Tölvufíkn?

Fyrir nokkru hafði samband við mig gamall nemandi og sagði mér að hún hefði miklar áhyggjur af syni sínum. ,,Hann sefur til hádegis og er síðan í tövlunni fram á nótt. Við ráðum ekkert við hann. Strákurinn  hafði sótt um í bæjarvinnunni í sumar, en nú var dregið og hann var einn úr sínum vinahópi sem ekki fékk vinnu.

Hann gekk niðurlútur inn í fundarherbergið. Vildi ekkert drekka. Ég spurði hann um námið hjá honum í vetur og það gekk betur en árið áður. Mætti samt ganga betur í sumum fögum. Hann er með nánast 100% mætingu. Svo kom áfallið með sumarvinnuna. Ég held að ég hafi alltaf staðið mig sagði hann. Svo er mér hafnað núna. Þetta var algjört hrun á sjálfsmati. Tölvan var flótti hans frá niðurbrotinu, en á sama tíma var það til þess að brjóta hann enn meira niður. Allir hömuðust í honum. Reyndu að finna vinnu!

Ég hringdi í vinnuveitanda hans og bað um meðmæli. Hörkuduglegur, samviskusamur og stundvís. Hafði frumkvæði. Í bæjarvinnunni var dregið og þá skipti engu máli hvort þú stendur þig eða ekki. Þurfti að fara með sendingu og tók strákinn með. Allt í einu rifjaði ég upp, spjall við einn af mínum viðskiptavinum. Sá kvartaði yfir stundvísi, ábyrgð og frumkvæði sumarstarfsmanna. Ég sló á þráðinn, og hann sagði að sig vantaði hugsanlega hlutastarfsmann. Það gæti hugsanlega orðið eitthvað meira. Strákurinn tók kipp. 

,,Ég hefði ekki lifað þetta af, var ekkert"

,,Með svona meðmæli ertu nú hökukall" sagði ég

,,Þú verður að lofa mér að horfa í augun á manninum þegar þú ferð til hans. Verður að vera stoltur að vera þú".

Hann faðmaði mig, eins og strákarnir gera þegar þeir skora mörk í fótboltanum. 

,, Ég læt tölvuna vera og horfi í augun á manninum".

,,Þú lætur mig vita"

,,Daginn eftir vann hann fjóra tíma og útlitið ekki slæmt". Þetta var ekki tölvufíkn, heldur depurð.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Þegar ég var að alast upp, var hugtakið depurð ekki til. Þá áttu menn að rífa sig upp og vera ekki með vol og væl.  Vandræða unglingar voru sendir til " góðs " fólks til að mannast.  Harka var svarið við " depurð " í þá daga.  Í dag hefur þessum vanda verið lyft upp á borðið og um hann talað.  Mögulega hefur depurð vaxið í okkar flókna samfélagi, en ég held að hún hafi alltaf verið til, hún er í dag aðeins sýnilegri.

Sé hægt að greina þetta vandamál rétt og bregðast við því erum við að bæta okkar samfélag. Rannsóknir hafa m.a. sýnt okkur hvar vandinn liggur. þ.e í fjölskyldunni og skorti í stuðningi frá henni.  Unglingarnir okkar " vilja hafa mömmu heim "  ósk sem passar illa við okkar þjóðfélagsmynstur. 

Jón Atli Kristjánsson, 3.6.2011 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband