö lög og flytjendur nokkuð af. Það var Hera og síðan VÆB með lagið sitt Bíómynd. Hera er afar góð söngkona, en lagið sem hún flytur er ekki rétt frambærilegt.  Held að ef WÆB hefði komist úrslit þá hefði það unnið. Góða fólkið fórnaði unga fólkinu fyrir öfganna. Rétt eins og það fórnar unga fólkinu fyrir Borgarlínuna. Hef komist að niðurstöðu. ,,Góða fólkið" er ,,skítapakk"!

 


Bloggfærslur 2. mars 2024

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband