29.9.2011 | 21:14
Vonbrigði með Sigmar
Ég játa að ég var mest fyrir vonbrigðum með Sigmar Guðmundsson því hann er einn af okkar albestu fjölmiðlamönnum. Jóhanna reyndi eins og hún gat að halda orðinu, en gaf oft höggstað á sér. Hún vílaði sér ekki við að fara rangt með staðreyndir og það kom í ljós að hún virðist lifa í einhverjum lokuðum hugarheimi sem þjóðin þekkir ekki. Hefði hún verið í viðtali hjá BBC hefði verið hneppt niður um hana og hún rassskellt opinberlega, andlega. Hvort það hafi verið vorkunn fyrir Jóhönnu, þá hefði Sigmar átt að taka hana betur á teppið. Hún sagði þjóðinni að allt hefði verið gert fyrir heimilin. Hún fær svar við því á laugardaginn hvort þjóin sé henni sammála.
Það kemur hins vegar ekki á óvart að DV fagnar viðtali við Jóhönnu ógurlega. Það kemur ekki á óvart í ljósi þess að vinveittur útrásarvíkingur er sagður hafa borgað upp skattaskuldir snepilsins.
Kvótafrumvarpið gallað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Voða spælingar eru þetta Sigurður minn, Jóhanna stóð sig afburðarvel og Sigmundur atgangsharður en yfirvegaður þó.
hilmar jónsson, 29.9.2011 kl. 21:37
Sæll! Oft geta þessar ásláttavillur,sem alla henda,komið manni til að brosa. Jóhanna getur svarað fyrir sig á Ruv., ef hún hefur ekki ógnandi spyrjandi beinhákarl,þess albúinn að éta hana,í beinni. Annars stend ég mig alltaf að því að finna til með þeim sem að er sótt,en hún var vel varin. Á mér brennur spurningin um ESB.,sem Viðar bar fram,eigandi engan andmælarétt.
Helga Kristjánsdóttir, 29.9.2011 kl. 21:43
Hvaða staðreyndir fór hún rangt með?
Skeggi Skaftason, 29.9.2011 kl. 21:55
Skeggi, við skulum byrja á að allt hafi verið gert fyrir heimilin í landinu. Svo getum við tekið á að laun hafi ekki verið lækkuð hérlendis, það var gert með því að gengið fór niður um 50%. Þú verður að skoða upptökuna og þú munt sjá matreiðsluna.
Helga, það eru margir sem vorkenna Jóhönnu, ég vorkenni frekar fólkinu sem líður fyrir aðgerðarleysi hennar.
Hilmar. Þegar Einar söng Ég vil ganga minn veg, hefur hann örugglega haldið að hann væri að gera góða hluti, en það var barnslegt dómgreindarleysi. Það að halda því fram að Jóhana, er þín útgáfa á laginu. Álíka mikið dómgreinarleysi.
Sigurður Þorsteinsson, 29.9.2011 kl. 22:17
Já það líklega á stóran þátt í því að við séum nú á hægri uppleið, að hér voru laun de facto lækkuð um ca 50% miðað við alvöru gjaldmiðla. Sammála þér í því að það var ekki sniðugt hjá Jóhönnu að bera okkur saman við Írland að þessu leyti, og gefa í skyn að hér hefu laun ekki lækkað eins og á Írlandi.
En það er auðvitað draumur margra, m.a. Jóhönnu, að við getum hér einhverntímann notað alvöru gjaldmiðil. En það er líka ótrúlega margir á móti því og vilja ekkert frekar en halda þessari skoppandi örkrónu.
Skuldir hafa hins vegar ekki hækkað sem því nemur, sem sýnir að verðtryggingin er ekki alslæm fyrir lántakendur, þ.e. hún bætir ekki lánveitendunum fall krónunnar miðað við aðra gjaldmiðla, heldur bara miðað við neysluvísitölu á Íslandi.
Skeggi Skaftason, 29.9.2011 kl. 22:48
Ég skil ekki þetta tal um alvöru gjaldmiðil!
