Er hagkerfið að ofhitna?

Í góðri efnahagstjórn þurfa aðgerðir Seðlabanka og ríkisstjórnar að vinna saman. Þetta er eitt af því sem fór úrskeiðis í ofþennslunni fyrir hrun. Tæki Seðlabankans til þess að minnka þennsluna og verðbólgu er að hækka vexti. Fyrir hrun höfðu vaxtahækkanir hins vegar ekki næg áhrif þar sem stór hluti lánanna voru verðtryggð eða gengislán. Ríkisstjórnin hefði getað dregið úr þennslunni en gerði ekki.

Nú eru allt aðrar aðstæður. Við þurfum tilfinnanlega aukin umsvif í atvinnulífinu og meiri einkaneyslu. Helsta vandamál okkar er hátt atvinnuleysi og stöðnun. Við þessar aðstæður ákveður Seðlabankinn að hækka vexti. Ástæðan er einhver hækkun verðbólgu. Þessi verðbólga er hins vegar ekki eftirspurnarverðbólga heldur á sér ástæður m.a. í skattahækkunum.

Með breyttri samsetningu útlána, yfir í óverðtryggð lán hefur þessi vaxtahækkun meiri áhrif en áður.   

Stjórnendur Seðlabankans koma eflaust með þau rök að ef verðbólgan hækkar eigi að hækka vexti. Ef málið er svona einfalt er hægt að búa til einfalt reiknilíkan og senda þessa gutta heim tíl sín. Í varanlegt frí!

 


mbl.is Vaxtahækkun bítur fast á fyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Seðlabankastóri þarf ekki annað en að líta út um gluggann til að sjá að hér er kólnunarástand.

Þetta er greinilega gert fyrir eigendur aflandskrónanna, áður en þær verða afskrifaðar.

Sigurður Þórðarson, 3.11.2011 kl. 07:58

2 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Sæll félagi. Lærdómur fyrri  ára er, að þeir sem hafa áhrif á hagstjórn þurfa að vinna saman. Róa á sama báti. Þannig þarf ríkið, atvinnulífið verkalýðsfélögin, allir, að stefna að sama marki, stöðugleika og lágri verðbólgu. SÍ hefur verið falið það hlutverk að gera þetta. Ef við höfum ekkert lært, þá heldur gamla sundurlyndið áfram !!

Jón Atli Kristjánsson, 3.11.2011 kl. 09:35

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er Jólaundirbúningur Seðlabankans. 

Jón Steinar Ragnarsson, 3.11.2011 kl. 12:32

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þetta leiðtogahlutverk Seðlabankans er mikilvægt en algjörlega vanrækt. Þegar vaxtaákvaðanir eru teknar af reiknivélinni, er eins gott að láta forritið ráða og senda Seðlabankastjóranna heim. Á næsta útifundi á Alþingi veður að koma krafan um að Seðlabankastjórarnir segi af sér.

Sigurður Þorsteinsson, 3.11.2011 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband