Alveg ótrúleg gleði

Fagn Stjörnumanna í Garðabæ hefur slegið í gegn. Það er skemmtilegt og frumlegt og það er einmitt það sem fótboltinn snýst um. Ég hef gagnrýnt mitt gamla félag að spila of einhæfan bolta, en það var víst breyting á því í síðasta leik sem ég því miður sá ekki. Þá létu leikmenn boltann ganga og unnu verðskuldaðan sigur á góðu liði Fylkis. Fögn Stjörnumanna minnir okkur óneytanlega á hið skemmtilega lið IBV á sínum tíma.

Það er mjög athyglisvert að fögn Stjörnunnar eru teymisvinna. Þetta laxa fagn, er t.d. í grunninn hugmynd Magnúsar Karls Péturssonar varamarkmanns Stjörnunnar og síðan framkvæmt af þeim Halldóri Orra Björnssyni og snilldarlegum tilþrifum Jóhanns Laxdal. 

 Íslenskir knattspyrnumenn geta alveg verið stoltir af framgöngu Stjörnumanna. Þetta innegg er frammúskarandi framlag. Með sama hugarfari getum við lyft knattspyrnunni á íslandi á örlítið hærra plan. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snæbjörn Björnsson Birnir

Það er nú einu sinni þannig Sigurður, að alvöru fagnaður kemur "spontant" og er ekki skipulagður..! ;) Þetta var það sem ég kalla "good show"..! ;))

Snæbjörn Björnsson Birnir, 30.7.2010 kl. 21:37

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heill og sæll Snæi, gaman að heyra frá þér. Það er rétt að oftast kemur alvöru fögnuður ,,spontant" en af reynslu í leikhúsi þekki ég að skipulagður fögnuður getur líka verið ansi góður. Þú mættir gjarnan senda mér netfangið þitt á starf@heimsnet.is  Bestu kveðjur

Sigurður Þorsteinsson, 30.7.2010 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband