Að breyta Neytendasamtökunum í einkaklúbb!

Víða í Evrópu eru Neytendasamtökin áhrifamikið afl í samfélögunum. Stjórnvöld taka tillit til þeirra þar sem innan samtakanna er fagfólk og stjórnarfólk vinnur að fagmennsku sem er öðrum til fyrirmyndar. Þetta á ekki við á Íslandi. Formaður Neytendasamtakanna rekur samtökin eins og einkaklúbb og enginn tekur mark að því sem frá samtökunum kemur. Af þessum sökum varð að stofna hagsmunasamtök heimilanna. Stjórnvöld réðu Umboðsmann neytenda sem reyndar hefur staðið sig mjög vel.

Neytendasamtökin á Íslandi eru ólýðræðislegur einkaklúbbur. Ef  einhverjum dytti í hug að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni, þarf viðkomandi að ganga í gegnum flóknara og torveldara ferli en að bjóða sig fram til Forseta Íslands, eða formann í stjórnmálaflokkunum. Viðkomandi þarf að bjóða sig fram mörgum mánuðum fyrir þing samtakanna og þá á eftir að ákveða ferlið. Þetta viðgengst m.a. á Íslandi vegna þess hversu fáir fjölmiðlamenn eru að vinna vinnuna sína. 


mbl.is „Standa ekki undir hækkunum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Hvernig væri að þessi æviráðni formaður Neytendasamtakanna myndi nú gefa flokksbróður sínum góð ráð um það hvernig hægt er að taka á skuldavandanum og benda honum á hvaða afleiðingar gengdarlausar skattahækkanir hafa haft á venjuleg heimili og fólk með sí minnkandi tekjur.

Jón Óskarsson, 17.8.2011 kl. 17:12

2 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Komdu sæll Sigurdur er natturulega algjørlega sammala ter en en er tad ekki bara med neytendasamtøkin eins og alla hina einkaklubbana,hvad med lifeyrissjodina sama ASI sama, og svona gætimadur leingi haldid aram,ætli turfi ekki ad taka almennilega til a ædstu stødum tjodfelagsins til ad tetta breytist annars stadar.sjaidi bara Althingi okkar tad er gjørsamlega ruid øllu sem heitir traust,og liklega verdur ad byrja tar svo vid getum losnad vid alla hina meinsemdina i tjodfelaginu,tvi eins og maltækid seigir eftir høfdinu dansa limirnir

Þorsteinn J Þorsteinsson, 17.8.2011 kl. 17:55

3 Smámynd: Jón Óskarsson

@Þorsteinn.  Ég hef bloggað mikið um lífeyrissjóðina og þar þarf heldur betur að taka til.   Út með æðstu stjórnendur í samtökum atvinnulífsins og út með alla formenn úr verkalýðshreyfingunni.   Þessir menn vinna gegn sínu eigin fólki með setu sinni í stjórn lífeyrissjóða.  Vilja heldur viðhalda verðtryggingarkerfi en að bæta hag félagsmanna sinna, auk þess að vera blóðugir upp fyrir axlir eftir afskriftir arfavitlausra fjárfestinga sem þessir menn bera ábyrgð á, sem leitt hafa til þess að lífeyrisgreiðslur eru skertar aftur og aftur.

Jón Óskarsson, 17.8.2011 kl. 19:46

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jón, formaður Neytendasamtakanna hefur engan áhuga á svona smámálum, enda snerta þau ekki hans persónulegu fjármál.

Þorsteinn þú hefur alveg rétt hjá þér svona sukk þekkist víðar í íslensku samfélagi. 

Sigurður Þorsteinsson, 17.8.2011 kl. 19:54

5 Smámynd: Jón Óskarsson

Í gegnum áratugina hefur þessi formaður NS komið 1-2 stundum 3-4 sinnum á ári í fjölmiðla með einhver smá upphlaup út af gæluverkefnum hans en að hann sé hinn gulltryggi talsmaður neytenda er af og frá enda voru bæði HH og TN stofnuð vegna þess að hér voru engir málsvarar neytenda. 

Jón Óskarsson, 17.8.2011 kl. 20:26

6 identicon

Ég þekki aðeins neytendasamtökin í Þýskalandi.  Þau eru oftar en einu sinni í viku í viðtölum vegna ýmissa mála.  

Ég ætla ekki að gagnrýna íslensku neytendasamtökin, en kanski væri ekki slæmt ef þau færu og kynntu sér starf samtakanna í Þýskalandi. 

En þau eru auðvitað í ESB og voða slæm

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 20:52

7 Smámynd: Jón Óskarsson

@Stefán.  Það er akkúrat þannig sem ég hef í huga mér séð það fyrir mér að neytendasamtök almennt ættu að starfa.  Hafa skoðanir á málum og skipta sér af því sem neytendum kemur við.   Ekki bara einarða afstöðu gegn einu og einu máli stöku sinnum með svo máttlitlum rómi að enginn tekur lengur eftir, hvað þá mark á.