Hvað er gjaldmiðill -Skeggi? Getur þú útskýrt fyrir okkur hvað gjaldmiðill endurspeglar?
Hvað er alvöru GJALDMIIÐIILL ?
Hver er mælikvarðinn á ALVÖRU gjaldmiðil????
Fyrir hverju stendur ALVÖRU gjaldmiðill. ?
Endurspeglar okkar "örkróna" eins og þú segir- einhver lífskjör hér á landi?
Hver stjórnar lífskjörum hér á landi ?
Eggert Guðmundsson, 29.9.2011 kl. 23:15
Með "alvöru" gjaldmiðli á ég við gjaldmiðil sem heldur verðgildi sínu þokkalega til lengri tíma.
Skeggi Skaftason, 29.9.2011 kl. 23:42
Og hvernig dæmir þú $ ef þú lítur til baka 70 ár. -
Eggert Guðmundsson, 30.9.2011 kl. 01:08
Það væri ekki úr lagi að þú kíktir einnig á Evru frá því hún kom út þ.e. fyrir 10 árum. Settir niðurstöður í samhengi við ástand Íkr. á sama tímabili.
Eggert Guðmundsson, 30.9.2011 kl. 01:22
Skeggi ef þjóðin yrði spurð það því hefur Jóhönnu með ríkisstjórnni tekist vel að slá skjaldborg um heimilin í landinu og staðið sig vel í að vinna með skuldavanda heimilanna, yrði niðurstaðan eflaust sú að um 75% sagði nei, en 25% já. Allar blekkingar um að ríkistjórnin sé að byggja eitthvað upp er draumsýn þeirra sem líta á stjórnmálin sem trúmál. Innst inni veit Jóhanna að hún hefur verið að standa sig afar illa, enda stækkar skeifan í munnvikunum með degi hverjum.
Heill og sæll Eggert. Það eru mörg rök fyrir því að taka upp aðra mynt, enda má skoða mynt t.d. sem mælieiningu eins og málband. Fyrir iðnaðarmenn væri t.d. erfitt að nota málband sem væri alltaf að lengjast. Næsta blogg mitt verður um galdmiðilinn.
Sigurður Þorsteinsson, 30.9.2011 kl. 06:19
Gjaldmiðill getur vissulega verið örlítill og hann getur skoppað um efnahagsvellina ... EN, hann er ekki nema endurspeglun tiltekins efnahagslegs raunveruleika. Krónan er því ekki vandamálið ... heldur efnahagsstjórnin, peningamálastefnan og annað sem hefur áhrif á gangi gjaldmiðla? Þetta sés best á evrusvæðinu þessa dagana, hvar ýmis minni ríki ESB eru að sligast undir annars sterkri evru, sem tekur að stærstu leyti tillit til sterkrar stöðu efnahagsmála í Þýskalandi.
Ég tel það lífsnauðsynlegt fyrir efnahagslega framtíð landsins að kveða úr um það - á breiðum grunni - hvort halda eigi sjálfstæðum gjaldmiðli eða færa hluta peningamálastefnunnar út fyrir landsteinana með upptöku erlends gjaldmiðils - og vera um leið háður sveiflum sem ekki taka tillit til íslensks raunveruleika. Gætu kostir þess að taka upp stöðugri gjaldmiðil vegið upp ókostina?
Mér skilst að tvö lönd vestanhafs séu jákvæð gagnvart því að Ísland taki upp þeirra myntir - en það er jú kostur að slíkt sé gert með þeim hætti. Upptaka evru er háð miklum skilyrðum, sem ég m.a. mun ekki ganga inn á; þ.e. innganga í ESB. Hins vegar ef upptaka evru væri ekki háð inngöngu, kæmi hún til greina í mínum huga ... að því gefnu að ESB nái að koma skikki á sín mál á evrusvæðinu. Það er hins vegar allsendis óvíst að það takist.
Ólafur Als, 30.9.2011 kl. 07:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.