Jón Óskarsson, 17.8.2011 kl. 20:59

8 identicon

Neytendasamtök eiga að vera ráðgefandi.  Það verður auðvitað að vera mark takandi á þeim ef þau eru það.

Ég veit ekki hvaða fjármuni samtökin hafa á Íslandi og hvort þau hafi getu til þess að starfa almennilega.

Allavega er ég sáttu við þau þýsku.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 21:13

9 Smámynd: Dexter Morgan

Já, þetta var ég einmitt að hugsa um, um daginn. Þetta er einn af þeim köllum sem er ávalt vitur eftirá. Kemur fram í fjölmiðlum, með sinn leiðinda talanda, og fussar og sveiar yfir einhverju sem er búið og gert. Hvenær hefur hann tekið upp mál, að fyrra bragði, og barist gegn því neytendum til góða. ALDREI. Einfaldlega aldrei. Alltaf með eitthvert rop eftirá sem allri eru löngu hættir að hlusta á, hvað þá taka mark á því.

Dexter Morgan, 17.8.2011 kl. 21:43

10 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Stefán þýsku neytendasamtökin eru ein þau fremstu í heiminum, ásamt þeim sænsku. Annars er víðast hvar í Evrópu öflug neytendasamtök. Þau byggja á mjög virku lýðræði og fagmennsku. Einn stjórnarmaður Neytendasamtakanna ræddi við mig slíka uppbyggingu og þá kom fram að Jóhannes væri staðnaður og helsti þröskuldur þess að samtökin næðu að þróast. Síðan eru liðin 25 ár!

Dexter, mér er nokk sama þó Jóhannes sé með afspyrnuleiðinlegan talanda, hann hefur aldrei nokkurn skapaðan hlut að segja. Eftir hrun hefðu Neytendasamtöin átt að vera í forystu neytendamála og uppbyggingar, þá felur formaðurinn sig ofan í holu. 

Sigurður Þorsteinsson, 17.8.2011 kl. 22:40

11 Smámynd: Dexter Morgan

Jæja, við erum þá sammála um það. En svona til að undirstrika "mikilvægi" þessa formanns neytenda á íslandi, man Einhver eftir því að hann hafi Einhvern tímann gert Eitthvað sem skiptir neytendur nokkru máli.

Þetta er bara típískur "eftirábullustampur" sem er á ríkisspenanum.

Dexter Morgan, 17.8.2011 kl. 23:44

12 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Dexter ég er að rifja upp, þessi 40 ár sem Jóhannes hefur verið launaður framkvæmdastjóri eða formaður Neytendasamtakanna, og ég minnist þess ekki að það hafi komið eitthvað af viti frá honum.

Sigurður Þorsteinsson, 18.8.2011 kl. 07:39

13 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Eru þessi samtök ekki á fjárlögum? Ef þetta er eins og þú lýsir er það alvarlegt mál. Þurfa ekki samtök sem eiga sitt undir skattfé almennings að sýna fram á að þau starfi eftir lágmarks lýðræðiskröfum? Það hlýtur að mega gera þá kröfu til þess ráðuneytis sem með málaflokkinn fer að skattfé fari til samtaka sem eru rekin lýðræðislega.

Guðmundur St Ragnarsson, 18.8.2011 kl. 11:47

14 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ekki man ég heldur eftir neinu sem "sitjandi" formaður hefur gert sem skipti "netyendur" séstöku máli ... annars er ég sammála ykkur hér að ofan.

Jón Snæbjörnsson, 18.8.2011 kl. 14:11

15 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Komidi sælir allir saman,eg bjo leingi i Danmørku(fer lika ad fara tangad aftur)  og tar hefur ordid Neytendasamtøk greinilega einhverja alt adra tydingu allavegana efmidad er vid starfsemi teirr her a landi  get fullyrt ad tad ad kalla tetta  neytendasamtøk er faranlegt,tetta eru gjørsamlega daud samtøk og ja væri afar hlintur tvi ad  tad yrdi tad yrdi hreinsad til i hinum ymsu sjodum og einnig verkalidshreifinguni tvi tad virdist vera her a landi tegar tessir Karlar komast a jøtuna ta er ekki hægt ad bola teim i burtu teir bua til hird i kringum sig med alskonar reglum sem eru eingaungu i teirra tagu,og telja sjalfsagt ad almuin bara brosi erekki talad um ad lifeyrissjodirnir hafi tapad alt upp i 800 miljørdum a hruninu hafidi sed einn einasta stjornarmann i teim sjodum hafa mabndom i ser til ad seigja af ser,eda lækka launin sin,NEI heldur sskera teir i rett hins almenna lifeiristega og lifa svo feitt a tvi sem  vid  erum ad borga,hef nu reindar leingi haldi fram ad nog vøri fyrir okkur tessar fau hrædur ad hafa 2-3 lifeyrissjodi starfandi,ta væri kanski hægt ad lækka kostnadin um nokkur hundrud miljonir

Þorsteinn J Þorsteinsson, 18.8.2011 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband